Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1992 37 „HRAÐNÁMSTÆKNI“ eftir Erlu S. Kristjánsclóttur Hraðnám byggist á nýjustu uppgötvunum á námstækni. Vísindamenn hafa fullyrt að við getum haldið heila okkar eins ferskum og ungum og þegar við vorum 10 ára, ulla ævi. Nýlegar rannsóknir sýna, að við getum aukið gáfur okkar svo lengi sem við iifum. Sannanir benda til þess að á hvaða aldri sem er (20-40-80) hefur heili okkar hæfni til frekari þroska. Til þess að halda heila okkar í þjálfun þurf- um við samt sem áður að æfa hann alveg eins og vöðvana í lík- ama okkar. Rannsóknir á hugan- VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! i fltogMfiMfiftfft um sýna, að hann verður þeim mun hæfari til náms sem hann er látinn læra meira. Því meira sem maður leggur á minnið, þeim mun betra verður það. An nægrar örv- unar mun þessi stórkostlegi þroski þó ekki verða og hæfni heilans minnkar. „use it or lose it' (not- aðu hann eða tapaðu honum) er lögmál, sem gildir ekki aðeins um líkamann, hvað varðar vöðvastyrk og liðleika, heldur einnig um það að halda heilanum í góðri þjálfun. Heilinn þarfnast örvunar og rann- sóknir hafa sýnt, að ein besta að- ferðin til þess er að læra tungu- mál með hraðnámstækni. Hraðnámstækni notar aðferðir, sem við notuðum sem börn til þéss að læra móðurmál okkar. Til þess að vera viss um að allur heilinn taki þátt í náminu er nýja tungu- málið kennt sjónrænt, með því að nota sjónina, hljóðrænt með því að hlusta og hreyfirænt með hreyf- ingu og snertingu. Þægileg tón- list, sem stuðlar að því að bæði heilahvolfin starfa er spiluð. Ásamt slökun hjálpar þessi tónlist nemandanum til þess að ná jafn- vægi og heilanum til þess að fram- leiða „alfa“ bylgjur. Þegar hugur- inn er í „alfa“ lærir einstaklingur- inn betur og hraðar og honum líð- ur vel. Jákvæðar staðhæfingár og skapandi ímyndanir eru notaðar. Hreyfingar, snerting og leikir gegna einnig mikilvægu hlutverki. Það er engin tilviljun að það er „Hraðnámstækni reyn- ir að endurvekja tíma- bil bernskunnar, þegar við raunverulega tók- um þátt í náminu af lífi og sál, og það var til- hlökkunarefni að kynn- ast öllu nýju.“ mjög auðvelt að læra söngtexta. Þegar við hlustum á söng er vinstra heilahvolfið upptekið af textanum en það hægra af tónlist- inni. Bæði heilahvolfin vinna þá saman. Hraðnámstækni byggist á því að örva allan heilann. Með því að nota ýmsar aðferðir til þess að örva bæði heilahvolfin er okkur gert kleift að tileinka okkur nýtt tungumál auðveldlega. Við heyrum það, sjáum og „snertum". Markm- iðið er að hafa ánægju af tungu- málanáminu. Skólar í Sydney í Ástralíu hafa kennt þriggja ára námsefni í frönsku á þremur mánuðum með því að nota þessar aðferðir. Nem- endurnir lærðu frönsku í að minnsta kosti 90 mínútur á dag, 5 daga á viku í 3 mánuði. Með notkun hraðnámstækni náðu þeir á þessum tíma að læra þriggja ára námsefni. Erla S. Kristjánsdóttir Gamall kínverskur málsháttur segir:,, Ég heyri og ég gleymi. Ég sé og ég man, en ég læri það sem ég geri.