Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.05.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 33 Fjórðungssamband Norðlendinga lagt niður: Lít svo á að við séum að stíga heillaskref fyrir norðlenskar byggðir - segir Ingunn St. Svavarsdóttir for- maður sambandsins „ÉG LÍT svo á að með skiptingu Fjórðungssambandsins í tvö kjör- dæmasamtök séum við að st.íga heillaskref fyrir norðlenskar byggðir. Ef við ætlum okkur að sporna við fólksflóttanum út fjórð- ungnum og hefja nýja sókn í stað þeirrar varnarstöðu sem við höf- um verið í þá þurfum við að taka upp markvissari vinnubrögð og harðskeyttari," sagði Ingunn St. Svavarsdóttir formaður Fjórð- ungssambands Norðlendinga í ávarpi sínu við setningu auka- þings sambandsins sem haldið var í síðustu viku. Á aukaþinginu var samþykkt að leggja Fjórðungssamband Norðlend- inga niður á næsta þingi þess sem haldið verður í Vestur-Húnavatns- sýslu í haust. Þá var samþykkt að ganga til stofnunar samtaka sveitar- félaga í kjördæmunum tveimur. Á þinginu var kosið í nefndir til að ganga frá lagafrumvörpum vegna stofnunar hinna nýju sam- taka og til að undirbúa formlegan stofnfund samtakanna sem haldinn verður samhliða reglulegu Fjórðungsþingi Norðlendinga á komandi hausti. „Það er komin tími til að snúa við blaðinu í byggðamálum á ís- landi og auðvitað vinnum við áfram sama að þeim málefnum er varða Norðurland í heild,“ sagði Ingunn. „Við þurfum að beijast fyrir meira sjálfræði í eigin málum og sýna og sanna fyrir okkur og öðrum að við erum menn til að takst þá ábyrgð á hendur að stjórna okkar málum sjálf og þar sem sveitarfélögin duga ekki til að sinna sínum málum ein og óstudd þrátt fyrir stækkun þarf að koma til samstarf og samvinna rétt eins og við þekkjum í dag. Ég sé fyrir mér að kjördæmasam- tökin gætu unnið að lausn slíkra mála og auðvitað vil ég sjá þau hafa meiri völd en Fjórðungssam- bandið hefur nokkurn tíma haft,“ sagði Ingunn. Morgunbladið/Guðmundur Hrafn Klæjar unchin kraganum Einhver gæti haldið að kötturinn Snorri hefði fengið það hlutverk að vera gangandi úrkomumælir, en því fer víðs fjarri. Hann Snorri meiddist nýlega á fæti og var þá gripið til þess ráðs að setja á hann þennan fína kraga til að koma í veg fyrir að hann nagaði sárið. Eins og sjá má á svip hans er hrifning hans lítil. Skólanefnd mælir með Sigurði Aðal- geirssyni sem skólastjóra Ytri-Tjörnum. SKOLANEFND Eyjafjarðarsveit- ar hefur mælt með því að Sigurð- ur Aðalgeirsson verði ráðinn skólasljóri hins nýja grunnskóla sveitarinnar, sem tekur til starfa næsta haust. Tvær umsóknir bámst um skóla- stjórastöðuna, frá Sigurði, sem er nú skólastjóri unglingastigsins við Hrafnagilsskóla og Ásthildi Sigurð- ardóttur, skólastjóra gmnnskóla- stigsins við«Hrafnagilsskóla. Á fundi skólanefndar fékk Sigurður fimm atkvæði, en Ásthildur eitt. Menntamálaráðherra skipar í stöðuna, en hann hefur tekið sér nokkurra daga frest áður en hann ákveður hvetjum hún verður veitt. Þá bárust þtjár umsóknir um stöðu yfirkennara við skólann, en þeir sem sóttu um voru: Anna Guð- mundsdóttir, kennari í Hrafnagils- skóla, Garðar Karlsson, skólastjóri Laugalandsskóla, og Sigríður Ása Harðardóttir, kennari í