Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1992
Los Angeles:
Borgarbúar til fyrri starfa
en óttast efnahagskreppu
„Okkur var fórnað,“ segir kóreskur verslunareigandi
Los Angeles. Frá Benedikt Stefánssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÚTGÖNGUBANNI var létt af Los Angeles í gærmorgun og búist
er við að samgöngur og atvinnulíf muni byrja að færast í eðli-
legt horf á næstu dögum. Atburðir síðustu daga hafa þó sett
varanlegt mark á borgina og íbúa hennar, sem búist er við að
taki mánuði eða ár að afmá. Fréttaskýrendur segja að eigna- og
manntjón muni auka á þá stöðnun og samdrátt sem ríkt hefur í
efnahagslífi Suður-Kaliforníu. Ljóst sé að erfiðleikar í sambúð
fólks af ólíkum uppruna og skipting lífsgæðanna verði eitt af
hitamálunum í þing- og forsetakosningunum næsta haust.
Reuter
Fjöldamargar verslanir voru brenndar til grunna í óeirðunum í
Los Angeles, þar á meðal þessi gallabuxnaverslun í miðborginni.
Óeirðirnar í Los Angeles eru
þær mestu í Bandaríkjunum frá
því á öðrum áratug aldarinnar,
mun mannskæðari og víðtækari
en rósturnar í Watts-hverfínu
vorið 1965 sem menn minnast
enn hér í borg. í gær lágu 58 í
valnum og rúmlega 2.000 manns
höfðu verið fluttir á sjúkrahús,
þar af meira en 200 alvarlega
slasaðir. Meira en tíu þúsund
manns hafa verið handteknir en
fangelsi og dómsalir hafa ekki
undan að taka við nýjum sakborn-
ingum. Yfirvöld meta eignatjón á
meira en 45 milljarða króna. Tal-
ið er að um 5.700 byggingar
hafi skemmst í eldi, um 1.600
fyrirtæki hafi verið lögð í rúst
og yfir 3.700 verslanir verið
rændar.
Um 14.600 lögreglumenn,
þjóðvarðliðar og alríkislögreglu-
menn hafa staðið vörð í borginni
um helgina. Auk þeirra hafa um
4.000 hermenn beðið í bækistöðv-
um sínum eftir því að vera hvatt-
ir á vettvang.
Kóreskir innflyljendur bitrir
og reiðir
Skærurnar í Los Angeles eiga
að flestra mati rót að rekja til
togstreytu milli fólks af ólíku
þjóðerni og litarhætti annars veg-
ar en lögreglu og minnihlutahópa
hins vegar. Það er hins vegar
kaldhæðnislegt að þau hverfi sem
verst hafa orðið úti í óeirðunum
eru byggð þlökkumönnum og
fólki af rómönskum uppruna að
mestum hiuta. Minnihlutahópar
hafa því í reynd orðið fyrir barð-
inu á þeirri öldu skemmdar- og
ofbeldisverka sem reið yfir borg-
ina.
Það eru hins vegar verslunar-
eigendur af kóreskum uppruna
sem líklega hafa orðið fyrir mest-
um skakkaföllum en áætlað hefur
verið að þeir beri alit að helming
eignatjóns í borginni. Það gætir
mikillar reiði í Kóreu-hverfinu þar
sem margir fyrirtækjaeigendur
telja að lögregla hafi vísvitandi
haldið að sér höndum þegar hóp-
ar ræningja réðust til atlögu við
verslanir þeirra síðastliðinn
fimmtudag.
„Okkur var fórnað," sagði
Jonny Lim, sem rekur raftækja-
verslun á Vermont-stræti í
Kóreu-hverfinu í samtali við
Morgunblaðið á sunnudag. „Lög-
reglan neitaði að koma okkur til
aðstoðar þrátt fyrir að fólk léti
hér greipar sópa. Hún vildi undir-
strika að dómurinn í réttarhöld-
unum yfir lögregluþjónunum fjór-
um hefði verið réttmæt og þörf
væri á meiri hörku í framkomu
lögreglunnar.“ Lim sagði að hún
hefði orðið fyrir tjóni sem næmi
liðlega 72 milljónum króna en
brotist var inn í verslunina og
birgðageymslu í næstu götu.
„Ég kom til Bandaríkjanna
fyrir 16 árum og hef stritað við
að byggja upp þetta fyrirtæki.
Nú þarf ég að bytja aftur frá
grunríi,“ sagði Lim sem kvaðst
bitur í garð nágranna sinna. Hún
hefði þekkt andlit margra úr
hverfinu í hópi þeirra sem rændu
verslunina, meðan fjölskylda
hennar fylgdist hjálparvana með.
Nú sæjust götusalar vera að
reyna að koma sjónvarps- og
myndbandstækjunum í verð sem
augsýnilega væru komin úr búð-
inni.
