Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 100. tbl. 80. árg. ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Verkföllin í Þýskalandi: Stjórn Kohls boð- ar til viðræðna um nýtt samningstilboð Skorað á kanslarann að mynda sam- stjórn með jafnaðarmönnum Frankfurt, Bonn. Reuter. OPINBERIR starfsmenn í Þýskalandi hertu enn á verkfallsaðgerðum í gser og ná þær nú einnig til starfsmanna í flestum stærstu flughöfn- unum. Varð að loka sumum en annars staðar urðu miklar tafir. Samningamenn ríkisins koinu saman í gær til að ræða nýtt samnings- tilboð og er haft eftir heimildum, að það feli í sér 5,4% kauphækkun. Frammámaður í þýska jafnaðarmannaflokknum skoraði í gær á Helm- ut Kohl kanslara að beita sér fyrir „stóru samsteypunni", sem er kölluð svo, það er samstjórn jafnaðarmanna og kristilegra demókrata. Verkfall opinberra starfsmanna í Þýskalandi er orðið það mesta frá stríðslokum, en 1974 stóð það að- eins í þijá daga áður en stjórnin gafst upp. Krefjast þeir 9,5% launa- hækkunar en stjórnin hefur ekki viljað hvika frá 4,8%. í gær kom þó samninganefnd ríkisins saman til að ræða nýtt tilboð og samkvæmt óstaðfestum fréttum í fjölmiðlum hljóðar það upp á 5,4%. Kauphækk- unin yrði þó ekki sú sama til allra, heldur mest til láglaunafólks. Að sögn talsmanns þýska innanríkis- ráðuneytisins verður sest aftur að samningaborði í Stuttgart á morg- að Kohl yrði þó fyrst að viður- kenna, að núverandi samstjórn kristilegra demókrata, ftjálsra dem- ókrata og Kristilega sósíalsam- bandsins í Bæjaralandi væri ófær um að gegna hlutverki sínu. í síð- ustu viku vísaði Kohl á bug áskor- unum sumra flokksbræðra sinna í Kristilega demókrataflokknum um samstjórn með jafnaðarmönnum en búist er við, að hann eigi fund með forystumönnum þeirra síðar í mán- uðinum þar sem rætt verður um ástandið í landinu og brýnustu úr- lausnarefnin. Morgunblaðið/GTK EES-samningurinn undirritaður Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) undirrituðu á laugar- dag samninginn um Evrópskt efnahagssvæði í borginni Oportó í Portúgal. Verði samningurinn staðfestur mynda aðildarríkin nítján stærsta markaðssvæði heims og nær það til 380 milljóna manna. „Þetta verður að öllum líkindum mikilvægasta efnahagssvæði í heiminum, með um 40% heimsviðskipta," sagði Joao de Deus Pinheiro, utanríkisráðherra Portúgals, við undirritunina. Samningaviðræðurnar hófust í júní 1990 og stefnt er að því að samningurinn taki gildi 1. janúar á næsta ári. Myndin var tekin þegar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra undirritaði samninginn fyrir íslands hönd. Sjá fréttir á miðopnu, bls. 55 og baksíðu. Bosníuforseti óskar eftir erlendri hernaðaraðstoð Verkföll flugvallarstarfsmanna ollu því að flughöfninni í Hannover var lokað og 70 ferðum aflýst og engin flugumferð var um flugvellina tvo í Berlín. Þá voru miklar tafir á flugi til og frá Köln, Bonn, Dussel- dorf, Hamborg og Nurnberg. Sam- göngur að öðru leyti liggja víða niðri vegna verkfallanna og á pósthúsum hlaðast upp bréfahaugar og sorp á götum úti. Gerhard Schröder, forsætisráð- herra í Neðra-Saxlandi, skoraði í gær á Kohl kanslara að taka hönd- um saman við jafnaðarmenn í nýrri stjórn vegna þess mikla vanda, sem steðjaði að Þjóðveijum. Sagði hann, Sarajevo. Reuter, The Daily Telegraph. ALIJA Izetbegovic, forseti Bosn- íu, óskaði í gær eftir hernaðarað- stoð erlendra ríkja eftir að júgó- slavneski flugherinn hafði gert fyrstu árásir sínar á skotmörk í Sarajevo, höfuðborg