Morgunblaðið - 10.03.1992, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1992
Þj óð vinafélagsrit
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
ANDVARI. Nýr flokkur
XXXIII. 166 bls. 116. ár. Hið ís-
lenska þjóðvinafélag. 1991.
ALMANAK Hins íslenska þjóð-
vinafélags 1992. 1991.
Andvari er gróið rit og virðulegt.
Að þessu sinni hefst hann á hug-
vekju ritstjórans, Gunnars Stefáns-
sonar. Gunnar ræðir um hlutverk
ritsins; gerir úttekt á stöðu bók-
menntanna almennt; horfir vítt og
breitt og lætur álit sitt í ljós tæpi-
tungulaust. Sumt þykir honum
horfa til bóta, annað telur hann
miður. Vafalaust eru ábendingar
hans á giidum rökum reistar. Auð-
vitað markast viðhorf hans af því
að hann horfir af háum sjónarhóli,
stýrir riti sem gerir, ber að gera
og getur gert háar kröfur. Hins
mun enginn krefjast af Andvara —
eins og t.d. af dagblöðunum — að
efni það, sem hann flytur, sé nýtt.
Gunnar Stefánsson á líka loka-
orðin í ritinu, hugleiðingar vegna
þriggja bóka er séð hafa dagsins
ljós í seinni tíð og fjalla um ný-
rómantísku skáldin íslensku. Fyrir-
sögnin er: Að árroðans strönd og
aftur heim. Nýrómantísku skáldin
— hversu mörg voru þau? Og hver
voru þau? Um það má vafalaust
deila. Séu einungis talin fáein skáld
sem sendu frá sérSjóð sem næst
aldamótunum síðustu skipar stefn-
an takmarkað rúm í bókmenntasög-
unni. Sé hún hins vegar látin ná
til Stefáns og Davíðs eykst vægi
hennar að því skapi. Gunnar segir
kost og löst á ritunum, deilir lítt
um smekk og afstöðu en bendir á
efnislegar veilur. Eru ábendingar
hans harla athyglisverðar enda
sjaldgæft að sjá nýleg verk krufín
með þeim hætti; til þess þarf ærna
þekking.
Sú hefur annars verið venjan að
Andvari hæfist á minningarorðum.
Að þessu sinni ritar Halldór Þormar
um Björn Sigurðsson sem féll frá
langt um aldur fram en hafði þá
skilað stórmerku ævistarfi á sviði
veirufræði og búfjársjúkdóma.
Að öðru leyti er Andvari sögu-
og bókmenntarit og heldur í heiðri
þá gömlu hefð að birta efni sem er
í senn fræðilegt og alþýðlegt. Svo
er um þátt sem Vésteinn Ólason
ritar og nefnir Jórvíkurför í Egils
sögu: Búandkarl gegn konungi.
Hnyttileg er fyrirsögnin. Vafalaust
ber í og með að skilja hana sem
þversögn. Svo vildi nefnilega til að
kóngurinn var orðinn landlaus og
bar því nafnbót sína með völtum
sóma. Egill var að vísu bóndi en
jafnframt eins konar aðalsmaður,
bæði að ætt og auðæfum. Því að-
eins hafði hann efni á að verja tíma
sínum til ferðalaga, skáldskapariðk-
ana, hernaðar og drykkju. Athyglis-
vert er að Vésteinn hallast fremur
að sagnfestukenningunni sem al-
þýða manna hefur löngum haldið
tryggð við gagnstætt bókfestu-
kenningu lærðra; telur sem sé að
Egils saga hafi að nokkru byggst
á munnmælum þó ritunartíminn
hafi að sjáifsögðu sett á hana mark
sitt. Síðan veltir hann fyrir sér hinni
sígildu spumingu: Hvað kom kapp-
anum til að ana í flasið á konungi
sem viðbúið var að dræpi hann á
samri stund er fundum þeirra bæri
saman? Fullnægjandi svars er víst
seint að vænta. Og það er ekki
heldur að finna í hugleiðingum
Vésteins. Helst hallast hann að því
að þama hafí skáldskapartilhneig-
ingin yfirskyggt veruleikamatið.
