Morgunblaðið - 08.04.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992
lí
Raforkukerfið —
breytt fyrirkomulag
eftir Torfa Dan
Sævarsson
- Með tilkomu Evrópubandalags-
ins og hins innri markaðar Evrópu,
hafa orðið miklar breytingar á skip-
ulagi raforkumála í Evrópu. Víðast
er stefnt að því að breyta raforku-
fyrirtækjum í hlutafélög og reka
þær eftir lögmálum markaðarins,
þar sem hagkvæmni, skiivirkni,
arðsemi og þjónusta við viðskipti
er í hávegum höfð. Breytingar á
fyrirkomulagi í rekstri raforkufyrir-
tækja hafa þegar verið gerðar m.a.
í Bretlandi þar sem raforkufyr-
irtæki í eigu ríkisins voru gerð að
hlutafélögum og seld á hinum al-
menna markaði. Svipaðar breyting-
ar hafa átt sér stað á skipulagi
raforkumála í Noregi og eru í upp-
siglingu á fleiri Norðurlöndum. í
Bandaríkjunum hafa raforkufyrir-
tæki verið einkarekin í fjölda ára.
Sú samhæfni og hagkvæmni sem
náðst hafði með því er nú hinsveg-
ar að tapast vegna mikilla afskipta
hins opinbera.
Samkeppni
Raforka er orðin stór hluti af lífi
okkar og viðskiptum, sem við getum
ekki verið án. Litið er á raforku sem
sjálfsagða og jafnvel eitt af því sem
er náttúrulegt eins og andrúmsloft-
ið. Því meira sem tæknin þróast og
verður flóknari því meiri verða not-
in fyrir raforku. Raforka er ekki
bara mikilvæg í þágu nótenda held-
ur einnig fyrir byggðarlögin og
landið í heild. Þess vegna hljótum
við að keppa að hagkvæmni, skil-
virkni og góðri afkomu raforkufyr-
irtækja.
Til þess að ná fram þessum
markmiðum þarf samkeppni að
ríkja milli raforkufyrirtækja og hafa
þarf fleiri en einn möguleika á sam-
starfi til raforkukaupa, þar sem
hvert raforkufyrirtæki skoðar orku-
þörf sína út frá því ijármagni sem
það hefur til ráðstöfunar. Auk þess
þurfa raforkufyrirtækin að geta
ákveðið hvort þau afla raforkunnar
með kaupum eða með eigin fram-
leiðslu. Þar sem lögmál markaðar-
ins ríkja verður raforkunnar aflað
þar sem hún er ódýrust í það og
það skiptið. Hvert raforkufyrirtæki
á að geta verið í samstarfi við fleiri
en einn aðila um kaup og sölu á
raforku en þó ekki endilega tengt
við það, heldur geta flutt sína raf-
orku eftir flutningskerfi annarra
raforkufyrirtækja og greitt flutn-
ingsgjald til þeirra (wheeling). Stór-
ir notendur gætu jafnvel einnig
gert þetta. Einnig má segja að ef
alger samkeppni ætti að vera í raf-
orkukerfinu þá ættu notendur að
geta keypt raforku þar sem þeir
vildu og borgað flutningskostnað
fyrir að koma henni til sín.
Orkuöflun
Þegar raforkufyrirtæki sér fram
á aukna raforkuþörf á það að vera
á þess ábyrgð að útvega næga raf-
orku. Til að uppfylla þá þörf, hefur
fyrirtækið um þrennt að velja.
1. Kaupa raforku frá þeim aðila
sem það er beintengt við.
2. Kaupa raforku frá framleið-
ánda sem það hefur ekki beinteng-
ingu við og borga flutningskostnað.
3- Byggja litla virkjun sem
myndi tryggja nægilega aukningu
á raforku til nokkurra ára.
Kosti 1 og 2 hefur verið fjallað
um hér að framan. Ef kostur þrjú
er skoðaður, þá þarf minna fjár-
magn til að byggja litla virkjun, það
tekur styttri tíma og virkjunin er
tiltölulega fljót að komast í rekstur
og skila hagnaði. A komandi árum
verður einnig nauðsynlegt að end-
urnýja eldri orkuver auk ijárfest-
inga í þeim nýju. Ef búið yrði að
koma á einkavæðingu gætu ein-
staklingar og fyrirtæki séð um
þennan þátt. Um enn einn mögu-
leika er að ræða, sem er að önnur
fyrirtæki en raforkufyrirtæki fram-
leiði raforku til sölu fyrir markaðinn
(nonutility generators). Þetta eru
yfirleitt fyrirtæki sem nota mikinn
hita við framleiðslu sína og í stað
Torfi Dan Sævarsson
„Þar sem lögmál mark-
aðarins ríkja verður
raforkunnar aflað þar
sem hún er ódýrust í
það og það skiptið.“
þess að láta þann hita fara til spill-
is út í umhverfið er hann notaður
til að framleiða raforku (þetta eru
fyrirtæki eins og t.d. Sementsverk-
smiðjan, Kísiliðjan og sorpbrennsl-
ur).
Verðlagning
Samkeppnin sem fylgir því að
hægt sé að kaupa raforku frá fleir-
um en einum aðila mun hafa þau
áhrif að raforkuverð verður eins
lágt og kostur er. Þar sem raforku-
dreifing er sögð vera náttúruleg
einokun er varla hægt að hafa sam-
keppni milli raforkufyrirtækja um
notendur. Því verður verðlagning
til notenda að byggjast að mestu
leyti upp á samanburði raforku-
verðs milli fyrirtækja og því að fyr-
irtækið standi undir kostnaði vegna
reksturs.
Að lokum
Opinbert eftirlit með raforkumál-
um á að vera í höndum ráðherra
orkumála. Þetta opinbera eftirlit
ætti að vera sem minnst og ein-
göngu ætlað til þess að farið sé
eftir settum reglum. Orkufyrirtæk-
in ættu að öllu öðru leyti að lúta
sömu lögum og reglum og önnur
fyrirtæki í landinu. Ef gerðar yrðu
breytingar á raforkukerfinu hér á
landi, svipaðar þeim sem gerðar
voru í Bretlandi og Noregi, myndi
það þýða mjög miklar breytingar á
heildarskipulagi raforkukerfisins og
enn róttækari breytingar yrðu ef
og þegar markaðurinn yrði opnaður
fýrir erlendu ijármagni.
Löggjafarvaldið og stjórnmála-
menn verða því að skoða alla kosti
vandlega í þessu sambandi. En ljóst
er að taka þarf skipulag raforku-
mála til endurskoðunar og breyta
orkulögum í þá átt að hagur not-
enda sé tryggður með hagkvæmni
og skilvirkni í raforkukerfínu. Til
að ná þessu fram þarf samkeppni
í raforkuframleiðslu, rekstri og
samanburði á verði. En eitt þarf
að athuga vel, að ekki er ráðlegt
að breyta einungis einum þætti raf-
orkukerfisins og hafa hina þættina
óbreytta.
Höfundur er
rafmagnsverkfræðingur með
raforku sem sérsvið. Hann hefur
starfað með SUS.
Kvenfélag Sauðárkróks:
Stórgjöf til Sjúkra-
húss Skagfirðinga
Saudárkróki.
KVENFÉLAG Sauðárkróks afhenti sl. mánudag enn eina stórgjöf
til Sjúkrahúss Skagfirðinga, sjúkralyftara, sem koma mun að góð-
um notum við að færa rúmliggjandi og ósjálfbjarga sjúklinga úr
rúmi og í stól.
Það var Helga Sigurbjörnsdóttir
formaður kvenfélagsins sem af-
henti þessa góðu gjöf og las gjafa-
bréf sem henni fylgdi, en Birgir
Gunnarsson framkvæmdastjóri
Sjúkrahússins veitti henni viðtöku
og þakkaði. Sagði Birgir að það
væri stofnuninni mikils virði að
eiga svo góðan bakjarl sem Kven-
félag Sauðárkróks væri en félagið
hefur á undanförnum árum safnað
fyrir mörgum nauðsynlegum tækj-
um til handa Sjúkrahúsinu.