“ Hraðnámstækni reynir að endurvekja tímabil bernskunn- ar, þegar við raunverulega tókum þátt í náminu af lífi og sál, og það var tilhlökkunarefni að kynnast öllu nýju. Við getum því sagt með sanni „haltu þér í huglegri þjálf- un“. Æfðu hugann með því að læra nýtt tungumál. Höfundur er verkefnissljóri hjá Stjórnunarfélagi íslands og Málaskólanum Mími. Pennavinir Frá Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á ferðalögum, menn- ingu, kvikmyndum o.fl.: Lydia Kvvaning, P.O.Box 1317, Cape Coast, Ghana. Japanskur 21 árs vélaverkfræði- nemi með áhuga á íþróttum og úti- vist, tónlist, alþjóðastjórnmálum, tungumálum, kvikmyndum ofl. Hann vill skrifast á við stúlkur: Hirofumi Yamaguchi, 2-6-17 Hirafuku, Okayama-shi, Okayama, 702 Japan. 44 ára gift tékknesk kona sem elur þann draum í bijósti að eiga eftir að ferðast til íslands: Andela Dallosova, Kupecka 47, 921 01 Piesany okr. Trnava, Czechoslovakia. Þýskur stúdent sem getur ekki um aldur en er líklega liðlega tví- tugur. Með mikinn Islandsáhuga: Ulrich Loth, Osteröder Strasse 36, W-3392 Clausthal-Zellerfeld, Germany. Sautján ára Ghana-piltur með áhuga á íþróttum, tónlist og hnefa- leikum: Lavbi Seth, P. O. Box 370, Koforidua E/R, Ghana. RAÐ/\UGL YSINGAk Aðalfundur Aðalfundur Búseta hsf., Reykjavík, verður haldinn á Hótel Borg í „Gyllta salnum“, þriðjudaginn 19. maí nk. og hefst kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Skrifstofa Búseta, Reykjavík, Laufásvegi 17, er opin frá kl. 9-16. Stjórn Búseta hsf. FLUGVI RKJAFÉLAG ÍSLANDS Almennur félagsfundur F.V.F.Í. verður haldinn í Borgartúni 22 í dag, þriðjudaginn 5. maí, kl. 16.00. 1. Samningarnir. 2. Heimild til handa stjórnar- og trúnaðar- mannaráðs til boðunar vinnustöðvunar. 3. Orlofshúsamál. 4. Önnur mál. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Allsherjaratkvæðagreiðsla um miðl- unartillögu ríkissáttasemjara Allsherjaratkvæðagreiðsla um miðlunartil- lögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram þann 26. apríl sl. verður framhaldið í dag þriðjudag 5. maí og miðvikudag 6. maí í húsa- kynnum félagsins í Húsi verslunarinnar 9. hæð, Kringlunni 7. Kjörfundur stendur báða dagana frá kl. 9.00 til 21.00. Kjörskrá liggurframmi á skrifstofu félagsins. Kjörstjórn. Laxveiði Tilboð óskast í laxveiði í Bakká, Hrútafirði. í ánni eru 80 stangaveiðidagar. Upplýsingar gefur Sigurður Pálsson í síma 91-36744. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „L - 14358“ fyrir 13. maí. KENNSLA Starfsþjálfun fatlaðra Nýir nemendur verða teknir inn fyrir haust- önn 1992. Námið tekur 3 annir og er hugsað sem stökk- pallur út í atvinnulífið eða almenna skóla. Kennslugreinar eru: Tölvunotkun, bókfærsla, verslunarreikningur, íslenska, enska og sam- félagsfræði. Tölvunámskeið grunn- og framhaldsnámskeið, verða haldin í maí - júní. Móttaka umsókna fyrirskólann og námskeið, stendurtil 20. maí. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá Starfsþjálfun fatlaðra, Hátúni 10a, 9. hæð, sími 29380. Forstöðumaður. NA UÐUNGARUPPBOÐ Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fara fram á skrifstofu embættisins, Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði föstudaginn 8. maí 1992 kl. 10.00: Árstíg 8, Seyðisfirði, þingl. eign Elínar Frímann, eftir kröfu Lífeyris- sjóðs Austurlands. Bröttuhlíð 6, Seyðisfirði, þingl. eign Guðnýjar Jónsdóttur og Steinars Ó. Gunnarssonar, eftir kröfum Tryggingastofnunar