Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 r w optibelt KÍLREIMAR OG VIFTUREIMAR ÆFJ REIMSKÍFUR OG FESTIHÓLKAR ISIUTUIMK SAMSETTAR REIMARÍ STÆRÐUM 10/z - 13/a - 17/b - 22/c HELGARBLAÐIÐ Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI: 81 46 70 SEGIR FRETTIRNAR eftir Einar Kárason Á fimmtudaginn síðasta birtist í Helgarblaðinu (leifum Þjóðviljans sáluga) frétt um væntanlegt for- mannskjör í Rithöfundasamband- inu. Kannski hefði mátt ætla að frétt- amiðill úti í bæ gæti greint á hófst- illtan hátt frá ekki stærri tíðindum en stjórnarkjöri í óháðum félaga- samtökum, en því er ekki að heilsa. Þessi frétt Helgarblaðsins er sam- ansafn af fáheyrðum dylgjum og svigurmælum um glæpi og svik fráfarandi stjórnar Rithöfunda- sambandsins, en þar hefur undirrit- aður gengt formennsku tvö síðustu kjörtímabil. í stuttu máli er frá því sagt blákalt og án málalenginga, einsog það séu almenn og óumdeild sannindi, að við í stjórn þessa sam- bands séum sek um misnotkun á opinberum sjóðum, trúnaðarbrot í starfi og þar fram eftir götunum. í upphafi fréttarinnar er sagt frá því að brátt verði haldinn aðalfund- ur, og að þar muni „Einar Kárason segja af sér sem formaður sam- bandsins og sömuleiðis Steinunn Sigurðardóttir varaformaður". Síð- an er frá því greint í fréttinni að Sigurður Pálsson gefi kost á sér til formennsku og að hann njóti stuðnings fráfarandi stjórnar, en ekki séu allir á eitt sáttir um það og hafí hópur rithöfunda sameinast um Þráin Bertelsson. Síðan segir orðrétt í Helgarblaðinu: „Það er ekki fyrst og fremst óánægja með Sigurð sem veldur þessum væntanlega formannsslag, heldur eru margir rithöfundar óán- ægðir með það hvernig fráfarandi stjórn hefur haldið á spöðunum og segja að hennar starf hafi fyrst og fremst gengið út á það að koma sér og sínum vel fyrir á spenanum." Og í beinu framhaldi af þessum upplýsingum um fráfarandi stjóm skýrir blaðið nánar hvað það á við með því að „hennar starf hafi fyrst og fremst gengið út á það að koma sér og sínum vel fyrir á spenanum": „Það sem fyllti mælinn var hvernig staðið var að úthlutun úr launasjóði rithöfunda núna. Regl- unum var breytt þannig fyrir þessa úthlutun að færri fá úthlutað, en þeir heppnu fá hinsvegar meira en áður. Formaður og varaformaður stjórnar Rithöfundasambandsins fengu hæstu úthlutunina, starfs- laun í þijú ár. Tveir stjórnarmenn til viðbótar, þeir Pétur Gunnarsson og Þórarinn Eldjárn, voru í átta manna hópnum sem fékk eins árs starfslaun. Samtals fékk 31 rithöf- undur úthlutað starfslaunum, þar af 21 í hálft ár. Áður fengu um hundrað manns úthlutað úr sjóðn- um og því margir sárir þess vegna.“ Hér er svo sannarlega ekki verið að tala neitt rósamál. Sá sem frétt- ina skrifar lætur sér ekki nægja dylgjur og hálfkveðnar vísur, held- ur er ómögulegt að skilja fréttina, nema kannski fyrir sérfræðinga í málefnum listamannalauna, öðru- vísi en svo að það fólk sem rithöf- undar völdu til að hafa forystu fyr- ir sínum samtökum hafi launað Verö áður Tilboð P P ▲ Pallaefni 22x95 fúav. I m á kr. 111 ▲ Mótaborð gul 50x300 cm 3.055 2.750 Spónaparket 1.475 1.294 AEG ísskápur f. sumarbúst. 