Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1992 22 Afmæliskveðja: Sigrirjón Sæmunds- son, Siglufirði í dag, 5. maí, er Sigurjón Sæ- mundsson prentsmiðjueigandi og fyrrv. bæjarfulltrúi og bæjarstjóri á Siglufirði áttræður. Það er dálítið erfitt fyrir greinarhöfund að tína úr minningarsjóði um skyldmenni á þessum heiðursdegi, svo náið sem samband okkar hefur verið gegnum árin. En við erum hálfbræður, sam- mæðra. Sigutjón hefur vitað af mér í 67 ár og Ragnheiður, koná hans, var að troða ofan í mig matarbita 6 ára við eldhúsborðið í svonefndu Hafsteinshúsi á Oddeyrinni hér á Akureyri. Hún var þá kornung ráðs- kona á heimili móður okkar bræðra í veikindafjarveru hennar. Kannski komin þangað fyrir kynni við Sigur- jón? Ég hef aldrei hugleitt það. En síðar urðu þau hjón og það hjóna- band hefur enst fram á þennan dag og er með eindæmum ástsælt. Móðir okkar Siguijóns lést þegar ég var á 13. ári og þá sýndu hann og Ragnheiður mér þá vinsemd og drengskap að taka mig á heimili sitt á Siglufirði. Og fyrir það er ég eilíflega þakklátur. Ef til vill hefur Sigurjón ekki viljað búa þessum ein- stæðingsbróður sömu örlög og hann varð að þola sem bam þegar faðir hans fórst með sviplegum hætti og móðirin stóð uppi sem ekkja með fjögur smáböm. Um þessar hug- renningar Siguijóns varðandi mig get ég auðvitað ekkert fullyrt því hann hefur aldrei verið fyrir það gefinn að flíka tilfinningum sínum og bera þær á torg, þótt ég hafí alltaf vitað hversu góður drengur hann raunverulega er. Fæðingarstaður Siguijóns er Lambanes í Fljótum, árið 1912. Foreldrar hans voru Herdís Ingi- björg Jónasdóttir og Sæmundur Kristjánsson skipstjóri. Herdís fæddist á Minnibrekku í Fljótum en alin upp á Gautastöðum í Stíflu í sömu sveit. Sæmundur var af svo- nefndri Lambanesætt en það er duglegt fólk, völundar í höndum og afburða músíkalskt. Eins og fyrr sagði fórst hann með sviplegum hætti í fískiróðri á Haganesvík 30. ágúst 1915 og stóð þá ekkjan uppi með fjögur smábörn, syniija Krist- ján, Siguijón (afmælisbamið), Andrés og dótturina Sigurlaugu. Andrés og Sigurlaug léstust ung að ámm, hann á unglinsaldri, hún á öðm árinu að mig minnir. Kristján er búsettur í Reykjavík, fyrrv. prent- ari og lærður söngkennari. Þegar móðirin Herdís var búin að vera 13 ár í ekkjudómi kom und- irritaður í heiminn. Hún fluttist til Akureyrar í von um betri lífskjör en í Fljótum vestur og þangað komu svo hálfbræður mínir á eftir. Krist- ján fyrst, svo Siguijón og Andrés. Og má segja að fjölskyldan hafí verið sameinuð kringum 1928 með móður okkar sem driffjöður. Hún var afburðadugleg kona, sannkölluð hetja eins og sagt er um hana í Skagfirskum æviskrám. Og Siguijón hefur erft þá eiginleika hennar í ríkum mæli. Siguijón var sjö ár á Akureyri og ég býst við að það hafí verið býsna heilladijúgur tími fyrir hann. Þar lærði hann prentverkið og á Akureyri uppgötvaðist sönghæfi- leiki hans. Hann var á augabragði orðinn einsöngvari í karlakór og hann tók mikinn þátt í leikstarf- semi. Þá þótti hann mikill sjarmör í augum kvenna en þetta hef ég eftir konum og körlum sem ég kynntist síðar á lífsleiðinni hér á Akureyri. Og síðast en ekki síst kynntist hann Rögnu sinni á Akureyri. Skyld- menni og Siglfírðingar vita hvernig þau kynni hafa reynst gegnum árin. Það var árið 1935 sem Siguijón keypti prentsmiðjuna á Siglufirði og flutti þangað með eiginkonu. Sigluijarðarþrentsmiðja var ekki beysið fyrirtækið á þessum árum og Siguijón hóf strax að endurbæta hana og því hefur hann