Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 54
 54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 Bandarískir hagsmunaaðilar skrifa bandaríkjastjórn: Hafna hugmyndum um að siðferðileg rök ráði afstöðu til hvalveiða Bandaríska sjávarútvegsstofnunin, National Fisheries Institute, sem eru samtök á annað þúsund bandariskra hagsmunaðaila í sjávar- útvegi, hvetur bandarísk sljórnvöld til láta siðferðileg rök ekki ráða afstöðu til hvalveiðistefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins eins og Sjávar- spendýranefnd Bandaríkjanna (Marine Mammal Commission) hefur Iagt til. Segir Sjávarútvegsstofnunin meðal annars að slíkt gæti haft áhrif á framboð sjávarafurða í Bandaríkjunum. Sjávarútvegsstofnunin skrifaði aðalfulltrúa Bandaríkjanna í Al- þjóðahvalveiðiráðinu, John A. Knauss, bréf í upphafi þessa mán- aðar, þar sem varað er við tillögum Sjávarspendýranefndarinnar um stefnumörkun Bandaríkjanna í hvalveiðimálum, en nefndin er stjórnskipuð ráðgjafarnefnd. Sjáv- arspendýranefndin lagði m.a. til í skýrslu í desember sl. að Bandaríkj- astjórn ætti að leggja minni áherslu á vísindarannsóknir en meiri á sið- ferðileg gildi, þegar afstaða yrði tekin til áframhaldandi hvalveiði- banns innan hvalveiðiráðsins. Var skýrsla nefndarinnar gerð opinber í Bandaríkjunum í febrúar og hagsmunaaðilar hvattir til að segja álit sitt á henni. í bréfi Sjávarútvegsstofnunar- innar segir að Bandaríkjastjórn hafi um fjóra kosti að velja í af- stöðu til nýrra veiðistjórnunar- reglna Alþjóðahvalveiðiráðsins sem vísindanefnd ráðsins sé að leggja síðustu hönd á. í fyrsta lagi að halda áfram að reyna á vísindaleg- um forsendum að tefja ákvörðun hvalveiðiráðsins um hvort hvalveiði- bann skuli afnumið eða ekki. í öðru lagi að styðja hvalveiðar á þeim forsendum að þær muni gefa af sér fæðu, atvinnu og fjárhagslegan ávinning og/eða hvalveiðar séu í samræmi við stofnsáttmála hval- veiðiráðssins og/eða slíkt tengdist öðrum hagsmunum Bandaríkjanna. í þriðja lagi að standa gegn hval- veiðum af siðferðilegum ástæðum, og í fjórða lagi að sitja hjá í at- kvæðagreiðslu um hvalveiðibann. Gagnrýni á NOAA og hvalveiðiráðið Stofnunin hafnar íyrsta mögu- leikanum m.a. á þeirri forsendu að það muni enn frekar grafa undan trúverðugleika Alþjóðahvalveiði- ráðsins og bandarískra embættis- manna og jafnframt minnka mögu- leika ráðsins og Bandaríkjanna á að vemda hvalastofna og aðrar auðlindir sjávar. Hún bendir á að ísland hafi gengið úr hvalveiðiráð- inu á þeim forsendum að ráðið hafí ekki starfað í samræmi við stofn- sáttmála sinn og ekki tekið tillti til vísindalegra sönnunargagna. Þá segir stofnunin að traust á NOAA, haf- og veðurfræðideild bandaríska viðskiptaráðuneytisins sem fer með sjávarútvegsmál, hafi minnkað eftir að í ljós kom að NOAA hafi vísvit- andi rangtúlkað og setið á vísinda- legum upplýsingum um áhrif rek- neta á sjávarlíf. Slíkt geri NOAA erfitt fyrir að sannfæra menn um að afstaðan til hvalveiða sé byggð á vísindalegum rökum. Þá hafnar Sjávarútvegsstofnunin rökum um að Bandaríkjastjórn eigi að vera á móti öllum