Morgunblaðið - 08.04.1992, Page 35

Morgunblaðið - 08.04.1992, Page 35
ust að henni því það sem hún sagði og það sem hún lofaði, það stóð og fóru þeir ekki varhluta af því. Arið 1972 fluttum við Agúst ásamt Mar- gréti og Magnúsi að Gilsárbakka 8. Þau á efri hæðina og við á þá neðri. Þar bjuggu þau sér afar vand- að, smekklegt og fallegt heimili og réð Margrét þar mestu um. Sambúð okkar var einstaklega góð. Fjölskyldan var henni allt og hin sterku tengsl hennar við börn sín voru einstök. Hún naut barna- barnanna sinna sem hændust að henni, alltaf voru þau velkomin upp til ömmu og afa. Árið 1980 var heilsu Magnúsar farið að hraka verulega. Höfðum við þá íbúða- skipti, en Magnús var hjá okkur um tíma. Síðustu árin sem hann lifði dvaldi hann á hjúkrunarheimili. Þar sat mín sterka tengdamóðir mestan hluta dagsins, honum til styrktar og uppörvunar, til hinstu stundar, en hann andaðist í febrúar 1984. Samheldni þeirra hjóna, ást og umburðarlyndi, fór ekki fram hjá neinum sem til þekktu. Margrét átti heima síðustu árin í vistheimil- inu Seljahlíð. Margar voru helgarnar sem við sátum saman í Gilsárstekknum og spjölluðum. Hún var full af fróðleik og visku sem hún miðlaði svo skemmtilega. Alltaf sóttist hún eftir að koma heim, eins og hún kallaði það. Þar leið henni best meðal okk- ar. Nú þegar Margrét er komin til æðri heima, þangað sem leiðir okkar allra liggja, þakka ég fyrir ljúf og góð kynni, sem aldrei bar skugga á. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Anna María Kristjánsdóttir. Hinsta kveðja Nú þegar ég sest niður til að skrifa kveðju um mágkonu mína, sem ég var búin að þekkja í yfir fimmtíu ár, er margs að minnast. Okkar kynni byijuðu þegar hún kom til okkar mömmu á Laugaveg- inn og giftist bróður mínum Magn- úsi 23. maí 1942, svo þau hefðu átt gullbVúðkaup í maí hefðu þau lifað. Strax fann ég að þarna var kona sem var alveg einstök. Hún var svo hlý, að gott var að vera nálægt henni og einnig var hún svo andlega sterk, enda kom það sér vel fyrir hana á lífsleiðinni. Þegar mamma lá banalæeguna hugsaði hún alveg um hana, svo hún gat verið heima þar til yfir lauk. Þá var gott að eiga Möggu að, því hún hjálpaði mér svo mikið að kom- ast yfir þetta áfall, ég gat seint laun- að henni það. Um vorið 1946 urðum við báðar að flytja, hún á Klappar- stíg 38, en ég vestur í bæ. Það fannst mér afar erfitt því ég vildi vera nálægt Möggu, bróður mínum og litlu frænku, sem bar nafn móð- ur minnar, Arndís. Hún var mér mjög kær og hefur alltaf verið það síðan. Á Klapparstíg eignuðust þau Magga og bóðir minn son, sem hlaut nafn föðurbróður og föðursystur okkar, nöfnin Ágúst Már. Það var mikil gæfa fyrir þau að MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRIL 1992 eignast þessi börn, því þau eru al- veg einstök, dugleg og hjálpsöm og reyndust foreldrum sínum yndislega vel. Ég var alltaf með annan fótinn á Klapparstíg hjá þeim, því þá voru þau ásamt Agústi föðurbróður búin að stofna heildsölu. Og alltaf var Magga styrka stoð- in, sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Hún var fljót að eignast trausta og góða viðskiptavini, sem treystu öllu sem hún lofaði, enda stóð það. Það var því ekkert létt verk þegar ég 1. apríl 1968 tók að mér söluna sem hún hafði séð um. En það var ekki langt að fara til að fá traust og leiðbeiningar, því Magga var uppi á loftinu, en salan á hæðinni fyrir neðan. Oft sagði ég við Möggu að ég þakkaði Guði fyrir að hafa gefið okkur hana inn í ætt- ina. Og það meinti ég svo sannarlega. Það var engin tilviljun að margir sem minna máttu sín hér á