Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 Neytendur, GATT og verðlag búvara eftir Gunnlaug Júlíusson Á síðustu dögum hefur verið nokkuð til umræðu skýrsla sú sem Hagfræðistofnun Háskólans vann fyrir Neytendafélag höfuðborgar- svæðisins umhugsanleg áhrif samn- ingsdraganna á verðlag landbúnað- arafurða á íslandi. Skýrsla þessi er gerð með hliðsjón af samantekt sem unnin var fyrir Norsku neyt- endasamtökin og ýmsar tölur tekn- ar beint upp úr henni. Niðurstöður skýrslunnar og túlkun þeirra Niðurstöðum skýrslunnar hefur verið tekið opnum örmum a| ýmsum aðilum og stórum fyrirsögnum sleg- ið upp í því sambandi. Þær hafa m.a. verið notaðar til árása á for- svarsmenn launþegahreyfingarinn- ar fyrir afturhald og nefndar sem rökstuðningur þess hve auðvelt sé að bæta lífskjör hérlendis gegnum innflutning búvara. Það að hag- fræðistofnun Háskóla íslands hefur unnið skýrsluna gefur henni mun meiri þyngd en ef einhver „maður úti í bæ“ hefði gert álíka saman- tekt. En á hinn bóginn er ábyrgð hagfræðistofnunarinnar einnig meiri þegar hún lætur frá sér fara slíkar skýrslur, þannig að gagnaöfl- un, talnameðferð og túlkun niður- staðna sé á þann veg að hæfi nafni Háskólans. Lágar niðurgreiðslur og hátt raungengi á árinu 1987 Þegar slíkur samanburður er gerður milli landa, þá hlýtur hann alltaf að vera gerður með ákveðnum fyrirvörum, m.a vegna þess hve aðstæður geta verið mismunandi milli landa. í Noregi eru greiddir fjölþættir styrkir til bænda, sem hafa síðan áhrif á verð vörunnar. Hérlendis hafa niðurgreiðslur ein- ungis verið greiddar út á heildsölu- stig. Niðurgreiðslur á mjólk- og kjötvörur voru mjög lágar á árunum 1984—1987, svo lágar að verulegur samdráttur varð í neyslu mjólkur og kindakjöts, og hefur kindakjöts- neyslan aldrei náð sér aftur hér- lendis eftir þetta áfall. Þegar niður- greiðslur lækka, þá hækkar heild- söluverð. Því gefur samanburður á heildsöluverði búvara í Noregi og íslandi á árinu 1987 ranga mynd og skekkta niðurstöðu, þar sem nið- urgreiðslur hérlendis voru mjög lág- ar. Einnig var raungengi krónunnar mjög hátt á árinu 1987 þegar geng- inu var haldið því sem næst föstu í verðbólgu sem var yfir 20%. Benda má á að í áfangaskýrslu nefndar sem fjallaði sem GATT-samningana og áhrif þeirra á íslenskan landbún- að og hefur nýlega komið fram, er vakin sérstök athygli á því að raun- gengi var mjög hátt hérlendis á árunum 1986—1988 sem hafi í för með sér að innlent verðlag hafi verið mjög hátt samanborið við er- lent. Við vandaða skýrslugerð, eins og hægt er að ætlast til að hagfræð- istofnun Háskóla íslands skili frá sér, hefði verið vakin athygli á'þess- um atriðum sem hafa áhrif á niður- stöðurnar. Það er ekki gert, og er það kannske í takt við það viðhorf sem kemur fram í því að talað er um „bjartsýna spá“ í skýrslunni þegar metin eru áhrif mikillar opn- unar fyrir innflutning í framhaldi af GATT-samningum. Heildsöluverð er ekki sama og smásöluverð í skýrslunni er unnið út frá heild- söluverði búvara en því slegið föstu að „íslenskir neytendur megi eiga von á verðlækkun landbúnaðaraf- urða að undanskilinni mjólk á bilinu 20—30%“ þegar reiknaður eru út breytingar á heildsöluverði miðað við mismunandi túlkun Dunkelstil- lögunnar. Smásöluálagningerftjáls á stærstum hluta unninna búvara hérlendis, og því á engan hátt hægt að fullyrða að breytingar á heild- söluverði og smásöluverði fylgist að, eða