Morgunblaðið - 05.05.1992, Side 1
64 SIÐUR B
100. tbl. 80. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Verkföllin í Þýskalandi:
Stjórn Kohls boð-
ar til viðræðna um
nýtt samningstilboð
Skorað á kanslarann að mynda sam-
stjórn með jafnaðarmönnum
Frankfurt, Bonn. Reuter.
OPINBERIR starfsmenn í Þýskalandi hertu enn á verkfallsaðgerðum
í gser og ná þær nú einnig til starfsmanna í flestum stærstu flughöfn-
unum. Varð að loka sumum en annars staðar urðu miklar tafir.
Samningamenn ríkisins koinu saman í gær til að ræða nýtt samnings-
tilboð og er haft eftir heimildum, að það feli í sér 5,4% kauphækkun.
Frammámaður í þýska jafnaðarmannaflokknum skoraði í gær á Helm-
ut Kohl kanslara að beita sér fyrir „stóru samsteypunni", sem er
kölluð svo, það er samstjórn jafnaðarmanna og kristilegra demókrata.
Verkfall opinberra starfsmanna í
Þýskalandi er orðið það mesta frá
stríðslokum, en 1974 stóð það að-
eins í þijá daga áður en stjórnin
gafst upp. Krefjast þeir 9,5% launa-
hækkunar en stjórnin hefur ekki
viljað hvika frá 4,8%. í gær kom
þó samninganefnd ríkisins saman
til að ræða nýtt tilboð og samkvæmt
óstaðfestum fréttum í fjölmiðlum
hljóðar það upp á 5,4%. Kauphækk-
unin yrði þó ekki sú sama til allra,
heldur mest til láglaunafólks. Að
sögn talsmanns þýska innanríkis-
ráðuneytisins verður sest aftur að
samningaborði í Stuttgart á morg-
að Kohl yrði þó fyrst að viður-
kenna, að núverandi samstjórn
kristilegra demókrata, ftjálsra dem-
ókrata og Kristilega sósíalsam-
bandsins í Bæjaralandi væri ófær
um að gegna hlutverki sínu. í síð-
ustu viku vísaði Kohl á bug áskor-
unum sumra flokksbræðra sinna í
Kristilega demókrataflokknum um
samstjórn með jafnaðarmönnum en
búist er við, að hann eigi fund með
forystumönnum þeirra síðar í mán-
uðinum þar sem rætt verður um
ástandið í landinu og brýnustu úr-
lausnarefnin.
Morgunblaðið/GTK
EES-samningurinn undirritaður
Utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) undirrituðu á laugar-
dag samninginn um Evrópskt efnahagssvæði í borginni Oportó í Portúgal. Verði samningurinn staðfestur
mynda aðildarríkin nítján stærsta markaðssvæði heims og nær það til 380 milljóna manna. „Þetta verður
að öllum líkindum mikilvægasta efnahagssvæði í heiminum, með um 40% heimsviðskipta," sagði Joao de
Deus Pinheiro, utanríkisráðherra Portúgals, við undirritunina. Samningaviðræðurnar hófust í júní 1990
og stefnt er að því að samningurinn taki gildi 1. janúar á næsta ári. Myndin var tekin þegar Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra undirritaði samninginn fyrir íslands hönd.
Sjá fréttir á miðopnu, bls. 55 og baksíðu.
Bosníuforseti óskar eftir
erlendri hernaðaraðstoð
Verkföll flugvallarstarfsmanna
ollu því að flughöfninni í Hannover
var lokað og 70 ferðum aflýst og
engin flugumferð var um flugvellina
tvo í Berlín. Þá voru miklar tafir á
flugi til og frá Köln, Bonn, Dussel-
dorf, Hamborg og Nurnberg. Sam-
göngur að öðru leyti liggja víða niðri
vegna verkfallanna og á pósthúsum
hlaðast upp bréfahaugar og sorp á
götum úti.
Gerhard Schröder, forsætisráð-
herra í Neðra-Saxlandi, skoraði í
gær á Kohl kanslara að taka hönd-
um saman við jafnaðarmenn í nýrri
stjórn vegna þess mikla vanda, sem
steðjaði að Þjóðveijum. Sagði hann,
Sarajevo. Reuter, The Daily Telegraph.
ALIJA Izetbegovic, forseti Bosn-
íu, óskaði í gær eftir hernaðarað-
stoð erlendra ríkja eftir að júgó-
slavneski flugherinn hafði gert
fyrstu árásir sínar á skotmörk í
Sarajevo, höfuðborg landsins.