Hrafnagils- skóla. — Benjamín MENOR - Menningardagskrá Tónlist Miðvikudagur 6. maí Samkomuhúsið á Akureyri (LA) kl. 20.30. Óperuvinna söngdeildar Tónlistarskólans á Akureyri. Fluttir verða lokaþættir úr óperunum Anna Bolena eftir Donizetti og Töfraflautunni eftir W.A. Mozart. Fyrri sýning. Flytjendur eru kenn- arar og nemendur söngdeildar TA. Píanóleikari Richard Simm. Tónlist- arstjóri Gordon J. Jack. Leikstjóri Sigurður Hallmarsson. Svalbarðseyri kl. 20.30. Vortón- leikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Fimmtudagur 7. maí Samkomuhúsið á Akureyri kl. 20.30. Anna Bolena og Töfraflaut- an. Seinni sýning. Óperuvinna söngdeildar Tónlistarskólans á Ak- ureyri. Föstudagur 8. maí Félagsheimilið í Hrísey kl. 21.00. Þjóðlagatríóið X-tríóið flytur dag- skrá í tilefni 5 ára starfsafmælis. Frumsamin lög og lög eftir Sigurð Þórarinsson, Jónas Friðrik, og ljóð eftir m.a. Davíð Stefánsson og Jón Thoroddsen. Laugardagur 9. maí íþróttaskemman á Akureyri kl. 15.00. Syngjum saman. Uppskeru- hátíð vegna árs söngsins. íjölmarg- ir kórar syngja saman m.a. ísl. ættjarðarlög. Fjöldasöngur. Ókeyp- is aðgangur.' Kaffisala. Kór Akur- eyrarkirkju, Kór Glerárkirkju, Kór MA, Kór aldraðra, Kirkjukór Grundarkirkju, Kirkjukór Dalvíkur, Karlakór Akureyrar/Geysir, Mána- kórinn og Kirkjukór Svarfdæla. Sólgarðurkl. 15.00. Vortónleikar Tónlistarskóla Eyjaíjarðar. Tónlistarskólinn Sauðárkróki. Vortónleikar nemenda Tónlistar- skóla Sauðárkróks. Vortónleikar söngdeildar TS verða síðar í mán- uðinum. Sunnudagur 10. maf Melar í Hörgárdal kl. 21.00. Þjóðlagatríóið X-tríóið (afmælistón- leikar). Laugaborg í Eyjafjarðarsveit kl. 13.30. Vortónleikar Tónlistarskóla Eyjaljarðar (Nemendur í Lauga- landsskóla og Grunnskólanum á Hrafnagili). Grenivík kl. 17.00. Vortónleikar Tónlistarskóla Eyjaijarðar. Mánudagur 11. maí Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.30. „Flavian Ensembles." Tónleikaferð um ísland 9.—16. maí. Hrólfur Vagnsson harmoníka, Elisbet Moser, harmoníka, Alexander Stein, þverflauta, og Christoph Marks, selló. Fjölþætt efnisskrá m.a. frumflutt verk samið sérstaklega fyrir hópinn. Laugaborg í Eyjafjarðarsveit kl. 20.30. Vortónleikar söngdeildar Tónlistarskóla Eyjaijarðar. Þriðjudagur 12. maí Akureyrarkirkja kl. 20.00. Vor- tónleikar strengjadeildar Tónlistar- skólans á Akureyri. Miðvikudagur 13. maí Á sal Tónlistarskóla Siglufjarðar kl. 20.30. Vortónleikar nemenda Tónlistarskóla Siglufjarðar. Fimmtudagur 14. maí Akureyrarkirkja kl. 20.00. Vor- tónleikar blásaradeildar Tónlistar- skólans á Akureyri. Föstudagur 15. maí Miðgarður í Skagafirði kl. 21.00. Kór Akureyrarkirkju flytur íslenska og erlenda efnisskrá. Stjórnandi Bjöm Steinar Sólbergsson. Köge í Danmörku (vinabæjarmót 15.-17. maí). Stórsveit Tónlistar- skóla Sauðárkróks. Laugardagur 16. maí Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Nemendatónleikar Tónlist- arskólans á Akureyri. Kl. 15.00 yngri nemeridur, kl. 17.00 eldri nemendur. Félagsheimilið í Grímsey kl. 20.30. Þjóðlagatríóið X-tríóið (af- mælistónleikar). Miðgarður í Skagafirði kl. 20.30. íslenska óperan. Töfraflautan eftir W.A. Mozart. Sunnudagur 17. maí Akureyrarkirkja kl. 17.00. Kór Akureyrarkirkju flytur íslenska og erlenda efnisskrá. Stjómandi Björn Steinar Sólbergsson. fþróttaskemman á Akureyri kl. 20.30. Vorkliður. Passíukórinn, Karlakór Akureyrar/Geysir og Blásarasveit æskunnar. Stjórnandi Roar Kvam. Richard Simm píanó- leikari. Þráinn Karlsson upplestur. Einsöngvarar. Mánudagur 18. maí Tjamarborg á Ólafsfirði kl. 20.30. Vordagar Ólafsfjarðarkirkju 18.