því lækkar smásöluverð kartaflna ekki um fleiri hundruð prósent frá innlendu verði þegar þær eru fluttar inn? Því lækka garðávextir ekki um mörg hundruð prósent þegar þeir eru fluttir inn? Iðulega eru þeir seldir hærra verði en innlend framleiðsla. Það.er því afar hæpið, svo ekki sé meira sagt, að setja jafnaðarmerki milli breyt- inga á heildsöluverði og smásölu- verði. Samanburður á kartöfluverði Því hefur verið slegið upp með stórum stöfum að reiknað heildsölu- verð kartaflna hafi verið 760% hærra á íslandi en í Noregi á árinu 1987. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að geta þess að skráð heildsöluverð á kartöflum var ekki til á árinu 1987 hérlendis, heldur giltu allt að því dagprísar í veslun milli framleið- enda og verslana, enda kartöfluverð sjaldan verið hærra í smásölu. I öðru lagi kemur það í ljós að á sama tíma og heildsöluverð kart- aflna í Noregi er metið 1,0 norska króna, þá er verð til bænda samkv. norskum búreikningum 1,54 norsk- ar krónur pr. kíló að jafnaði eða yfir 50% hærra en það heildsölu- verð sem unnið er út frá. Hvað ligg- ur hér að baki get ég ekki sagt um. Því er þessi samanburður hæpinn, svo ekki sé dýpra i árina tekið. Til viðbótar fá kartöfluframleið- endur í Noregi einnig eftirtalda styrki fyrir utan skráð framleið- endaverð: 1) Styrkur pr/kg til geymslu á kartöflum. 2) Styrkur pr/kg eftir gæðum kart- aflnanna. 3) Styrkur pr/kg m.t.t. þurrefnis- innihalds. 4) Byggðastyrkur til framleiðenda í Norður-Noregi. 5) Flutningsstyrk vegna flutnings innan Norður-Noregs og milli landshluta. Þegar þetta er skoðað ætti hvetj- um og einum hugsandi manni að vera ljóst að út í hött er að gera gagnrýnislausan samanburð á heildsöluverði á kartöflum í Noregi og einhveiju dagprísaverði hérlend- is. Ekki voru settir fram neinir var- naglar af hálfu skýrsluhöfundar varðandi þær háu tölur sem komu út úr dæminu heldur þeim fleygt út í umræðuna án fyrirvara. Áætlað heildsöluverð Á svínakjöti, kjúklingum og eggj- um var ekki skráð heildsöluverð á árinu 1987. Hagfræðistofnunin áætlar heildsöluverð fyrir þessar Gunnlaugur Júlíusson „Þegar verðbreytingar þeirra búvara sem falla undir opinbera verðlag- ingu eru skoðaðar á gildistíma þjóðarsáttar- samninga (frá febrúar 1990 — febrúar 1992) kemur í ljós að búvörur hafa hækkað að jafnaði um 7,9% á meðan fram- færsluvísitala í landinu hefur hækkað um 13,4%.“ afurðir en ekkert er skýrt frá því hvernig áætlanirnar eru byggðar upp. A þessum árum voru miklar sveiflur í verði þessara vara vegna óstöðugleika á markaðnum og mik- illar samkeppni milli framleiðenda. Því hefði verið eðlilegur hlutur að skýra frá því í skýrslunni á hvern hátt svokallað „heildsöluverð" var fundið fyrir fyrrgreindar vörur, þannig að ekki þurfi neinn að vera í vafa um aðferðirnar. Þegar slíkur samanburður er gerður og niður- Næst lægsta tilboði tekið BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, að taka næst lægsta tilboði Garðavals hf., 12,7 millj. eða 80,66% af kostnaðaráætlun, sem er 15,7 millj., í lóðaframkvæmdir við Seljaskóla. Fjórtán tilhoð bárust í verkið. Lægsta boð, rúmar 12,2 milljón- ir áttu Jón og Tryggi hf., en þeir óskuðu eftir að falla frá tilboðinu, þar sem þeir áttu einnig lægsta boð og var tekið í frágang undir malbikun á íþróttaleikvanginum í Laugardal. Aðrir sem buðu voru Á.N. verktakar hf., 14,4 millj, eða 91,61% af kostnaðaráætlun, stöðurnar notaðar