Lengsta og mesta ritgerðin í
þessum Andvara er svo Á aldarár-
tíð Konráðs Gíslasonar eftir Aðal-
geir Kristjánsson. En Aðalgeir mun
Aðalgeir Kristjánsson
vera allra núlifandi manna fróðast-
ur um sögu Fjölnis og Fjölnis-
manna. Fyrir margt löngu sá hann
um útgáfu á bréfum þeirra Brynj-
ólfs og Konráðs. Hér gerir hann
grein fyrir ævistarfi Konráðs, rekur
lífshlaup hans í stórum dráttum og
bregður ljósi á skapgerð hans og
persónu. Allir urðu Fjölnismenn
skammlífir nema Konráð; hann einn
náði háum aldri. Nokkuð mun Kon-
ráð hafa þótt stríðlundaður og sér-
sinna. Og lítið fyrir margmenni.
Hins vegar unni hann konu sinni
sem var dönsk og ekki í miklu áliti
meðal landa í Höfn. Sem unglingur
var Konráð smali á búi föður síns
eins og þá var títt. »Hann kunni
vel hinu fijálsa og einmanalega lífi
og hugði að hann hefði sárkviðið
fyrir ef hann hefði vitað að hann
ætti eftir að eyða ævi sinni í fjöl-
menni.« Og í skóla eijaði hann við
Jónas. Síst var þá að vænta að
saman ættu þeir eftir að koma fram
sem vorboðar í sjálfstæðisbarátt-
unni og verða nánast helgir menn
í vitund þjóðarinnar. Konráð skrif-
aði í Fjölni eins og hinir. En Aðal-
geir telur að efni það, sem hann
lagði ritinu til, hafi átt þar fæsta
lesendurna. Konráð var ekki fertug-
ur þegar ritið hætti endanlega að
koma út og átti þá eftir meirihluta
starfsævinnar. Mestum tíma mun
hann hafa varið til orðabókarstarfa.
En orðabók hans kom aldrei út.
Hann varð einn af þessum dæmi-
gerðu Hafnarstúdentum sem luku
ekki námi en urðu innlyksa í borg-
inni og eyddu svo ævinni án þess
að samlagast að ráði lífi því sem
þar var lifað. Margir þessara manna
létu minna eftir sig en efni stóðu
til. Sennilega væri Konráðs að fáu
getið nú ef hann hefði ekki leikið
sitt stóra hlutverk í útgáfu Fjölnis.
Og þannig sér þjóðin hann fyrir
sér: sem þátttakanda í einhuga og
samstilltum hópi sem boðaði alda-
hvörf og endurreisn og skóp íslandi
nýja ímynd sem jók kjark og áræði
með næstu kynslóðum. En Konráð
var síst af öllu hópsál. Hann var
þvert á móti einrænn og alls ekki
fyrir að blanda geði við hvern sem
var. Mannlýsing sú, sem Aðalgeir
dregur þarna upp, er bæði skýr og
vafalaust einnig sönn — að því leyti
sem hægt er að lýsa manni sem
löngu er horfinn af sjónarsviðinu.
Þá koma Vangaveltur um full-
veldi íslands 1918 eítir Helga Skúla
Kjartansson. Fyrirsögnin gefur til
kynna það sem á eftir fer. Helgi
SÍÐASTA HRAÐLESTRARNÁMSKEIDIÐ...
Síðasta námskeið vetrarins hefst miðvikudaginn 18. mars nk.
Viljir þú margfalda lestrarhraðann, hvort heldur er til þess að
bjarga næstu prófum með glæsibrag eða til að njóta þess að
lesa meira af góðum bókum, ættir þú að skrá þig strax á
næsta námskeið.
Lestrarhraði nemenda fjórfaldast að jafnaði. Við ábyrgjumst
að þú nærð árangri eða þú færð endurgreitt!
Skráning alla daga í síma 641091.
Sjávarútvegsstefna EB
HRAÐLESTRARSKOUNN
BARNAKJOLL
M/HATTI
2.450,-
5^86»
tuhARSIíA)
vörun*
oi
öóö
HtRRW01® kV. V.730.-
Gengi mars ’92
__________Bækur______________
Björn Bjarnason
Hin sameiginlega sjávarútvegs-
stefna Evrópubandalagsins. Höf-
undur: Ketill Sigurjónsson. Útgef-
andi: Alþjóðamálastofnun Háskóla
íslands, Háskólaútgáfan, 1991. 88
bls.
Þegar rætt er um ísland og Evr-
ópubandalagið (EB) er því gjarnan
slegið fram, að umræður um aðild
að EB muni óhjákvæmilega stranda
á sjávarútvegsstefnu Evrópubanda-
lagsins. Hún sé þess eðlis, að við
íslendingar getum aldrei sætt okkur
við hana. Má segja, að þetta sé orð-
ið að viðtekinni skoðun hér og með
því að halda henni á loft sé talið
auðvelt að slá vopnin úr höndum
þeirra; sem mæla með umræðum um
aðild Islands að bandalaginu, svo að
ekki sé minnst á þá, sem gerðust svo
djarfir að hvetja tíl slíkrar aðildar.
Til að staðfesta réttmæti þessara
fullyrðinga nægir að vitna til Reykja-
víkurbréfs Morgunblaðsins, sem birt-
ist 8. mars sl., en þar segir meðal
annars: „Þeir íslendingar, sem kunna
að telja tímabært að taka upp við-
ræður um beina aðild að EB vegna
afstöðu annarra Norðurlandaþjóða
verða að svara því, hvernig þeir ætla
að komast í kringum sjávarútvegs-
stefnu Evrópubandalagsins, sem er
eins andstæð hagsmunum okkar ís-
lendinga og hugsast getur.“
Ef marka má niðurstöður rann-
sókna innan Háskóla íslands er sjáv-
arútvegsstefna EB ekki eins andstæð
íslenskum hagsmunum og margir
hafa ætlað. Á árinu 1990 gaf Örygg-
ismálanefnd út ritið Evrópustefnan.
Aðlögun íslands að þróun Evrópu-
bandalagsins eftir Gunnar Helga
Kristinsson, lektor í félagsvísinda-
deild Háskólans. Þar segir meðal
annars: „Að því gefnu að hvorki tví-
hliða viðræður né EFTA leiðin leiddu
til fullnægjandi niðurstöðu fyrir sjáv-
arútvegshagsmuni íslendinga má
leiða að því líkur að umsókn um
aðild að EB gæti leitt til betri líf-
skjara en hinar leiðimar, vegna
bættrar samkeppnisaðstöðu á Evr-
ópumörkuðum og aukinnar hag-
kvæmnisþróunar innanlands. Hún
myndi hins vegar jafnframt krefjast
erfiðra samninga og mikils undirbún-
ings af hálfu Islendinga til að fullt
tillit yrði tekið til sérhagsmuna þeirra
í því kerfi sem hin aðildarlöndin sem
fyrir eru hafa mótað.“
Nú er komið út annað ritið í ritröð
Alþjóðamálastofnunar Háskóla Is-
lands og fjallar það um hina sameig-
inlegu sjávarútvegsstefnu Evrópu-
bandalagsins. Er hér um að ræða
lítið breytta lokaritgerð til embættis-
prófs í lögfræði, sem Ketill Sigur-
jónsson vann vorið 1991 undir hand-
leiðslu Gunnars G. Schrams prófess-
ors. Þeir, sem vilja kynnast þessari
stefnu EB og átta sig á því, hvernig
framkvæmd hennar hefur verið hátt-
að, geta auðveldlega glöggvað sig á
því í þessu riti, sem eðli málsins sam-
kvæmt er ritað frá lögfræðilegum
sjónarhóli.
Sjávarútvegsstefna EB byggist að
sjálfsögðu á Rómarsáttmálanum,
stjómarskrá bandalagsins, eins og
aðrir sameiginlegir réttargjörningar
bandalagsþjóðanna. Sjávarútvegs-
stefnan er hins vegar ekki njörvuð
niður með sama hætti og aðrar mikil-
vægar og stefnumarkandi ákvarðan-
ir um_ atvinnuvegi bandalagsþjóð-
anna. Á það ekki síst rætur að rekja
til þess, að upphaflega voru það
meginlandsþjóðir Evrópu, sem stofn-
uðu EB, og þær voru ekkert sérstak-
lega með hugann við sjávarútveg.