-24. maí. Kór Akureyrarkirkju flytur íslenska og erlenda efnisskrá. Stjórnandi Björn Steinar Sólbergs- son. Miðvikudagur 20. maí Ólafsfjarðarkirkja kl. 20.30. Vor- dagar Ólafsfjarðarkirkju 18.-24. maí. Kirkjukvöld: Ræðumaður Bjarni Guðleifsson. Kirkjukór Ólafsfjarðar, stjómandi Jakob Kol- osowsky, einsöngur Andrea Gylfa- dóttir. Hvammstangakirkja kl. 21.00. Tónlistarfélag V-Húnavatnssýslu: Hörður Áskelsson leikur orgelverk frá barokk og rómantíska tímabil- unum. Fimmtudagur 21. maí Tjarnarborg ■ á Ólafsfírði kl. 20.30. Vordagar Ólafsfjarðarkirkju 18.-24. maí. Ólafsfirskt kvöld: Menningar- og skemmtidagskrá með þátttöku listafólks úr Ölafs- firði og nágrenni. , Föstudagur 22. maí Tjarnarborg á Ólafsfirði kl. 20.00. Vordagar Ólafsfjarðarkirkju 18.-24. maí. Barna- og unglinga- tónleikar: Hljómsveitin Todmobile. Laugardagur 23. maí Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.30. íslensk píanóhátíð 23.-25. maí. Örn Magnússon, pían- óleikari. Tjarnarborg á Ólafsfirði kl. 20.30. Vordagar Ólafsfjarðarkirkju 18.-24. maí. Karlakórinn Geysir frá Akureyri og Karlakórinn Fóst- bræður úr Reykjavík. Sunnudagur 24. maí Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.30. íslensk píanóhátíð 23.-25. maí. Eldri píanónemendur leika íslenska píanótónlist. Tjarnarborg á Ólafsfirði kl. 20.30. Vordagar Ólafsfjarðarkirkju 18.-24. maí. Órn Magnússon pían- óleikari. Mánudagur 25. maí Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 14.00. íslensk píanóhátíð 23.-25. maí. Yngri píanónemendur leika íslenska píanótónlist. Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.30. Kammerhljómsveit Akur- eyrar, stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Einleikur á píanó Kristinn Örn Kristinsson og Þórar- inn Stefánsson, flutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Oliver Kentish og John Speight. Fimmtudagur 28. maí Henning í Danmörku (Jótlandi). Vinabæjamót 28.-31. maí. Barna- og unglingahljómsveit Tónlistar- skóla Siglufjarðar. Stjómandi Elías Þorvaldsson. Sunnudagur 31. maí St. Mortensdómkirkja í Randers (vinabæ Akureyrar) Danmörku kl. 17.00. Kór Akureyrarkirkju flytur íslenska og erlenda efnisskrá. Stjórnandi Björn Steinar Sólbergs- son. Kvikmyndir Borgarbíó. Kvikmyndaklúbbur Akureyrar sýnir í þriðju viku maí: Tvöfalt líf Veroníku. Leiklist Leikfélag Akureyrar Samkomuhúsinu á Akureyri. ís- landsklukkan eftir Halldór Lax- ness. Leikstjóri Sunna Borg. Föstud. 8. maí kl. 20.30 og laug- ard. 9. maí kl. 20.30. Síðustu sýn- ingar! Upplýsingar og miðasala í síma 96-24073 alla daga nema mánudaga frá kl. 14.00-18.00. Freyvangsleikhúsið Freyvangur í Eyjafjarðarsveit. Messías mannsonur eftir Andrew Webber og Tim Rice. Leikstjóri Kolbrún Halldórsdóttir. Fimmtud. 7. maí kl. 20.30, föstud. 8. maí kl. 20.30 og laugard. 