lífsleið- inni, skyldu laðast svona að Möggu, því hún skildi þá, hughreysti og gaf þeim alltaf eitthvað. Eftir að bróðir minn varð óvinnu- fær og þurfti að dvelja á sjúkraheim- ili sat Maggga alltaf á hveijum degi hjá honum, með handavinnuna sína. Það var þrekvirki sem ég bæði þakka henni fyrir og dáðist að. En eftir fráfall bróður míns 1984, fór heilsu Möggu að hraka, enda engin furða eftir allt það líkamlega og andlega starf sem hún var búin að skila um ævina. Nú veit ég að Magga mín er ánægð og henni líður vel að vera búin að hitta bróður minn og aðra ættingja. Að síðustu vil ég kveðja elsku Möggu mína og þakka henni fyrir allt sem hún var mér í gegnum lífið. Guð fylgi henni inn í dýrðina. Hanna Ármann. Mitt í vorkomunni bregður skýi fyrir sólu. Margrét Ármann, sérstök sómakona, er látin. Hún hafði um árabil ekki gengið heil til skógar. Lífið fer misjöfnum höndum um fólk. Kona, sem hafði til að bera orku, kraft og dugnað til að takast á við ómælda erfiðleika og sigrast á þeim, hafði misst lífskraftinn. Margrét var fædd á Þorbergs- stöðum í Laxárdal 2. júní 1912 og var hún elst af 8 börnum foreldra sinna, Hólmfríðar Benediktsdóttur og Björns Magnússonar. Eftir 4 ára aldur, þegar foreldrar hennar hófu búskap annars staðar, varð hún eft- ir á Þorbergsstöðum hjá ömmu sinni Margréti Guðmundsdóttur og þar ólst hún upp. Hún giftist 23. maí árið 1942 Magnúsi Ármann, síðar stórkaup- manni í Reykjavík. Börn þeirra eru Arndís Ármann, maki Björn Gunn- arsson, og eiga þau þijú börn og Ágúst Már Ármann, maki Anna María Kristjánsdóttir og eiga þau 2 börn. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu Margrét og Magnús hjá móður Magnúsar, Arndísi. Síðar, í mjög erfíðu veikindastríði hennar, annað- ist Margrét hana og hjúkraði heima af einstakri samviskusemi og natni þar til yfir lauk. Það var árið 1946 sem þau hjón- in ásamt dótturinni Arndísi, sem þá var smábarn, fluttu í hús föður- systkina Magnúsar, Maríu og Ág- ústs J. Ármann, á Klapparstíg 38. Við hjónin bjuggum síðar í sama húsi um 14 ára skeið. Öll þessi ár vorum við sem ein fjölskylda og frá þessum tíma eigum við ótal góðar minningar sem leita á hugann nú þegar vegir skilja. Erfiðleikarnir, ^em Margrét átti við að stríða á þessum árum vegna veikinda eigin- mannsins, eru ólýsanlegir og í raun illa skiljanlegt það þrek og áræði, sem henni var gefið. En hún var þannig kona að hún kvartaði aldrei heldur efldist við hveija raun. Hvílík væntumþykja sem hún sýndi við þessar erfiðu aðstæður og hvílík fórnarlund. Seinna í veikindum systkinanna Maríu og Ágústs reyndist Margrét þeim einstaklega vel og lagði sig fram um að aðstoða þau og hjálpa. Umbyggja hennar átti sér engin takmörk. Fyrir þessa lijálp hennar á erfíð- um stundum eru henni færðar þakk- ir. Ágúst J. Ármann stofnaði heild- verslun á sínu nafni með Magnúsi frænda sínum. Fyrirtækið var fyrst í stað smátt í sniðum, enda ytri erfiðleikar miklir í rekstrinum, höft og bönn við hvert fótmál. En betri tímar fóru í hönd. Sam- heldni þeirra hjóna var mikil og með þrotlausri vinnu þar sem oft var nótt lögð við dag varð reksturinn lífvænlegur. Margrét, sem áður var í hlutverki húsmóðurinnar á erilsömu heimili, tók nú að sér sölumálin og lagði á ráðin um innkaupin. Ugglaust minn- ast hinir fjölmörgu viðskiptavinir fyrirtækisins frá þessum árum hins trausta og vinsamlega viðmóts Margrétar í sölustarfinu. Eftir að Magnús komst allvel til heilsu og hagur þeirra batnaði fóru þau að njóta lífsins og ferðuðust nokkrum sinnum til útlanda. Einnig stunduðu þau laxveiði á tím'abili, sem veitti þeim