landsins. Herinn hélt einnig uppi hörðum stórskotaárásum á borgina og hafa átök Serba og múslima i borginni aldrei verið jafn hörð frá því Bosnía lýsti yfir sjálfstæði í mars. Þjóðvarðliðar slepptu í gær 156 júgóslavneskum her- mönnum, er þeir höfðu haldið frá því á sunnudag er þeir sátu fyrir bílalest júgóslavneskra her- manna, sem verið var að flytja frá höfuðstöðvum sambandshers- ins i Sarajevo. Júgóslavneska varnarmálaráðu- neytið sagði að fjórir hermenn hefðu fallið og fimmtán særst þegar þjóð- varðliðar Bosníu sátu fyrir þeim á sunnudag. Leiðtogar Bosníu vildu ekki staðfesta þetta. Sambands- hernum hafði verið heitið öruggri undankomu úr borginni gegn því að hann framseldi Izetbegovic for- seta, sem herinn tók höndum á laug- ardag og hélt föngnum í borginni í um sólarhring. Sprengjuþotur júgóslavneska hersins gerðu nokkrar árásir á stöðvar _ þjóðvarðliða í úthverfum Sarajevo. Izetbegovic forseti sagði að Bosníumenn gætu ekki varið sjálfstæði sitt „án erlendrar hernað- araðstoðar" og hvatti Ráðstefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) til að skerast í leikinn. Götur Sarajevo tæmdust í gær vegna stórskotaárásanna á borgina. Stjórnarerindrekar segja ástandið í Bosníu jaðra við algert stjórnleysi í kjölfar þess að friðarviðræður, sem EB stóð fyrir niilli þjóðarbrota músl- ima, Króata og Serba í Bosníu, fóru út um þúfur. Sjónarvottar greindu frá því að a.m.k. fímmtán liðsmenn sambandshersins hefðu fallið í götu- bardögum milli Serba og múslima í borginni um helgina. Utanríkisráðherrar Norðuriand- anna samþykktu á fundi sínum í Helsinki í gær harðorða yfirlýsingu þar sem þeir fordæmdu bardagana í Bosníu og kröfðust þess að júgó- slavneski herinn færi úr landinu. Bandaríkin: Los Angeles fær 600 milljóna dala aðstoð Washington. Reuter, The Daily Telegraph. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að stjórn sín myndi veita Los Angeles-borg 600 milljóna dala fjárhagsaðstoð, 36 milU- arða ISK, vegna óeirðanna þar í liðinni viku. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða íbúa Los Angeles við að koma ástandinu í eðlilegt horf og síðan að hjálpa þeim að komast að kjarna vanda- málsins," sagði Bush áður en hann setti fund með ráðherrum sínum í Hvíta húsinu. Tala látinna í óeirðunum í Los Angeles var komin í 58 í gær. 2.383 særðust, þar af 228 alvarlega. 11.000 manns voru handteknir og tjónið er metiðá 717 milljónir dala, 43 milljarða ÍSK. Allt var með kyrrum kjörum í borginni í gær en um 10.000 hermenn og þjóðvarðlið- ar voru enn á óeirðasvæðunum. Bill Clinton, sem er líklegastur til að verða forsetaefni demókrata í kosningunum í nóvember, hefur sagt að óeirðirnar séu afleiðing þeirrar stefnu sem repúblikanar hafa fylgt undir forystu George Bush forseta og fyrirrennara hans, Ronalds Reagans. Marlin Fitzwat- er, talsmaður forsetans, vísaði þessu á bug í gær og sagði að rót vandans mætti rekja til valdatíma demókratans Lyndons Johnsons, forseta á sjöunda áratugnum. Frá Reuter Blökkumaður kveikir í bandaríska fánanum á mótmælafundi í New York í gær. Fundurinn var haldinn til að mótmæla sýknu- dómi yfir hvítum lögreglumönnum í Los Angeles, sem voru sakað- ur um að hafa misþyrmt blökkumanni. þeim tíma hefði verið alin upp kyn- að umbótatillögur repúblikana slóð fólks, sem væri háð aðstoð næðu fram að ganga. hins opinbera. Auk þess hefðu dem- Sjá „Borgarbúar til fyrri ókratar á þingi komið í veg fyrir starfa...“ á bls. 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.