Morgunblaðið - 08.04.1992, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992
23
Fyrrum
fangi þing-
forseti
ÞINGIÐ í Albaníu hefur kosið
Pjeter Arbnori forseta sinn en
hann var næstum því í 30 ár í
fangelsum kommúnista. Var
hann dæmdur til lífstíðarfang-
elsis árið 1960 fyrir að reyna
að stofna stjórnarandstöðu-
flokk og í meira en 20 ár sat
hann í Burrell, alræmdasta
fangelsinu í Albaníu, og lengst
af í einangrun. Hann var loks
látinn laus 1989 og gekk þá
strax til liðs við lýðræðissinna.
Isaac Asimov
látinn
BANDARÍSKI rithöfundurinn
Isaac Asimov er látinn, 72 ára
að aldri. Var banameinið
hjarta- og nýrnabilun. Asimov,
sem var fæddur í Rússlandi,
var víðkunnur fyrir vísinda-
skáldsögur, meira 500 talsins
á rúmum 50 árum. Hann var
lífefnafræðingur að mennt en
stundaði aðallega ritstörfin eins
og líklegt er af bókafjöldanum.
Hann lét einu sinni svo um, að
hann hefði aldrei fengið bæri-
lega hugmynd án þess að skrifa
um hana bók.
Levy segir
ekki af sér
DAVID Levy, utanríkisráð-
herra ísraels, tilkynnti á sunnu-
dag að hann hefði fallist á að
láta ekki af embætti eins og
hann hafði hótað helgina áður.
Levy hafði hótað áð segja af
sér vegna óánægju með að
Shamir skyldi ekki treysta hon-
um fyrir utanríkismálunum,
auk þess sem stuðningsmönn-
um hans innan Likud-flokksins
þótti sem þeir hefðu verið snið-
gengnir við val á frambjóðend-
um flokksins í þingkosningun-
um í júní. í samkomulaginu
felst meðal annars að Shamir
lofar að Levy verði utanríkis-
ráðherra myndi Likud-flokkur-
inn nýja stjórn eftir kosning-
arnar.
Danir herða
að skuldurum
MEÐ nýjum lögum í Danmörku
er heimilt að svipta sjálfstæða
atvinnurekendur atvinnurétt-
indum standi þeir ekki skil á
skattgreiðslum til hins opin-
bera. Eru horfur á, að tveir
Iögfræðingar verði þeir fyrstu,
sem dæmdir eru samkvæmt
lögunum. Lögin voru samþykkt
í desember sl. og tilefnið var
það, að ríki og sveitarfélög eiga
miklar fjárhæðir útistandandi
' hjá sjálfstæðum atvinnurek-
endum. Ná þau til dæmis til
lögfræðinga, endurskoðenda,
veitingamanna, fasteignasala
og leigubílstjóra. Um þá síðast-
nefndu voru raunar sett sams
konar lög nokkuð fyrr og með
góðum árangri. Er nefnt sem
dæmi, að þegar 216 leigubíl-
stjórum, sem skulduðu hundruð
milljóna ÍSK. í átta sveitarfé-
lögum, var hótað réttindasvipt-
ingu kusu langflestir að semja
um skuldirnar. 13% skiluðu inn
leyfinu en aðeins 4% voru svipt
því með dómi. Sveitarstjórnar-
menn og fógetar segja, að laga-
setningin og yfirvofandi hótun
um atvinnuréttinda- og átvinn-
umissi hafí haft ótrúlega mikil
áhrif. Menn, sem áður voru
bara ekki til viðtals um skuld-
irnar, komi nú sjálfir til að
semja um greiðslur.
Bandaríkín og EB
viðurkenna Bosníu
Sar^jevo, Washington. Reuter.
BANDARÍKJASTJÓRN viðurkenndi í gær sjálfstæði þriggja fyrrver-
andi lýðvelda Júgóslavíu, Slóveníu, Króatíu og Bosníu-Herzegovínu.
Júgóslavneskar herþotur gerðu í gær árásir í Bosníu og leiðtogar
Serba í landinu lýstu yfir stofnun sjálfstæðs ríkis og gera tilkall til
stórs hluta landsins.
