Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992
21
Tvísköttunarsamningar við Eystrasaltslönd:
Islendingar í samfloti
með Norðurlöndum
SAMÞYKKT var að íslendingar yrðu aðilar að sameiginlegum undirbún-
ingsviðræðum Norðurlandanna fyrir tvísköttunarsamninga við Eystra-
saltslöndin á ríkisstjórnarfundi á föstudagsmorguninn.
Snorri Olsen, deildarstjóri í fjár-
málaráðuneytinu, sagði að á embætt-
ismannafundi Norðurlandanna
11.-12. febrúar hefði verið ákveðið
að leggja fyrir ríkisstjómir 5 Norður-
landa hvort ríkin væru tilbúin til að
fara sameiginlega í viðræður við
Eystrasaltsríkin þrjú. „Hugmyndin
er þá sú að menn vinni drög að samn-
ingi sem allir gætu gengið inn í sem
vildu. Þ.e.a.s. ef íslendingar vildu
nota þennan samning, með kannski
einhveijum breytingum, þá gætum
við gert samning við hvert af þessum
þremur löndum, öll eða eitt eftir at-
vikum. Þannig að upphaflega yrði
þetta samflot. A seinni stigum færi
hvert land í tvíhliða viðræður."
Ef ríkisstjórnir landanna fimm
samþykkja samflot er reiknað með
að drögin verði samin í vor og fyrsti
fundur um samninginn verði næsta
haust.
Norrænar sjónvarpsstöðvar:
Kvikmyndin Hvíti vík-
ingnrinn hlýtur lof
FORSVARSMENN norrænna
sjónvarpsstöðva luku lofsorði á
Hvíta víkinginn eftir Hrafn
Sýknaður
af nauðgiin-
arákæru
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað
mann um fimmtugt af nauðgun-
arákæru sem sakadómur Kópa-
vopgs hafði sakfellt fyrir og dæmt
til tveggja ára fangelsisvistar.
Maðurinn var sakaður um að hafa
í maí 1990 nauðgað konu í húsi í
Reykjavík þar sem bæði voru gest-
komandi síðla nætur. Fólkið hafði
kynnst á veitingahúsi og farið í sam-
kvæmi ásamt fleirum. Konan sakaði
manninn um að hafa nauðgað sér
eftir að húsráðendur þar sem sam-
kvæmið fór fram voru gengnir til
náða. Maðurinn sagðist hafa átt
samfarir við konuna með samþykki
hennar eftir að hún hefði andmælt
í fyrstu. Vitni sem komu að fólkinu
báru að þau hefðu ekki orðið vör við
átök eða nauðung.
Sakadómi þóttu nægilegar sann-
anir komnar fram fyrir að um nauðg-
un hefði verið að ræða en í Hæsta-
rétti segir að aðstæður á vettvangi,
ásigkomulag og fatnaður konunnar
hafi verið með þeim hætti að ekki
veiti sérstaka vísbendingu um nauð-
ung hafi verið beitt. Því sé varhuga-
vert að telja að maðurinn hafí gerst
sekur um verknaðinn.
Gunnlaugsson að lokinni frum-
sýningu á sjónvarpsgerð mynd-
arinnar í Finnlandi fyrir
skemmstu. Sveinn Einarsson,
dagskrárstjóri innlendrar dag-
skrár hjá Sjónvarpinu, sagði að
myndin nyti sín til fullnustu í
sjónvarpsgerðinni enda upp-
haflega gerð fyrir þann miðil.
Sveinn sagði að Hrafni hefði
borist heillaóskaskeyti frá leiklist-
arstjóra fínnska ríkissjónvarpsins
sem lýst hefði yfír hrifningu sinni
á Hvíta víkingnum. Hann sagði
að verkið yrði sýnt í fjórum þátt-
um samtímis á öllum Norðurlönd-
um í byrjun október.
Hvíti víkingurinn er viðamesta
kvikmyndaverk sem íslendingar
hafa staðið að, en verkið var gert
í samvinnu norrænu sjónvarps-
stöðvanna og fjármagnað að
miklu leyti úr norræna sjónvarps-
sjóðnum. Kostnaður við gerð þess
var um 450 milljónir fsl. kr.
Kvikmyndin Hvíti víkingurinn
fékk misjafna dóma er hún var
frumsýnd. Sveinn sagði að mikill
munur væri á kvikmyndaverkinu
og sjónvarpsútgáfunni. „Verkið
nýtur sín hreinlega mikið betur í
sjónvarpsgerðinni. Sú umræða
hefur komið upp hvort rétt sé að
gera stutta bíógerð úr löngum
þáttaröðum, hvort það sé yfírleitt
hægt að skila efninu þannig að
það sé sannfærandi og fullnægj-
andi,“ sagði Sveinn.
Morgunblaðið/Sverrir
Verktakar afhenda Ráðhúsið
Skjalasafn borgarinnar var að hluta til flutt í nýjar skjalageymslur Ráðhússins í gær. Næstu daga verður unnið
við þrif og lokafrágang og á laugardag flytja skrifstofur Reykjavíkurborgar úr Austurstræti og Pósthússtræti
í Ráðhúsið. Á gaflglugga á austur- og vesturgafli við gönguleið á fyrstu hæð eru rituð tvö ljóð í glerið eftir
Tómas Guðmundsson. Reyndar kom í ljós prentvilla í öðru ljóðinu þegar búið var að gleija, en villan verður
leiðrétt. Ákveðið hefur verið að opna Ráðhúsið almenningi til sýnis frá klukkan 12 til 18 á skírdag, laugardag
fyrir páska og á annan í páskum. Verður þá meðal annars sett upp byggingarsaga hússins í Tjarnarsal.
Garður:
Vel heppnað kennaranámskeið
Garði.
NÝLEGA lauk námskeiði 25
móðurmálskennara á grunnskóla-
stigi en námskeiðið stóð í tvo daga.
Þótti námskeiðið takast vel en
hugmyndin að því er komin frá
félagi skólastjóra á Suðurnesjum
(Skósuð). Leiðbeinandi á nám-
skeiðinu var Sallie Harkness lekt-
or sem er þekktur námsbókahöf-
undur frá kennaraháskóla í Skot-
landi. •
Að sögn Guðmundar Kristmundss-
onar lektore við Kennaraháskólann
var aðsókn á námskeiðið ótrúlega
góð. Hann nefndi sem dæmi að kenn-
arar hefðu komið á frídegi og verið í
7 klst. samfleytt á sunnudeginum
auk þess að koma langt að sumir
hverjir. Hann sagði að kennsluað-
ferðin sem kynnt var sé ekki ný af
nálinni. Sterk hreyfíng í nokkrum
löndum bæði austan hafs og vestan
hefur unnið að og þróað þessa
kennsluaðferð í nokkur ár.
Kennsluaðferðin byggist á því að
reynt er að fínna stöðu hvers barns
í gegnum verk þess en á námskeið-
inu var m.a. tekið fyrir viðfangsefnið
skip þar sem sýnt var fram á hvern-
Sallie Harkness leiðbeinir kennurunum.
ig hægt væri að kenna bömum ís-
lenzkt mál með því að ræða um skip-
ið, hvað gert væri á skipum, hvetjir
væru í áhöfn þess, hvert það færi,
um ráðningu skipveija, hvað væri
veitt, hvað gert væri við peninga sem
fengjust fyrir fiskinn o.s.frv.
Guðmundur sagði að börn réðu yfír
málkerfi sem þyrfti að þróa og þessi
aðferð auðveldaði kennurum það
verk.
Nemendur áttunda bekkjar Gerða-
skóla og foreldrar sáu um matargerð
fyrir ráðstefnugesti. Umsjónarmaður
námskeiðsins var Eiríkur Hermanns-
son skólastjóri Gerðaskóla.
Arnór.
Á ráðstefnunni var, að undanskildum hráhvítlauk, aðeins ein unnin hvítlauksafurð til umfjöllunar, nefni-
lega KYOLIC hvítlaukurinn. Mikil athygli beindist að KYOLIC,
SUPfftjPöMK ji i iði
MSMwcatSAcriwitt
KYOLIC
200CAPSULES
enda var vísindalega staðfest að KYOLIC
hefði meiri virkni en hráhvítlaukur.
2ja ára kælitæknivinnsla KYOLIC fjarlægir alla lykt en eykur
og viðheldur öllum hinum frábæru eiginleikum. Ræktun og fram-
leiðsla sem á engan sinn líka í veröldinni.
Hylki, hylki
með lesitíni
eða töflur.
Fljótandi,
bæði með
og ón
hylkja.
Lífræn ræktun. Sóning og uppskera er
handunnin til að vorðveita öll næringarefni.
KYOLIC er lótinn gangast undir ströngustu
framleiðslukröfur sem þekkjast.
Kælitæknivinnsla KYOLIC fer að hluta fram
í vísindalega hönnuðum, ryðfríum stólkerjum.
Framleiðendur KYOLIC hata yfir að ráða,a
hátækni rannsákna- og tilrounastofum.
Heimsráðstefna vísindamanna um hollustu hvítlauks var lialdin í Washington D.C., Bandaríkjunum.