Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1992
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Ríkisstjórnin reynir að kúska
konumar í menntamálaráði
Þingmeirihluti mótaði stefnuna í fjárlagagerð segir menntamálaráðherra
I UTANDAGSKRARUMRÆÐU
um menntamálaráð ríkisins og
Menningarsjóð var menntamála-
ráðherra gagnrýndur af stjórnar-
andstæðingum fyrir að ætla að
knýja menntamálaráð til að
leggja bókaútgáfu Menningar-
sjóðs niður án þess að hafa til
þess lagaheimildir að dómi gagn-
rýnenda. Menntamálaráðherra
sagði að í fjárlögum, sem sam-
þykkt voru af meirihluta Alþing-
is, hefði verið mótuð stefna um
að leggja bókaútgáfuna niður.
Starfshópur hafi verið skipaður
til að endurskoða lög um Menn-
ingarsjóð og því verki væri ekki
lokið en verkáætlun sem hópurinn
hafi samið, geri ráð fyrir að nú-
gildandi lög verði felld úr gildi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
(K/Rvk) óskaði eftir utandagskrár-
umræðunni. Hún sagði að ríkis-
stjórnin og menntamálaráðherra
ætluðu að ganga í berhögg við gild-
andi lög um Menningarsjóð með því
að leggja niður bókaútgáfu hans.
Hins vegar hafi núverandi meirihluti
menntamálaráðs verið að gæta
hagsmuna ráðsins og Menningar-
sjóðs með því að fella tillögu fyrrver-
andi formanns ráðsins um að leggja
útgáfustarfsemina niður og lýsa síð-
an vantrausti á formanninn. Ingi-
björg Sólrún sagðist ekki geta séð
að fyrrverandi formaður ráðsins hafi
gætt hagsmuna bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs. Hún hefði staðið fyrir
því að gefnar voru út bækur í 3-400
eintökum, sem augljóslega svari ekki
kostnaði, og einnig hafi aðalsölubók
útgáfunnar, Orðabók Menningar-
sjóðs, verið uppseld.
Ingibjörg Sólrún gagnrýndi
menntamálaráðherra fyrir ummæli
sem hann hafði látið falla um málið
í fjölmiðlum og þótti það furðulegt
af löglærðum manni að halda því
fram að fjárlög breyti öðrum lögum.
í fjárlögum er heimildarákvæði til
fjármálaráðherra að semja um ráð-
stöfun eigna og skulda Menningar-
sjóðs og í greinargerð með fjárlaga-
frumvarpi kemur fram að stefnt sé
að því að leggja bókaútgáfu sjóðsins
niður.
Þá mótmælti Ingibjörg Sólrún því
að ríkisstjórnin ætlaði að knýja
nefndarmenn í menntamálaráði til
hlýðni. Ragnheiður Davíðsdóttir og
aðrir væru fulltrúar Alþingis í nefnd-
inni en ekki ríkisstjórnarinnar.
Ólafur G. Einarssson mennta-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ragnheiður Davíðsdóttir gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum á þingflokksfundi Alþýðuflokksins í
gær. Hún situr á milli Sigbjarnar Gunnarssonar og Össurar Skarphéðinssonar.
MMIUSI
málaráðherra sagði að í fjárlögum
kæmi skýrt fram sú stefna að leggja
niður bókaútgáfu Menningarsjóðs. í
október sl. hefði verið skipaður
starfshópur til að endurskoða lögin
um Menningarsjóð og gera verk-
áætlun um endurskipulagningu
hans. Endurskoðun laganna væri
ekki lokið en í verkáætlun væri gert
ráð fyrir að fella úr gildi lög á ioka-
stigi málsins. Ráðherra sagði að
starfsemi Menningarsjóðs hefði á
síðasta ári kostað 32 milljónir króna,
þar af 10 umfram heimildir, en á
núgildandi fjárlögum væri sjóðnum
ætlaðar 6 milljónir og þar væri mið-
að við að útgáfunni væri hætt.
Össur Skarphéðinsson. þing-
flokksformaður Alþýðuflokks sagði
að dregið hefði verið í efa að Alþýðu-
flokkurinn hefði rétt á að kjósa nýj-
an aðalfulltrúa í menntamálaráð.
