Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992
13
LAYLA - LAYLA - LAYLA
Layla eru ítalskar snyrtivörur
í TOPP GÆÐAFLOKKl Á GÓÐU VERÐI.
VARALITUR: kr. 550,-
NAGLALAKK: kr. 430,-
MASKARI: KR. 660,-
MAKE: KR. 995,-
VÖRURNAR ERU OFNÆMISPRÓFAÐAR.
Laugaveg 51, S. 12128.
Skagfirska söngsveitin
__________Tónlist______________
Jón Ásgeirsson
Skagfirska söngsveitin, undir
stjórn Björgvins Þ. Valdimarssonar,
hélt vortónleika 1. maí sl. Björgvin
hefur verið framsækinn og í vali
viðfangsefna hefur hann -stefnt
söngsveitinni til átaka við stór verk-
efni og nú síðast kallað til sam-
starfs við sig hljómsveit. Tónleik-
arnir hófust á tveimur „a capella"
kórverkum, það fyrra var Kyrie úr
„Missa secunda", eftir Hans Leo
Hassler en það seinna var kyrie,
eftir Mozart og var þess ekki getið
í efnisskrá úr hvaða messu það
Kyrie er. Kórinn söng þessi verk
ágætlega, en í heild var söngur
hans þó nokkuð harður, sem gæti
verið vegna þess að í þessum verk-
um er gerð önnur krafa um tón-
myndun en í venjulegum alþýðleg-
um kórlögum.
Þessi „hljómharka" var nokkuð
áberandi í Gloría eftir Vivaldi en
þar sungu Svanhildur Sveinbjörns-
dóttir og Ragnheiður Fjelsted tví-
söng og Svanhildur síðan ein það
fræga Domine Deus. Þær stöllur
stóðu sig vel, svo og kórinn og
auðheyrt að stjórnandinn er dugleg-
ur kórstjóri. Ýmislegt hefði mátt
fínvinna betur, bæði hjá kórnum
og í hijómsveitinni, en þarna er um
frumraun að ræða og rétt að liafa
það í huga, að „enginn verður óbar-
inn biskup“.
Seinni hluti tónleikanna var af
léttara taginu og minntu tvö fyrstu
lögin undirritaðan á fjörutíu ára
uppfærslu kóra, en þá voru verkefn-
in Úr útsæ rísa Islandsfjöll eftir
Pál ísólfsson og ísland eftir Sigfús
Einarsson. í þessum verkum þarf
kórinn takast á við hljómstyrk, sem
aðeins hljómar vel hjá þjálfuðum
sögvurum og því var flutningurinn
stundum í grófara lagi. Heim til
þín heitir verk eftir Björgvin Þ.
Valdimarsson við kvæði eftir Tómas
Guðmundsson. Tónmál verksins er
í raun þrískipt í stíl og verkið auk
þess helst til lauslegt í formi. Björg-
vin hefur fengist nokkuð við tón-
smíðar og þá aðallega samið kórlög
en er hér í fyrsta sinn að fást við
form af stærri gerðinni.
Rauðasta rósin og ástardúett úr
Sigaunabaróninum eru elskuleg
dægurlög, sem voru flutt af þokka
en í þessum lögum sungu Fríður
Sigurðardótti, Guðmundur Sigurðs-
son, Halla S. Jónsdóttir og Einar
Gunnarsson einsöng. Síðasta verk-
ið, og það sem sungið var af mestri
reisn, var Aðalsmannakórinn úr
Tannhauser eftir Wagner. Hljóm-
sveitin var nokkuð fáliðuð en kórinn
söng í þessu skemmtilega verki
margt ágætlega vel.
Það sem er athyglisvert við þessa
tónleika er stórhugur stjórnandans
og er það rétt stefna hjá honum,
að sækja á í vali viðfangsefna og
stefna kórnum til átaka við erfið
verkefni. Skagfirska söngsveitin
hefur á að skipa góðu söngfólki,
sem varðveitt hefur sönggleðina og
þó enn megi fíngera eitt og annað
og sníða af ýmsa hörkulega agnúa,
einkum þegar sterkt er sungið,
verður ekki annað sagt en að söng-
sveitin sé á rétt'ri leið í þeirra ætlan
að verða góður kór, undir stjórn
Björgvins Þ. Valdimarssonar.
Glæsi-
\egur Ro-
dolfo
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Ný kynslóð ungra söngvara er
að hasla sér völl á þeim víghólma
sem leiksviðið er og á sunnudags-
kvöldið söng Ólafur Árni Bjarnason
Rodolfo í Borgarleikhúsinu. Ólafur
er efnilegur söngvari og á ekki langt
í það að taka sér sæti meðal þeirra
bestu. Rödd hans er glæsileg,
tæknilega er hann á góðri leið og
leikur hans er innilegur. Allt þetta
kom hvað best fram í þriðja þætti,
sem var frábærlega vel sunginn og
leikinn hjá Ólafi. Það er í engu of-
sagt að við íslendingar höfum þeg-
ar „eignast" í Ólafi efni í nýjan
stórsöngvara, þó hann hafí aðeins
rétt hafíð starf sitt sem óperusöngv-
ari.
Sýningin var ekki aðeins mikill
sigur fyrir Ólaf Árna, heldur og
aðra þátttakendur og miðað við
frumsýninguna hefur Ingibjörg
Guðjónsdóttir tekið miklum fram-
förum. Sama má segja um Jóhönnu
Linnet og er Ijóst að fái þessar
ungu söngkonur tækifæri til að
glíma við fleiri verkefni má vænta
mikils af þeim í framUðinni. Þetta
mun vera síðasta sýningin, sem
Keith Reed syngur í þessari upp-
færslu af La Bohéme og þarf engu
við að bæta um frammistöðu hans.
Sem var frá upphafi frábær.
Annað, sem rétt er að komi fram,
er að hljómsveitin var mjög góð og
lék af ólíkt meiri ástríðu en á frum-
sýningunni. Það sama gildir um
hinn unga stjórnanda, Guðmund
Óla Gunnarsson, og aðra þátttak-
endur í þessu ævintýri Óperusmiðj-
unnar, að æfingin skapar meistar-
ann og það er í sannleika sagt þessi
gróandi, sem heillar mest í starf-
semi Óperusmiðjunnar.
Kjörnir tíl hverskonar
vöruflutninga og fólksflutninga
□ Án vsk
□ Bensín- eöa Dieselhreyfill
□ Aflstýri/Framhjóladrif
□ 5 gíra handskipting/sjálfskipting
□ Burðargeta 1-1,2 tonn
□ Farþegafjöldi allt aö 11 manns
□ Þriggja ára ábyrgð
VANDAÐIR
VINNUBÍLAR
J/IÁ
VOLKSWAGEN
Lokaður VW Transporter
Verð frá kr. 1.411.200 (m.vsk.)
6 manna VW Transporter meö palli
Verð frá kr. 1.457.280 (m.vsk.)
0
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI 695500
BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG