Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 Sýning stóðhestastöðvar BI: Svartur frá Unalæk skákaði þeim eldri __________Hestar______________ Valdimar Kristinsson EKKERT lát virðist á vinsældum sýningar Stóðhestastöðvar Islands í Gunnarsliolti og virðist enginn hestamaður með hestamönnum nema hann mæti á sýningarnar og fylgist með því sem þar er að ger- ast. Er þetta vel og sýnir best hversu áhuginn fyrir hrossarækt- inni er mikill. A sýningu stöðvar- innar um helgina mættu að því er talið er á fjórða þúsund manns til að sjá nýjar stjörnur á vettvangi hrossaræktarinnar. Ekki brugðust vonír manna um stjörnurnar að þessu sinni frekar en fyrri daginn og skein þar skærast Svartur frá Unalæk, fjögurra vetra hestur sem hlaut 8,16 í aðaleinkunn sem er fágætur árangur hjá svo ung- um hesti en með þessum árangri skaut hann aftur fyrir sig öðrum hestum sýningarinnar bæði eldri og jafn gömlum. Fyrir byggingu hlaut hann 8,18, 8,5 fyrir háls og herðar og hófa samanlagt fyrir hæfileika 8,0. Fyrir tölt, geðslag og fegurð í reið fékk hann 8,0, fyrir skeið, stökk og vilja fékk hann 8,5 en 7,5 fyrir brokk, samanlagt fyrir hæfíleika 8,14. Ef ekkert fer úrskeiðis með þennan hest má telja líklegt að hann eigi eftir að bæta hæfileikaeinkunn- ina t.d. fyrir tölt og brokk. Svartur er undan Kjarval 1025 frá Sauðár- króki og móðirin er Fiðla 5861 frá Snartarsöðum sem var undan Ófeigi 818 frá Hvanneyri. Annar fjögurra vetra hestur náði fyrstu verðlaunum eða fyrstu einkunn, því nú er víst ekki lengur talað um fyrstu verðlaun. Var þar á ferðinni Gumi frá Laugar- vatni, stór og myndarlegur foli með fallegar hreyfíngar. Hlaut hann sömu einkunn og Svartur fyrir byggingu og meðal annars 9,0 fyrir háls og herðar. Gumi var hedur lægri fyrir hæfileika eða 7,86 og 8,02 í aðalein- kunn. Hann er undan Eiðfaxasynin- um Pá frá Laugarvatni og Dreyra- dótturinni Glímu 6152 frá Laugavar- vatni. Einnig er ástæða til að geta hér Gnýs frá Hrepphólum sem er undan Gassa frá Vorsabæ II og Gígju 4040 frá Drumboddsstöðum en hann var rétt við fyrstu einkunn með 7,96, 7,95 fyrir byggingu og 7,97 fyrir hæfileika. Með 9,0 fyrir tölt og 8,5 fyrir brokk, klárhestur með tölti að minnsta kosti á þessu stigi málsins. Af öðrum ungum folum mætti geta þriggja Ljórasona sem líklegir eru til að láta að sér kveða í framtíðinni. Allir hlutu þeir fyrstu einkunn fyrir byggingu en eiga eftir að sanna sig betur hvað varðar hæfíleikana eins og eðlilegt má teljast með fola á þess- um aldri. Efstur þeirra varð Fengur frá Stokkseyri undan Perlu dóttur Haðar 954 bæði frá Hvoli, með 7,95 í aðaleinkunn. Næstur er Dugur frá Mosfellsbæ undan Drottningu 5391 frá Stykkishólmi en hún er dótir Ófeigs 818, með 7,80 í aðaleinkunn og síðastur þeirra er Blær frá Kjam- holtum undan Kolbrá 5354 sama stað en hún er undan Hrafni 802. Bæði Dugur og Blær eru- lágir fyrir hæfi- leika en eftir að hafa séð þá í reið má ætla að þeir eigi alla möguleika á að bæta sig verulega. Ljóri virðist gefa mjög örugglega góða frambygg- ingu en gott bak og góð lend eru þó líklega hans aðal í erfðum. Einnig mætti minnast á þátt