haldið áfram til þessa dags. Allirsem þekkja eitt- hvað til prentverks og prentsmiðja á íslandi vita að Siglufjarðarprent- smiðja hefur alltaf fylgst með tím- anum í prenttækni og það svo undr- um sætir þegar litið er til verkefna á Siglufirði. Gestkomandi lítur furðuaugum fullkomnar prentvélar og setningargræjur auk mjög full- kominna bókbandsvéla o.fl. o.fl. En þetta hefur verið metnaður Sigur- jóns. Það er búið að prenta margt og mikið gegnum árin í Sigluijarðar- prentsmiðju. Ég minnist allra flokksblaðanna sem komu reglulega út á löngu tímabili þegar Siglufjörð- ur var og hét. Þá stofnaði Sigutjón snemma bókaútgáfu og hefur gefið út margt góðra bóka, t.d. fengu bamabækur hans viðurkenningu fyrir vandað málfar og frágang. Hæst í bókaútgáfunni hygg ég þó að standi endurútgáfa á hinu ein- stæða og stórmerka Þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar 1974. Og nú á áttræðisárinu stendur Sig- uijónenn í útgáfu á þjóðlagasafninu og vinnur allt sjálfur nema pappírinn í bókina. Ég veit ekki hvort Siglfírðingar almennt gera sér grein fyrir menn- ingargildi þjóðlagasafns þessa fyrr- um sóknarprests þeirra og hversu mikill sómi bæjarfélaginu er sýndur með prentun og útgáfu þessa verks sem í upphafi var prentað og gefið út í Danmörku. Margur hefur feng- ið fálkaorðuna fyrir minna. Ég þarf auðvitað ekki að skýra út fyrir skynugum lesendum að prentverk og bókaútgáfa eru hluti af mikilli menningarstarfsemi. En Siguijón hefur víðar komið við í menningarstarfseminni á Siglufírði. Hann hefur verið mikið í músík og söng öll 57 Siglufjarðarárin og síð- ari árin í forustu. Einnig hefur hann haft afskipti af málefnum iðnaðar- manna í bænum. Flestir kannast þó við söngvarann Siguijón Sæ- mundsson. „Ekki vissi ég að helten- - tenór leyndist á Siglufirði," sagði Páll ísólfsson eitt sinn þegar hann heimsótti síldarbæinn og heyrði Siguijón syngja. Siguijón hefur notið tilsagnar færustu söngkennara og getur sungið beint eftir nótum án hjálpar hljóðfæris líkt og stórsöngvarar á heimsmælikvarða eru sagðir gera. Hann spilaði einnig á hljóðfæri og marga stundina sat hann við gamla orgelið sitt og spilaði og söng hinar flóknustu aríur óperutónmennt- anna, kannski eftir langan og strangan vinnudag og andvökunæt- ur sem tíðkuðust í prentverkinu á Sigló í gamla daga. Karlakórinn Vísir hefur löngum þótt mikið menningarapparat í aug- um aðkomumanna. Söngferill hans hefur tíðast verið með ágætum þótt lægðir hafí komið í starfíð. En aldr- ei hefur þó reisn og frægð kórsins verið meiri en þegar Siguijón var formaður hans. Hann var einsöngv- ari kórsins frá fyrstu Siglufjarðar- árum. Eins menningarviðburðar get ég ekki stillt mig um að geta sem Sig- utjón átti stóran hlut að. En það var þegar hann og söngfélagi hans Daníel Þórhallsson efndu til söng- skemmtunar á hvítasunnunni að mig minnir. Þá sungu þeir félagar einsöngva og tvísöngva með glæsi- brag fyrir troðfullu húsi fagnandi og þakklátra áheyrenda. Þetta gerðu þeir um nokkur ár og þótti mikill menningarviðburður. Árið 1950 var sóst eftir því að Siguijón settist í bæjarstjórn Siglu- fjarðar fyrir Alþýðuflokkinn og varð hann bæjarfulltrúi a.m.k. tvö kjör- tímabil. 