36.161 29.825 Structurite 25 kg. sleypuviögeröarefni 3.633 3.088 Áburður blákorn 5 kg. 499 419 Mosaeyðir 2 kg. 419 .352 ▲ Sláttuvél 3,5 hö ▲ Garðslanga 25 m 1.375 1.114 0 ▲ Gasgrill með kút ▲ Stunguskófla ▲ PVC rör 100/2 ▲ Múrbolti 12/35*133 mm 122 jés. Mótatengi 20 K 25 31 19.676 16.134 1.833 1.521 710' 625 98 26 Ú ú VERSLANIR SKIPTIBORÐ 41000 GRÆNT NUMER 9 9 6 4 1 0 HAFNARFIRÐI fy \j s- 5 44 1 1 byko breiddinni S . 6 4 19 19 W HRINCBRAUT S . 6 2 9 4 0 0 „í stuttu máli er hér á ferðinni uppspuni frá rótum. Reglur um Launasjóð rithöfunda eru ákveðnar af Al- þingi, en ekki Rithöf- undasambandinu. Þær lagabreytingar sem gerðar voru á síðast- liðnu vori í tengslum við heildarendurskoðun á tilhögun listamanna- launa voru samkvæmt tillögum nefndar sem menntamálaráðherra skipaði, og þar var eng- inn fulltrúi rithöf- unda.“ traustið með því að hirða Launasjóð rithöfunda og stinga honum í eigin vasa. En látið aðra éta það sem úti frýs. Ja, þetta má þó kalla að „koma sér vel fyrir á spenanum. Og ekki að undra að þetta fólk hljóti nú að „segja af sér“. í stuttu máli er hér á ferðinni uppspuni frá rótum. Reglur um Launasjóð rithöfunda eru ákveðnar af Alþingi, en ekki Rithöfundasam- bandinu. Þær lagabreytingar sem gerðar voru á síðastliðnu vori í tengslum við heildarendurskoðun á tilhögun listamannalauna voru samkvæmt tillögum nefndar sem menntamálaráðherra skipaði, og þar var enginn fulltrúi rithöfunda. Þegar frumvarpið kom fram og fór hratt í gegnum Alþingi á vordögum 1991 vorum við hlynnt þeim megin- þætti þess sem kvað á um aukin og stighækkandi framlög til starfs- launasjóðanna, en æ síðan höfum við reynt að fá fram breytingu á því ákvæði laganna sem veldur, amk. fyrst um sinn, fækkun á þeim sem Launasjóður rithöfunda getur sinnt hverju sinni, einsog lesa má um í Fréttabréfi Rithöfundasam- bandsjns á undanförnum mánuð- um. Úthlutun úr sjóðnum annast síðan þriggja manna nefnd og er tekið fram í lögum að það fólk skuli standa utan Rithöfundasam- bandsins. Nefndinni er ætlað að vega og meta hlutlægt þær um- sóknir sem berast, ásamt greinar- gerðum um þau verkefni sem við- komandi höfundur vinnur að. Söm- Sala á hlutabréfum Gutenberg hf.: Mat á verð- mæti bréf- anna hafið LANDSBREFUM hf. hefur verið falið að annast sölu á hlutabréf- um ríkisins í Prentsmiðjunni Gutenberg hf., en allt hlutaféð er í eigu ríkisins. Starfsmenn Landsbréfa hafa þegar hafist handa við að meta eðlilegt verð- mæti bréfanna og munu niður- stöður liggja fyrir á næstunni. Samkvæmt upplýsingum í nýj- asta fréttabréfi Landsbréfa er hlutafé Gutenberg 80 milljónir króna. Heildarvelta fyrirtækisins á síðasta ári nam 213 milljónum króna og hafði aukist um 13%. Eig- infjárhlutfall var 59% og veltufjár- hlutfall 1,3 um síðustu áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.