Morgunblaðið - 08.04.1992, Síða 33

Morgunblaðið - 08.04.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992 33 Minning: Guðrún Sigurborg Vilbergsdóttir Fædd 27. apríl 1906 Dáin 1. apríl 1992 í dag verður Sigurborg amma okkar jarðsett og langar okkur til þess að minnast hennar með örfá- um orðum. Amma fæddist á Eyjólfsstöðum á Fossárdal í Berufirði og var hún elst 10 systkina, dóttir hjónanna Ragnheiðar Þorgrimsdóttur og Vil- bergs Magnússonar sem þar bjuggu. Þegar foreldrar ömmu fluttu austur að Hvalnesi í Stöðvarfirði varð hún eftir á Fossárdal hjá ömmu sinni og afa, Snjólaugu Magnúsdóttur og Magnúsi Jóns- syni, og ólst þar upp fram yfir fermingaraldur. Var sá staður henni ætíð mjög kær og margar sögur sagði hún okkur frá dalnum sínum, _td. þegar hún sat þar yfir ánum. Síðan flutti hún til foreldra sinna og var þar næstu árin. Á Hvalnesi kynntist hún afa okkar Þorvaldi Sveinssyni, f. 19. desember 1898, og fluttist með honum til Fáskrúðsfjarðar. Giftust þau þar 24. maí 1925. Á Fáskrúðs- firði bjuggu þau þar til þau flutt- ust til Reykjavíkur 1954 vegna heilsuleysis ömmu. Eignuðust þau 6 böm og eru 5 þeirra á lífi. Guðrún, móðir okkar, f?'31. janúar 1926, sonur, f. 6. ágúst 1927, sem aðeins lifði einn dag, Hreinn, f. 19. desember 1928, Ragnar, f. 8. desember 1930, Jóna, f. 23. júlí 1935, og Magnús, f. 12. janúar 1942. Einnig ólu þau upp Svein Rafn Ingason, bróðurson afa. Samband ömmu og afa var mjög sérstakt og innilegt, tryggðin slík í garð hvors annars að það var yndislegt og lærdómsríkt að fylgj- ast með æviferli þeirra og eitt af heilræðunum sem hún miðlaði okk- ur var að fara aldrei að sofa ósátt- ur. Það var lán okkar systranna að fá að alast upp hjá ömmu og afa þar sem þau héldu heimili saman afi, amma, mamma og Maggi frændi. Aldrei er hægt að fullþakka það er amma veitti okkur í gegnum árin því hún var okkur sem besti vinur. Á meðan mamma vann úti var amma heima og annaðist okkur systumar og Svenna. Alltaf var hún til staðar þegar skólanum lauk og var notalegt að koma heim og rabba við hana yfir mjólkurglasi og brauði um atburði þá er efstir voru í huga. Það má því með sanni segja að amma hafi verið fasti punkturinn í tilveru okkar á þess- um árum. Þrátt fyrir að amma hafi ekki verið heilsuhraust um ævina var hún alltaf kát og létt og sá björtu hliðarnar á málunum. Hún mat lít- ils veraldlegan auð, hún var mjög trúuð og heiðarleiki og hreinskilni var í hennar huga meira virði en auður og völd. Árið 1976 fluttu amma og afí til Jónu dóttur sinnar og tengda- sonar síns, Eiríks Grétars Sigur- jónssonar, á Skólabraut 1 í Mos- fellsbæ. Þar áttu þau yndislega- daga. Jóna og Grétar reyndust þeim mjög vel og sérstaklega að- dáunarvert hvað börnin á heimilinu voru tillitssöm og góð í garð ömmu sinnar og afa. Þar var ekkert kyn- slóðabil og sönn vinátta myndaðist. Síðastliðin ár dvöldu amma og afi á Hrafnistu í Reykjavík, sjúkra- deild A4. Viljum við þakka starfs- fólki þar mikinn hlýhug og frá- bæra umönnun. Missir okkar er mikill. Biðjum við Guð að vera með afa, styrkja hann og blessa um ókomin ár og vottum við honum, börnum hans og fjölskyldum okkar innilegustu samúð. En stundum