hvalveiðum af siðferðilegum ástæðum. Þótt al- menningur í Bandaríkjunum kunni nú að aðhyllast friðunarstefnu frek- ar en verndunarstefnu í hvalveiði- málum sé það vegna þess að van- þekking sé ríkjandi um ástand hvalastofnanna, bæði vegna rang- túlkana umhverfisverndarsamtaka og þess að NOAA hafi ekki komið réttum upplýsingum á framfæri við almenning. Stofnunin segir að ein- staklingum sé þó fijálst að vera á móti hvalveiðum á heimspekilegum forsendum og ekkert mæli á móti því að Bandaríkin móti eigin hval- veiðistefnu innan eigin auðlindalög- sögu með tilliti til slíks en rangt sé að þröngva slíkri stefnu á aðrar þjóðir með ólíka menningu og gild- ismat. Bent er á að Bandaríkin hafi alls ekki hreinan skjöld í um- hverfismálum og séu m.a. ábyrg fyrir stórum hluta þeirrar mengun- ar sem ógni lífinu í sjónum. Loks er varað við að friðunar- stefna verði látin ráða ferðinni við stjórn á einstökum dýrastofnum þar sem slíkt geti raskað jafnvægi vist- kerfísins á kostnað annara tegunda sem nýttar séu. Slíkt geti haft ófyr- irsjaánlegar afleiðingar fyrir millj- arða manna sem treysti á auðlindir hafsins til fæðuöflunar. ' „Alþjóðleg samvinna er forsenda þess að takist að leysa vandamál heimsins, gróðurhúsaáhrif, eyðingu ósonlagsins og hugsanlegan skort á fæðu úr sjónum vegna rangrar stjórnunar á auðlindum. Þessi sam- vinna næst aðeins með verndunar- áætlunum sem byggjast á vísindum, sem eru sanngjarnar og taka tillit til sérstöðu einstakra þjóða,“ er nið- urstaða bréfs Sjávarútvegsstofnun- arinnar. Hagsmunahópur bandarískra dýragarða og sædýrasafna hefur einnig sent John A. Knauss bréf þar sem því er mótmælt að siðfræði- leg rök verði látin ráða við nýtingu sjávarspendýra. Segist hópurinn verða andvígur því að hvalveiðar í atvinnuskyni verði teknar upp á ný en ákvarðanir um veiðistjómun í Alþjóðahvalveiðiráðinu verði að taka á vísindalegum grundvelli. Barnageðlæknafélag íslands: Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Ulla Hosford myndlistarkona við eina af myndum sínum. Eden í Hveragerði: „Við höfum öll dýrslegt eðli“ Sænsk myndlistarkona sýnir málverk Selfossi. „MEÐ ÞVÍ að mála öðruvísi myndir og túlka hlutina á annan hátt en venjulega er gert fær maður fólk til að hugsa og kannski til að vega og meta manneskjuna og hátterni hennar, einkum gagnvart náttúrunni og í garð annarra," sagði Ulla Hosford myndlistarkona frá Halmstad í Svíþjóð sem sýnir akrylmyndir í Eden í Hveragerði fram til 10. maí. Myndir Ullu eru með dýrslegu túlka tilfínningar sínar með því að yfírbragði og minna á ófreskjur en á þann hátt vill hún túlka þann innri mann sem hver manneskja hefur að geyma og hvernig hegðun hvers og eins er í raun gagnvart umhverfínu og öðru fólki. Ulla hefur dvalist meðal frum- stæðra þjóðflokka til að leita að rótum manneskjunnar og segist fínna samsvörum með þeim þjóð- flokkum sem lifa einföldu lífi og mála sig í framan. Þaðan er grunn- hugsunin komin varðandi yfir- bragð myndanna. „Við höfum öll dýrslegt eðli,“ sagði Ulla. Hún hefur undanfarna tíu mán- uði starfað á Heilsuhælinu í Hvera- gerði sem sjúkraþjálfari og margar myndanna á sýningunni eru mál- aðar þar. „Það er gott að vinna á gefandi stað eins og Heilsuhæl- inu,“ sagði Ulla. Sig. Jóns. Málþing- um imgbamageðlæknisfræði DAGANA 7.