Hann sagðist hafa 'óskað eftir upp-
lýsingum frá skrifstofu Alþingis um
hvaða reglum væri fylgt í þeim til-
vikum þegar kjörinn aðalmaður í
nefndum og ráðum á vegum Alþing-
is félli frá eða segði af sér, og niður-
staðan væri að þá væri nýr aðalmað-
ur kjörinn en varamaður gegndi
starfi aðalmanns þar til nýr aðal-
maður er kosinn. Össur vitnaði einn-
ig í ummæli Þorvaldar Garðars
Kristjánssonar fyrrverandi forseta
sameinaðs Alþingis í sömu átt á
Alþingi 1988.
Össur sagði að eðlilegt væri að
leggja bókaútgáfu Menningarsjóðs
niður því ríkið ætti ekki að standa
í bókaútgáfu. Mun eðlilegra væri að
ríkið styrkti einstakar útgáfur til
ákveðinna verka.
Valgerður Sverrisdóttir (F/NE)
sagði að fyrrverandi formaður
menntamálaráðs hefði ætlað að
starfa samkvæmt fyrirmælum
menntamálaráðherra og leggja niður
bókaútgáfuna án lagaheimildar.
Rétt væri að í greinargerð fjárlaga
kæmi fram stefnumótun ríkisstjórn-
arinnar en greinargerðin og heimild-
argrein í fjárlögum væru ekki æðri
lögum um Menningarsjóð. Að mati
umboðsmanns Alþingis yrði að
leggja niður bókagútgáfu sjóðsins
með lögum.
Svavar Gestsson (Ab/Rv) sagði
fráleitt að leggja Menningarsjóð nið-
ur. Á síðasta kjörtímabili hefði ríkis-
stjórnin verið sammála um að endur-
skoða útgáfustarfsemi ríkisins með
það fyrir augum að endurreisa
Menningarsjóð og útgáfustarfsemi
hans en nú virtist Alþýðuflokkurinn
hafa snúið við blaðinu og tæki þátt
í einkavæðingarstefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Svavar sagði að mennta-
málanefnd Alþingis ætti að taka
þetta mál upp.
Kristín Einarsdóttir (K/Rvk)
sagði að menntamálaráðherra teldi
að ríkisstjórnin gæti sagt þingkjörn-
um nefndarmönnum fyrir verkum.
Ef ríkisstjórnin teldi að leggja ætti
starfsemi eins og bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs niður yrði hún að leggja
fram um það lög á Alþingi en gæti
ekki látið þingið standa frammi fyr-
ir gerðum hlut.
Sigríður Anna Þórðardóttir
(S/Rn) sagði að Ríkisendurskoðun
hefði árið 1990 bent á að rekstur
Menningarsjóðs stæði ekki undir sér
og ríkið yrði að hlaupa undir bagga
ef starfsemin ætti að halda áfram.
Einnig hefði Ríkisendurskoðun látið
í ljós það álit að endurmeta ætti
útgáfustarfsemi ríkisins og hugsa
mætti sér að ríkið styrkti frekar ein-
stakar útgáfur. Sigríður sagði að
Menningarsjóður hefði verið stofn-
aður 1928 og nú væri hlutverki hans
lokið, aðrar stofnanir hefðu tekið við
því.
Ólafur Ragnar Grímsson
(Ab/Rn) sagði að stjórnir og ráð,
kjörin af Alþingi, hefðu rétt til að
taka sjálfstæðar ákvarðanir óháð
vilja stjórnvalda. Menntamálaráð-
herra hefði ekkert vald til að segja
menntamálaráði fyrir verkum. Hann
sagði að höfuðorsök fjárhagsvanda
bókaútgáfu Menningarsjóðs væri
minningarútgáfa um Þjóðhátíðina
1974 sem farið hefði verið út í að
vilja Alþingis en ekki seldist.
Páll Pétursson (F/Nv) sagði það
lögleysu. að ætla að leggja niður
bókaútgáfuna. Hann sagði þetta mál
dæmigert fyrir einkavæðingarflipp
ríkisstjórnarinnar og verið væri að
afhenda „kolkrabbanum" útgáfuna.
Hann sagði að orðabók Menningar-
sjóðs færi væntanlega til Almenna
bókafélagsins.
Kristinn Gunnarsson (Ab/V)
óskaði eftir upplýsingum um þær
reglur sem Össur Skarphéðinsson
lýsti um stjórnarkjör á Alþingi, hver
hefði sett þær og hvaða lagagildi
þær hefðu. Eiður Guðnason um-
hverfisráðherra svaraði Kristni og
sagði að Alþingi hefði sett þessar
reglur. Eiður sagði einnig furðulegt
að þingmenn létu sem það kæmi sér
á óvart að leggja ætti niður bókaút-
gáfu Menningarsjóðs því meirihluti
Alþingis hefði þegar samþykkt það
með fjárlögum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagð-
ist undrast rök þeirra stjórnarþing-
manna sem talað höfðu. Málið snér-
ist um hvernig standa ætti að mál-
um. Vilji stjórnvöld legga niður
Menningarsjóð yrði að gera það með
lögum en ekki handauppréttingu í-
menntamálaráði. Málið snérist um
heiður Alþingis og hvort flokksvald-
inu tækist að beygja einstaklinga til
hlýðni. Hvort því tækist að kúska
konurnar í menntamálaráði til hlýðni
en það væri eitur í beinum allra
valdamanna ef konur vildu ekki
hlýða.
Menntamálaráðherra lagði að lok-
um áherslu á að engin lög hefðu
verið brotin í þessu máli og unnið
hefði verið að því m.a. með hags-
muni starfsmanna Menningarsjóðs í
huga. Hann sagði dylgjur Páls Pét-
urssonar um Almenna bókafélagið
smekklausar í hæsta máta. Hann
sagði að áðurnefndur starfshópur
hefði í huga að þau verkefni, sem
Menningarsjóður hefði haft með
höndum, yrðu boðin út.
Þingflokkur Alþýðuflokksins fjall-
aði um þetta mál í gærkvöldi en þar
hefur verið rætt um að nýr aðalmað-
ur flokksins verði kjörinn í mennta-
málaráð í stað Ragnheiðar Davíðs-
dóttur. Össur Skarphéðinsson sagði
eftir fundinn að málið hefði ekki
verið útrætt á fundinum en þar hefðu
komið fram skiptar skoðanir um
málið.
Fyrirspurn Finns Ingólfssonar:
85 millj. vegna EES-viðræðna
UTANRÍKISRÁÐHERRA, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur svarað
skriflega fyrirspurn frá Finni Ingólfssyni (F-Rv) um kostnað islenska
rikisins vegna samingsgerðar um Evrópskt efnahagssvæði, EES. Þar
kemur m.a. fram að frá upphafi árs 1989 til febrúarloka á þessu ári,
nam kostnaður samtals 85.327.476 krónum.
Finnur Ingólfsson spurði sérstak- arra embættismanna á tímabilinu
Iega um ferðakostnað vegna samn-
ingsgerðarinnar og fjölda ferða. í
svari utanríkisráðherra kemur fram
að á árunum 1989-91 var ferða-
kostnaður ráðherra alls 1.925.649
krónur vegna 19 ferða. Dagpeningar
ráðherra voru á sama tímabili
1.679.405 krónur.
Það kemur einnig fram í svarinu
að ferðakostnaður vegna ferða ann-
1989-92 var alls 43.843.413 krónur.
Þessi kostnaður var vegna 619 ferða.
Dagpeningar þessara embættis-
manna námu 35.871.412 krónum.
Fyrirspyijandi vildi einnig fá upplýs-
ingar um risnukostnað utanríkis-
ráðuneytisins og þeirra sendiráða
sem tengdust samningsgerðinni. Á
árunum 1989-91 var risna alls
2.007.588 krónur.
Finnur Ingólfsson vildi fá upplýst
hversu mikil kostnaður hafi orðið
vegna ráðgjafastarfa heima og er-
lendis. Þessi kostnaður var frá upp-
hafi árs 1989 til loka febrúar 1992,
3.023 þús. króna. Það kemur enn-
fremur fram í svari utanríkisráð-
herra að ekki er gerlegt að meta
beinan launakostnað vegna EES-
viðræðnanna; „allir þeir embættis-
menn, innan utanríkisráðuneytis
sem utan þess, heima sem erlendis,
sem sinnt hafa samningsgerðinni
hafa jafnframt þurft að gegna öðr-
um skyldum“.
Frumvarp sjávarútvegsráðherra:
Fullvinnsla afla um
borð í veiðiskipum
ÖNNUR umræða um frumvarp Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs-
ráðherra um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum fór
fram í gær. Það var samstaða í sjávarútvegsnefnd um nefndarálit
og breytingartillögur. Þingmenn fögnuðu frumvarpinu en nokkrir
þingmenn töldu hægt að bæta frumvarpið enn frekar. Magnús
Jónsson (A-Rv) mælti fyrir breytingartillögu.
Frumvarpið kveður á um að línu og handfæraveiðar. Sjávarút-
vegsráðherra er þó heimilt að setja
reglur um meðferð afskurðar og
fiskúrgangs um borð í þessum
bátum. Magnús taldi þetta frum-
varp og meðfylgjandi greinargerð
bera því glögglega vitni að horft
væri til frystitogaranna.
Nokkrar umræður urðu um
frumvarpið og bar öllum þing-
mönnum saman um að það horfði
til framfara; því væri þörf á að
taka á þessum málum. Ýmsir þing-
menn og þá sérstaklega þingmenn
Alþýðubandalags og Kvennalista
kváðust þó hafa viljað sjá tekið
heilstæðar á þeim vanda sem fæl-
ist í því að fiskvinnslan hefði í
auknum mæli flust út á sjó. Einar
K. Guðfinnsson (S-Vf) vænti þess
og vonaði að þetta frumvarp yrði
að lögum. Einar var því andvígur
að Alþingi væri að segja mönnum
fyrir um það hvað væri æskileg
þróun einstakra atvinnugreina.
Enda væri ekki til þess ætlast;
hins vegar ætluðust menn til að
Alþingi tryggði lagalegt jafnræði
atvinnugreina. Hann kvaðst ekki
vera svo óraunsær að láta sér detta
það í hug að frumvarpið skipti
sköpum í því að jafna aðstöðu
vinnslu í landi og á sjó. En frum-
varpið yki samt nokkuð jafnræði
þarna á milli. Og hann vissi til
þess að umræðan ein um þetta
frumvarp hefði hvatt útgerðar-
menn frystitogara til þess að fjár-
festa í bættum útbúnaði.
Umræðu lauk en atkvæða-
greiðslu var frestað.
um
sjávarútvegráðuneytið veiti leyfi til
fullvinnslu botnfiskafla um borð í
veiðiskipi að uppfylltum þeim skil-
yrðum sem frumvarpið kveður á
um, og einnig þeim reglugerðum
sem settar kunna að verða á
grundvelli þessara laga. í frum-
varpinu er m.a. ákveðið að óheim-
ilt verði að fleygja físki, fískhlutum
eða fiskúrgangi fyrir borð. Eftir-
litsmaður skal vera um borð eftir
því sem ástæða þykir til hverju
sinni af veiðieftirliti sjávarútveg-
ráðuneytisins. Útgerð skips skal
greiða allan kostnað sem hlýst af
veru eftirlitsmanna um borð.
Matthías Bjarnason (S-Vf) for-
maður sjávarútvegsnefndar gerði
grein fyrir nefndaráliti og tveimur
breytingartillögum. í fyrsta lagi
er tillaga um áð í stað sérstaks
matsmanns verði í áhöfn skips
maður með sérþekkingu á viðkom-
andi framleiðslu og hafi hann
umsjón með vinnslunni ásamt
nauðsynlegu gæðaeftirliti. I öðru
lagi er lagt til að ráðherra geti
með reglugerð heimilað frávik frá
ákvæðum frumvarpsins varðandi
fullvinnslu um borð í bátum undir
20 brúttólestum sem stundi línu-
og handfæraveiðar.
Magnús Jónsson (A-Rv) telur
síðari breytingartillöguna ekki
nógu fortakslausa; heimildará-
kvæði til ráðherra sé ekki nægjan-
legt. Hann hefur því lagt fram
breytingartillögu sem gerir ráð
fyrir að ákvæði frumvarpsins eigi
ekki við um flatningu og söltun
um borð í smærri bátum er stunda