Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1992 Minning: Jón Karlsson hjúkr- unarfræðingur Kannski var það tilviljun að ég var með grænan Braga í bollanum þegar fréttin vonda kom til mín eins og þrumufleygur gegnum símtól. Jón Karlsson, félagi minn, fallinn fyrir vopnavaldi þar sem hann var við líknarstörf í stríði. Hvílík þver- sögn, hvílík tilviljun! Af hveiju hann? Og skyndilega eru ljótu fréttirnar frá útlöndum komnar við innstu kvikuna í manni sjálfum. Þegar við hittumst síðast hlógum við, spóamir, að því að Jón léti senda sér grænan Braga út í stríðslöndin. Jón fékk seint nóg af kaffi. Það vissum við sem gáfum honum tign- arheitið kaffispói á ferðalagi okkar um Italíu fyrir sjö árum. A kaffihús- amyndunum frá Ítalíu er Jón alltaf með helmingi stærri kaffibolla en við hin en það kemur ekki fram þar að hann fékk sér alltaf tvo skammta af lútsterku espresso. Það var strax eftir spóaferðina að Jón fór í sína fyrstu ferð á vegum Rauða krossins. Það var eins og að sjá tré laufgast. Þessi djúpt hugs- andi einfari var búinn að fínna verð- ugt verkefni sem átti hug hans allan og hann var þegar kominn hálfa leið til Austurlanda nær í huganum þegar við vorum að upplifa mann- kynssöguna á Ítalíu. Jón var stórfróður og þótt ferðin okkar um árið væri lítt skipulögð var kortið einhverra hluta vegna oftast í höndum hans og hann sat í sæti siglingafræðingsins. Hann vissi alltaf hvert átti að fara næst. Hann hafði lesið í blaði... Hann leiddi okkur m.a. inn í ævintýrið frá dögum Krists, fomminjarnar í Here- ulanum. Þar týndum við honum góðan dagspart. Jón var frá sér numinn og tók frábærar myndir á þessum stað. Að kvöldi sama dags gengum við upp á gígbarm Vesúv- íusar og þar bættist á hann nafngift- in káti spói. Rétt fyrir síðustu jól bauð Jón til glæsilegrar veislu í litlu íbúðinni sinni á Óðinsgötu. í þetta sinn var hann ekki einn í hlutverki gestgjaf- ans. Jenny stóð við hlið hans og nú var það gert opinbert að gifting stæði fyrir dymm í febrúar úti í Englandi. Nú var spói kátur. Ég komst ekki í brúðkaupið en kannski var það tilviljun að ég hitti Jón í seinasta sinn í brúðkaupi vinar okk- ar.þremur vikum áður en hann stóð sjálfur við altarið við hlið Jenny. Kannski var það tilviljun að fyrir nokkmm dögum prófaði ég að kaupa grænan Braga og varð því hugsað til Jóns venju fremur upp á síðkastið og heyrði gjarnan fyrir mér djúpa flauelsbassann hans dá- sama þennan íslensk-kólumbíska drykk þegar ég hellti upp á. Líklega verður lítið um grænan Braga i Kabúl á næstunni en það versta er að Alheimsvaktin hefur misst einn af sínum bestu mönnum. Ég kveð Jón Karlsson með þung- um trega. Hann var skólabróðir minn úr íslenskudeildinni, félagi minn í Háskólakórnum, félagi minn í Kór Langholtskirkju en umfram allt einn af spóunum mínum. Ég votta Jenny, foreldrum hans og bræðrum mína dýpstu samúð. Guðlaug Guðmundsdóttir. Stríðslok í Afganistan. í fjórtán ár hafa bræður barist þar og millj- ónir manna fallið í valinn eða særst. Milljónir manna! Sprengjur hafa tætt af útlimi og þannig á eftir að ganga til í mörg ár. Morðtólin liggja víða grafin þó stríðinu ljúki. Það þarf enn að rétta hjálparhönd stríðs- hijáðri þjóð — en það verður ekki hönd vinar míns. Það er gömul saga og ný að fórn- arlömb styijalda eru sjaldnast þeir sem byssurnar bera. Þeir saklausu falla, óbreyttir borgarar, gamal- menni, konur og börn. Mikið þarf gott að fylgja styijöld til að rétt- Iæta slíkt og er eitthvað sem réttlæt- ir að ráðast á mann sem fer langan veg til að hjálpa óskyldum bræðrum og systrum í neyð? Nei og aftur nei. Vinur minn fór slíkar líknar- og lækningaferðir aftur og aftur. Hann féll. Við hittumst fyrst í Menntaskól- anum á Akureyri. Söngurinn leiddi okkur saman þar. Sem gangfélagar á Gamla-Garði efldist með okkur vinátta. Söngurinn í Háskólakóm- um átti líka stóran þátt í því og seinna að syngja saman í Kór Lang- holtskirkju. Það var alltaf traust að hafa Jón Karls í bassanum. Nafni minn kær kaus að hverfa af há- skólalínunni og fór að læra hjúkrun. Við félagar hans urðum hissa á þessu en talsvert stoltir yfír Jóni að ráðast gegn ranghugmyndum um sérstök störf kynja. Hann sýndi líka fljótt ágæta hæfíleika í starfí. Svo fór hann að fara út í heim. Jón var líka heimsmaður. Hann hafði mikinn áhuga á löndum og þjóðum. Sennilega hefur ekki síst það orðið til þess að hann valdi að hjúkra á erlendri grund. Með starfi fyrir Rauða krossinn gat hann bæði fengið útrás fyrir hæfni í fagi sínu og numið lönd í leiðinni. Honum var vel ljós hættan sem því fylgir að hjúkra á stríðsátakasvæðum. En starfið kallaði og útþráin. Hann kynntist ástinni sinni gegn- um starfíð hjá Rauða krossinum. Við sem fylgdumst með úr fjarska samglöddumst þeim og hamingja þeirra var innsigluð í febrúar í enskri kirkju. En bijálæði stríðs ræðst á allt — meira að segja ham- ingju vina minna. Elsku Jenny, við Hildur sam- hryggjumst þér og ástvinum þínum öllum innilega. Jón Baldvin Halldórsson. Mér duttu orð skáldsins í hug þegar ég heyrði þá sorgarfregn að vinur minn Jón Karlsson hefði látist af völdum skotsára í Afganistan 22. apríl sl.: Lítillátur, ljúfur og kátur. Þegar ég hitti Jón í síðasta skipti í þessu lífi í Genf um miðjan mars, tjáði hann mér af mikilli ánægju að hann ætlaði að setjast að í Eng- landi á heimaslóðum konunnar sinn- ar Jenny Hayward. Þar ætlaði hann að hefja nýtt líf, byija í bókbands- skóla og verða bókbindari líkt og afí hans sálugi sem Jón átti ljúfar minningar um. Þá hefði ég ekki trú- að að þetta væru okkar síðustu endurfundir. En lífið er óútreiknan- legt. Ég var búinn að þekkja Jón í 12 ár eða frá því að við vorum nemar í Hjúkrunarskóla íslands; hann var þá formaður nemendafélagsins. Jón var fæddur á bænum Dvergs- stöðum í Eyjafirði, sonur hjónanna Karls Frímannssonar og Lilju Rand- versdóttur. Þar ólst hann upp og lauk prófí frá Menntaskólanum á Akureyri en hélt síðan suður til náms og starfa. Jón bjó í Reykjavík þar til í janúar sl. er hann flutti til Englands að byggja upp nýtt heim- ili með eiginkonu sinni Jenny Hay- ward. Jón hélt mikið upp á norðlensk- una og blandaði henni ekki saman við linmælgi okkar Sunnlendinga. Hann var alla tíð hreykinn af því að vera að norðan. Það bar aldrei mikið á Jóni, samt afrekaði hann margt á stuttri ævi. Við Jón unnum saman á Rvk- deild hjúkrunarfélagsins í tvö ár frá 1982-1984. Megum við hjúkrunar- fræðingar þakka Jóni störf hans þar. Það var aldrei gassagangur í kringum hann en gekk þó vel undan honum. Ég gleymi ekki hans góðlát- lega gríni þegar honum fundust of margar y-villur í fundargerðunum mínum. Við áttum eftir að hlægja að þeim athugasemdum seinna meir. Seinna lágu leiðir okkar saman árið 1986 þegar Jón kom úr sinni fyrstu sendifulltrúaferð til Tælands fyrir RKÍ, en ég var á leið í mína fyrstu. Jón hafði unnið á A-3, slysa- deild Borgarspítalans, frá útskrift, en eftir Tælandsferðina hóf hann störf á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans, en þar starfaði ég fyrir. Við áttum eftir að bralla þar margt man næstu þijú árin. Jón söng ávallt við vinnu sína svo starfsfólk og sjúkl- ingar vissi venjulega í hvaða horni gæslunnar hann hélt sig. Hann söng einnig í Langholtskirkjukórnum til margra ára. Jón var vinsæll og traustur vinur. Hann var mikill „spekúlant" og allt óvenjulegt heill- + Eiginmaður minn og faðir, GUÐJÓN ÓLAFSSON frá Vestmannaeyjum, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést í Vífilsstaðaspítala 4. maí. Sigríður Friðriksdóttir og börn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓSKAR ÓSKARSSON, Engihjalla 17, Kópavogi, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 30. apríl. Margrét Ásgeirsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskulegur faöir okkar, stjúpfaðir og bróðir, GUÐBJARTUR HALLDÓR ÓLAFSSON vörubflstjóri, Álftamýri 50, andaðist aðfaranótt mánudagsins 4. maí í Landspítalanum. Sigmundur Guðbjartsson, Ólafur B. Guðbjartsson, Guðrún 1. Bjárnadóttir, Helga Bjarnadóttir, Anna Ólafsdóttir. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRID JONINA GÍSLASON, Breiðvangi 3, áður til heimilis að Skaftahlíð 7, lést í Borgarspítalanum 2. maí., Gunnar Gíslason, Guðrún Erla Gunnarsdóttir, Kolbeinn Sigurðsson og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og tengdasonur, EINAR AUÐUNN EINARSSON, Nökkvavogi 39, sem lést 26. apríl sl., verður jarösung- inn frá Fossvogskirkju í Reykjavík mið- vikudaginn 6. maí kl. 13.30. + ■ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ERNA SIGMUNDSDÓTTIR, Hlíðarlundi 2, Akureyri, lést 2. maí. Rut Ófeigsdóttir, Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, Sigmundur E. Ófeigsson, Anna Liija Stefánsdóttir, Soffia Ófeigsdóttir, Lárus L. Blöndal, Ófeigur Ö. Ofeigsson, Guðrún Helga ívarsdóttir, Guðmundur Sigmundsson og barnabörn. Erla Reynisdóttir, Silfá Auðunsdóttir, Einar Hafsteinn Guðmundsson, Ólöf Lára Jónsdóttir og systkini, Reynir Guðmundsson, Svafa Kjartansdóttir. aði hann. Hann var mjög hrifínn af lífinu og möguleikum þess. Það var alltáf gaman að kíkja í kaffi og koníakstár til Jóns og spekúlera með honum um heima og geima. Á þessum gjörgæsluárum fór Jón tvisvar fyrir Rauða krossinn til Quetta í Pakistan og var þar m.a. yfirhjúkrunarfræðingur í sex mán- uði. Árið 1989 fékk Jón starf hjá RKÍ í Kabúl í Afganistan en ég fór til Quetta í Pakistan á vegum RKÍ. Ég gleymi ekki hve glöð ég varð fyrir Jóns hönd þegar ég fékk bréf yfir til Pakistan og Jón sagði mér að hann hefði hitt yndislega stúlku, enskan hjúkrunarfræðing að nafni Jenny Hayward, sem þar starfaði með honum. Þau Jenny og Jón giftu sig í febrúar sl. í Englandi umvafín ástúð vina og vandamanna. Það getur verið erfitt á stundum að skilja tilgang lífs og dauða - fátækleg orð verða að duga um góðan vin. Jenny, foreldrar og bræður, miss- ir ykkar er mikill og sár. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Lilja Steingrímsdóttir Philip Therpstra í Sviss. Mig langar að minnast vinar míns Jóns Karlssonar með nokkrum þakkarorðum. Fimmtán ár eru nú liðin frá því við kynntumst fyrst. Báðir vorum við þá starfandi gæzlumenn við Kleppsspítala og báðir vorum við búnir með menntaskólann. Framtíð- aráformin voru heldur óljós en fyrr en varði stóðum við í miðjum hópi hjúkrunarnema við upphaf skólaárs í gamla Hjúkrunarskólanum. Eilítið vorum við nú utangátta þarna í byijun innanum allt kven- fólkið 'en ekki leið á löngu þar til hópurinn var orðinn ágætlega sam- rýndur. Jón var mikil félagsvera á sinn hægláta hátt og námsmaður var hann ekki síðri. Hann var mjög nákvæmur og samvizkusamur við námið og á ég honum mikið að þakka frá námsárunum. Minnis- stæðar eru mér kvöldstundirnar í risíbúðinni í Steinagerðinu yfir námsbókunum og ekki síður yfir ýmsum ferðabókum og kortum. Jón var mikill náttúruunnandi og vil ég þakka honum fyrir að hafa opnað fyrir mér heim íjallanna á íslandi. Við fórum í margar góðar gönguferðir og ætíð var Jón búinn að lesa sér til um viðkomandi svæði og miðlaði svo af þekkingu sinni. Sérstaklega er mér minnisstæð ferð sem við fórum frá Náttfaravíkum við Skjálfanda yfir í Flateyjardal og síðar í Fjörður, Keflavík og Látra- strönd. I hljóðlátri fegurð þessara fornu byggða kunni Jón afar vel við sig. Eftir að námi lauk fór Jón víða við störf hjá Rauða krossinum en ávallt sendi hann póstkort og smá- línu. Það var dæmigert fyrir hann að halda tengslunum þó heimsálfur skildu að. Síðast hitti ég Jón fyrir um hálfu ári og var hann þá hress og ánægð- ur, ástfanginn og ætlaði að fara að gifta sig. Það er gott að eiga slíka minningu um kæran vin sem nú er horfinn á braut. Kvæði Hannesar Péturssonar „Áleiðis“ finnst mér standa minn- ingu Jóns Karlssonar nærri. Haustkvöld. Langvegir. LjósaQöld sveitanna slokknuð og allt þapað nema einn lækur einn hestur sem þræðir beinan stig og ber mig í dimmunni yfir heiðalönd feðra minna til fjarlægs staðar. Engu þarf að kvíða. Nú kular úr opnum skörðum og lækurinn hljóðnar í lautunum mér að baki. Engu þarf að kvíða klárinn fetar sinn veg stefnir inn í nóttina með stjörnu í enni. Minningarkort Bandalags Tslenskra skáta Slmi: 91-23190 GEXH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.