Morgunblaðið - 08.04.1992, Page 18

Morgunblaðið - 08.04.1992, Page 18
18... MÖRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. AI’RÍL 1992 ' Kransæðasjúkdómur; Einkenni, rannsóknaraðferð ir og meðferðarmöguleikar eftir Ragnar Danielsen Kransæðasjúkdómur er algengur kvilli meðal vestrænna þjóða og er ísland þar engin undantekning. Almennt er talið að yfir 2% karla hafí einkenni um kransæðasjúk- dóm, nákvæmar tölur fyrir konur eru óljósari. Samkvæmt gögnum Hjartaverndar eru kransæðasjúk- dómar algengasta dánarorsök karla á íslandi og önnur algengasta dán- arorsök kvenna. Fyrir almenning skiptir miklu að þekkja einkenni er bent geta til kransæðasjúkdóms og leita læknis er hafíð getur viðeig- andi rannsóknir og meðferð. Aðaleinkenni kransæðasjúkdóms Algengasta einkenni kransæða- sjúkdóms er bijóstverkur við líkam- lega áreynslu, svokölluð hjartaöng (angina pectoris). Dæmigert er verkur í brjósti við líkamlegt álag, t.d. við að ganga upp tröppur eða brekku, við hlaup, eða við að lyfta þungum hiut. Verkurinn er oft þungur, situr miðsvæðis í bijóstinu undir bringubeini og getur leitt út í báðar axlir eða hendur, upp í háls eða út í neðri kjálka. Sjaldnar er að verkur leiði aftur í bak eða niður í kvið. Oftast rénar verkurinn ef sjúklingur hættir að taka á og hvíl- ir sig. Ef einstaklingi er fær slíkan verk er gefín nitroglycerintafla und- ir tungu slær það yfírleitt á verkinn á nokkrum mínútum. Ef bijóstverk- ur er mjög sár og stendur í meira en hálftíma aukast verulega líkur á að um bráða kransæðastíflu, öðru nafni hjartadrep, sé að ræða og skal þá hafa samband við lækni eða neyðarbíl sem fyrst. í sumum tilfell- um getur fyrsta einkenni kransæða- sjúkdóms verið hjartsláttaróregla og hjartastopp og þarf þá að bregð- ast skjótt við með endurlígunarað- gérðum og kalla til lækni og neyðar- bíl. Því fer fjarri að allir verkir í bijósti séu af völdum kransæða- sjúkdóms. Aðrir sjúkdómar er geta gefíð bijóstverk eru t.d. bólgur í gollurshúsi og bijósthimnu. Mjög algengt er að bólgur í vöðvum og vöðvafestum og rifjafestum valdi bijóstverk og þrýstingur á tauga- rætur getur einnig gefið svipuð ein- kenni. Sjúkdómar í vélinda, bæði bólgur og krampar geta gefið bijóstverk er líkist mjög hjartaöng. Vert er að hafa í huga að ýmsir sjúkdómar í kviðarholi, t.d. maga- bólgur og sár, briskirtilsbólga, gall- blöðrusjúkdómar og sjúkdómar í ristli geta gefíð verk er leiðir upp í bijósthol og hægt er að rugla saman við hjartaverk. Sjaldgæfara er að sjúkdómur í ósæð valdi bijóst- verk er líkist verk frá hjarta. Rannsóknaraðf erðir Fái einstaklingur verk í bijósthol er gefur grun um að kransæðasjúk- dómur sé á ferðinni er mikilvægt að leita læknis. í flestum tilfellum, einkum hjá yngri og miðaldra ein- staklingum, er rétt að leita til hjartasérfræðings. Við mat hjá hjartasérfræðingi er það sjúkrasag- an, hvernig sjúklingur lýsir ein- kennum sínum, er gefur mikilvæg- ustu upplýsingarnar. Líkamsskoðun er gerð og kannað hvort sjúklingur hafí einhveija áhættuþætti krans- æðasjúkdóms: reykingar, hækkað- an blóðþrýsting, aukna blóðfítu, offítu og sykursýki. Hjartarit tekið í hvíld gefur sjaldnast upplýsingar hjá sjúklingi nieð nýleg einkenni um hjartagöng, nema að hann hafí fengið kransæðastíflu áður er sést á ritinu. Stórar hóprannsóknir sýna reyndar að um þriðjungur sjúklinga með merki um gamla kransæða- stíflu í hjartariti hafa ekki þekkta fyrri sögu um kransæðasjúkdóm. Mikilvægari rannsóknaraðferð er álagshjartarit. Ef kransæðaþrengsli eru til staðar minnkar blóðflæði til vissra hluta hjartavöðvans við álag og kemur það fram sem breyting á