Herinn hélt einnig uppi hörðum
stórskotaárásum á borgina og
hafa átök Serba og múslima i
borginni aldrei verið jafn hörð
frá því Bosnía lýsti yfir sjálfstæði
í mars. Þjóðvarðliðar slepptu í
gær 156 júgóslavneskum her-
mönnum, er þeir höfðu haldið frá
því á sunnudag er þeir sátu fyrir
bílalest júgóslavneskra her-
manna, sem verið var að flytja
frá höfuðstöðvum sambandshers-
ins i Sarajevo.
Júgóslavneska varnarmálaráðu-
neytið sagði að fjórir hermenn hefðu
fallið og fimmtán særst þegar þjóð-
varðliðar Bosníu sátu fyrir þeim á
sunnudag. Leiðtogar Bosníu vildu
ekki staðfesta þetta. Sambands-
hernum hafði verið heitið öruggri
undankomu úr borginni gegn því
að hann framseldi Izetbegovic for-
seta, sem herinn tók höndum á laug-
ardag og hélt föngnum í borginni í
um sólarhring.
Sprengjuþotur júgóslavneska
hersins gerðu nokkrar árásir á
stöðvar _ þjóðvarðliða í úthverfum
Sarajevo. Izetbegovic forseti sagði
að Bosníumenn gætu ekki varið
sjálfstæði sitt „án erlendrar hernað-
araðstoðar" og hvatti Ráðstefnuna
um öryggi og samvinnu í Evrópu
(RÖSE) til að skerast í leikinn.
Götur Sarajevo tæmdust í gær
vegna stórskotaárásanna á borgina.
Stjórnarerindrekar segja ástandið í
Bosníu jaðra við algert stjórnleysi í
kjölfar þess að friðarviðræður, sem
EB stóð fyrir niilli þjóðarbrota músl-
ima, Króata og Serba í Bosníu, fóru
út um þúfur. Sjónarvottar greindu
frá því að a.m.k. fímmtán liðsmenn
sambandshersins hefðu fallið í götu-
bardögum milli Serba og múslima í
borginni um helgina.
Utanríkisráðherrar Norðuriand-
anna samþykktu á fundi sínum í
Helsinki í gær harðorða yfirlýsingu
þar sem þeir fordæmdu bardagana
í Bosníu og kröfðust þess að júgó-
slavneski herinn færi úr landinu.
Bandaríkin:
Los Angeles fær 600
milljóna dala aðstoð
Washington. Reuter, The Daily Telegraph.
GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að stjórn sín myndi
veita Los Angeles-borg 600 milljóna dala fjárhagsaðstoð, 36 milU-
arða ISK, vegna óeirðanna þar í liðinni viku.
„Við gerum allt sem í okkar
valdi stendur til að aðstoða íbúa
Los Angeles við að koma ástandinu
í eðlilegt horf og síðan að hjálpa
þeim að komast að kjarna vanda-
málsins," sagði Bush áður en hann
setti fund með ráðherrum sínum í
Hvíta húsinu.
Tala látinna í óeirðunum í Los
Angeles var komin í 58 í gær. 2.383
særðust, þar af 228 alvarlega.
11.000 manns voru handteknir og
tjónið er metiðá 717 milljónir dala,
43 milljarða ÍSK. Allt var með
kyrrum kjörum í borginni í gær en
um 10.000 hermenn og þjóðvarðlið-
ar voru enn á óeirðasvæðunum.
Bill Clinton, sem er líklegastur
til að verða forsetaefni demókrata
í kosningunum í nóvember, hefur
sagt að óeirðirnar séu afleiðing
þeirrar stefnu sem repúblikanar
hafa fylgt undir forystu George
Bush forseta og fyrirrennara hans,
Ronalds Reagans. Marlin Fitzwat-
er, talsmaður forsetans, vísaði
þessu á bug í gær og sagði að rót
vandans mætti rekja til valdatíma
demókratans Lyndons Johnsons,
forseta á sjöunda áratugnum. Frá
Reuter
Blökkumaður kveikir í bandaríska fánanum á mótmælafundi í
New York í gær. Fundurinn var haldinn til að mótmæla sýknu-
dómi yfir hvítum lögreglumönnum í Los Angeles, sem voru sakað-
ur um að hafa misþyrmt blökkumanni.
þeim tíma hefði verið alin upp kyn- að umbótatillögur repúblikana
slóð fólks, sem væri háð aðstoð næðu fram að ganga.
hins opinbera. Auk þess hefðu dem- Sjá „Borgarbúar til fyrri
ókratar á þingi komið í veg fyrir starfa...“ á bls. 26.