Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 51 MITT EIGIÐIDAHO m—r*- ■■ .aaim-aiiMMii Van Sant laðar fram sama kraftaverkið frá River Pho- enix og Kenau Reeves og hann gerði með Matt Dillon í Drugstore Cowboy. „Ekkert undirbýr þig undir þessa óafsakanlegu, ósviknu kvikmynd. Mynd sem snertir þig." ★ ★ ★ ★ N.Y. TIMES. EFTIR LEIKSTJÓRA „DRUGSTORE COWBOY“ Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11. - Bönnuð innan 16 ára. VÍGHÖFÐI Stórmyndin með Robert De Niro og Nick Nolte. Sýnd í B-sal kl. 9 og 11.10. REDDARINN Eldfjörugur speimu/grínari. Sýnd í B-sal kl. 5 og 7. HETJUR HÁLOFTANNA Þrælf jörug spennu- og gaman- mynd. Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ: MIÐAVERÐ KR. 300ÁALLAR MYNDIR. LÆKNIR KYNNIST EIGIN MEÐULUM Ádeila á lækna; Hurt kemst að því að hann er með krabbamein. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Læknirinn („The Doct- or“). Sýnd í Sagabíói. Leikstjóri: Randa Hai- nes. Handrit: Robert Caswell. Aðalhlutverk: William Hurt, Christine Lahti, Mandy Patinkin og Elizabeth Perkins. Flest höfum við verið sjúklingar á sjúkrahúsi og átt samskipti þar við lækna og annað hjúkrun- arfólk en einmitt þessi við- kvæmu samskipti eru þungamiðjan í ljómandi góðri mynd í Sagabíói, Lækninum, með William Hurt. Hún er byggð á sjálfsæfisögulegri bók læknisins Eds Rosen- baums, „A Taste of My Own Medicine“, og segir frá því þegar skurðlæknir á stóru sjúkrahúsi lendir fyi-irvaralítið í hlutverki sjúklingsins og fær allt aðra sýn á starf sitt, sam- band sitt við sjúklinga og sitt eigið líferni. Hurt er sérstaklega góður í hlutverki læknis- ins er í byijun myndarinn- ar tekur starf sitt sem skurðlæknir á risastóru sjúkrahúsi rétt mátulega alvarlega. Sérstaklega á þetta við um samskiptin við sjúklingana. Á stofu- gangi predikar hann að læknar skyldu aldrei mynda persónulegt sam- band við sjúkling, hann sé aðeins enn éitt verkefn- ið sem þarf að klára. Tala í tölfræði sjúkrahússins. Læknastarfið er eitt- hvað sem gerir Hurt ríkan og vinsælan. Hann veitir fullkomna læknisþjónustu og er fær í sínu starfi en hann veit í rauninni minnst um það hvað sjúk- lingur er. Eini læknirinn sem við sjáum að veitir einhveija hlýju og huggun er gerður að athlægi í vinahópi Hurts. Hann er talinn eitthvað skrýtinn og fellur ekki inn í. Þangað til Hurt sjálfur veikist. Hann fær krabba- mein í hálsinn og skyndi- lega stendur hann í spor- um sjúklingsins og fær að kynnast því nákvæmlega hvað skjólstæðingar hans þurfa að ganga í gegnum; endalausa bið, kæruleysis- legt viðmót og verst af öllu, það hefur enginn áhuga á honum nema sem tilfelli. Enginn hefur tíma til að róa hann eða hlusta eftir óttanum í honum. Myndin er ansi snörp ádeila á sjúkrahúsalækna. Læknamafían á spítalan- um fær slæma útreið: Læknarnir eru mestan- part sjálfumglaðir og sjálfbirgingslegir spaug- arar, sem hafa meiri áhuga á nýja kvenkyns háls-, nef- og eyrnalækn- inum og hvernig best er að svindla á næstu kæru fyrir afglöp í starfi en sjúklingunum. Leikstjór- inn, Randa Haines, sem áður gerði myndina Guð gaf mér eyra, einnig með William Hurt, og handrits- höfundurinn, Robert Caswell, draga upp mjög kaldranalega mynd af há- tæknilegu spítalalífinu þar sem hvefgi er pláss fyrir mannlegar tilfinningar innan um sótthreinsuð tækin. Þar sem öllu mann- eskjulegu hefur í raun verið úthýst. Læknir Hurts talar sjaldnast beint við hann heldur í sjón- varpsskerma sem fylla læknastofuna. Allt er það sett í bland við viðkvæmara tilfínn- ingadrama sem lýsir við- brögðum Hurts við sjúk- dómnum, hvernig hann bregst við gagnvart fjöl- skyldu sinni og vinum og starfi en stór hluti myndarinnar lýsir kynn- um hans af dauðvona krabbameinssjúklingi, sem leikinn er ágætlega af Elizabeth Perkins, sem á endanum kennir honum að sjúklingur er lifandi vera, ekki tölfræði. Haines heldur þar skynsamlega á málum án þess að ofkeyra efnið, dyggilega studd af afbragðsleikurum en leik- hópurinn allur er mjög góður. REGNBOGINN SÍMI: 19000 BANDARÍSKIR DÁÐA- DRENGIR ARABÍSK FÓL Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó, Hetjur há- loftanna - „Into the Sun“. Leikstjóri Fritz Kiersch. Aðalleikendur Anthony Michael Hall, Michael Paré, Beborah Mary Moore, Michael St. Gerard. Bandarísk. Tri- mark 1992. Af nafninu má hæglega draga þá ályktun að hér sé komin enn ein stælingin á hinni geysivinsælu Top Gun og það reynist rétt - í aðalatriðum. Svo það bólar lítið á frumlegri hugsun hér. Paré leikur flugkappa í hernum, þeirn bandaríska, ef einhver er í vafa, sem býðst það starf að sýna kvikmyndastjörn- unni Hall inn í daglegt líf garpa háloftanna því leik- arinn er að undirbúa sig undir nýtt hlutverk. Sögu- slóðir herstöð við Miðjarð- arhafið og einn fagran sumardag er vél félag- anna skotin niður yfir óvinalandi. Arabísku, því kommúnisminn er lamað- ur. Myndir eftir þessari formúlu eru farnar að nálgast annan tuginn og maður spyr sjálfan sig hveijum afurðin sé ætluð. Hetjur háloftanna inni- heldur glæsilegar loft- myndatökur, en það gerðu allar hinar líka. Annað er álíka klisjukennt, hér er illa farið með hinar alam- erísku hetjur af menning- arsnauðum og órökuðum arabaskríl. Reyndar er hér að finna eina undantekn- ingu frá reglunni; Banda- ríkjamann á mála hjá óvininum. Enda ljóst að maðurinn er ekki með réttu ráði. Þeir Hall og Paré reyna að sýna leik- ræn tilþrif án árangurs. B-mynda leikstjórinn Ki- ersch er kunnastur af því að hafa gert eina mynd sem stóð undir nafni. Sú nefndist Gor. Dæmigerður myndbandahas- ar. Ráðstefna um neyðar- vaktstöðvar (neyðarsíma) HALDIN verður ráðstefna í slysavarnahúsinu á Granda- garði miðvikudaginn 6. maí, þar sem fjallað verður um svonefndar neyðarvaktstöðvar, eða neyðarsíma, þar sem tekið er við öllum hjálparbeiðnum af hvaða tagi sem er. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði landshlutasamtaka sveitarfélaga og í samvinnu við Slysavarnafélag íslands og Landsbjörgu. Til ráðstefnunnar hefur verið boðið fulítrúum ráðu- neyta, stofnana og félaga, sem um rnálið hafa fjallað og eiga eftir að koma að því á næstu misserum og árum. Samband sveitarfé- laga á Austurlandi hefur þegar látið vinna mikið und- irbúningsstarf vegna hugs- anlegrar neyðarvaktstöðv- ar, sem á að ná til allrar almennrar neyðarþjónustu, svo sem lögreglu, sjúkra- flutninga, bráða- og nætur- vakta lækna og sjúkrahúsa, slökkviliðs, almarinavarna og björgunarsveita. Á ráðstefnunni á mið- vikudag munu fjölmargir aðilar bera saman bækur sínar. Hallgrímur Guð- mundsson, bæjarstjóri í Hveragerði, setur ráðstefn- una klukkan 13.30. Þá munu fulltrúar frá Símafli og Verkfræðistofu Snorra Ingimarssonar kynna neyð- arvaktkerfi, ásamt Haaland Björk frá Svíþjóð, sem var tæknilegur ráðgjafi við upp- byggingu neyðarvaktar þar. Síðan flytja stutt erindi Katrín Fjeldsted, borgarfull- trúi, Friðjón Guðröðarson, sýslumaður, Guðjón Peters- en, forstjóri almannavarna, og fulltrúi frá heilbrigðis- ráðuneytinu. Þá fjallar Hálfdan Henr- ysson, deildarstjóri, um reynsluna_ af björgunarmið- stöð SVFÍ og stöðin verður sýnd. Þá verða almennar umræður. Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri SVFÍ, dregur síðan niðurstöður sarnan. Fundarstjóri er Björn Hermannsson frarn- kvæmdastjóri Landsbjarg- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.