hjartariti. Röntgenmynd af hjarta og iungum er sjálfsögð rannsókn við fyrstu komu hjá hjartasérfræð- ingi. Hjartaómun gefur mikilvægar upplýsingar um útlit og starfsemi hjartans og getur gefið upplýsingar um ýmsa hjartasjúkdóma er geta gefíð einkenni er líkjast kransæða- verk, t.d. hjartavöðva- og hjartalok- usjúkdóma. Að loknum þessum fyrstu rannsóknum metur hjarta- sérfræðingur hvort þörf er á frek- ari rannsóknum eða hvort beita eigi lyfjameðferð fyrst um sinn. Oft er gerð hjartaþræðing til að fá nánari upplýsingar um hversu mikil þrengsli séu í kransæðunum. Þegar upplýsingar um útlit kransæða liggja fyrir eru þrír valkostir: 1) Áframhaldandi lyfjameðferð og minnkun áhættuþátta. 2) Krans- æðaútvíkkun á þrengslum. 3) Kransæðaskurðaðgerð. í nokkrum tilfellum geta krans- æðar litið eðlilega út við hjarta- þræðngu þó sjúklingur sé með ein: kenni er líkjast mjög hjartaöng. í sumum tilfellum er skýring á því krampi i kransæðum án marktækra Ragnar Danielsen „Vegna þess hve krans- æðasjúkdómur er al- gengur er mikilvægl að almenningur þekki ein- kenni hans. Allir er fá hjartaverk við áreynslu í fyrsta sinn er ekki á sér augljósa skýringu ættu að leita læknis hið fyrsta.“ þrengsla. Stundum getur verið erf- itt að meta á kransæðamynd hvort þrengsli valdi bóðþurrð í hjarta- vöðvanum. Aðferð sem þá getur komið að gagni er ísótóparannsókn af hjarta til að meta blóðflæði um hjartavöðvann með notkun geisla- virkra efna. Önnur ný aðferð er mat á starfsemi hjartavöðvans með hjartaómun við álagspróf. Meðferðarmöguleikar Sé sjúklingur með kransæðasjúk- dóm sem lýsir sér sem hjartaöng er fyrsta meðferð alltaf notkun ýmissa lyfja til að draga úr verkja- óþægindum. Margir sjúklingar verða svo góðir af lyfjameðferð að þeir geta lifað nánast eðlilegu lífi. Rétt er að undirstrika að á síðustu árum hafa sífellt komið fram betri hjartalyf er gefa góðan meðferðar- árangur. Ef sjúklingur reykir skipt- ir miklu að hann hætti. Einnig bein- ist meðferð gegn öðrum áhættu- þáttum kransæðasjúkdóms, s.s. hækkun á blóðfítu, of háum blóð- þrýstingi og sykursýki. Við bráða kransæðastíflu hefur meðferðarár- angur einnig stórbatnað á undan- fömum árum. Komi sjúklingur með bráða kransæðastíflu nógu fljótt til læknis er yfirleitt hægt að gefa svokallaða segaleysandi meðferð. Beinist hún að því að gefa lyf er leysa upp blóðsega í kransæðum sem jafnan situr þar sem æðakölk- un og þrengsli eru fyrir. Hjá sjúkl- ingum sem hafa hjartaöng eftir að hafa fengið bráða kransæðastíflu, er oft gerð kransæðamyndataka. Er þá metið hvort hægt sé að gera víkkun á þrengslum í kransæðunum eða hvort beita þurfí kransæða- skurðaðgerð. Þau meðferðarform henta þó alls ekki öllum sjúklingum og er þá áframhaldandi lyfjameð- ferð besti kosturinn. Ekki ósjaldan þarf að endurtaka og endurmeta rannsóknir ef einkenni sjúklings breytast. Lokaorð Vegna þess hve kransæðasjúk- dómur er algengur er mikilvægt að almenningur þekki einkenni hans. Allir er fá hjartaverk við áreynslu í fyrsta sinn er ekki á sér augljósa skýringu ættu að leita læknis hið fyrsta. Sérlega mikilvægt er að bregðast skjótt við ef um er að ræða sáran bijóstverk er varir leng- ur en hálfa klukkustund. Því fyrr sem sjúklingur hefur samband við lækni eða neyðarþjónustu því betri líkur eru á að hægt sé að beita við- unandi fyrstu meðferð. Höfundur er hjartasérfræðingur Hjartadeildar Landspítaians. EINSMENNSKA Einsmennska er orðin höfuð- meinsemd í fari þeirrar fámennu þjóðar sem byggir þetta fjöl- breytta land. Höfuðmeinsemd er rétta orðið, sannyrði lýsandi fyrir þetta faraldseinkenni, vegna þess að meinsemdin býr í