„Við tökum þetta skref því við
höfum komist að þeirri niðurstöðu
að þessi ríki uppfylla skilyrði sem
við setjum fyrir viðurkenningu,"
sagði í yfirlýsingu frá George Bush
Bandaríkjaforseta. Hann kvað
Bandaríkjastjórn vilja ræða við
stjórnvöld í Serbíu og Svartfjalla-
landi um hvort lýðveldin yrðu áfram
í ríkjasambandi. Hann lofaði einnig
samstarfi við Evrópubandalagið
„um að leysa sem allra fyrst deilu-
mál Grikkja og lýðveldanna". Júgó-
slavneska lýðveldið Makedonía hef-
ur óskað eftir viðurkenningu en
Grikkir hafa sakað það um að reyna
að „stela“ nafninu af gríska hérað-
inu Makedoníu.
Áður höfðu utanríkisráðherrar
aðildarríkja Evrópubandalagsins
ákveðið að viðurkenna sjálfstæði
Bosníu á fundi þeirra í Lúxemborg.
Útvarpið í Sarajevo sagði að sex
manns hefðu beðið bana þegar her-
þotur júgóslavneska hersins hefði
gert árás á þorpið Siroki Brijeg í
suðvesturhluta Bosníu. Herinn
kvaðst ekki hafa ráðist á þorpið en
hins vegar hefðu verið gerðar árás-
Líbýa:
Mótmæla komu
sendimanns
Trípolí. Reuter.
MÓTMÆLENDUR, sem hrópuðu
vígorð gegn Bandaríkjunum og
Bretlandi, reyndu að stöðva bíla-
lest sendimanns Sameinuðu þjóð-
anna í gær er hann kom til Trí-
polí, höfuðborgar Líbýu, til að
ræða kröfuna um framsal Líbýu-
mannanna sein eru sakaðir uin að
hafa grandað bandarískri far-
þegaþotu árið 1988.
Sjónarvottar sögðu að óeirðalög-
reglan hefði síðar beitt táragasi þeg-
ar mótmælendurnir reyndu að i-yðj-
ast framhjá hermönnum og inn í
hótel sendimannsins, sem ræðir við
Muammar Gaddafi Líbýuleiðtoga í
dag. Hyggst hann þá freista þess
að fá hann til að framselja sakborn-
ingana tvo til Vesturlanda.
ir á tvo bæi Króata í grenndinni.
Bardagar biossuðu upp að nýju á
milli Serba, múslima og Króata í
nokkrum bæjum í Bosníu í gær.
Tugir manna hafa beðið bana í bar-
dögunum undanfarna daga. „Átökin
í Bosníu-Herzegovínu eru nú orðin
að borgarastyijöld, með miklu
mannfalli,“ sagði í yfirlýsingu frá
júgóslavneskum stjórnvöldum, sem
fordæmdu jafnframt þá ákvörðun
Evrópubandalagsins að viðurkenna
Bosníu sem sjálfstætt ríki.
Leiðtogar serbneska minnihlut-
ans lýstu yfir stofnun sjálfstæðs rík-
is innan Bosníu og áskildu sér rétt
til að sameinast lýðveldunum sem
eru enn í júgóslavneska ríkjasam-
bandinu.
Reuter
Mussolini fagnar sigri
Alessandra Mussolini, sem hér sést á myndinni, fagnaði sigri í gær
eftir að hafa náð kjöri á þing landsins. Hún er barnabarn einræðis-
herrans fyrrverandi Benitos Mussolini, þrítug að aldri og bauð sig
fram fyrir nýfasistahreyfingu. „Ég á þetta nafninu mínu að þakka.
Þetta er mikill sigur fyrir Mussolini-Qölskylduna," sagði hún. Önnur
umdeild kona, Ilona Staller, náði ekki kjöri í kosningunum og búist
er við að hún hætti afskiptum af stjórnmálum. Fylgi flokks hennar,
Ástarflokksins, var innan við eitt prósent.
Bush hættir við efna-
hagsaðstoð við Perú
Lima, Washington. Reuter.