-8. maí heldur Barnageðlæknafélag íslands málþing sem ber yfirskriftina Ungbörn og mæður. Málþingið fjallar um nýtt svið geðlækninga, ungbarnageðlæknisfræði, sem einkum beinist að tengslamyndun ungbarna við sína nánustu. Eins og þekkt hefur verið lengi myndast verulegur hluti af persónuleikanum á fyrstu árunum. Truflanir í tengslamyndun geta myndast þegar í fæðing- unni, fyrir hana og fyrst á eftir. Fyrirlesarar málþingsins eru allir brautryðjendur á þessu sviði, bæði hérlendis og erlendis. Útlendu fyrir- lesararnir hafa skrifað fjölda bóka og greina um þetta svið. Athygli verður ekki síst beint að forvörnum, sem geta fyrirbyggt síðari truflanir barna og fjölskyldna, ef nógu fljótt er veitt skilvirk meðferð. Helstu efni málþingsins eru eftir- farandi: Lena Lier, barnageðlæknir, lektor frá Hafnarháskóla, mun byija á að kynna þetta nýja svið, ungbarnageðlæknisfræðina, „in- fant psychiatry“. Einnig mun hún tala um hvernig geðsjúkar mæður upplifa böm sín, meðgöngu og fæð- ingu. Marie Gammeltoft, sálfræð- ingur, frá Bispebjerg-sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn flytur fyrirlestur um sjúkleg frávik í þroska smá- bama og talar einnig um það hvern- ig þróa ber meðhöndlun á sjúkum mæðmm og börnum þeirra. Marg- aretha Bodén, sem er forstöðumað- ur meðferðarheimilis fyrir mæður og ungbörn í Malmö, kynnir aðferð- ir sem þar er beitt við að bæta tengslamyndun þegar frávik em fyrir hendi. íslenskt efni ráðstefnunnar er eftirfarandi: Halldór Hansen og Hjördís Guðbjarnardóttir, yfirlækn- ir og hjúkrunardeildarstjóri við barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, tala um heildarkerfi forvarna í mæðra- og barnavernd á íslandi. Halldóra Ólafsdóttir, læknir, og Hulda Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, halda fyrirlestur um reynslu af konum með geðveiki kringum fæðingu. Karólína Stef- ánsdóttir, félagsráðgjafi, og Hjálm- ar Freysteinsson, læknir frá Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri, flytja fyrirlestur sem nefnist Forvarna- kerfi í mæðravernd og ungbarnaeft- irliti á Akureyri. Dr. Sveinn Kjart- ansson, sérfræðingur í nýburafræð- um, talar um hlutverk nýburafræð- innar í fyrirbyggjandi starfí. Elín- borg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur, deildarstjóri Fæðingarheimilis Reykjavíkur, flytur fyrirlestur þar sem hún ræðir hvaða áhrif meðferð í og eftir fæðingu getur haft á lífs- feril einstaklings. Málþingið, sem hefst fimmtudag- inn 7. maí kl. 13.00, er öllum opið en sérstaklega er mikilvægt að starfsfólk heilsugæslustöðva, barnadeilda, fæðingardeilda og geðdeilda sæki það. (Fréttatilkynning) UR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 1.