margar ánægju- stundir. Siðar byggðu þau sér einbýlishús í Gilsárstekk 8 þar sem þau áttu heimili allt til þess tíma er heilsu Magnúsar hrakaði og hann varð að dvelja á sjúkrastofnun þar til hann lést í febrúar árið 1984. Enda þótt allir vissu að hveiju dró, hafði lát Magnúsar afgerandi áhrif á heilsu Margrétar. Börnin, Arndís og Ágúst, voru þeim afar kaér og samband þeirra við foreldrana einstakt. í veikindum þeirra beggja, nú síðast Margrétar, sýndu þau þeim mikla umhyggju og ástúð. Svo virðist að börnin hafi erft það besta í fari foreldranna. Eftir að þau tóku við rekstri fyrir- tækisins hafa þau eflt það og aukið þannig að í dag er það eitt virtasta og stærsta í sinni grein. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka Margréti öll góðu árin sem við áttum saman, hjálpsemi hennar, góðvild og tryggð. Þá viljum við ennfremur þakka henni hve hún var nærgætin, blíð og góð við drengina okkar og lét sér annt um þá. Þeir minnast þessarar ljúfu konu með söknuði. Margrét var einbeitt kona, hæglát og mild í viðmóti. Hún var harðdug- leg og hamhleypa til allra verka. Æðruleysi, tryggð og trúmennska voru hennar aðalsmerki. Góð kona er gengin. Minningin um hana er björt og hrein. Yfír ævistarfi hennar hvílir birta og frið- ur. Við sendum Arndísi og Ágústi sem og öðrum aðstandendum hug- heilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Margrétar Ármann. Katrín og Þórhallur. Og hvað er að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá frið|ausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og óptraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinn- ar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þeg- ar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja Qallgönguna. Ogþegarjörðin krefst likama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran) Ástkær amma mín og nafna, Margét Ármann, andaðist á dvalar- heimilinu Seljahlíð aðfaranótt 30. mars. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í dag, miðvikudaginn 8. apríl Það fyrsta sem mér kom til hug- ar er ég heyrði um andlát hennar var að nú væri hún loksins búin að hitta afa, sem hún hafði lengi beðið eftir. Amma var fædd að Þorbergsstöð- um í Dalasýslu, dóttir hjónanna Hólmfríðar Benediktsdóttur og Björns Magnússonar. Um tvítugs- aldur fluttist amma suður til Reykjavíkur til að stunda frekara nám. Hennar draumur var að vinna við hjúkrunar- eða kennslustörf. Hún veiktist stuttu eftir að hún hóf nám og varð það til þess að úr því varð ekki. Amma kynntist eigin- manni sínum, Magnúsi Ármann, í Reykjavík. Þau giftu sig 23. maí 1942. Amma og afí bjuggu alla sína tíð eftir það í Reykjavík. Þeim varð tveggja barna auðið. Börn þeirra eru Arndís Ármann, gift Birni Kr. Gunnarssyni, og Ágúst Már Ár- mann, kvæntur Onnu Maríu Krist- jánsdóttur. Árið 1947 stofnuðu þau ásamt Ágústi Ármann, föðurbróður afa, fyrirtækið Ágúst Ármann hf. Fyrirtækið var líf þeirra og yndi, enda unnu þau hörðum höndum í því þar til heilsu þeirra fór að hraka, en þá tóku dóttir þeirra, sonur og tengdabörn við rekstrinum. Amma var mikil kaupkona og hafði næmt auga fyrir góðum söluvarningi. í 30 ár stóð hún í innkaupum fyrir fyrirtækið og er það henni og afa að þakka hversu vel fyrirtækið dafn- aði. Amma sagði mér stundum frá því að ég hafi ekki verið nokkra mánaða þegar hún hafði mig í vögg- unni minni inni á skrifstofunni sinni og annaðist mig ásamt sölustörfun- um á daginn. Vegna tíðra innkaupaferða for- eldra minna erlendis dvaldi ég oft sem lítil telpa heima hjá afa og ömmu í Gílsárstekknunij þar sem ég reyndar bý í dag. Ég, afí