Vonbrigði og vonleysi voru orð
sem viðmælendur Morgunblaðs-
ins í hverfinu notuðu um atburði
undanfarinna daga. Þeir lýstu
hvernig verslunareigendur hefðu
neyðst til að vígbúast aðfaranótt
föstudags þegar þeir stóðu varn-
arlausir gagnvart árásum
ræningja og brennuvarga. Víða
má sjá merki skotbardaga, byssu-
kúlur í gluggakarmi, brotnar rúð-
ur. Búið er að negla krossviðar-
plötur fyrir rúður þeirra verslana
sem enn standa uppi en á margra
kílómetra kafla eru hundruð
brunarústa.
Jukk Sjuk Lee, liðlega tvítugur
háskólanemi, sagði að búast
mætti við flótta fólks af kóreskum
uppruna úr borginni á næstu
mánuðum. Fjöldi þeirra hefði rek-
ið fyrirtæki í hverfum blökku-
manna og hefðu þeir hvorki bol-
magn né áhuga á að halda áram
starfsemi í kjölfar óeirðanna.
Ueberroth stjórnar
endurreisn
Margir Los Angelesbúar óttast
að þannig hafi verið unnið óbæt-
anlegt tjón á innviðum borgarinn-
ar. Bak við hvert þeirra fyrir-
tækja sem lögð voru í rúst eða
rænd búi störf og eigur tuga fjöl-
skyldna sem kunna í mörgum til-
fellum að hafa glatast fyrir fullt
og allt.
Yfirvöld borgarinnar, Kalifor-
níu-ríkis og alrríkisstjórnin, hafa
þegar kynnt aðgerðir til að koma
til nóts við þá sem orðið hafa
fyrir eignatjóni undanfarna daga.
Bush forseti hefur samþykkt að
veita borginni neyðaraðstoð sem
fólgin er í niðurgreiddum lang-
tímalánum til fjölskyldna og fyrir-
tækja. Þá hefur Tom Bradley
borgarstjóri skipað Peter Ueber-
roth, fyrrum framkvæmdastjóra
Olympíuleikanna í Los Angeles,
til þess að hafa yfirumsjón með
endurreisnarstarfi í borginni.
Á blaðamannafundi þar sem
Ueberroth tók við starfinu benti
hann á að eftir óeirðirnar í Watts-
hverfinu hefði verið hrundið af
stokkunum áætlun til að gæða
atvinnulíf meiri fjölbreytni og
bæta úr vanda þeirra verst settu.
Það hefði ekki tekist. Nú yrði að
nást víðtæk samvinna ólíkra kyn-
þátta, yfii-valda og atvinnurek-
enda ef árangur ætti að nást.
Ýmsir sem tjáð hafa sig um
skipun Ueberroths telja að hans
bíði nánast óyfirstíganlegt verk-
efni. Ekki bæti úr skák að borgin
eigi þegar við 11 milljarða krón'a
fjárlagahalla að etja og stjórnvöld
í Kaliforníu þurfi að draga úr
opinberum útgjöldum ekki síst
vegna þeirrar kreppu sem ríkt
hefur í atvinnulífi Suður-Kalifor-
níu.
Það þykir söguleg tilviljun að
Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum leið-
togi Sovétríkjannam, skuli nú
vera í Los Angeles í boði Ronalds
Reagans, fyrrum Bandaríkjafor-
seta. Margir rekja efnahagsörð-
ugleika á svæðinu til þess að
hergangaiðnaður, sem átti ríkan
þátt í aukinni hagsæld á síðasta
áratug, hafi dregist saman eftir
að vopnakapphlaupi stórveldanna
lauk. Það er bent á þá furðulegu
staðreynd að Los Angeles er nú
hertekin borg meðan þjóðernis-
átök setja svip sinn á þann heims-
hluta sem áður laut stjórn komm-
únista.
Þær myndir sem eftir sitja í
minningu borgarbúa eru ekki síð-
ur mótsagnakenndar. Um helgina
einkenndi furðuleg ró strætin sem
venjulega iða af lífi og fjöri um
þetta leyti árs vegna „Cinco de
Mayo“, hátíðarhaldanna 5. maí.
Þess í stað hjálpuðust sjálfboða-
liðar að við að hreinsa til í rústum
brunninna húsa eða færa heim-
ilislausum föt, mat og aðrar nauð-
synjar.
Kannað hvort stefna beri
lögregluþj ónunum aftur
SÉRSTAKUR kviðdómur skipaður mönnum víðs vegar að úr Banda-
ríkjunum hóf á laugardag rannsókn á því hvort ákæra beri lögreglu-
mennina sem gengu í skrokk á blökkumanninum Rodney King á
grundvelli laga um jafnfrétti til handa blökkumönnum og öðrum
minnihlutahópum.
