Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 Aðalsteinn og Signrður Is- landsmeistarar í tvímenningi Komust fyrst í efsta sætið í lokaumferð mótsins íslandsmeistararnir í tvímenningi í brids 1992, Aðalsteinn Jörgen- sen og Sigurður Sverrisson, hampa sigurverðlaununum. _________Brids____________ Arnór Ragnarsson Aðalsteinn Jörgensen og Sig urður Sverrisson urðu Islands- meistarar í tvímenningi í brids 1992 en 32 para úrslitakeppni var spiluð á Hótel Loftleiðum nú um helgina. Aðalsteinn og Sigurður hlutu tveimur stigum meira en Guðmundur Páll Arn- arson og Þorlákur Jónsson sem leitt höfðu mótið síðustu um- ferðirnar og höfðu 37 stiga for- skot fyrir siðustu umferð. Aðal- steinn og Sigurður spiluðu gegn Erni Arnþórssyni og Guð- laugi R. Jóhannssyni í síðustu umferðinni og fengu 32 stig yfir meðalskor á meðan Guð- mundur og Þorlákur fengu 5 minusstig og misstu þar með titilinn út úr höndunum. Þegar staðan er skoðuð í mótinu eftir 16 umferðir af 31 hafa pörin sem urðu í efstu sætunum þá þeg- ar raðað sér í efstu sætin en stað- an var þá þessi: Bragi Hauksson - Sigtryggur Sigurðsson 183 Guðm. Páll Amarson - Þorlákur Jónsson 181 Eiríkur Hjaltason—Oddur Hjaltason 137 Matthías Þorvaldsson - SverrirÁrmannsson 126 Aðalsteinn Jörgensen - Sigurður Sverrisson 112 Hrólfur Hjaltason - Sigurður Vilhjálmsson 106 HermannLárusson-OlfurLárusson 82 Guðlaugur R. Jóhannsson - Öm Amþórsson 81 BjðmEysteinsson-MagnúsÓlafsson 76 Guðrn. Pétursson - Ragnar Hermannsson 75 íslandsmeistaramir frá í fyrra, Sverrir Ármannsson og Matthías Þorvaldsson, leiddu mótið um tíma. Það gerðu Sigtryggur og Bragi einnig nokkrar umferðir en lengst af í seinni hluta mótsins leiddu Guðmundur Páll og Þorlák- ur og virtist sem þeir hefðu mótið í hendi sér eftir 28 umferðir. Hins vegar veit spilari eins og Guð- mundur Páil að mótið er ekki búið fyrr en upp er staðið og má af því tilefni minnast þess að Guðmundur Páll „stal“ íslands- meistaratitlinum í síðustu umferð- inni fyrir nokkrum árum þegar hann varð íslandsmeistari ásamt Símoni Símonarsyni. Aðalsteinn Jörgensen er einn af heimsmeisturunum og spilar við Jón Baldursson. Jón spilaði að þessu sinni við Sævar Þorbjörns- son og urðu þeir félagar langefst- ir í undankeppninni. Það hefir hins vegar lengi loðað við að þeir sem verða efstir í undankeppninni eiga erfitt uppdráttar í úrslitunum. Sigurður Sverrisson hefir verið við nám erlendis í flugvirkjun og er nú alkominn heim. Hann er einn af okkar albestu spilurum og verð- ur eflaust í eldlínunni á næstu árum eftir þessa glæsilegu heim- komu. Lokastaðan: Aðalsteinn Jörgensen - Sigurður Sverrisson 272 Guðm.PállAmarson-ÞorlákurJónsson 270 Matthías Þorvaldsson - Sverrir Ármannsson 230 Bragi Hauksson - Sigtryggur Sigurðsson 189 Guðlaupr R. Jóhannsson - Öm Amþórsson 174 Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 156 Eiríkur Hjaltason — Oddur Hjaltason 149 Hrólfur Hjaltason - Sigurður Vilhjálmsson 104 Kristján Blöndal — Rúnar Magnússon 100 Jakob Kristinsson - Pétur Guðjónsson 87 Guðm. Pétursson - Ragnar Hennannsson 74 ísak Öm Sigurðsson - Hallur Símonarson 73 Gefin voru 50 gullstig á spilara fyrir efsta sætið, 35 fyrir annað sætið, 25, 20, 15, 12, 10, 8, 6, 4, 2, og 1 stig fyrir næstu sæti, þ.e. tólfta sætið fékk 1 stig. Landsbyggðarpörin sóttu ekki gull í greipar Reykvíkinga en fé- Iagar í BR röðuðu sér í efstu sæt- in. Jakob Kristinsson og Pétur Guðjónsson frá Akureyri, svæðis- meistarar Norðurlands eystra, urðu í 10 sæti en þeir eru jafnan í einu af 10 efstu sætunum í stærri tvímenningum hérlendis. Bræð- urnir Steinar og Ólafur Jónssynir byijuðu mótið vel og leiddu mótið um tíma. Höfðu þeir náð 141 stigi yfir meðalskor eftir 9 umferðir og voru með 65 stiga forystu. Eftir það gekk þeim allt í óhag og þeir enduðu í 18. sæti með 31 mínus- stig. Jón Baldursson og Sævar Þorbjömsson urðu einnig að sætta