-4. maí 1992 Aðfaranótt 1. maí var tilkynnt að ekið hefði verið á tvö hross á Suðurlandsvegi við Lögbergs- brekku og eitt við Gunnarshólma. Hrossið á síðamefnda staðnum drapst við áreksturinn og einnig annað hinna. Aflífa varð þriðja hrossið á staðnum. Farþegi, sem verið hafði í bílnum við Gunnars- hólma, var fluttur á slysadeild og flytja varð bílinn af vettvangi með krana. Knapana sakaði í hvorugu tilviki. Framundan er Hlégarðs- ferð hestamanna og mun lögregl- an fylgjast sérstaklega með því að knapar, sem þar verða á ferð, séu ekki undir áhrifum áfengis. Um nóttina reyndi piltur að stela bílum í bílageymslu húss nálægt miðborginni. Hann hafði reynt að gangsetja tvo bíla og tekist að gangsetja þann þriðja. Honum ók hann á súlu í bíla- geymslunni áður en hann kom sér á brott á tveimur jafnfljótum. A sunnudag þurfti að koma nokkrum reiðhjólum til skila á Melunum, en óvenju hirðusamur maður hafði safnað þeim þar sam- an á einn stað, heima hjá sér. Flestum hjólanna var komið til skila til nágranna, en fjögur þeirra eru enn geymd á lögreglustöðinni. Aðfaranótt sunnudags veitti lögreglumaður athygli tveimur mönnum þar sem þeir voru að bera varning úr fyrirtæki við Skúlatún. Varninginn settu þeir í bíl. Þegar þeir urðu lögreglunnar varir óku þeir á brott og reyndu að komast undan. Barst eftirförin yfír í austurborgina þar sem akst- urinn var stöðvaður í göngum undir Reykjanesbraut. Mennirnir reyndust vera „góðkunningjar" lögreglunnar og höfðu þeir brotist inn í fyrirtækið. Báðir voru þeir á reynslulausn og áttu ógreiddar sektir. Þeir voru því vistaðir í fangelsi að yfírheyrslu lokinni. Skömmu eftir miðnætti á sunnudag var tilkynnt um eld í húsi í Ásunum. Þar reyndist hafa kviknað í út frá þurrkara í þvotta- húsi inn af eldhúsi íbúðar á ann- arri hæð hússins. Einhveijar skemmdir urðu af völdum reyks. Á sunnudag var tilkynnt að skemmdir hefðu verið unnar á átta bílum á bílastæðum Borgar- spítalans, við Háaleitisbraut og víðar. Fimmtán ára gamall dreng- ur var handtekinn vegna þess og viðurkenndi hann að hafa valdið skemmdunum á öllum bílunum. Hann gat ekki gert neina grein fyrir hegðun sinni aðra en þá að hann hefði verið ölvaður og reiður. Á sunnudagsmorgun var 16 ára gamall drengur handtekinn í mið- bænum. Sá hafði migið þar yfir einn bekkinn. Sagði hann það sér til afsökunar að hann hefði neyðst til þess þar sem öll almenningssal- erni í miðbænum hefðu verið lok- uð. Talsvert var uni fólk í miðbæn- um þegar atvikið átti sér stað og næstum hver bekkur setinn. Lífeyrissjóð- ur sjómanna lækkar vexti úr 8% í 7% LÍFEYRISSJÓÐUR sjómanna hefur lækkð vexti á lánum til sjóðfélaga úr 8% í 7%. í tilkynningu frá Lífeyrissjóði sjó- manna segir að stjórn sjóðsins hafi ákveðið að verða við tilmælum samninganefnda Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasambands Islands og Vinnumálasambands samvinnufélaganna að lækka vexti úr 8% í 7%. í tengslum við miðlun- artillögu ríkissáttasemjara var því beint til lífeyrissjóðanna að þeir lækkuðu vexti í að minnsta kosti 7%. Nokkrir opinberir sjóðir eru með lægri vexti en 7%, talsverður fjöldi með 7% og á milli 20 og 30 sjóðir hafa miðað vaxtatöku við meðalútlánsvexti bankanna sem til skamms tíma voru 10% en eru nú 9%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.