Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 38
18 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1992 HANDKNATTLEIKUR BLAK FRÆÐSLUSTARF Stefán og Rögnvald í 20 para hópi fyr- ir Ólympíuleikana Tólf pör verða endanlega valin í lok apríl STEFÁN Arnaldsson og Rögn- vald Erlingsson hafa verið vald- ir f hóp 20 dómarapara, sem eiga möguleika á að verða í endanlegum hóp sem dæmir á ^piympfuleikunum í Barcelona f sumar. Tólf pör dæma í hand- knattleikskeppni leikanna. Þeir Stefán og Rögnvald dæma á B-keppninni í Austurríki síð- ar í mánuðinum. Það kemur svo í ljós hvort þeir komast á Ólympíu- leikana eftir mót í Madrid á Spáni í lok apríl. Þar mæta pörin 20 og verða þau síðan vegin og metin eftir frammistöðuna þar. Stefán og Rögnvald dæmdu í síð- ustu viku tvo vináttulandsleiki Svisslendinga og Rúmena í Sviss. Gestimir unnu þann fyrri 19:17 en Svisslendingar unnu síðari leikinn stórt, 25:14. Svisslendingar verða meðal þátttakenda í B-keppninni. IMámskeið Fimleikasambandsins Fræðslunefnd Fimleikasambnads íslands stendur fyrir námskeiði fyrir þjálf- ara yngstu barnanna, 3-10 ára, um helgina, 7.-8. mars kl. 9-13 báða dagana í íþróttahúsinu Digranesi. A námskeiðinu verður tekið fyrir hvernig vinna má með börn út frá tónlist, hreyfingu og tjáningu. Útgangspunkurinn verður barnið sjálft og kemur þetta til með að hjálpa til við að gera kennsluna meira lifandi og gefandi. Leiðbeinandi verður Bára Lyngdal, leikari. Fréttatilkynning Ætlum að ná í þann stóra aftur - segir Friðrik Rúnarsson, þjálfari UMFN, um viðureignina gegn Val í Njarðvík SÍÐARI undanúrslitaleikurinn í bikarkeppni karla í körfuknatt- leik fer fram í íþróttahúsinu í Njarðvík í kvöld kl. 20, en þar mætast íslandsmeistarar UMFN og Valur. Njarðvíkingar, sem voru bikarmeistarar síð- ast 1990, hafa verið erfiðir heim að sækja í vetur, en Vals- menn hafa komið sterkir til leiks eftir áramótin. Það má því búast við jöfnum og spenn- andi leik. Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, var hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn er Morgun- blaðið talaði við hann í gærkvöldi. „Við ætlum okkur að komast alla leið og ná í þann stóra aftur. Það hjálpar okkur vonandi að við erum á heimavélli og við förum ekki að tapa tveimur leikjum í röð á heima- velli því það hefur ekki gerst í mörg ár,“ sagði Friðrik. En sem kunnugt er tapaði Njarðvík fyrir Tindastóli á heimavelli sínum í síð- ustu viku. Þeir höfðu þá ekki tapað í „ljónagryfjunni" _ síðan í apríl í fyrra og þá gegn ÍBK. „Við erum með alla okkar sterk- ustu menn og ætlum okkur sigur. Við höfum spilað tvívegis við Val í vetur og unnið í bæði skiptin með innan við tíu stiga mun. Það má því búast við að leikurinn verði spennandi og við þurfum að hafa fyrir hlutunum. Við verðum að hafa góðar gætur á Booker því hann getur verið ótrúlega góður,“ sagði Friðrik. Tómas Holton þjálfari og leik- maður Vals sagði lið sitt eins til- búið í slaginn og hægt væri. „Það er mikil uppörfun fyrir okkur að fá Booker aftur í liðið. Það var talið að hann færi í bann og við vorum búnir að sætta okkur við það, en