9. maí kl. 20.30. Allra síðustu sýningar! Upplýsingar og miðasala í síma 96-31196 milli 17.00 og 19.00. Myndlist Einar Hákonarson, málverk. Gallerí AllraHanda, listagili Ak- ureyri. 2. maí til 17. maí, kl. 15-18. Anna G. Torfadóttir, grafík. Gallerí AllraHanda, listagili Ak- ureyri. 23. maí til 7. júní kl. 15-18. Elín Kjartansdóttir, vefnaður úr leðri, mokkaskinni, ull og hör. Blómaskálinn Vín, Eyjafjarðar- sveit. 5. til 17. maí kl. 12.00-22.00. íslensk píanóhátíð 23.-25. maí. Dröfn Friðfinnsdóttir, tréristur. Örn Ingi, blönduð tækni. Safnaðarheimili Akureyrarkirkju (opnuð 23. maí kl. 15.00.) Fyrirlestrar Þriðjudagur 19. maí Safnaðarheimili Ólafsfjarðar- kirkju kl. 20.30. Vordagar Ólafs- fjarðarkirkju 18.-24. maí. Einar Gylfi Jónsson forstöðumaður Ungl- ingaheimilis ríkisins, flytur erindi og ræðir um unglinga og svarar fyrirspurnum. Laugardagur 23. maí Safnaðarheimili Ólafsíjarðar- kirkju kl. 10.30. Vordagar Ólafs- fjarðarkirkju 18.-24. maí. „Velferð- arsamfélagið og þjóðfélagsleg ábyrgð kirkjunnar," dr. Björn Björnsson yfirmaður fræðsludeildar þjóðkirkjunnar flytur erindi. Vínar- brauð og kaffi. Fjölskyldudagur eft- ir hádegið með útileikjum, grillveislu og varðeldi. Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 10-15. íslensk píanóhátíð 23.-25. maí. Kl. 10.30 Nína Mar- grét Grimsdóttir, Saga og þróun íslenskrar píanótónlistar. Kl. 13.00 Snorri Sigfús Birgisson ræðir um píanóverk sem hann hefur samið fyrir byijendur. Hulda Bragadóttir, Richard J. Simm, Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikarar og Christopher A. Thornton klarinettu- leikari leika verk á milli atriða m.a. eftir Jónas Tómasson og Þorkel Sigurbjömsson. Sunnudagur 24. maí Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 10-15. íslensk píanóhátíð 23.-25. maí. Kl. 10.00 kynning á tónskáldinu Hróðmari I. Sigur- björnssyni (Tilbrigði). Kl. 10.15 Dr. Marek Podhajski: Sérstaða íslenskr- ar tónlistar. Kl. 11.15 Halldór Har- aldsson: Túlkunarmáti íslenskrar píanótónlistar. Kl. 14.00 Elías Dav- íðsson: Kynning á tónsteinum (hljóð- færi). Richard J. Simm píanó, Mar- grét Bóasdóttir sópran, Arnbjörg Sigurðardóttir þverflauta, Christop- her A. Thornton klarinett, leika verk á milli atriða m.a. eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Karólínu Eiríks- dóttur. Mánudagur 25. maí Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 10-15. íslensk píanóhátíð 23.-25. maí. Kl. 10.00 kynning á tónskáldinu Jóni Hlöðver Áskelssyni (Svíta úr íslandsklukkunni). Eilen Silcocks, selló og blokkflauta, Jacqu- eline F. Simm óbó, Richard J. Simm píanó. Kl. 10.15 Tónskáldaþing: Atli Heimir Sveinsson, Elías Davíðs- son, Hafliði Hallgrímsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Hróðmar I. Sigur- bjömsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Jónas Tómasson, Karólína Eiríks- dóttir, Oliver Kentish, Páll P. Páls- son og Snorri Sigfús Birgisson. Menningardagskrá þessi er unnin af Menningarsamtökum Norðlend- inga og byggist á upplýsingum sem berast símloiðis til tengiliða í hverri sýslu Norðlendingafjórðungs, og er birt fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Skráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.