ALBERTO Fujimori, forseti Perú, sagði í gær að sú ákvörðun sín að
leysa upp þing landsins jafngilti ekki „hefðbundnu valdaráni" og hvatti
leiðtoga annarra ríkja til að sýna aðgerðunum meiri skilning. Samtök
Ameríkuríkja (OAS) fordæmdu liins vegar aðgerðirnar og sögðu þær
ógnun við lýðræðið í Rómönsku Ameríku. George Bush Bandaríkjafor-
seti ákvað að hætta við 320 milljóna dala (19,2 milljarða ÍSK) efna-
hags- og hernaðaraðstoð við Perúmenn.
„Til að byija með hefur skort ið endurskipulagt til að flýta fyrir
skilning á alþjóðavettvangi en það
er aðallega vegna ónógra upplýs-
inga um aðgerðir stjórnarinnar,"
sagði Fujimori. Hann kvaðst vona
að umheimurinn myndi sýna að-
gerðunum meiri stuðning „þegar
mikilvægi þeirra skýrist“. „Þetta
er ekki hefðbundið valdarán heldur
stefnubreyting sem endurspeglar
hinar sönnu væntingar almennings
í Perú.“
Fujimori, sem var kjörinn í lýð-
ræðislegum kosningum, tilkynnti á
sunnudag að þingið yrði leyst upp
um stundarsakir, stjórnarskráin
felld úr gildi að hluta og dómskerf-
umbótum í stjórnkerfinu. Þingið og
dómskerfið hefðu hindrað tilraunir
til að stemma stigu við eiturlyfja-
smygli og binda enda á skæruhern-
að maóistahreyfingarinnar Skín-
andi stígs, sem hefur eflst mjög frá
því Fujimori var kjörinn forseti árið
1990.
Nýskipaður forsætisráðherra,
Oscar de la Fuente Raygada, sem
tók við embættinu eftir að Alfonso
de los Heros sagði af sér, kynnti í
gær áætlun sem miðar að því að
breyta stjórnarskránni, endurskipu-
leggja þingið og dómskerfið,
stemma stigu við spillingu í stjórn-
kerfinu og gera það léttara í vöfum.
Juan Broones Davila innanríkis-
ráðherra sagði að öryggissveitir
hefðu fundið fjölda vopna og
sprengna á heimili fyrrverandi inn-
anríkisráðherra landsins, Augustins
Mantilla, og í höfuðstöðvum hægri-
flokks Alans Garcia, fyrrverandi
forseta landsins.
Mantilla og nokkrir aðrir fyrrver-
andi ráðherrar hafa verið handtekn-
ir og forsetar beggja deilda þingsins
eru í stofufangelsi. Þá hafa her-
sveitir lokað skrifstofum tveggja
alþjóðlegra fréttastofa, Associated
Press og Agence France Press, og
helsta fréttatímarits Perú, Caretas.
Talsmaður Bandaríkjaforseta
sagði að aðgerðirnar í Perú væru
„dapurlegt skref aftur á bak“. Stór
hluti þess fjármagns, sem Bush
hætti við að láta Perúmönnum í té,
átti að renna til baráttunnar gegn
eiturlyfjasmygli.
BIBLÍAN Förunautur til framtíðar Passíusálmar ( Hallgríms Péturssonar 1 . M '■
jjgg V. ...
li^A ^ - -- £■
■HÍhhmmhhIÉHHÍ
Sálmabókin
margar gerðir
fæst í bókaverslunum og
Guöbrandsstofu,
Hallgrímskirkju.
Opið daglega frá kl. 15-17,
föstudaga frá kl. 10-12.
Hið íslenska Biblíufélag.
Handa fermingarbarninu
Ný og vönduð útgáfa, sem dr. Sigurbjörn Einarsson
biskup bjó til prentunar.
I þessari nýju útgáfu er Píslarsaga Jesú Krists í heild
og henni skipt í kafla og samsvarar hver kafli
passiusálmi.
í þessari útgáfu eru orðaskýringar, skrá um ritning-
arstaði utan Píslarsögunnar og upphaf allra versa
með tilvísun í blaðsíðutöl, skrá um allar prentanir
Passíusálmanna á íslensku og erlendum málum.
Fæst í bókaverslunum og
Hallgrímskirkju.