Menn sem fróðir eru um banda-
rískt réttarkerfi létu í ljós þá skoð-
un að kviðdómurinn og alríkissak-
sóknarar ættu erfitt verkefni fyrir
höndum. Dómsmálaráðuneytið tæki
mikla áhættu með því að stefna
lögreglumönnunum á þeirri for-
sendu að þeir hefðu brotið lög um
jafnan rétt minnihlutahópa með því
að beita King óþarfa harðræði við
handtökuna.
Þrátt fyrir að dómurinn og sak-
sóknarar hefðu myndband af bar-
smíðunum sér t.il fulltingis lægi
málið ekki í augum uppi. Sú stað-
reynd að dómarar væru almennt
tregir til að sakfella lögreglumenn
yki á vanda þeirra. Einnig væri
ekki sjálfgefið að þeir gætu útvegað
og lagt fram frekari vitnisburð er
styddi það sem fram kæmi á mynd-
bandinu. Erfiðast yrði fyrir þá að
sýna óyggjandi fram á að lögreglu-
mönnunum hefði verið fyllilega ljóst
á þeirri stundu sem þeir gengu í
skrokk á King að þeir hefðu brotið
löggjöfina um jafnan rétt minni-
hlutahópa.
Fyrrum embættismaður í dóms-
málaráðuneytinu sagði að nú stæði
ráðuneytið frammi fyrir því að litið
yrði á það sem hvítþvott ef lögreglu-
mennirnir yrði ekki ákærðir. Gífur-
legur pólitískur þrýstingur væri fyr-
ir því að þeir yrðu sóttir til saka
en það væri aðgerð sem kynni ein-
ungis að koma mönnum í koli síðar
meir. Yrðu þeir sóttir til saka og
síðan sýknaðir væri hætta á að
sagan endurtæki sig og nýjar óeirð-
ir brytust út.
Francis Bacon
Francis Bac-
on látinn
BRESKI listmálarinn Francis Bac-
on lést í síðustu viku í Madrid á
Spáni 82 ára að aldri. Hefur hann
lengi verið talinn til merkustu
myndlistarmanna á Bretlandi á
þessari öld.
Bacon var fæddur í Dyflinni á ír-
landi en 1925 fluttist hann til Lund-
úna og var síðan litið á hann sem
breskan listamann. Hann var sjálf-
menntaður, bjó jafnan einn og var
lítið gefinn fyrir margmennið. Verk
hans sum eru með því besta, sem
fram hefur komið í breskri myndlist
á öldinni, en sjálfur var hann mjög
gagnrýninn á þau og eyðilagði margt
af því, sem hann gerði framan af
ferlinum.
Sektaður fyr-
ir soðninguna
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, frctlarilara
Morgunblaðsins.
ALF Oddmund Antonsen, sport-
veiðimaður og bílstjóri í Vestur-
álnum í Noregi, hefur nú reynt
að það getur hefnt sín að vera
hugulsamur við fjölskylduna.
Hann deildi 300 kílóum af ný-
vciddum þorski milli fjölskyldna
sonar síns, dóttur sinnar og
bróður síns eftir draumatúr á
trillunni sinni. Nú hefur hæsti-
réttur Noregs dæmt hann til að
borga 1000 norskar krónur
(u.þ.b. 9200 ísl. kr.) í sekt og
sæta fjárnámi að upphæð 4050
n.kr.
Hæstaréttarlögmaðurinn Ole
Jacob Bae, sem annaðist vörn í
máli hins fimmtuga bílstjóra, segir
að hæstaréttardómurinn sé eins
og „hlægileg molbúasaga". Ant-
onsen varð þarna bitbein norskra
laga um „veiðar f sjó“, en þau
banna sportveiðimönnum að veiða
nema til eigin heimilisnota.
„Ég fæ ekki séð hvaða máli
skiptir hvort það er ég sem et fisk-
inn eða sonur minn,“ sagði Antons-
en í viðtali við dagblaðið Verdens
Gang. „Ég veiddi vel og mér fannst
nær að gefa fiskinn en henda hon-
um í sjóinn.“ Hann grunaði ekki
að það væri bannað að gefa ná-
komnum ættingjum af veiðinni.
Sumardvalarheimilið Kjarnholtum Biskupstungum
-Ævintýraleg sumardvöl í sveit fyrir 6-12 ára börn-
7. starfsár: Reiðnámskeið, íþróttir, sveitastörf, siglingar , ferðalög, sund,
kvöldvökur ofl.
Tímabil: 31 maí-6júní I4júní-20júní 28júnf-4júlf 12júlí-18júlí 26júlf-1 ágúst
7júní-13júní 21 júní-27 júní 5 júlí-11 júlf 19 júlí-25 júlf 3 ágúst-9 ágúst
B Sama verð og í fyrra kr. 15.800.- Systkinaafsláttur
I Innritun og upplýsingar í s-98-68808 daginn, 98-68991 kvöld og helgar i
lmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm*