Morgunblaðið - 05.05.1992, Page 38

Morgunblaðið - 05.05.1992, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 Aðalsteinn og Signrður Is- landsmeistarar í tvímenningi Komust fyrst í efsta sætið í lokaumferð mótsins íslandsmeistararnir í tvímenningi í brids 1992, Aðalsteinn Jörgen- sen og Sigurður Sverrisson, hampa sigurverðlaununum. _________Brids____________ Arnór Ragnarsson Aðalsteinn Jörgensen og Sig urður Sverrisson urðu Islands- meistarar í tvímenningi í brids 1992 en 32 para úrslitakeppni var spiluð á Hótel Loftleiðum nú um helgina. Aðalsteinn og Sigurður hlutu tveimur stigum meira en Guðmundur Páll Arn- arson og Þorlákur Jónsson sem leitt höfðu mótið síðustu um- ferðirnar og höfðu 37 stiga for- skot fyrir siðustu umferð. Aðal- steinn og Sigurður spiluðu gegn Erni Arnþórssyni og Guð- laugi R. Jóhannssyni í síðustu umferðinni og fengu 32 stig yfir meðalskor á meðan Guð- mundur og Þorlákur fengu 5 minusstig og misstu þar með titilinn út úr höndunum. Þegar staðan er skoðuð í mótinu eftir 16 umferðir af 31 hafa pörin sem urðu í efstu sætunum þá þeg- ar raðað sér í efstu sætin en stað- an var þá þessi: Bragi Hauksson - Sigtryggur Sigurðsson 183 Guðm. Páll Amarson - Þorlákur Jónsson 181 Eiríkur Hjaltason—Oddur Hjaltason 137 Matthías Þorvaldsson - SverrirÁrmannsson 126 Aðalsteinn Jörgensen - Sigurður Sverrisson 112 Hrólfur Hjaltason - Sigurður Vilhjálmsson 106 HermannLárusson-OlfurLárusson 82 Guðlaugur R. Jóhannsson - Öm Amþórsson 81 BjðmEysteinsson-MagnúsÓlafsson 76 Guðrn. Pétursson - Ragnar Hermannsson 75 íslandsmeistaramir frá í fyrra, Sverrir Ármannsson og Matthías Þorvaldsson, leiddu mótið um tíma. Það gerðu Sigtryggur og Bragi einnig nokkrar umferðir en lengst af í seinni hluta mótsins leiddu Guðmundur Páll og Þorlák- ur og virtist sem þeir hefðu mótið í hendi sér eftir 28 umferðir. Hins vegar veit spilari eins og Guð- mundur Páil að mótið er ekki búið fyrr en upp er staðið og má af því tilefni minnast þess að Guðmundur Páll „stal“ íslands- meistaratitlinum í síðustu umferð- inni fyrir nokkrum árum þegar hann varð íslandsmeistari ásamt Símoni Símonarsyni. Aðalsteinn Jörgensen er einn af heimsmeisturunum og spilar við Jón Baldursson. Jón spilaði að þessu sinni við Sævar Þorbjörns- son og urðu þeir félagar langefst- ir í undankeppninni. Það hefir hins vegar lengi loðað við að þeir sem verða efstir í undankeppninni eiga erfitt uppdráttar í úrslitunum. Sigurður Sverrisson hefir verið við nám erlendis í flugvirkjun og er nú alkominn heim. Hann er einn af okkar albestu spilurum og verð- ur eflaust í eldlínunni á næstu árum eftir þessa glæsilegu heim- komu. Lokastaðan: Aðalsteinn Jörgensen - Sigurður Sverrisson 272 Guðm.PállAmarson-ÞorlákurJónsson 270 Matthías Þorvaldsson - Sverrir Ármannsson 230 Bragi Hauksson - Sigtryggur Sigurðsson 189 Guðlaupr R. Jóhannsson - Öm Amþórsson 174 Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 156 Eiríkur Hjaltason — Oddur Hjaltason 149 Hrólfur Hjaltason - Sigurður Vilhjálmsson 104 Kristján Blöndal — Rúnar Magnússon 100 Jakob Kristinsson - Pétur Guðjónsson 87 Guðm. Pétursson - Ragnar Hennannsson 74 ísak Öm Sigurðsson - Hallur Símonarson 73 Gefin voru 50 gullstig á spilara fyrir efsta sætið, 35 fyrir annað sætið, 25, 20, 15, 12, 10, 8, 6, 4, 2, og 1 stig fyrir næstu sæti, þ.e. tólfta sætið fékk 1 stig. Landsbyggðarpörin sóttu ekki gull í greipar Reykvíkinga en fé- Iagar í BR röðuðu sér í efstu sæt- in. Jakob Kristinsson og Pétur Guðjónsson frá Akureyri, svæðis- meistarar Norðurlands eystra, urðu í 10 sæti en þeir eru jafnan í einu af 10 efstu sætunum í stærri tvímenningum hérlendis. Bræð- urnir Steinar og Ólafur Jónssynir byijuðu mótið vel og leiddu mótið um tíma. Höfðu þeir náð 141 stigi yfir meðalskor eftir 9 umferðir og voru með 65 stiga forystu. Eftir það gekk þeim allt í óhag og þeir enduðu í 18. sæti með 31 mínus- stig. Jón Baldursson og Sævar Þorbjömsson urðu einnig að sætta sig við að vera fyrir neðan miðju en þeir urðu 17. með 9 mínusstig. Keppnisstjórar voru Agnar Jörgensson og Kristján Hauksson sem einnig sá um að reikna mótið út. í lokaorðum Helga Jóhanns- sonar, forseta Bridssambandsins, féllu þau orð að óvíða erlendis sem hann þekkti til væri keppnisstjórn jafn fumlaus sem í þessu móti. Mikill fjöldi áhorfenda' fylgdist með mótinu, einkum í síðustu umferðunum. íslandsmót í parakeppni Næstu helgi, 9. til 10. maí, verður íslandsmótið í parakeppni haldið á Siglufirði. Spilaður er barómet- er, tvö spil millf para og hefst keppnin kl. 13 á laugardag. Skráning í mótið er hjá BSI í síma 91-689360 og hjá Jóni Sigur- björnssyni í síma 96-71350. Keppnisstjóri verður Jakob Kristinsson og spilað er um gull- stig. Þeir sem ætla að vera með eru hvattir til að láta skrá sig sem fyrst til að auðvelda undirbúning fyrir mótið. Skráningarfrestur er til miðvikudagskvölds 6. maí. Nú- verandi íslandsmeistarar í para- keppni eru Dröfn Guðmundsdóttir .og Ásgeir Ásbjörnsson. Tvær konur spiluðu í úrslitakeppninni. Þær heita báðar Hjördís. Onnur er Eyþórsdóttir í kvennalandsliði íslands en hin er Sigur- jónsdóttir og byrjaði að spila brids fyrir liðlega ári síðan. Myndin er tekin þegar Hjördís Sigurjónsdóttir og meðspilari hennar Sæ- vin Bjarnason spila gegn bræðrunum frá Siglufirði, Ólafi og Stein- ari. Hjördís og Sævin spila í Siglufirði um næstu helgi og var undankeppni Islandsmótsins hugsuð sem æfing fyrir mótið. Æfing- in breyttist í eldskírn fyrir Hjördísi Sigurjónsdóttur sem spilaði brids í 35-40 klukkustundir um helgina. ^Abu Garcia Þegar kemur að vali á veiðivörum er Abu Garcia merki sem æ fleiri treysta á, enda framleiddar úr físléttum en sérlega sterkum efnum með hámarks gæði og endingu að leiðarljósi. Nú er einmitt rétti tíminn til að huga að endumýjun eða kaupum á veiðibúnaði. Kynntu þér gott úrval Abu Garcia veiðivara hjá Veiðimanninum eða á sölustöðum um land allt. Gleðilegt veiðisumar & með Abu Garcia Opiö til kl. 18 mánud,-fimmtud. til kl. 19 á föstudögum og frá kl. 10 til 16 á laugardögum. Hafnarstræti 5 Símar 1 67 60 og 1 48 00 Morgunblaðið/Arnór Frá afhendingu gjafanna. Talið frá vinstri: Garðar Steinþórsson fundarstjóri, Magnús Eyjólfsson, formaður styrktarsjóðs, Greta Björgvinsdóttir, Þorsteinn Jóhannesson, Sólveig Granz, Eiríkur Her- mannsson, Guðlaug Sigurðardóttir, Arnar Jakobsson og Guðmundur Th. Ólafsson, forseti Kiwanisklúbbsins Hofs. Garður: Veglegar gjafir frá Kiwanismönnum Garði. KIWANISKLÚBBURINN Hof verður 20 ára í sumar, nánar tiltekið 26. júní. Laugardaginn 25. apríl sl. boðaði klúbburinn á sinn fund ýmsa forsvarsmenn félaga í byggðarlaginu og afhenti þeim að gjöf frá klúbbnum tæplega eina milljón kr. Stærsta gjöfin var til björgunar- sveitarinnar Ægis en samkoman var einmitt haldin í húsi félagsins sem staðsett er í Út-Garðinum. Björgunarsveitin fékk nýjan gúm- björgunarbát af gerðinni Zodiac Mark III ásamt utanborðsmótor af Yamaha-gerð og er þessi gjöf að verðmæti um 650 þús. kr. Gerða- skóli fékk 75 þús. kr. til tölvu- kaupa. Foreldra- og kennarafélag tónlistarskólans fékk 20 þús., tón- listarfélagið 75 þús. kr. til hljóðfær- akaupa, æskulýðsnefnd fékk jóla- kortagjöf að verðmæti 80 þús. kr. og Heimavarnarliðið, sem er félag eldri borgara, fékk 35 þús. kr. Auk þessa var björgunarsveitinni afhent- ur hluti af hagnaði flugeldasölu um síðustu áramót, um 46 þús. kr. Fjöldi gesta var í samkomunni. Meðal þeirra voru forsvarsmenn Kiwanishreyfingarinnar auk hreppsnefndarfulltrúa og Kiwanis- manna en nú starfa 22 meðlimir í Kiwanisklúbbnum Hofi. Formaður Hofs er Guðmundur Th. Ólafsson, formaður styrktarsjóðs er Magnús Eyjólfsson. Björgunarsveitin bauð upp á kaffi og glæsilegt hlaðborð. Formaður björgunarsveitarinnar Ægis er Arn- ar Jakobsson. Arnór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.