í pólitískum til- gangi, þá er lágmarkskrafa að öll spil séu lögð á borðið. Verðþróun búvara í stað þess að velta fyrir sér margra ára gömlum tölum og draga hæpnar ályktanir af þeim, hefði verið áhugavert í þessu samhengi fyrir áhugamenn um málefnið að skoða verðþróun búvara á síðustu árum, ekki síst með tilliti til þess að niðurstöður skýrslunnar hafa verið tengdar við verðþróun ann- j arra þátta í þjóðfélaginu (Jón . Magnússon í Sjónvarpinu 25. mars). Þegar verðbreytingar þeirra búvara sem falla undir opinbera verðlagn- ingu eru skoðaðar á gildistíma þjóð- arsáttarsamninga (frá febrúar 1990 — febrúar 1992) kemur í ljós að búvörur hafa hækkað að jafnaði um 7,9% á meðan framfærsluvísi- tala í landinu hefur hækkað um 13,4%. Niðurgreiðslur hafa ekki breyst á tímabilinu sem neinu nem- ur. Því er hægt að fullyrða að verð- þróun íslenskra búvara hafi leitt til þess að vísitölubundin lán hafi hækkað minna en ef hún hefði fylgt almennri verðþróun. Að lokum t Hér hafa verið settar fram nokkr- ar athugasemdir við skýrslu þá sem Hagfræðistofnun Háskóla Islands | staðfærði eftir norskri samantekt um áhrif GATT-samninganna á heildsöluverð búvara. Við slíka ( skýrslugerð verður að ætlast til þess af opinberri fræðastofnun sem kennd er við Háskóla íslands, að vakin sé athygli á þeim fyrirvörum og veikleikum sem í umræddri gagnaöflun felast, til að ekki séu dregnar . af niðurstöðum hennar aðrar þær ályktanir en sem hægt er að standa við. Ef það er ekki gert hlýtur maður að álykta sem svo að annaðhvort sé ekki talin þörf á að nefna augljósa fyrirvara af ásettu ráði eða að skýrsluhöfund- ar hafi ekki áttað sig á þeim. Garðaprýði, 14,6 millj. eða 92,91%, af kostnaðaráætlun, Dalverk sf., 14.6 millj., eða 92,98% af kostnað- aráætlun, Þór Snorrason, rúmlega 14.7 millj.,.eða 93,69% af kostnað- aráætlun, Völur hf., rúmlega 14,7 millj., eða 93,70% af kostnaðar- áætlun. Loftorka Reykjavík hf., og Jón Stefánsson, buðu 14,9 millj., eða 94,40% af kostnaðaráætlun, B.J. verktakar hf., 15,2 millj. eða 96,49% af kostnaðaráætlun, Jarð- efni hf., 15,4 millj., eða 97,63% ■ af kostnaðaráætlun, Jón Elíasson ■ 16,2 millj., eða 102,61% af kostn- aðaráætlun, Ásgeir Þór Hjaltason ■ 16,4 millj., eða 104,20% af kostn- ® aðaráætlun, Hagvirki - Klettur 16.8 millj., eða 106,5% af kostnað- ■ aráætlun og Guðlaugur Valgeirs- * son bauð 16,8 millj., eða 106,51% af kostnaðaráætlun. SUZUKISWIFT 3JA DYRA, ÁRGERÐ 1992 ★ Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu ★ Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4,0 l. á hundraðið. ★ Framdrif. ★ 5 gíra. ★ Verð kr. 726.000.- á götuna, stgr. $ SUZUKI t'AV SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 68 S1 00 LIPUR OG SKEMMTILEGUR 5 MANNA BÍLL VINNUSKOLI REYKJAVÍKUR Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa í byrjun júní nk. og starfar í júní og júlí. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1977 og 1978 sem voru nemendur í 8. og 9. bekk grunn- skóla Reykjavíkur skólaárið 1991-1992. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Vinnuskóla Reykjavíkur, Borgartúni 1, efri hæð, sími 632590, (Ath. breytt aðsetur), og skal umsóknum skilað þangað fyrir 15. maí nk. Gefa þarf upp kennitölu. Vinnuskóli Reykjavíkur. 1 1 I Höfundur er hagfræðingur Stéttarsambands bænda. 12,7 millj. í lóðafram- 1 kvæmdir við Seljaskóla 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.