Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 21 Einar Kárason Ráðstefna um neyðar- vaktstöðvar AÐ frumkvæði landshlutasam- taka sveitarfélaga og í sam- vinnu við Slysavarnafélag fs- lands og Landsbjörgu verður efnt til ráðstefnu um neyðar- vaktstöðvar miðvikudaginn 6. maí kl. 13.30. Ráðstefnan verður haldin í húsi Slysavarnafélags íslands, Granda- garði 14. Til ráðstefnunnar verður boðið fulltrúum ráðuneyta, stofnana og félaga, sem um málið hafa fjallað og eiga eftir að koma að því á næstu misserum og árum. V. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐIINIGA OG HAGFRÆÐINGA AÐALFUNDUR Aðalfundur félags viðskiptafræðinga og hagfræð- inga verður haldinn fimmtudaginn 7. maí 1992 kl. 16.00. Fundarstaðar: Þingholt, Hótel Holti. ' Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður forsætisráð- herra, flytur erindi: Einkavæðing ríkisfyrirtækja. Mætið stundvíslega. Stjórn FVH. y uleiðis ber nefndinni að starfa eftir sinni samvisku, en skila mennta- málaráðherra skýrslu um sín verk. Dylgjur um að liún úthluti sam- kvæmt fyrirmælum stjórnar Rit- höfundasambandisns, eða sé aðeins leppur fyrir hana, beinast náttúr- lega fyrst og fremst að því sóma- fólki sem nefndina skipar, og er ekki gott að segia hvað það hefur til sakar unnið að áliti Helgablaðs- ins til að verðskulda slíkar ásakan- ir. Að öðru leyti er þessi „frétt" full af allskyns vitleysum, sem eru kannski saklausar út af fyrir sig, nema sem merki um blaðamanna- hæfileika þess sem hana skrifar, eða þá áhuga hans á að fara með rétt mál. Hann segir að hingaðtil hafi 100 af umsækjendum úr Laun- asjóði fengið einhvern styrk. Hið rétta er að í fyrra voru þeir 85. Hann segir að nú í ár fái 31 höfund- ur úthlutun; raunin er sú að þeir eru 50 eða jafnvel 7.1, ef tekið er tilKt til ráðstafana sem stjórn sam- bandsins beitti sér fyrir til að mæta þessari fækkun. Um þessa hluti hefði sá sem fréttina skrifar getað fengið upplýsingar með einu símtali. Og um fyrirhugaða „af- sögn“ formanns og varaformanns sambandsins er það að segja að undirritaður lýsti því yfir á síðasta aðalfundi, fyrir ári síðan, að hann gæfi ekki kost á sér tii endurkjörs, og samhljóða ákvörðun varafor- manns hefur einnig legið lengi fyr- ir. Fleiri staðreyndavillur og rang- færslur er þarna að finna og nenni ég ekki að eltast við þær allar, en verð þó að geta þess að Helgarblað- ið reynir að gera stjórnina tor- tryggilega með því að segja að í Fréttablaði sambandsins „gleymd- ist þó alveg að segja frá því að Þráinn Bertelsson byði sig fram til formanns gegn Sigurði Pálssyni“. Staðreyndin er sú að framboð Þrá- ins barst fjórum dögum eftir að umrætt tölublað Fréttabréfsins fór í prentun. Ég hafði samband við Helgar- blaðið og spurði hver væri ábyrgur fyrir umræddum samsetningi. í ljós kom að það var Sigurður A. Frið- þjófsson ritstjóri blaðsins. Ekki veit ég hvað Sigurði gengur til, en hann er félagi í Rithöfundasam- bandinu, og hef ég aldrei orðið þess var þau átta ár sem ég hef setið í stjórn að hann hefði eitthvað út á störf forystunnar- að setja. Hinsvegar er margt sem bendir til þess hann skilji ekki alvöru þess að veitast að fólki á þennan hátt. í umræddu tölublaði Helgarblaðs- ins er sagt frá því að nefndur rit- stjóri hafi verið kærður til siða- nefndar Blaðamannafélagsins fyrir hliðstæðar ásakanir á hendur öðr- um manni. Nú er ég ekki endilega sannfærður um að lögfræðingar og kærur séu þau vopn sem menn eigi að beita þótt þeir verði fyrir árásum. En í þessu tilfelli er kannski dómsuppkvaðning það sem til þarf svo maðurinn skilji að það er illa tilfundin dægrastytting að saka fólk á prenti um afbrot sem varða bæði refsingum og ærumissi. Höfundur er formaður Rithöfundasambandsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.