Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992
Eimskip kemur
til greina í Græn-
landsflutningum
EIMSKIP kemur enn til greina sem samstarfsaðili grænlensku lands-
stjórnarinnar um stofnun nýs skipafélags sem tæki að sér millilanda-
flutninga og strandflutninga á Grænlandi. Grænlenska landssljórnin
hefur nú þrengt val sitt um samstarfsaðila niður í þijú skipafélög,
Eimskip og tvö dönsk félög. Ráðgert er að stofnað verði sérstakt félag
um flutningana á Grænlandi með veltu upp á 2,5 milljarða á ári, fimm
skip og heildarflutning sem næmi 180.000 tonnum.
Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskips, segir að það muni væntan-
Iega skýrast síðla sumars hvaða félag
verði fyrir valinu en um yrði að ræða
stofnun nýs skipafélags sem væri í
meirihlutaeigu þess félags á móti
grænlensku landsstjóminni.
Fram kemur hjá Herði að áætlan-
ir gera ráð fyrir að hið nýja félag
reki fimm skip, þar af þrjú skip í
siglingum yfír Norður-Atlantshafið,
milli Nuuk á Grænlandi og Álaborg-
ar í Danmörku og tvö skip í strand-
siglingum á Grænlandi.
„Eimskip hefur staðið í viðræðum
um þessi mál við grænlensku Iands-
stjómina en upphaflega voru 56 skip-
afélög inni í myndinni. Landsstjómin
hefur nú þrengt vel sitt niður í þrjú
félög," segir Hörður Sigurgestsson.
„Um yrði að ræða samstarfsverkefni
og væntanlega gerður sjö ára samn-
ingur um flutningana í upphafi."
Hörður segir að Eimskip líti á
Norður-Atlantshafið sem sinn heima-
markað og þetta hugsanlega sam-
starf við Grænlendinga um flutninga
sé einn þátturinn í þróun á hugmynd-
um um öflugra markaðsstarf á þessu
svæði á vegum félagsins.
• Morgunblaðið/Sverrir
Kristnihátíðarnefnd kemur saman
Kristnihátíðamefnd til undirbúnings hátíðar árið
2000 í tilefni kristnitöku árið 1000 kom nýlega sam-
an í Biskupsgarði við Laufásveg. Nefndin er skipuð
af ríkisstjóminni og eiga í henni sæti frú Vigdís
Finnbogadóttir, forseti Islands, Davíð Oddsson for-
sætisráðherra, Salóme Þorkelsdóttir forseti Alþingis,
Guðrún Erlendsdóttir forseti Hæstaréttar og hr.
Ólafur Skúlason biskup og er hann jafnframt for-
maður nefndarinnar. Sagði hann að á fundinum
hafí verið rædd þau verk, sem nefndin hefur ákveð-
ið að beita sér fyrir, s.s. ritun Kristnisögu í 1000
ár. Hefur verið skipuð ritnefnd til að annast útgáf-
una og dr. Hjalti Hugason prófessor hefur verið
ráðinn ritstjóri verksins. Þá.hefur verið samþykkt
að vinna að þýðingu Gamla testamentisins úr hebr-
esku á íslensku.
VEÐUR
Neytendasamtökin;
íDAG k\. 12.00
HeimJW: Veóurstofa istands
(Byggt ó veðurspá kf. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR l DAG, 12. MAI
YFIRLIT: Um 750 km suðsuðvestur af landinu er vfðáttumikil og vax-
andi 988 mb lægð sem þokast norðaustur. Heldur mun hlýna í veðri.
einkum sunnan- og austanlands.
SPÁ: Norðaustlæg átt. víða stinningskaldi suðaustanlands framan af
degi en annars hægari. Skúrir eða él með austur- og norðurströndinni
en léttskýjað suðvestanlands og víðast í innsveitum norðanlands. Hiti
á bilinu 1 til 7 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Austanátt og slydda eða rigning á Suðaust-
ur- og Austurlandi. en þurrt og víða bjart veður annars staðar. Hægt
hlýnandí.
HORFUR Á FIMMTUDAG: Austan- og nörðaustanstrekkingur og skýjað
um allt land. Slydda og síðar rigning víða um norðan- og vestanvert
landið og skúrir suðaustanlands. Hiti 3 til 7 stig.
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrfc,
tieil fjöður er 2 vindstig..
///*/**** . t * 10° Hitastig
' ' * ' * * V V V V Súld J
////*/*** V v V > A
Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El =Þoka
FÆRÐA VEGUM: m. 17
Góð færð er á vegum í nágrenni Reykjavtkur. Vegir á Suðurlandi eru
greiðfærir og einnig með suðurströndinni austur á Austfirði. Á Vestur-
landi er yfirleitt góö færð, og fært um Dali í Gufudatssveit og verið að
moka Klettsháls. Á Vestfiörðum er fært um Kieifaheiði og Hálfdán og
sama er að segja um Breiódalsheiði, Botnsheiði og Steingrfmsfjarðar-
heiði. Aðrir vegir á Vestfjörðum eru yfirteitt færir, nema llrafnseyrar-
heiði er jeppafær, en ófært um Dynjandisheiði og Þorskafjarðarheiði.