kemur þögnin og þylur gömul ljóð. Þá þrái ég enn að þakka hvað þú varst mild og góð. (Tómas Guðmundsson) Blessuð veri minning elsku ömmu okkar. Bobba og Sigga. Sigurborg amma er dáin. Eftir lifa minningar. Hún var Austfirð- ingur, fædd á Eyjólfsstöðum í Fossárdal í Berufirði að vori 1906. Foreldrar hennar voru Vilbergur Magnússon og Ragnheiður Þor- grímsdóttir og var hún elst af 10 börnum þeirra hjóna. Hún var ætíð mikill Austfirðingur í sér og lýsti oft fyrir okkur fegurð Fossár- dalsins og sagði okkur sögur frá æsku sinni. Hún giftist afa, Þorvaldi Sveins- syni, 24. maí 1925 og hófu þau búskap á Fáskrúðsfirði. Þar búa þau fram til ársins 1954 að þau flytja til Reykjavíkur. Þau eignuð- ust sex börn; Guðrúnu, Hrein, Jónu, Ragnar og Magnús og dreng sem lést fárra daga gamall. Þá ólu þau upp Svein'Ingason, bróðurson Þorvaldar afa. Afi og amma bjuggu í farsælu hjónabandi og studdu hvort við bakið á öðru þá á þurfti að halda. Fjölskyldan var samhent og því oft fjölmennt á heimili þeirra. Við hlökkuðum til þess allt árið að fara þangað á annan í jólum en þá var boðið upp á hreint súkkulaði með tjóma og við fengum að ganga í kringum jólatréð ásamt öllu full- orðna fólkinu. Löngum héldu þau líka heimili með börnum sínum og barnabörnum, eins konar stórfjöl- skylduheimili. Þar var alltaf éin- hver heima sem hægt var að leita til. Þangað var gott að koma enda gestkvæmt á heimili þeirra og stóð það opið ættingjum og skólafólki utan af landi til lengri eða skemmri tíma. Amma var fíngerð kona og létt á fæti. Hún gat verið snögg að skipta um skap ef henni mislíkaði eitthvað en oftast var stutt í bros- ið og klingjandi hláturinn. Hún hafði alla tíð yndi af garðrækt og var fljót að koma sér upp garði hvar sem hún bjó. Það var merki um áð vorið væri í nánd þegar maður sá hana á hnjánum úti í garði að hlúa að blómunum sínum. Hún las mikið og hafði gaman af ljóðum og hún átti ótrúlega auðvelt með að semja ljóð þó að hún hafi ekki borið þau almennt á borð. í mörgum bréfum hennar leynast falleg ljóð og átti hún það jafnvel til að senda ljóðabréf. Amma hafði yndi af handavinnu og vann mikið við saumaskap í gegnum árin. Stundum var hún með títupijóna í munnvikinu eða í boðungnum og oftar en ekki sat hún langdvölum við saumavélina. Gamlar myndir koma upp í hug- ann. í þeim birtumst við stelpurnar íklæddar kjólum og útsaumuðum svuntum og strákarnir í stuttbux- um með útsaumuð axlabönd sem hún hafði búið til handa okkur. Þegar á unglingsárin kom var líka gott að eiga ömmu sem gat saum- að eftir tískumyndum í blöðum. í minningunni finnst okkur að alltaf hafi verið sumar þegar hún var í návist okkar krakkanna — enda munum við hana best í sól- skini uppi í Kjós en þangað flutti fjölskyldan nánast búferlum á hveiju vori. Um leið og við kveðjum Sigur- borgu ömmu hinstu kveðju minn- umst við þess með þakklæti hversu hjálpsöm þau afi voru okkur systk- inunum þau ár sem móðir okkar var sem veikust. Þau fluttust þá í nábýli við okkur og sá stuðningur sem þau veittu okkur var og er ómetanlegur. Ebba, Hrafnhildur, Ingvar og Jóhanna. Það er sárt að þurfa að kveðja elsku langömmu því hún var góð vinkona sem ávallt hvatti okkur áfram. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til hennar og Þorvalds afa og gátum við amma oft setið og talað saman sem jafnaldrar. Nú er amma farin og aftur sitja minningarnar um góða konu sem við munum aldrei gleyma. Og þvi varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. Hestamenn Mukk áburóur Hreintfrábær Einnig arniku “olía fyrir bólgna og stífa vöóva. ÞUMALÍNA It» Opiðkl. 11-18virka daga og kl. 14-16 sunnudaga. sími 12136. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega. Þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Elsku langafi, Guð styrki þig í sorg þinni. Gunna, Eyjó og Sigrún. í dag er til moldar borin Guðrún Sigurborg Vilbergsdóttir frá Fá- skrúðsfirði. Mig langar að minnast þeirrar ágætu konu með örfáum orðum. Leið okkar lá fyrst saman fyrir rúmum 14 árum, er ég bjó á heim- ili tengdaforeldra minna, en þar bjuggu Sigurborg og Þorvaldur um nokkurra ára skeið hjá Jónu dóttur sinni. Sigurborg var eðlisgreind kona til hugar og handa: Osjaldan sat hún við eldhúsbekkinn með ein- hveijar hannyrðir í höndum sem báru vott um vandvirkni og alúð. Mörg eru þau listaverk sem hún hefur látið af hendi rakna um ævina. Hún hafði næmt fegurðar- skyn til að bera og mikla næmni fyrir fólki og umhverfi. Mikið hafði hún gaman af að ganga um garð- inn hennar Jónu og njóta fegurðar- innar. Oft var setið á rökstólum við eldhúsbekkinn með hannyrðiílr— í höndum og spjallað um heima og geima því vel var fylgst með mönnum og málefnum. Kom mér oft á óvart hve ung í anda hún var. Oft var hlegið og brosað yfir því hvað hún var hnitmiðuð í svör- um og hafði mikla kímni til að bera en fals var ekki til í hennar huga. Með orðum mínum vil ég þakka Sigurborgu þá samfylgd sem ég varð aðnjótandi, ekki síst hvað hún reyndist ömmu minni vel er leið þeirra lá saman á Reykja- lundi og myndaðist þar gagnkvæm vinátta. En það eitt er víst að dauð- inn á fyrir okkur öllum að liggja. Sigurborg Vilbergsdóttir hefur lok- ið sínu æviskeiði sæl fullra lífdaga en eftirlifandi maki hennar, Þor- valdur Sveinsson, á nú um sárt að binda því samband þeirra var ein- staklega náið, þau bjuggu saman í tæp 67 ár. Blessuð sé minning hennar. Helga Einarsdóttir. IÓA BOURNIR KOMNIR HAGKAUP ALVÖRU ÚTIHURÐIR Á íslandi duga aðeins ALVÖRU ÚTIHURÐIR. Borgar sig að standa í endalausu viðhaldi? Útihurð álslandi verður að geta staðið af sér rok, rigningu, snjó, frost, sandfok, sól o.fl., en það gera aðeins alvöru útihurðir. f sýningarsal okkar er glæsilegt úrval ALVÖRU ÚTIHURÐA, hurða sem byggðar eru á áratuga reynslu okkar við framleiðslu útihurða fyrirokkar hörðu veðráttu. f- r n fj y [| II- !□ !□ . i □ P □ □ □ u i □ □ Velkomin í sýningarsal okkar að Kársnesbraut 98, Kópavogi, þar getið þið skoðað okkar glæsilega úrval i ró og næði. íím HURÐAIÐJAN --- n i.LKVvi HIKO-HURÐ é KÁRSNESBRAUT 98 - SÍMI43411 200 KÓPAVOGUR Skóla- ?«arCgSegar og ús'ettar. CarremllMD^Þaraöau^. r.lvolinfermingo'ai0" staðgreiðsluverð- aeg OtYMP\^ E caRREr/^'' •\8.810 CftRRERP- « 23.180 KJARAN Skritstofubúnaður • SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI (91)813022*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.