Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992
19
VINKLAR Á TRÉ
HVERGI LÆGRI VERÐ
4rJ0: íf'
jiLJLx:\ífW)
l#jf
ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR
OG KAMBSAUMUR
ÁVALLT ÉYRIRLIGGJANDI
KK EINKAUMBOÐ
£8 Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640
Hver er tílgangurinn?
eftir Björn
Ragnarsson
Ein af breytingarlillögum til laga
um Lánasjóð íslenskra námsmanna
hljóðar á þann veg að lán myndu
ekki verða greidd út fyrr en að lok-
inni hverri námsönn, þegar náms-
maður hefur sýnt fram á námsfram-
vindu sína. Þessi tillaga Iætur ósköp
lítið yfir sér en nái hún fram að
ganga mun hún hafa alvarlegar af-
leiðingar fyrir íslenska námsmenn.
í þessari tillögu felst að námsmaður
verður með einhveijum ráðum að
halda sér uppi frá hausti og fram í
febrúar þegar skólar hafa sent frá
sér einkunnir. Þá fær viðkomandi
námsmaður námslánið greitt. Fæst
skólafólk á til peninga í farteskinu
til að halda sér uppi heila námsönn
og þarf því að leita á önnur mið.
Sumir eiga efnaða foreldra sem auð-
veldlega hlaupa undir bagga hjá
börnum sínum. Þó eru það fæstir.
Helsta hjálp flestra eru einfaldlega
bankalán til að halda sér uppi fram
að útborgun námslánanna. Þar með
er bolti kostnaðar og vaxta farinn
að rúlla og velta upp á sig. Þegar
greiðsla námslánanna kemur þarf
að sjálfsögðu að byija á að borga
bankanum. Þá er ekki mikill, ef
nokkur, afgangur eftir til að lifa af.
Námslán eru ekki há og þegar við
bætist að klípa þarf af þeim til að
borga kostnað í feita banka er ekki
möguleiki að nurla þannig saman
að sleppa megi með því að taka ein-
göngu bankalán fyrstu önnina. Eina
ráðið er að taka aftur bankalán fram
á vor og svo aftur bankalán næsta
haust og svo koll af kolli. Framhalds-
nám er sjaldan undir þremur árum
þannig að fyrir liggur að námsmenn
haldi sér uppi á bankalánum allan
þann tíma og hver maður getur séð
að kostnaður sem rennur frá náms-
mönnum og til banka er mikill.
Margir námsmenn eru fjölskyldufólk
og geta má nærri að bankakostnað-
ur hjá þeim yrði verulega mikill.
Einhveijir geta hér bent á að með
mikiili vinnu yfir sumartímann er
hægt að þéna það mikinn pening
að hann dugi fram eftir vetri. En
viti menn, ef námsfólk þénar mikinn
pening yfir sumartímann þá lækka
námslánin í samræmi við það. Því
fær námsmaður, sem hefur það góð-
ar tekjur að hann geti haldið sér
uppi fram að fyrstu greiðslu, ósköp
rýrt lán og þarf því að taka banka-
lán til að halda sér uppi fram á vor
og þar með er hans vaxtabolti líka
farinn af stað. Þar fyrir utan er sí-
fellt erfiðara um vik með sumarvinnu
fyrir námsrr\enn á íslandi, og hvað
þá að miklir tekjumöguleikar séu
með í spilinu.
Fram að þessu hefur útborgun
námslána verið á þann veg að fyrstu
námsönn fær námsmaður námslánin
fyrst greidd og þegar hann hefur
sýnt fram á viðunandi námsfram-
vindu sína, sem er lágmark 75% af
fullu námi skv. skipulagi skóla. Eft-
ir það þykir hann hafa sýnt sig og
sannað svo að hann fær iánin greidd
jafnt og þétt þannig að hann geti
lifað af námslánunum einum sér. í
lok hverrar annar sýnir hann svo
fram á að hafa áfram skilað viðund-
andi námsframvindu. Ef námsmaður
getur aftur á móti ekki sýnt fram á
viðunandi námsframvindu eru
greiðslur til viðkomandi stöðvaðar
þangað til tilskildum árangri hefur
verið náð. Ekki get ég séð hver
ástæða er til að breyta þessu kerfí,
sem hingað til hefur reynst vel og
er réttlátt bæði hvað varðar Lána-
sjóðinn og námsmenn.
Tilgangur og kostur umræddrar
breytingartillögu eru mjög vandséð-
ir. Ef mikið er rýnt þá eygir maður
jú að ekki koma til greiðslur frá
Lánasjóðnum fyrr en eftir næstu
áramót. Það mun leiða af sér hag-
stæðari áramótastöðu en verið hefur
undanfarin ár og ríkisstjórnin getur
strax farið að stæra sig af árangri.
En hvað svo? Fljótt eftir áramótin
þarf að greiða námslánin út og síðan
tvisvar á ári eftir það. Ekki trúi ég
að svo mikil skammsýni sem áramót-
astaða fyrsta ársins ráði gjörðum
ríkisstjórnar íslands. Aðra ástæðu
er þó erfitt að eygja, nema ef vera
„Eina ráðið er að taka
aftur bankalán fram á
vor og svo aftur banka-
lán næsta haust og svo
koll af kolli. Fram-
haldsnám er sjaldan
undir þremur árum
þannig að fyrir liggur
að námsmenn haldi sér
uppi á bankalánum all-
an þann tíma...“
skyldi að skapa bönkum" enn frekari
tekjur en þeir fá í dag. Varla er til-
gangurinn með þessari tillögu að
mismuna íslensku fólki til náms, eða
hvað?
Ég ætla rétt að vona að íslensk
stjórnvöld taki ekki svo afdrifaríkar
og tilgangslausa ákvörðun og hér
er greint frá. Eiga Islendingar ekki
að eiga jafnan rétt til náms í framtíð-
inni? Hver er tilgangurinn?
Islenskir námsmenn í Kaup-
mannahöfn hafa tekið sig til og gert
undirskriftarlista þar sem mótmæR
er ofangreindri breytingartillögu. Á
listann hafa skrifað sig 118 manns
og skal teki fram að allir þeir náms-
menn sem náðist í skrifuðu nafn sitt
undir. Listinn hefur verið sendur
Ólafi G. Einarssyni menntamálaráð-
herra. Yfirskrift listans er eftirfar-
andi:
„Við undirrituð, íslenskir náms-
menn í Kaupmannahöfn, viljum
mótmæla þeirri tiliögu, í frumvarpi
ríkisstjórnarinnar um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna, að allan náms-
tímann séu námslán fyrst greidd út
til námsmanna eftir að þeir hafa
sýnt fram á námsárangur, að lokinni
hverri námsönn. Nái ákvæði þetta
fram að ganga hefur það í för með
sér að flestir námsmenn þurfa að
framfleyta sér með bankalánum þar
til námslán eru greidd út í lok hverr-
ar annar.“
Auðvitað er það svo að allar breyt-
ingartillögurnar um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna kom sér illa
fyrir námsmenn. Það er ansi hart
að námsmenn dagsins í dag eigi ein-
ir að borga fyrir gömul óleyst vanda-
mál hjá Lánasjóði' íslenskra náms-
manna. Þó er verst að til skuli stánda
að setja lög sem erfitt er að eygja
árangur með og koma sér svo illa
fyrir námsmenn sem ofangreind lög
munu gera og ég vona að stjóranr-
meðlimir hugsi vel út í afleiðingar
þessara laga áður en gengið er til
atkvæðagreiðslu.
Höfundur er verkfræðinemi í
Danmarks Tekniske Hojskole í
Kaupmannahöfn.
ISLENSKUR
IÐNAÐUR
KRAFTUR
IVERKI
Atvlnnuveglr ÞJóðarlnnar eru hverjlr
öðrum háðir. Iðnaðurlnn er hreyflafl
framfara. Tæknlþjóðfélag nútímans er óhugsandl
án hans. Iðnaðarmenn eru frumkvöðlar, sem láta
verkln tala. Beislum sköpunarkraft, hugvlt og
ðræði í íslenskum Iðnaðl. Stöndum saman og
bygglum upp fjölskrúðugan og kraftmlklnn Iðnað.
Vellum íslenska framleiðslu og eflum íslenskt
atvlnnulíf.
ÍSLAND ÞARFNAST IÐNAÐAR.
LANDSSAMBAND
IÐNAÐARMANNA
Samtök atvlnnurekenda i Iðnaði