Kjarvals 1025 í þessari sýningu en hann virðist stefna í að verða afkastamikill stóð- hestafaðir. Fjórir fimmvetra stöðvarhestar komu fram og stóð þar efstur Far- sæll frá Ási í Hegranesi sem hafði staðið efstur fjögra vetra hesta í fyrra. Var hann með 8,10 í aðalein- kunn en frammistaða hans ræðst fyrst og fremst af mjög góðri bygg- ingareinkunn 8,28. Er^hann án efa hæstur afkvæma Náttfara 776 frá Ytra-Dalsgerði í byggingareinkunn. Fyrir hæfileika fékk hann 7,93 sem Gumi frá Laugarvatni hlaut hæstu einkunn fyrir háls og herðar 9,0 og fyrstu einkunn samanlagt 8,02, knapi er Eiríkur Guðmundsson. Farsæll frá Ási hélt sínu efsta sæti þegar hann var dæmdur öðru sinni á stóðhestastöðinni, með 8,10 í einkunn, knapi er Eiríkur Guð- mundsson. Hestadagar í Reiðhöllinni: * Agæt skemmtun - endurtekið efni REIÐSKÓLINN og Fákur stóðu fyrir Hestadögum í reiðhöllinni sem jafnframt er lokapunktur í starfsemi Reiðskólans á þessu ári. Var sýn- ingin með mjög hefðbundnu sniði og lík þeim tveimur sýningum sem haldnar voru í vetur í Reiðhöllinni. Fáksmenn riðu á vaðið með fánareið almennra féiagsmanna og fór vel á því í tilefni 70 ára afmælis Fáks. Þá mætti á staðinn Sigurður Ólafs- son söngvari og hestamaður sem nú er 75 ára og reið hann þarna um salarkynnin á gráum huggulegum klárhesti með tölti og var óspart hylltur af sýningargestum en hann var sem kunnugt er einn fresti skeið- reiðarmaður landsins fyrr á árum. Þijú gæðingshross voru sýnd, Mard- öll frá Reykjavík og Sókron frá Sunnuhvoli, sem komu fram saman, og Gýmir frá Vindhemum, sem var einn síns liðs. Knapar voru Sigvaldi Ægisson, Atli Guðmundsson og Trausti Þór Guðmundsson. Sókron, sem er sextán vetra gamail, virðist í feikna formi og naut sín mjög vel Seimur frá Sveinatungu óvenju jafn og góður að hæfileikum en að sama skapi slæmar einkunnir fyrir fætur, knapi er Þórður Þorgeirsson. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Svartur frá Unalæk hlaut hæstu aðaleinkunn þrátt fyrir að vera 4 vetra og lítið taminn og skaut þar með sér eldri hestum aftur fyrir sig. Knapi er Þórður Þorgeirsson. Gnýr frá Ilrepphólum hélt merki klárhestanna á lofti með 9,0 fyrir tölt og 8,5 fyrir brokk, knapi er Elvar Einarsson. Ernir frá Efri-Brú kominn með fyrstu einkunn, 8,5 fyrir skeið og fegurð í reið. Knapi er Eiríkur Guðmundsson. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sigurbjörn Bárðarson og Höfði frá Húsavík sýndu nýjar fimiæfingar sem ekki hafa sést hér opinberlega fyrr og virðist Sigurbjörn fikra sig ótrauður upp eftir fimiæfingaskalanum þar sem hann glímir við sífellt erfiðari æfingar. á öllum gangi. Félag tamningamanna var með hópsýningu sem gekk að mestu áfallalaust fyrir sig, sæmilega út- færð, en einhvernveginn fannst manni að maður hafi séð þessa sýn- ingu áður og mættu FT-menn gjarn- an fara að leggja höfuðið í bleyti áður en kemur að næstu hópsýningu þeirra. Þá var Sigurbjörn Bárðarson og Höfði frá Húsavík með einkasýn- ingu í nafni FT sem byggð var að mestu upp á ýmsum erfiðum hlýðni eða fimiæfingum. Syning kynbóta-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.