ríkisins og Lifeyr- issjóðs verslunarmanna. Fossgötu 5, Seyðisfirði, þingl. eign Þórðar Sigurössonar, eftir kröfum Gjaldheimtu Austurlands og Húsnæðisstofnunar rikisins. Annað og síðara. Torfastöðum, Vopnafirði, þingl. eign Sigurðar Péturs Alfreðssonar, eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hrl. og Byggingasjóös ríkisins. Annað og sfðara. Lagarfelli 16, Fellabæ, þingl. eign Baldurs Sigfússonar, eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl. Annað og sfðara. Hafnargötu 48, e.h., Seyðisfirði, þingl. eign Einars Hólms Guðmunds- sonar, eftir kröfu Búnaðarbanka Islands. Annað og síðara. Vestdalseyrarvegi 2, Seyöisfiröi, þingl. eign Hafsídar hf., eftir kröfu veödeildar íslandsbanka. Annað og síðara. Hamrabakka 10, Seyðisfirði, þingl. eign Húsnæðisnefndar Seyðis- fjarðarkaupstaðar, eftir kröfu Landsbanka Islands, lögfræðingadeild- ar. Annað og síðara. Hafnargötu 44b, Seyðisfirði, þingl. eign Brynjólfs Sigurbjörnssonar, eftir kröfu Búnaðarbanka Islands, lögfræðideildar. Annað og sfðara. Árstíg 1, Seyöisfirði, talinn eign Elíasar Sigurðssonar, eftir kröfum Gjaldheimtu Austurlands, veðdeildar Landsbanka Islands, Sigurðar I. Halldórssonar hdl., Grétars Haraldssonar hrl. og Magnúsar M. Norðdahl. hrl. Annað og sfðara. Öldugötu 16, Seyðisfirði, þingl. eign Vélsmiðjunnar Stál hf., eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs. Annað og sfðara. Árbakka, Tunguhreppi, þingl. eign Kára Ólafssonar, eftir kröfum inn- heimtumanns rfkissjóðs. Annað og síðara. Botnahlíð 12, Seyðisfirði, þingl. eign Ólafs R. Ólafssonar, eftir kröfu Árna Halldórssonar hrl. Annað og síðara. Bakka, Borgarfirði eystra, þingl. eign Borgarfjarðarhrepps, eftir kröfu Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Annað og sfðara. Deildarfelli, Vopnafirði, þingl. eign Antons Gunnarssonar, eftir kröfu Stofnlánadeildar landbúnaðarins,- Annað og sfðara. Kolbeinsgötu 58, Vopnafirði, þingl. eign Heimis Þórs Gíslasonar, eftir kröfum Landsbanka Islands, Höfðabakka og Lífeyrissjóðs Aust- urlands. Annað og síðara. Sýslumaður Norður-Múlasýslu, Bæjarfógetinn á Seyðisfirði. Nauðungaruppboð Föstudaginn 8. maí 1992 fara fram nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum: Miðstræti 23, austurendi, Neskaupstað. Þingl. eig. Ásmundur Jóns- son. Uppboðsbeiðendur eru: Byggingasjóður ríkisins, Lífeyrissjóður Austurlands, Bæjarsjóður Neskaupstaðar og Ríkisútvarpið. Kl. 14.30 á skrifstofu embættisins, Miðstræti 18, Neskaupstað. Önnur og sfðari sala. Melagata 11, Neskaustað. Þingl. eig. Magni Kristjánsson. Uppboðs- beiðendur eru: Atvinnutryggingasjóður útflutningsgreina, innheimtu- maður ríkissjóðs, Lífeyrissjóöur byggingarmanna, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Byggingarsjóöur rfkisins. Kl. 14.00, á eigninni sjálfri. Þriðja og síðasta sala. Strandgata 62, Neskaupstað. Þingl. eig. Gylfi Gunnarsson og Ásdfs Hannibalsdóttir. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Neskaupstað- ar, Landsbanki Islands, Trésmiðja Fljótsdalshéraðs, Póst- og sima- málastofnun og innheimtumaöur ríkissjóð. Kl. 15.00, á eigninni sjálfri. Þriðja og sfðasta sala. Bæjarfógetinn i Neskaupstað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.