1957 var hann kjörinn bæjar- stjóri eftir stormasamar bæjar- stjórnarkosningar og gegndi hann því starfi til ársins 1966. Á þessum árum var pólitíkin oft hörð og illvíg á Siglufirði. Mér var vel kunnugt um að andstæðingar Siguijóns í •pólitíkinni héldu aAþeii* gætu skotið hann strax í kaf. En þar skjátlaðist þeim því það er býsna seigt í Fljóta- manninum og hann stóðst allar at- lögur. Það er auðvitað makalaus bíræfni af mér, svo nánu skyldmenni, að fullyrða að þar réð úrslitum ráð- vendni hans, heiðarleiki samfara dugnaðinum sem allir Siglfirðingar þekktu hvar í flokki sem þeir stóðu. Ég er alveg viss um að þegar sagan metur bæjarstjórastörf Sig- uqons fær hann góða einkunn. Eg ætla ekki að taka meira upp í mig. Eins og ég hef margnefnt í þessu afmælisrabbi heitir kona Siguijóns Ragnheiður, dóttir Jóns bónda Mel- steðs á Hallgilsstöðum í Hörgárdal og konu hans, Albínu Pétursdóttur. Siguijón og Ragnheiður giftu sig 8. júní 1935 og hafa eignast tvö börn, dótturina Stellu Margréti og soninn Jón Sæmund. Stella er gift Ingvari Jónassyni fiðluleikara og fyrrum konsertmeistara úti í Sví- þjóð, landskunnum músíkmanni, eiga þau þijú uppkomin börn. Jón Sæmundur er doktor í hagfræði frá þýskum háskóla (kratólógíu segir föðurbróðir hans stundum). Jón er kunnur maður í pólitík dg stjórn- sýslu og hefur verið m.a. alþingis- maður. Hann er kvæntur Birgitte Henriksen og eiga þau uppkomna dóttur. Það fór eins og mig grunaði, þeg- ar ég ákvað að skrifa þetta afmæl- israbb um bróður minn að minning- arnar myndu hrannast upp og hrópa: Manstu, manstu. Því er best að ég slái botninnn í þetta svo ég ofbjóði ekki lesendum og greiðvikni þessa blaðs. Ragnheiður mágkona mín hefur oft haft gaman af því að minnast á það að í gamla daga þegar ég var eitthvað að kvabba á bróður mínum hafi ég byijað svona: „Nonni minn vinur, o.s.frv.“ Ég tel því fara vel á því að enda þennan afmælispistil með því að segja: Nonni minn vinur. Ég og Rósa og okkar fólk færum þér og Rögnu hughcýlar afmælis- og framtíðarósk- ir. Lifíð heil bæði tvö. Eiríkur. Nú fagna Siglfírðingar með Sig- uijóni á prentsmiðjunni, eina fyrr- verandi bæjarstjóra Siglfirðinga, sem búsettur er í bænum, en það hefur hann reyndar verið í yfir 60 ár. Sigutjón Sæmundsson er áttræð- ur í dag. Siguijón er Fljótamaður af Lambanesætt, en af henni eru sterk- ir stofnar á Siglufirði. Sú ætt er komin af Kristjáni í Lambanesi, sem varð 104 ára, en hann var bróðir langafa míns. Ég á því svolítið í Siguijóni líka. I langan tíma var Siguijón í for- ystusveit siglfirskra jafnaðarmanna. Alþýðuflokkurinn vann mikinn sigur í bæjarstjórnarkosningunum 1950 er Siguijón var fyrst í framboði. Með honum voru kosnir Kristján Sigurðsson og Haraldur Gunnlaugs- son. Sigutjón gerðist strax mjög atkvæðamikill í bæjarmálunum, en í þá daga voru atvinnumálin, líkt og í dag, helsta áhyggjuefnið. Þar bar hæst málefni bæjarútgerðarinnar, en hún var greinilega mjög kostnað- arsöm fyrir bæjarfélagið. Siguijón lagði því allt kapp á að losa bæjar- sjóð við þann rekstur, en halda togurunum samt í bænum. Þar með var lagður grundvöllurinn að því, sem seinna varð Þormóður rammi, sem er undirstaða atvinnulífs á Siglufírði í dag. Seint líða úr minni bæjarstjóraár Siguijóns. Hann var þriðji jafnaðar- maðurinn, sem varð bæjarstjóri á Siglufirði. Hann tók við erfiðum fjárhag bæjarsjóðs eftir undangeng- in kreppuár, en með mikilli útsjónar- semi var hagur bæjarsjóðs réttur við og ótrúlega miklu komið í fram- kvæmd, sem við búum að enn í dag eins og t.d. sjúkrahús, sundhöll, ráðhús, hafnarbryggjan og steyptar götur. Ráðhústorgið breyttist eins og við þekkjum það í dag úr forar- vilpu í gróðurreit, tækjabúnaður bæjarins var gjörsamlega endumýj- aður og fjöldi nýrra húsa byggður. Þetta lýsir uppgangstímum og það var dæmigert fyrir Siguijón, að -þegar bæjarverkstjórinn..gekk- úr • skaftinu, þá tók hann það að sér líka í heilt sumar. Á þessum árum komu Strákagöng og flugvöllur var lagður. Seinna tók hann svo þátt í að leggja drög að uppbyggingu hita- veitunnar. Það væri að æra óstöðugan að telja upp allar þær nefndir og ráð, ráðstefnur og fundi, sem Siguijón hefur setið og tekið þátt í fyrir Al- þýðuflokkinn og Siglufjarðarbæ. En þar liggur mikið verk að baki, vinna og hugur. En Sigutjón lét ekki þar við sitja. Hann var um árabil for- maður iðnaðarmannafélagsins og hélt þar ætíð uppi miklu lífi í félags- skap og skóla. Ekki er hægt að senda Siguijóni svo kveðju á góðri stundu að ekki sé getið hans mikla framlags til söngs ög menningarlífs. Á þessu langa tímabili, sem Siguijón hefur búið á Siglufirði, hefur hann sungið yfir Siglfirðingum lífs og liðnum við öll möguleg tækifæri. Saga karla- kórsins Vísis í fimmtíu ár og tónlist- arskólans verður ekki sögð án Siguijóns, en hann var þar bæði einsöngvari, formaður og driffjöður. En það er kannski dapurlegt í þessu sambandi, ef það ætlar að fara eins fyrir Vísi og iðnskólanum, en það er að leggja upp laupana, þegar Siguijón hættir afskiptum. Þetta er skot, sem er vel meint, og á að hvetja Vísismenn til dáða. Mikið og litríkt ævistarf er að baki. Siguijón kom til Sigluíjarðar 1935 til að prenta og hann er enn að prenta fyrir okkur Siglfirðinga og lætur engan bilbug á sér finna í þeim efnum. Það stendur upp úr. Um þessar mundir vinnur hann að endurútgáfu þjóðlaga séra Bjarna Þorsteinssonar, okkar merkasta menningarvita. Fáir hafa haldið merki hans jafn vel á lofti og Sigur- jón og er það þakkarvert. Það er svo margt fleira sem er þakkarvert og þess virði að minnast á þegar við samgleðjumst með Siguijóni Sæmundssyni, fleira en hægt er að koma fyrir í stuttri grein. Fyrir hönd bæjarbúa á Siglufirði, bæjarstjórnar Sigiuíjarðar og allra félaganna í Alþýðuflokknum flyt ég Siguijóni og Ragnheiði konu hans árnaðaróskir okkar allra í tilefni af þessum merku tímamótum. Krislján L. Möller. í dag fyrir áttatíu árum fæddist þeim hjónum Sæmundi Kristjánssyni og Herdísi Jónasdóttur í Lambanesi í Fljótum drengur og mátti heyra af hljóðum hans, að þar færi mann: kostamaður og mikið söngvaraefni. Fátækt var þá allsráðandi og engar almannatryggingar. Það var ekki þangað sem ekkjan gat leitað fjórum árum seinna er hún stóð uppi alein með fjögur lítil börn eftir að bóndinn drukknaði í fiskiróðri. Lífsbaráttan byijaði því snemma þar sem Siguijóni var fyrst komið fyrir hjá Éinarssínu, móðursystur sinni, en síðan hjá vandalausum. Fjölskyidan var tvístruð um alla sveit. Er Siguijón flutti tólf ára til Siglufjarðar hafði hann átt heima á átta stöðum í hinni fögru Fljóta- sveit. Á Siglufirði tók síldin við. Skóli lífsins bauð upp á vinnu í síld og fiski, þar sem allir unnu hörðum höndum. Það hlýtur að hafa verið á þessum árum, sem dugnaðurinn, sem er éitt aðalsmerkl Sigúijons, hefur fest rætur. Sextán ára kom Siguijón til Akur- eyrar. Þar byijaði allt hjá Siguijóni. Þarna byijaði hann að syngja; þarna hóf hann prentnám hjá Oddi Björns- syni; þarna festi hann sér konu og þarna gerði Einar Olgeirsson hann að krata. Söngur og tónlist hafa alltaf verið sterkir þættir í lífi Siguijóns Sæmundssonar og reyndar alveg frá fyrstu tíð. Hann var með í að stofna Karlakór. Akureyrar fyrir 1930, en síðan tók við langur einsöngvarafer- ill með Geysi, Kantötukór Akureyrar og síðast en ekki síst með Karlakórn- um Vísi á Siglufirði. Hann