Morgunblaðið - 05.05.1992, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992
21
Einar Kárason
Ráðstefna
um neyðar-
vaktstöðvar
AÐ frumkvæði landshlutasam-
taka sveitarfélaga og í sam-
vinnu við Slysavarnafélag fs-
lands og Landsbjörgu verður
efnt til ráðstefnu um neyðar-
vaktstöðvar miðvikudaginn 6.
maí kl. 13.30.
Ráðstefnan verður haldin í húsi
Slysavarnafélags íslands, Granda-
garði 14.
Til ráðstefnunnar verður boðið
fulltrúum ráðuneyta, stofnana og
félaga, sem um málið hafa fjallað
og eiga eftir að koma að því á
næstu misserum og árum.
V.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐIINIGA
OG HAGFRÆÐINGA
AÐALFUNDUR
Aðalfundur félags viðskiptafræðinga og hagfræð-
inga verður haldinn fimmtudaginn 7. maí 1992 kl.
16.00.
Fundarstaðar: Þingholt, Hótel Holti. '
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður forsætisráð-
herra, flytur erindi: Einkavæðing ríkisfyrirtækja.
Mætið stundvíslega.
Stjórn FVH.
y
uleiðis ber nefndinni að starfa eftir
sinni samvisku, en skila mennta-
málaráðherra skýrslu um sín verk.
Dylgjur um að liún úthluti sam-
kvæmt fyrirmælum stjórnar Rit-
höfundasambandisns, eða sé aðeins
leppur fyrir hana, beinast náttúr-
lega fyrst og fremst að því sóma-
fólki sem nefndina skipar, og er
ekki gott að segia hvað það hefur
til sakar unnið að áliti Helgablaðs-
ins til að verðskulda slíkar ásakan-
ir.
Að öðru leyti er þessi „frétt"
full af allskyns vitleysum, sem eru
kannski saklausar út af fyrir sig,
nema sem merki um blaðamanna-
hæfileika þess sem hana skrifar,
eða þá áhuga hans á að fara með
rétt mál. Hann segir að hingaðtil
hafi 100 af umsækjendum úr Laun-
asjóði fengið einhvern styrk. Hið
rétta er að í fyrra voru þeir 85.
Hann segir að nú í ár fái 31 höfund-
ur úthlutun; raunin er sú að þeir
eru 50 eða jafnvel 7.1, ef tekið er
tilKt til ráðstafana sem stjórn sam-
bandsins beitti sér fyrir til að
mæta þessari fækkun. Um þessa
hluti hefði sá sem fréttina skrifar
getað fengið upplýsingar með einu
símtali. Og um fyrirhugaða „af-
sögn“ formanns og varaformanns
sambandsins er það að segja að
undirritaður lýsti því yfir á síðasta
aðalfundi, fyrir ári síðan, að hann
gæfi ekki kost á sér tii endurkjörs,
og samhljóða ákvörðun varafor-
manns hefur einnig legið lengi fyr-
ir. Fleiri staðreyndavillur og rang-
færslur er þarna að finna og nenni
ég ekki að eltast við þær allar, en
verð þó að geta þess að Helgarblað-
ið reynir að gera stjórnina tor-
tryggilega með því að segja að í
Fréttablaði sambandsins „gleymd-
ist þó alveg að segja frá því að
Þráinn Bertelsson byði sig fram til
formanns gegn Sigurði Pálssyni“.
Staðreyndin er sú að framboð Þrá-
ins barst fjórum dögum eftir að
umrætt tölublað Fréttabréfsins fór
í prentun.
Ég hafði samband við Helgar-
blaðið og spurði hver væri ábyrgur
fyrir umræddum samsetningi. í ljós
kom að það var Sigurður A. Frið-
þjófsson ritstjóri blaðsins. Ekki
veit ég hvað Sigurði gengur til, en
hann er félagi í Rithöfundasam-
bandinu, og hef ég aldrei orðið
þess var þau átta ár sem ég hef
setið í stjórn að hann hefði eitthvað
út á störf forystunnar- að setja.
Hinsvegar er margt sem bendir til
þess hann skilji ekki alvöru þess
að veitast að fólki á þennan hátt.
í umræddu tölublaði Helgarblaðs-
ins er sagt frá því að nefndur rit-
stjóri hafi verið kærður til siða-
nefndar Blaðamannafélagsins fyrir
hliðstæðar ásakanir á hendur öðr-
um manni. Nú er ég ekki endilega
sannfærður um að lögfræðingar
og kærur séu þau vopn sem menn
eigi að beita þótt þeir verði fyrir
árásum. En í þessu tilfelli er
kannski dómsuppkvaðning það sem
til þarf svo maðurinn skilji að það
er illa tilfundin dægrastytting að
saka fólk á prenti um afbrot sem
varða bæði refsingum og ærumissi.
Höfundur er formaður
Rithöfundasambandsins.