Fram kom að hjá kvenfélaginu
er starfandi sjúkrasjóður sem
stofnaður var árið 1971 og notað-
ur er til þess að fjármagna tækja-
kaup sem þessi en kvenfélagið
aflar sjóðnum tekna, meðal annars
með árlegri jólapappírssölu, sem
er vaxandi frá ári til árs.
Eftir að hafa þegið veitingar í
boði sjúkrahússins sýndi Björg
Guðmundsdóttir deildarstjóri við-
stöddum hvernig þetta nýja tæki
væri notað og varð framkvæmda-
stjóri sjúkrahússins við þeirra
áskorun gefenda að vígja lyftar-
ann.
Viðstaddir afhendinguna auk
stjórnar kvenfélagsins og fram-
kvæmdastjóra sjúkrahússins voru
Ólafur Sveinsson yfirlæknir, Björg
Guðmundsdóttir deildarstjóri og
Jónína Hallsdóttir hjúkrunarfor-
stjóri.
- BB.
Stjórn kvenfélags Sauðárkróks ásamt starfsfólki sjúkrahússins sem
veitti gjöfinni viðtöku.
Fyrirlestur um enda-
lok þjóðveldisins
DR. BIRGIR Þor Runolfsson flytur opinberan fyrirlestur um endalok
íslenska þjóðveldisins í boði stofnunar Sigurðar Nordals, fimmtudag-
inn 9. apríl 1992, kl. 17.15 í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Há-
skóla Islands.
Fyrirlesturinn nefnist: „Reddu-
sókn og ríkjamyndun: Hrun þjóð-
veldisins frá sjónarhorni stofnana-
hagfræði".
Birgir Þór stundaði nám í hag-
fræði við Lewis & Clark-háskóla í
Oregon og George Mason-háskóla
í Virginíu í Bandaríkjunum. Fjallar
doktorsrit hans um tilurð þjóðskipu-
lags á íslandi og þróun þess á þjóð-
veldistímanum og nefnist „Ordered
Anarchy, State and Rent Seeking:
The Icelandic Commonwealth,
930-1264“.
Ráðstefna
um viðskipta-
fræðslu
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
og íslandsdeild NKH, sem er
norræn nefnd um verslunar-
fræðslu, boða til ráðstefnu um
viðskiptamenntun á framhalds-
skólastigi, fimmtudaginn 9. apríl
nk.
Varpað er fram þeirri spurningu
hvort breytinga sé þörf og hvers
virði viðskiptamenntun framhalds-
skólanna sé fyrir einstaklinginn og
atvinnulífið.
Þekktir athafna- og skólamenn
munu svara þessum spurningum
og finna fleiri fleti á málinu, enda
er markmiðið með ráðstefnunni
m.a. að fá fram hugmyndir um
heppilegar stuttar starfsmennta-
brautir.
í þetta sinni er litið á verslunar-
og viðskiptanám, breitt svið þjón-
ustu, sem sinnt hefur verið að
nokkru leyti af skólum landsins, en
þörf væri á að líta á öll svið fram-
haldsskólans því miklar breytingar
hafa orðið á undanförnum árum og
eru fyrirsjáanlegar í nánustu fram-
tíð.
(Úr fréttatilkyimingu)
SCHOLTES OFNAR - ALDREI GLÆSILEGRI!
Bakstur
Með fullkominni hitastjórn
og nákvæmu loftstreymi
nærðu þeim árangri við
baksturinn sem þig hefur
alltaf dreymt' um.
Ofnsteiking
Með innrauðum hita og
margátta loftstreymi færðu
steikina safaríka og fallega
brúnaða.
Glóðsteiking
Með innrauðum hita og
loftstreymi, sem líkir eftir
aðstæðum undir beru iofti,
nærðu útigrillsáhrifum allan
ársins hring.
Scholtes Elegance
Nafnið segir allt sem
segja þarf.
Funahöfða 19, sími 685680