höfðinu, hug- arfari landsmanna, lífí þeirra - og iist; ekki síst. Liðin er sú tíð að land og lýður beri sömu einkenni sem fjölkenni, ásamt tengilið þeirra samgrónum, íslenskri tungu. Þau eru ekki leng- ur eitt í ríkulegri fjölbreytni. Það ex eins og þau séu skilin að borði og sæng. Þau eru eins og hjón er skyndi- lega hafa misst þann guðdómlega einingarsvip, sem í langri og gró- inni sambúð gjörir ólíka mátulega líka - hjónasvipinn. í staðinn hafa þau fengið fátæklegan tómleika- svip einmanaleika, þeirrar eins- mennsku sem eftir er þegar allt er farið sem auðgar samskipti - skilnaðarsvipinn. Þar verða þau ein, en eins. Sandkorn á sameiginlegri eyði- mörk, hvert útaf fyrir sig og eins. Myndbreyting hefur átt sér stað í vitund og veruleika. Ásýnd fjöl- róta gróðursældar hefur umbreyst í sviplausa auðnarmynd, haldlaus- an jarðveg gróðurleysis, upplausn. Hvorki lífsins vatn né_ landsins vatn rennur þar lengur. Úr ástrík- um himinbrunnum í vitund og úr græðandi landsbrunnum í veru- leika. íslensk lífsvitund er að verða landlaus - athvarfslaus, stödd við þau mæri sem skilja að lifandi manna land ogeinskismanns land; ÚR HUGSKOTI Ingimar Erlendur Sigurðsson skilin að skiptum við eigin gildi, einstaklingsbundin og sameigin- leg. Hún er gengin frá guði, geng- in frá gróðri, gengin frá arfi og uppruna inn í menningarsnautt vitundarleysi og tilverutóm. Þannig fer þegar lýður skilur við land sitt, hið innra, þjóðarsál skilur við innland sitt. Kennileiti lands eru samgróin einkennum þjóðar. Án þeirrar samsvörunar er þjóðarsál ekki til, hvorki inná- við né útávið, án viðhalds þeirra samgróninga í vitund og veruleika líður hún undir lok. Hver þegn er afkvæmi lands og þjóðar og ber þeirra svip, uns hann segir sig úr innri löngum við þau, inngróið landslag sitt og þjóðareinkenni. Svo margir þegn- ar hafa þegar týnt upprunalegu svipmóti, ættarmóti lands og þjóð- ar, að til þjóðleysis horfir í andleg- um og menningarlegum skilningi. islensk lífsvitund væri endan- lega liðin undir lok, ætti sér ekki viðreisnar von, ef tunga hennar hefði skrifað undir það. Þúsund ára gömul og gróin þjóðtunga lýðs og lands, sem í moldarvígum - torfbæum - hratt af sér innrás og raunar landnámi annarlegrar tungu, er það eina sem tengir saman lýð og Iand í skilnaðarhót- un, talar á milli þeirra hjóna Enn á hún innangengt í hjörtu þeirra lukt og aðskilin, því hún fléttaðist hjartarótum er þau byggðu sama bú. Hún er sá rótardjúpi og gróður- fléttaði ástarstrengur, sem ber á milli þeirra skilaboð um skyldur hvort við annað, minnir þau á ættartengsl manns og fósturmold- ar, menningar og landvætta, ít- rekar samfélag við þau, að þau séu samfléttuð og eitt, líkingar- mynd heilagrar þrenningar: faðir, sonur og heilagur andi - land, þjóð og tunga. Margt bendir til að fjölþættur strengur tungumáls, einingar- band lýðs og lands í sögu og ljóði, muni einnig Iáta undan og bresta af tröllslegu átaki tímans í hönd- um þeirrar fátæklegu eins- mennsku, sem næstum hvarvetna í vestrænum heimi skilur lýð frá landi, tætir þjóð frá fóstuijörð, rífur mann úr menningaijarðvegi, líkt og næringarstrengur fósturs - naflastrengur - sé slitinn í móðurkviði. Hann er þegar svo teygður og togaður, mjósleginn og magnlítill, að hann flytur æ minni næringu, andlega fæðu, milli liðins tíma og líðandi stundar, milli brunns og munns. Orðaforði máls og menn- ingar verður æ fátæklegri, hvort sem er í blöðum eða á bók eða í tali. Hugsanir manna og tilfínn- ingar hljóta að vera jafn sveltar í heila og hjarta. Fjölbreytni og auðlegð skap- andi einstaklingshyggju hefur þokað fyrir þjóðvana fábreytni og fátækt allsheijar einsmennsku. Jafnvel sjálfskipaðir varðveislu- menn og frömuðir máls og menn- ingar í vitund og veruleika, skáld og rithöfundar, eru undir svipaða sök seldir og áhangendur hennar, fjölmiðlamenn. Svo bregðast krosstré sem önnur tré, svo byrgj- ast brageyru sem önnur eyru, svo bögglast gulltungur sem aðrar tungur. Skáldskapur flestra íslenskra rithöfunda er næsta sviplítíll. Hann einkennist af fátækt í anda, innihaldsleysi, og einhæfi í orð- færi, staglanda. Enda eru þeir undantekningarlítið að hnoða sömu sögu, um ekki neitt, fram- leiða sama ljóð, á færibandi eins- mennsku. Þeir höfundar sem gangast ekki undir hlýðni við lögmál eins- mennsku, eru brottrækir úr bók- menntabúi hennar, settir á guð og gaddinn, á meðan gulldrengir hennar sækja sér gjald í sjóði hennar - geldingargjald. Farið hefur fé betra. Það er liins vegar óbætanlegt tjón, ef íslensk og helguð þrenning, land og þjóð og tunga, er seld mansali á menning- arlegu markaðstorgi og alfarið lögð undir fjölþjóðlegan hórdóm einsmennsku. Sú einsmennska hefur vaðið yfir Vesturlönd, næstum frá upp- hafi valdatöku kommúnisma í Rússlandi. Hún er óskilgetið af- kvæmi hans og vestur-evrópsks lýðræðis, sem hún ýmist nauðgaði eða tók frillutaki, eða það lagðist vembilfláka fyrir menningarlegu flaðri hennar. Innbyggður veik- leiki lýðræðis liggur í því, að það leyfir næstum allt nema opinbert ofbeldi. Afieiðingar þeirra samfara urðu þær, að fjölróta og menning- arlega fijálsborin einstaklings- hyggja nærði við þjóðarbijóst andlega bastarða sína með fáróta og menningarlega fjötrandi alræði - í útvatnaðri og villandi mynd sósíalisma. Þeim afkvæmum gjör- ólíkra andlegra lífsviðhorfa fjölg- aði ört og urðu, fyrr en varir, áhrifaríkir laumuþegnar þeirrar alþjóðlegu launbyltingar, sem umhverfði vestrænni menningu, breytti einstaklingshyggju í eins- mennsku. Á sama tíma og austur-evr- ópskar þjóðir hafa varpað af sér stjórnarfarslegu og opinberuðu oki kommúnisma og einsmennsku hans, sitja vestur-evrópskar þjóðir uppi með firringu hennar, aðskiln- að allra frá öllum - og alls frá öllu. Sá innrætti skilnaður er afleið- ing þeirrar óskráðu en ríkjandi kröfu, að allir hugsi eins og finn- ist það sama. Einsmennska færir ekki hvern mann nær öðrum og andlegum verðmætum, hún veld- ur því að þeir fjarlægjast hver annan og glata lífsgildum, ein- staklingsbundnum jafnt sem sam- eiginlegum. Einmanaleiki er lífsförunautur einsmennsku, því enginn maður auðgar þar annan. Maður verður ekki lengur manns gaman - held- ur ami. Hver veldur öðrum von- brigðum, enginn hefur neitt að gefa. Það er eins gott að vera einn með sjálfum sér eins og einn með öðrum. Nákomnar heimsókn- ir stijálast, en ofboðsleg fundar- höld um ekki neitt aukast. Einmanaleika fírringar og eins- mennsku má þó lifa af - sem ein- staklingur - en engin þjóð lifir það af til lengdar að gróið svip- mót lands og lýðs skilji endanlega að skiptum. Grunnar tímarætur þjóðlegs æviskeiðs losna úr djúp- um jarðvegi eilífðarskikans, sem einum og öllum er gefinn til skap- andi ræktunar á sjálfum sér og sameiginlegri menningu; þar ber hver þúfa í sér fjall. Mótun einstaklingsbundinnar skapgerðar hið innra og skapandi fjölbreytni hið ytra er um það bil að ganga fyrir ætternisstapa í íslensku þjóðlífi. Gap hefur mynd- ast, menningarleg gliðnun, milli gróinnar fortíðar og galtómrar nútíðar. Þegnar skilja við þjóðar- einkenni, gáfur við guðdóm, sálir við sögu, ljóð við líf, tindur við tungu. Einsmennska og firring, sós- íalísering hugarfarsins, er höfuð- meinsemd íslenskrar menningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.