hann verður með og það er mjög uppörfandi fyrir liðið,“ sagði Tómas í gærkvöldi. Hann sagði alla leikmenn Vals heila. „Magnús snéri sig reyndar á æfingu í gærkvöldi [miðvikudag] Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, segir að það komi ekki til greina að UMFN tapi tveimur leikjum í röð á heimavelli. en það var ekkert alvarlegt. Ég gæti trúað að leikurinn þróaðist þannig að liðin leggðu mikla áherslu á vörnina. Þeir eru með hrúgu af mönnum sem geta skorað mikið og því verðum við að vera vel á verði. Ég spái fjörugum leik og að sjálf- sögðu spái ég okkur ekki tapi. Það er ekki um neitt annað að ræða í bikarkeppnini nema sigur,“ sagði Tómas. Valsmenn léku síðast til úrslita í bikamum árið 1986 og þá gegn Njarðvíkingum. Þá vann Njarðvík en Valsmenn ætla sér í úrsltialeik- inn að þessu sinni, og til þess þurfa þeir að sigra í Njarðvík í kvöld. Valsmenn verða með rútuferð til Njarðvíkur með stuðningsmenn sína frá Valsheimilinu kl. 18.30. Skrifstofa íþróttasambands íslands í Laugardal verður lokuð í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar HERMANNS GUÐMUNDSSONAR, fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍSÍ. Rögnvald Erlingsson Stefán Arnaldsson Landsleikir um helgina Lokaundirbúningur landsliðs- ins í handknattleik fyrir B-keppnina er að nálgast. Liðið leikur á Akureyri í kvöld gegn styrktu liði KA og strax á morg- un verður Iandsleikur á Selfossi kl. 17. Það eru Portúgalir sem koma í heimsókn og mæta ís- lendingum öðru sinni í Laugar- dalshöll á sunnudag kl. 20. Skammt er stórra högga á milli því landslið Slóveníu kemur til landsins strax eftir helgina og tveir leikir em á dagskrá við þá. Sá fyrri í Laugardalshöll kl. 20 á þriðjudag og síðan kl. 20 ^á miðvikudag í Keflavík. ' B-keppnin hefst 19. mars. Norðmenn fyrir áfalli Leikstjórnandinn Simon Muffetangen fóru úr axlarliði og verður varla með í upphafi B-keppninnar NORÐMENN urðu fyrir áfalli í vikunni er einn besti maður landsliðs þeirra í handknatt- leik, leikstjórnandinn Simon Muffetangen frá Kragero fór úr axlarliði. Ólíklegt er talið að hann verði orðinn góður þegar B-keppnin hefst 19. þessa mánaðar. Norðmenn eru ein- mitt með íslendingum f riðli, en liðin mætast í þriðja leik þannig að Muffetangen gæti verið tilbúinn í slaginn þá. |uffetangen þessi hefur verið einn besti maður norsku deildarkeppninnar síðustu ár. Hann Frá Erlingi Jóhannssyni í Noregi hefur leikið vel með landsliðinu í vináttu- leikjunum að undan- förnu. „Simon er mjög fjölhæfur leik- maður og gat skorað á margvísleg- an hátt,“ sagði Gunnar Pettersen, landsliðsþjálfari. Hann valdi Bjorn Vidar Eriksen frá Runar í stað Muffetangen, og sagði það svo sem ekki slæm skipti. „Hann er góður í vöm og stóð sig vel í Lotto-keppn- inni,“ sagði þjálfarinn. Landsliðsþjálfarinn valdi í vik- unni leikmannahópinn sem hann fer með á B-keppnina, oger hann þann- ig skipaður eftir breytinguna: Fredrik Brubakken, Kragero, Gunnar Fosseng, Sandefjörd, Jan Christian Danielsen, Runar, Roger Kjendalen, Schutterwald, Gystein Havang, Niederwurzbach, Rune Erland, Gummersbach, Karl-Erik Bohn, Sandefjörd, Morten Schon- feldt, Sandefjörd, Brede Larsen, Urædd, Ole Gustav Gjekstad, Sandefjörd, John-Petter Sando, Sandefjörd, Kjetil Lundeberg, Run- ar, Tom Tvedt, Stavanger, Sjur Tollefsen, Skiens Ball, Erland Sod- al, Viking og Bjorn Vidar Eriksen frá Runar. Fyrsta tap Stúdenta Þróttararsigruðu þá í undanúrslitum bik- arkeppni karla KARLALIÐ Stúdenta tapaði fyrsta leik sínum i vetur er Reykjavíkur-Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu efsta lið íslandsmótsins, 3:2, í und- anúrslitum bikarkeppninnar. Kvennaliði Stúdenta gekk hins vegar betur, sigraði HK 3:1 og fer því í úrslit. Við erum búnir að bíða lengi eft- ir þessum leik. Voram fyrir löngu búnir að afskrifa deildina í vetur og við miðuð- Guðmundur H. um allan okkar und- Þorsteinsson irbúning undanfarið skrifar við þennan leik. Kortlögðum leik ÍS og það hjálpaði okkur hvers einhæf- ar sóknirnar hjá ÍS vora í Ieiknum og auðveldaði okkur hávörnina,“ sagði Leifur Harðarson, þjálfari og leikmaður Þróttar, eftir sigurinn. Gamlar stjörnur Þróttarar létu ekki einungis við það sitja að skella ÍS, heldur skört- uðu þeir fyrram leikmönnum úr margföldu sigurliði gegnum tíðina, þeim Lárentínusi H. Ágústssyni og Guðmundi E. Pálmasyni og það eitt gerir sigurinn sætari. Þróttarar gáfu strax forsmekkinn af því sem koma skyldi þegar þeir skelltu Stúd- entum í fyrstu tveimur hrinunum, 15:13 og 15:7 og upp var komin óvenjuleg staða. Eftir heldur daufa byijun réttu Stúdentar úr kútnum og náðu að jafna leikinn með sigri í þriðju og fjórðu hrinu. Úrslitahrin- an varð nokkuð spennandi en Stúd- entar fóru betur af stað og höfðu frumkvæðið þar til staðan var 10:7 en gáfu þá eftir og Þróttarar vora ekki lengi að ganga á lagið og sigr- uðu 15:12. Stúdentar tóku seint við sér Stúdentar geta sjálfum sér kennt um ófarirnar, þeir tóku seint við sér og vora ekki með framan af leiknum. Slíkt getur ekkert lið leyft sér í bikarkeppninni því þar gilda önnur lögmál eins og kom á daginn. Þetta var besti leikur Þróttar í vetur. Bjarki Guðmundsson var besti maður liðsins og einnig var óvænt og gott hjá Þrótturum að tjalda gömlu stjörnunum sem stóðu fyllilega fyrir sínu. Stúdínur í úrslit Stúdínur lögðu HK í fjórum hrin- um, 3:1, í nokkuð góðum leik. Þær sigruðu í tveimur fyrstu hrinunum með minnsta mun, 17:15 og 15:13 en HK í þeirri þriðju 16:14. Stúdín- ur gengu síðan ákveðnar til leiks í fjórðu hrinu og sigruðu nokkuð ör- ugglega, 15:8. Það var lítill munur á liðunum fyrstu þrjár hrinurnar en meiri breidd gerði_ útslagið hjá Stúdínum þar sem Úrsúla June- mann var mikilvægur hlekkur. Hjá HK sýndi Mirka Marikova að hún er fremsti uppspilari í kvennablak- inu hérlendis og hefur verið mjög öflug með HK í vetur. íkvöld Körfuknattleikur Bikarkeppni - undanúrslit: Njarðvík: UMFN - Valurkl. 20 Handknattleikur KA-hús: KA - Landsliðið 19.30 ■Sigurður Sveinsson og Þorgils Óttar Mathiesen leika með KA. Einnigjúgóslavneski markvörðurinn Iztok Race, sem hefur æft með liðinu und- anfarið og gengur líklega til liðs við KA fyrir næsta vetur. KORFUKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.