sig við að vera fyrir neðan miðju en þeir urðu 17. með 9 mínusstig. Keppnisstjórar voru Agnar Jörgensson og Kristján Hauksson sem einnig sá um að reikna mótið út. í lokaorðum Helga Jóhanns- sonar, forseta Bridssambandsins, féllu þau orð að óvíða erlendis sem hann þekkti til væri keppnisstjórn jafn fumlaus sem í þessu móti. Mikill fjöldi áhorfenda' fylgdist með mótinu, einkum í síðustu umferðunum. íslandsmót í parakeppni Næstu helgi, 9. til 10. maí, verður íslandsmótið í parakeppni haldið á Siglufirði. Spilaður er barómet- er, tvö spil millf para og hefst keppnin kl. 13 á laugardag. Skráning í mótið er hjá BSI í síma 91-689360 og hjá Jóni Sigur- björnssyni í síma 96-71350. Keppnisstjóri verður Jakob Kristinsson og spilað er um gull- stig. Þeir sem ætla að vera með eru hvattir til að láta skrá sig sem fyrst til að auðvelda undirbúning fyrir mótið. Skráningarfrestur er til miðvikudagskvölds 6. maí. Nú- verandi íslandsmeistarar í para- keppni eru Dröfn Guðmundsdóttir .og Ásgeir Ásbjörnsson. Tvær konur spiluðu í úrslitakeppninni. Þær heita báðar Hjördís. Onnur er Eyþórsdóttir í kvennalandsliði íslands en hin er Sigur- jónsdóttir og byrjaði að spila brids fyrir liðlega ári síðan. Myndin er tekin þegar Hjördís Sigurjónsdóttir og meðspilari hennar Sæ- vin Bjarnason spila gegn bræðrunum frá Siglufirði, Ólafi og Stein- ari. Hjördís og Sævin spila í Siglufirði um næstu helgi og var undankeppni Islandsmótsins hugsuð sem æfing fyrir mótið. Æfing- in breyttist í eldskírn fyrir Hjördísi Sigurjónsdóttur sem spilaði brids í 35-40 klukkustundir um helgina. ^Abu Garcia Þegar kemur að vali á veiðivörum er Abu Garcia merki sem æ fleiri treysta á, enda framleiddar úr físléttum en sérlega sterkum efnum með hámarks gæði og endingu að leiðarljósi. Nú er einmitt rétti tíminn til að huga að endumýjun eða kaupum á veiðibúnaði. Kynntu þér gott úrval Abu Garcia veiðivara hjá Veiðimanninum eða á sölustöðum um land allt. Gleðilegt veiðisumar & með Abu Garcia Opiö til kl. 18 mánud,-fimmtud. til kl. 19 á föstudögum og frá kl. 10 til 16 á laugardögum. Hafnarstræti 5 Símar 1 67 60 og 1 48 00 Morgunblaðið/Arnór Frá afhendingu gjafanna. Talið frá vinstri: Garðar Steinþórsson fundarstjóri, Magnús Eyjólfsson, formaður styrktarsjóðs, Greta Björgvinsdóttir, Þorsteinn Jóhannesson, Sólveig Granz, Eiríkur Her- mannsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Arnar Jakobsson og Guðmundur Th. Ólafsson, forseti Kiwanisklúbbsins Hofs. Garður: Veglegar gjafir frá Kiwanismönnum Garði. KIWANISKLÚBBURINN Hof verður 20 ára í sumar, nánar tiltekið 26. júní. Laugardaginn 25. apríl sl. boðaði klúbburinn á sinn fund ýmsa forsvarsmenn félaga í byggðarlaginu og afhenti þeim að gjöf frá klúbbnum tæplega eina milljón kr. Stærsta gjöfin var til björgunar- sveitarinnar Ægis en samkoman var einmitt haldin í húsi félagsins sem staðsett er í Út-Garðinum. Björgunarsveitin fékk nýjan gúm- björgunarbát af gerðinni Zodiac Mark III ásamt utanborðsmótor af Yamaha-gerð og er þessi gjöf að verðmæti um 650 þús. kr. Gerða- skóli fékk 75 þús. kr. til tölvu- kaupa. Foreldra- og kennarafélag tónlistarskólans fékk 20 þús., tón- listarfélagið 75 þús. kr. til hljóðfær- akaupa, æskulýðsnefnd fékk jóla- kortagjöf að verðmæti 80 þús. kr. og Heimavarnarliðið, sem er félag eldri borgara, fékk 35 þús. kr. Auk þessa var björgunarsveitinni afhent- ur hluti af hagnaði flugeldasölu um síðustu áramót, um 46 þús. kr. Fjöldi gesta var í samkomunni. Meðal þeirra voru forsvarsmenn Kiwanishreyfingarinnar auk hreppsnefndarfulltrúa og Kiwanis- manna en nú starfa 22 meðlimir í Kiwanisklúbbnum Hofi. Formaður Hofs er Guðmundur Th. Ólafsson, formaður styrktarsjóðs er Magnús Eyjólfsson. Björgunarsveitin bauð upp á kaffi og glæsilegt hlaðborð. Formaður björgunarsveitarinnar Ægis er Arn- ar Jakobsson. Arnór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.