söng með þeim kór í 50 ár og söng einsöng á hveijum konsert sem Vísir hélt alian þann tíma. I mörg ár héldu þeir góðvinirnir og hetjutenórarnir, Daní- el Þórhallsson og hann, konserta um hvítasunnuna á Siglufirði og víðar við miklar vinsældir. Frá stofnun Ríkisútvarpsins mátti heyra söng Siguijóns af og til, en nokkur fjöldi hljóðritana er þar til með honum auk hljómplatna ásamt karlakórnum Vísi. Siguijón var formaður Vísis í 30 ár og var frumkvöðull að tónlist- arskóla Vísis, sem var undanfari Tónlistarskóla Siglufjarðar. Heimili þeirra hjóna hefur alltaf verið fullt af hljómlist og söng og þeir eru ófá- ir tónlistarmennirnir og söngvararn- ir sem hafa sótt þau heim og miðlað af sínu og þegið gott í staðinn. Lengi vel héldu Siglfírðingar að það tilheyrði vélagný úr prentsmiðju að sungið væri með. Þannig bárust hljóðin úr Sigluíjarðarprentsmiðju oft langt fram eftir kvöldum. Sigur- jón keypti þá prentsmiðju 1. júní 1935 er hann flutti aftur til Siglu- fjarðar. í nærfellt 57 ár hefur hann starfrækt sitt prentverk og annast prentvinnu fyrir Siglufjörð og ná- grenni. Þá hefur bókaútgáfa og myndblaðaútgáfa verið ríkur þáttur í starfseminni. Það hefur verið ein- kennandi fyrir Siguijón hvað hann hefur verið fljótur að tileinka sér allar nýjungar á sviði prentlistarinn- ar og bókagerðar. Um tíma var það jafnvel svo að íslenskir prentarar fóru norður á Siglufjörð til að sjá hvað var nýjast í faginu. Sigutjón lét sér heldur ekki nægja að vera prentsmiðjustjóri í sinni smiðju. Hann var formaður Iðnaðarmanna- félags Siglufjarðar í 15 ár. Á þeim árum rak félagið Iðnskóla Siglu- fjarðar með miklum blóma, því þá þurftu iðnaðarmenn að annast sjálf- ir alla lögbundna iðnfræðslu og sáu því sjálfir um rekstur iðnskólans. Það var auðvitað hlutverk formanns að sjá um að þessi fræðsla væri full- nægjandi, en samvinna Siguijóns og Jóhanns Þorvaldssonar, skólastjóra, var mjög gæfurík í þessum efnum. Seinna, er Siguijón var löngu hættur afskiptum af þessum málum, yfir- tóku ríki og bæjarfélög þetta fræðsl- ustarf skv. lögum og iðnfræðsla var flutt frá Siglufirði. Siguijón kom næsta munaðarlaus í þennan heim en hefur bætt sér það ríkulega upp. Á námsárunum á Ák- ureyri festi hann sér fallega konu, sem hann hefur búið með í tæplega sextíu ár. Ragnheiður, kona hans, er dóttir Jóns bónda á Hallgilsstöð- um í Hörgárdal og Albínu, konu hans. Þau Siguijón áttu tvö börn, Stellu Margréti, tannfræðing, sem gift er Ingvari ísfirðingi og víóluleik- ara Jónassyni, og svo Jón Sæmund, sem allir góðir kratar eiga að þekkja, en hann er kvæntur Birgit, dóttur Olavs síldarsaltanda Henriksens. Sigurjón ér gæfumaður og góður heimilisfaðir og nýtur sín nú vel í faðmi stórrar fjölskyldu. Sá þáttur sem ekki er hvað sístur í fari Siguijóns er réttlætis- og lýð- ræðiskenridin. Hertur af lífsbaráttu og mikilli vinnu var hann vel mót- tækilegur fyrir boðskap fræði- mannsins Einars Olgeirssonar á Akureyri forðum daga. Einar gerði hann að jafnaðarmanni, en það sýn- ir svo aftur þroska þessa unga manns að Einar fór ekkert lengra með hann. Seinna fylgdi hann svo Hannibal að málum, kærði sig aldrei um Alþýðubandalagið. Sigurjón hef- ur alla tíð verið traustur alþýðu- fldkksmaður og unnið þeim flokki allt hann mátti. Hann var bæjarfull- trúi fyrir flokkinn í 20 ár í bæjar- stjórn Siglufjarðar og var á iistum flokksins til Alþingis. Hann var bæjarstjóri á Siglufírði í rúm tvö kjörtímabil, þar sem hann tók við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.