Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1992 I Hvernig verður trúarlíf í heiminum árið 2000? eftir Balclur B. Bra.ga.son Bjöm G. Jónsson skrifaði grein í Morgunblaðið 7. marz !992 und- ir fyrirsögninni „Verða Islendingar kristnir árið 2000?“ annar hluti í 1 röð þriggja greina. Ég treysti mér '■ ekki að gefa svar við þeirri spurn- , ’ ingu, en gott væri að víkka sjón- deildarhringinn og líta til alls heimsins, sem við erum hluti af. ! Ég er Birni sammála, að alvarleg- ! asta vandamál þjóðarinnar í dag sé staða heimiianna eða öllu held- ur hrun heimilanna. Ég er honum | einnig sammála, að ástæða þessa sé niðurbrot kristilegs siðgæðis. í stað kristilegra siðgæðishug- mynda virðast margir farnir að aðhyllast epikúrisma þ.e.a.s. undanlátssemi og dekur við allar efnislegar og líkamlegar gimdir. Á þetta við kynlífið jafnt sem önn- ur svið mannlífsins. Ekki virðast allir sammála þeirri kenningu kristinnar, að kynlíf eigi aðeins að stunda innan hjónabands. I kynlífsumræðu í fjölmiðlum í seinni tíð virðist manni viðhorfið hafa verið, að menn ættu aðeins að verða sér úti um smokka til að forðast eyðni og aðra kynsjúk- dóma og þá væru þeir á grænni grein. Ég sagði skilið við Lúterstrúna árið 1966 og tók Bahá’ítrú. Það þýðir samt ekki, að þar með hafi ég hafnað Jesú Kristi. Því er alveg eins farið og með lærisveina Jesú Krists, að þeir hafa í heiðri þá sendiboða Guðs, sem komu á unda Jesú Kristi t.d. Móse og Abraham. Sendiboði Guðs fyrir daginn í dag er Bahá’u’lláh. Fyrir meir en 100 árum flutti hann okkur lausn á því vandamáli, sem Björn tekur fyrir í grein sinni, og þar að auki lausn margra annarra vandamála. Fólk virðist yfirleitt vera feimið við trúmálaumræðu í hversdagslíf- inu, en þeir sem herða upp hugann spyija mig yfirleitt: „Að hvaða leyti er Bahá’ítrúin frábrugðin okkar trú?“ Ég svara því oftast eftir bestu getu, en get þess alltaf í leiðinni, að megintilgangur trúar- bragða yfirleitt sé að auka ást og einingu meðal manna, og þess vegna eigum við að leggja áherslu á það, sem hin ýmsu trúarbrögð eru sammála um, en láta ágreininginn liggja milli hluta. Ef allir trúaðir menn litu þannig á málin væri kannski minna um harmiéiki á borð við atburði, sem eiga sér stað í Norður-írlandi, Lí- banon, ísrael eða Azerbajdzhan. Spámenn Bahá’ítrúarinnar, þ.e. Bábinn og Bahá’u’lláh, teljum við að hafí uppfyllt spádóma Biblíunn- ar um endurkomu Jesú Krists og Elía (Um þetta er talað í bókinni „Some Answered Questions“ X. kafla bls. 46.). Bahá’u’lláh var gerður útlægur úr heimalandi sínu Persíu vegna kenninga sinna árið 1852 og var útlagi og fangi Tyrkjasoldáns í 40 ár, síðast í Akká í Pelestínu (nú ísrael) allt til andláts síns árið 1892. í ár er því 100 ára ártíð uppstigningar hans. Bahá’u’lláh sagði okkur, að guðleg opinberun væri stighækk- andi og óslitin, og að Guð sendi mannkyninu alltaf sendiboða með um það bil 1000 ára millibili til að leiðbeina því að veg sinn og kynna því áætlun sína. Kenningar trúarbragðanna eru af tvennum toga. Annars vegar eru hinar andlegu og eilífu kenn- ingar, sem breytast ekki. Það eru hin eilífu lögmál kærleikans í sam- skiptum manna, í stuttu máli um ástina til Guðs og ástina til ná- grannans. Hins vegar eru svo ver- Weetabix $ i Weetablx HJARTANS TREFJARÍKT |i 'f; ORKURÍKT IVl/iL FITUSNAUTT HOLLT... Whole Whetri Breokfost Cereal TREFJARlKUR MORGUNVERÐUR og gott með mjólk, súrmjólk, AB mjólk og jógúrt. Einnig með sykri, sultu og hunangi, eða blandað ferskum og þurrkuðum ávöxtum. Baldur B. Bragason „Friður þarf fyrst að komast á í fjölskyldun- uiii, á vinnumarkaðin- um, milli stétta og byggðarlaga og loks milli þjóðanna.“ aldlegar kenningar, sem breytast með komu hvers nýs sendiboða frá Guði. Það er ýmis boð og bönn t.d. um form guðsþjónustunnar, dagsetningar helgidaga, hvíldar- daga og föstu og lög um gifting- ar, hjónaskilnaði, jarðarfarir og fleira. í fortíðinni hefur það ætíð verið svo, að því lengra sem leið frá komu hins guðlega sendiboða hefur andlegum hluta trúarbragða hans hnignað og hann hefur rýrn- að og gleymst. Hins vegar hefur hlaupið ofvöxtur í veraldlega hlut- ann. Upphafleg kenning sendiboð- anna varð að bráðafbökun og mi- stúlkun hrokafullra og sjálfum- glaðra trúarleiðtoga og helgisið- imir urðu sífellt íburðarmeiri og við þá voru pijónaðar alls konar hefðir og „serimoníur". En Guð sendir mönnum alltaf nýjan sendi- boða þegar svona er komið. Hér koma nokkrar kenningar Bahá’í- trúarinnar: Mikilvægasta kenning Bahá’í- trúarinnar er kenningin um ein- ingu mannkynsins. Báhá’u’lláh sagði: „Látið sýn yðar vera heims- lykjandi, fremur en að hún ein- skorðist við eigið sjálf.“ Allir menn eiga að rannsaka sannleikann á sjálfstæðan hátt í stað þess að fylgja erfikenningum forfeðra sinna í blindni og hugsunarlaust. Trúarbrögð þurfa að vera orsök einingar, samhljómunar og sátta meðal manna. Ef þau gera hið gagnstæða væri betra að hafa engin trúarbrögð. Trúarbrögð þurfa að koma heim og saman við vísindi og skynsemi annars eru þau hjátrú. Á sama hátt verða vísindin að upplýsast af siðferðis- kenningum trúarbragðanna. Karl- ar og konur eiga að hafa jafnan rétt. Allir eiga að menntast og það á að mennta bæði drengi og stúlk- ur jafnt. Eyða þarf öllum fordóm- um. Bahá’ítrúin kemur fram með andlega lausn efnahagsvanda- mála. Taka á upp alþjóðlegt hjálp- artungumál, sem allir í heiminum eiga að læra auk móðurmálsins til að allir geti ræðst við hindrunar- laust. Eitt af því, sem Bahá’u’lláh færði okkur var samráðgunarað- ferð Bahá’ítrúarinnar. Þetta er sérstök aðferð hópsamvinnu við lausn verkefna, sem gefur mjög góða raun. Allir menn geta beitt henni, hvaða trúar sem þeir eru og eins þótt þeir séu trúlausir. Innan trúar okkar er þetta oftast gert svona. Fyrst fara þátttakend- ur verkefnisins með bænir til að skapa hið rétta andrúmsloft vin- áttu og samvinnu, sem verkefnið krefst. Síðan bera menn saman bækur sínar og verða á eitt sáttir um hvað málið snýst. Síðan fer fram ítarleg og hreinskilin um- ræða, þar sem allir fá að tjá skoðanir sínar og tilfinningar, en sýna samt fyllstu kurteisi og tillits- semi og forðast ásakanir og að særa tilfinningar annarra. Ut úr svona umræðu kemur oftast ein- róma sameiginleg niðurstaða ef rétt er farið, og sú niðurstaða ef rétt er að farið, og sú niðurstaða er oftast önnur en sú hugmynd, sem hver einstakur meðlimur sam- ráðgunarhópsins hafði upphaflega um lausn málsins. Þetta er ekki það sama og málamiðlun, því flest- ir eru eftir umræðuna horfnir frá upphaflegri skoðun, en hafa öðlast dýpri skilning á málinu og eru af hjarta sammála. Ef ekki næst ein sameiginleg niðurstaða eru greidd atkvæði um þær hugmyndir, sem hafa skapast og ræður þá einfald- ur meirihluti atkvæða. Síðasta atriðið er að hrinda niðurstöðunni í framkvæmd og þá styðja allir þátttakendur hana heils hugar. Þessari aðferð er hægt að beita á öllum sviðum mannlegra sam- skipta, þar á meðal mætti gera það á vinnumarkaðinum og bæri eflaust miklu betri árangur en hin- ar hefðbundnu þvingunaraðgerðir verkföll og verkbönn. Síðast- nefndu aðgerðirnar leiða ekki til réttlætis eins og samráðgunarað- ferðin gerir heldur til hlutdrægrar niðurstöðu, sem fer að öllu leyti eftir því hvor aðilinn nær betra tangarhaldi á hinum og getur komið honum í óbærileg klemmu. Eins má nota aðferðina í hjóna- bandi, en í hjónabandssamráðgun verður að nást einróma sameigin- leg niðurstaða, því erfitt er að koma við atkvæðagreiðslu í hópi, sem samanstendur af tveimur. Fyrir einu eða tveimur árum birt- ist í víðlesnu íslensku vikublaði viðtal við svissneska geðlækninn Agnesi Ghaznavi, en hún rekur ásamt manni sínum, sem er sál- fræðingur, fjölskylduráðgjafar- stöð og lýsti hún þar meðal ann- ars, hvemig þau hjónin hafa kennt skjólstæðingum sínum að beita samráðgunaraðferð Bahá’ítrúar- innar við lausn sambúðarvanda- mála sinna með mjög góðum árangri. Dr. Ghaznavi hefur skrif- að litla bók á ensku um þessi mál, sem ber heitið „The Family Repairs and Maintenance Manu- al“, sem mundi útleggjast „Hand- bókin um viðgerðir og viðhald íjöl- skyldunnar". Þessa bók er trúlega hægt að kaupa í Bahá’ímiðstöð- inni, Álfabakka 12, Reykjavík. Ég álít það helga skyldu mína að koma þessari aðferð á framfæri, þótt langt sé í frá að hægt sé að lýsa henni til hlítar í stuttri blaða- grein, en hún er eitt besta meðal- ið til að koma á heimsfriði. Friður þarf fyrst að komast á í fjölskyld- unum, á vinnumarkaðinum, milli stétta og byggðarlaga og loks milli þjóðanna. Eitt er það sem Bahá’u’llah hefur lofað okkur, en það er að hinn minni friður, sem táknar pólitískar sættir meðal þjóðanna og að hernaðarátök verði úr sögunni, náist fyrir árið 2000. Kynnum okkur til hlítar sam- ráðgunarleiðina. Ekki er seinna vænna í heimi sem er rennblautur af tárum og blóði. Höfundur er Buhá ’ítrúar og er tannlæknir á Sauðárkróki. Ungverjar veita námsstyrk í TILEFNI af stofnun Félagsins Island-Ungverjaland hefur ung- verska menntamálaráðuneytið ákveðið að veita einum félags- manna styrk til að sækja eitt af þeim sumarnámskeiðum sem ráðuneytið stendur fyrir í sumar. Á stjórnarfundi félagsins nýlega var samþykkt að styrkurinn rynni til Hauks I. Jónssonar guðfræði- nema sem sækir námskeiðið „The coexistance of minorities in Éast Central Europe".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.