Þetta breyttist þegar áhugi vaknaði
í Danmörku og Bretlandi á aðild að
EB og til undirbúnings henni var
hafist handa við að móta hina sam-
eiginlegu sjávarútvegsstefnu á árinu
1970. Varð stefnan ekki til í þeirri
mynd, sem við þekkjum hana, fyrr
en 1983, þegar von var á því að
Spánveijar og Portúgalir gerðust
aðilar að bandalaginu. Samkomulag-
ið frá 1983 gildir til ársloka í ár,
1992. Náist ekki samkomulag um
breytingu á þessari stefnu nú í ár
I.aunaforritið ERASTUS heldur sanfan ölluni tölwn vfir
ty úriö, þess vegnuþarf'énginn að sitju við að flettu i gegnwn
gÍHB* launaseðlam í janúar úr hvert og reikna og reiknu.
Þegarað launamiðaprentun kemur hjú nóiendum ERASTUS
hrosu þeir, ýta ú tvo tukku og launamiðarnir prentast út.
ðij Launufórritið ERASTUS ‘Einfaldttfia fjágiíegra
_______ M.Flóvent Simi: 91-68X933 »g 985-30347
gildir hún óbreytt til ársins 2002.
Rannsóknir Ketils Siguijónssonar
sýna, að við lagadeild Háskólans telja
menn nauðsynlegt að ijalla um og
bijóta til mergjar réttarþróun innan
Evrópubandalagsins, þótt hún snerti
ekki beint íslenska hagsmuni. Er
fagnaðarefni, að þannig skuli staðið
að menntun lögfræðinga. Hvort sem
samningurinn um evrópska efna-
hagssvæðið nær fram að ganga eða
ekki og hvemig sem samskiptum
okkar við EB verður háttað er brýnt
að hér sé fyrir hendi staðgóð þekking
á lögum EB og dómum dómstóls
bandalagsins.
Undir lok bókar sinnar lítur Ketill
Siguijónsson á sjávarútvegsstefnu
EB frá sjónarhóli íslendings. Hann
veltir því fyrir sér, hvernig staðan
væri, ef ísland ætti aðild að EB.
Niðurstaðan er í stuttu máli þessi: í
fyrsta lagi kynnu íslendingar að
hafa neitunarvald varðandi sjávarút-
vegsstefnu EB vegna mikilvægra
þjóðarhagsmuna af sjávarútvegi . í
öðru lagi virðist lítil ástæða að ótt-
ast að EB-aðild leiddi til þess að
erlend fiskiskip myndu þyrpast á ís-
landsmið. / þriðja lagi má fara ýms-
ar leiðir til að hindra að erlendir
aðilar eignist kvóta innan lögsögu
aðildarþjóðanna, svo framarlega sem
ekki er um mismunun á grundvelli
þjóðernis að ræða. / fjórða lagi er
talið að fiskveiðistjórnun hafi tekist
betur á íslandsmiðum en innan EB-
lögsögunnar, en innan EB er nú for-
gangsverkefni að bæta eftirlit með
fiskveiðum og auka hagkvæmni í
útgerð. / fimmta Iagi fengi ísland
verulega fjárstyrki til eftirlits á ís-
landsmiðum og væntanlega einnig
til að byggja upp atvinnuvegi sam-
kvæmt byggðastefnu EB.
Ástæða er til að minna á þá stað-
reynd, _að við útfærslu landhelginnar
hafa íslendingar ætíð byggt á
vísindalegum rökum og skírskotun
til alþjóðaréttar. Að baki stefnu-
mörkunar á þeim vettvangi lá fræði-
legt álit til styrktar hinum pólitísku
ákvörðunum. Sé ætlunin að helja
frekari viðræður við EB-ríki um ís-
lenska sjávarútvegshagsmuni verður
málstaður íslands að byggjast á
fræðilegum grunni og víðtækri þekk-
ingu á EB-rétti og framkvæmd hans.
í ritgerð Ketils Sigurjónssonar er að
finna svör við því, hvernig íslending-
ar kynnu að geta gætt mikilvægustu
hagsmuna sinna í aðildarviðræðum
við Evrópubandalagið.