og amma spiluðum nánast daglega „katsjón" og varð oft mikið fjör um það hver yrði stigahæstur í það og það skiptið. Amma var einnig iðin við að hlýða mér yfir skólabækunar í barnæsku og hafði ég þann ávana að þurfa alltaf að standa á höndum eftir hvern kafla. Mörgum fannst þetta hálfskrítið, en amma sagði alltaf að þetta væri mjög gott, því að nú rynni viskan upp í höfuðið á mér. Hún hætti ekki fyrr en hún var orðin viss um að ég kynni náms- efnið utanbókar. Amma Magga, eins og ég kallaði hana, var lítil og nett kona. Hún var alltaf vel til höfð og var mikið í mun að vera vel til fara. Hún klæddist gjaman rauðum lit og með svarta hárið og sægrænu augun, fannst mér hún alltaf ákaflega glæsileg kona. Hún ferðaðist tölu- vert hvort sem var hérlendis eða erlendis. Uppáhaldsstaðurinn henn- ar var þó alltaf Þorbergsstaðir þar sem hún var borin og barnfædd. Hún talaði mikið um sveitina sína og það fólk er þar bjó. Hún hafði einnig ákaflega gaman af að fara í veiðiferðir, erida mikil veiðikló. Ég man eftir nokkrum veiðiferðum þar sem ég fór með þeim afa og ömmu ásamt foreidrum mínum. Ég man ekki eftir neinu skipti þegar amma fékk ekki flesta laxana. Amma var mikil hannyrðakona seinni árin, og útsaumaðar myndir prýða veggi margra íjölskyldumeð- lima. Hún var ein sú örlátasta kona sem ég þekkti. Hún var bæði örlát á andlega og veraldlega hluti. Hún var ávallt reiðubúin að rétta hjálpar- hönd og veit ég um þónokkra sem hún veitti andlegt skjól er illa bját- aði á. Amma Magga hafði næmt auga fyrir fegurð hvort sem það var í myndum eða hugsun. Hún hafði sterka réttlætiskennd og var sjálf- stæð í skoðunum. Amma Magga var víðlesin og þrátt fyrir veikindi sín fylgdist hún alltaf með fréttunum. Ámma Magga var einnig einstak- lega trúrækin kona. Hún bað bæn- irnar sínar á hveiju kvöldi og víða á heimili hennar mátti fínna myndir af Jesú Kristi. Það eitt veit ég að amma Magga kveið ekki dauðanum, hún trúði svo sterkt á æðri öfl. Það var hún sem kenndi mér bænirnar þegar ég var smástelpa. Mörg kvöld- in lá ég á dýnunni fyrir neðan hjóna- rúmið þeirra og sagði upphátt með þeim bænirnar. í huga ömmu var fjölskyldan allt- af efst á blaði. Amma og afi voru einstaklega samhent hjón. Hjóna- band þeirra var alla tíð byggt á trún- aði og trausti. í veikindum afa var amma hans stoð og stytta og vék aldrei frá honum. Eftir fráfall afa var stórt skarð í hjarta ömmu. Arn- dís og Ágúst, börn þeirra ömmu og afa, bera þess merki að sterk fjöl- skyldutengsl voru alla tíð innan fjöl- skyldunnar, því samrýndari systkini er vart hægt að finna. Amma kenndi mér margt um lífið og tilveruna og ég mun stolt bera nafn hennar. Síðustu ár sín dvaldi hún á dvalar- heimilinu Seljahlíð. Hún átti við ólæknandi sjúkdóm að etja og veit ég að hún er fegin hvíldinni. Ég þakka ömmu fyrir samfylgdina er ég kveð hana nú í hinsta sinn og er ég þess fullviss að henni verður tekið opnum örmum á himnum. Ég þakka fyrir allt og allt. Guð blessi sál elsku ömmu. Margrét Ármann Björnsdóttir. 35 FJAÐRAGORMAR ÍÝMSABÍLA Verð frá: 969.000,- Greiðslukjör við allra hæfi Til sýnis núna að Vatnagörðum 24 virka daga kl. 9:00 - 18:00 og laugardaga kl. 11:00- 15:00. Nánari upplýsingar í sfma 68 99 00 Lítil gólfþvottavél fyrir stór gólf! Mikið úrval af gólfþvottavélum, bónvélum ræstivögnum, gólfbónum, nreinsiefnum o.fl. Hreinlætisróðgjafar RV aðstoða þig við að finna réttu lausnina. Líttu við og prófaðu I Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réltarhálsi 2 -110 R.vik. • Sími: 91- 685554 VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.