Færð er yfirleitt góð á Norðurlandí, Norðausturlandi og Austurland'u
Vegagerðin.
o &
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að fsl. tíma
Akureyri Reykjavflc hltl 5 6 uedur skýjað skýjað
Bergen 5 skúrir
Helsinki 10 skúrir
Kaupmannahöfn 10 skýjað
Narisarssuaq +1 léttskýjað
Nuuk r-5 skafrenningur
Ósló 12 skýjað
Stokkhólmur 8 skúrir
Algarve 22 heiðskírt
Amsterdam 13 léttskýjað
Barcelona 20 mistur
Berfín 11 rigning
Chicago vantar
Feneyjar 23 þokumóða
Frankfurt 11 þrumuveður
Slasgow 11 skúrir
Hamborg 9 skýjað
London 13 skýjað
LosAngeles 18 alskýjað
Lúxemborg 9 skýjað
Madríd 25 iéttskýjað
Malaga 30 heiðskírt
Maliorca 25 léttskýjað
Montreal 10 léttskýjað
NewYork vantar
Orlando 19 mistur
París 14 skýjað
Madeira 18 skýjað
Róm 20 léttskýjað
Vín 23 skýjað
Washington 17 þokumóða
Winnipeg 9 alskýjað
Mikið kvartað vegna
viðskipta verslunar
með notuð húsgögn
NEYTENDASAMTÖKIN hafa fengið fjölda kvartana vegna við-
skipta fólks við húsgagnaverslun sem selur notuð húsgögn. Fólkinu
hefur gengið illa að innheimta andvirði húsgagna sem verslunin
hefur selt fyrir það. Neytendasamtökin eru núna með innleggsnót-
ur samtals að fjárhæð nokkur hundruð þúsund krónur sem ekki
hefur tekist að innheimta hjá versluninni.
Sesselja Ásgeirsdóttir starfs-
maður Neytendasamtakanna sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær
að undanfama mánuði hafi fjöldi
fólks leitað til samtakanna vegna
viðskipta við Ódýra markað-
inn/Betri-kaup sem nú er til húsa
í Síðumúla 23. Fólk hafí lagt þar
inn húsgögn og fleira til sölu og
fengið innleggsnótur og þrátt fyrir
margar tilraunir hafi mörgum ekíri
tekist að innheimta andvirði seldra
húsgagna. Sesselja sagði að dæmi
væru um að fólk hefði sagst hafa
reynt 50 sinnum að innheimta pen-
inga sína en án árangurs. Þá væru
sumar innleggsnóturnar tveggja
ára gamlar. Neytendasamtökin
hefðu gengið í það að reyna að
innheimta peningana og tekist það
í mörgum tilvikum með miklum
eftirgangsmunum. Sesselja sagði
að dæmi væru um að fólk úti á
landi hefði komið í verslunina og
keypt og greitt hluti og fengið lof-
orð um að þeir yrðu sendir en það
ekki verið gert og hlutimir seldir
aftur. Þá væru dæmi um að versl-
unin hefði ætlað að greiða út lægri
ijárhæð en samið hefði verið um
og fram kæmi á innleggsnótu.
Hún sagði að síðustu daga hefði
kvörtunum fjölgað og nú vissu
Neytendasamtökin um kröfur á
þessa verslun upp á mörg hundruð
þúsund krónur. Sesselja sagðist
ekki vita hvað Neytendasamtökin
gætu gert annað en að reyna að
hjálpa fólki við að innheimta pen-
inga sína, þó illa hafí gengið. Fólk
sem talið hefði sig hlunnfarið hefði
haft á orði að það myndi kæra
verslunina en hún vissi ekki ákveð-
in dæmi slíks. Hjá Rannsóknarlög-
reglunni fengust ekki upplýsingar
um hvort slíkar kærur hefðu borist.
-----* * *
Miðlunartillagan:
Ovíst um
framhaldið
hjá þeim
sem felldu
ENNÞÁ er allt óljóst hvað gerist
í málum þeirra félaga launa-
manna sem fellt hafa miðlunartil-
lögu ríkissáttasemjara. Þá er það
einnig óljóst hve mörg félög
höfnuðu tillögunni, þar sem taln-
ingu er ekki lokiö í öllum þeirra.
Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis-
sáttasemjari, segir að það verði
skoðað nú á næstu dögum, hvert
framhaldið verði. Hvort teknar
verði upp beinar viðræður á hveij-
um stað, eða á landsvísu, er alls
óvíst.
Guðlaugur segir að miðlunartil-
lagan hafi verið felld í 10-11 félög-
um en það sé erfítt að gera sér
grein fyrir stöðunni núna, þar sem
talning hafí ekki farið fram í stórum
félögum. Til dæmis hefur ekki ver-
ið talið hjá Kennarasambandinu og
öllu Rafiðnaðarsambandinu en um
næstu helgi ættu málin að fara að
skýrast.
Tækjum fyrir um hálfa
milljón stolið í innbroti
TÆKJUM að verðmæti um vélum, tveimur plötuspilurum,
hálfa milljón króna var stolið I geislaspilara og magnara, öllu af
innbroti í versluninni Smith og gerðinni Siemens.
Norland við Nóatún aðfaranótt Ekki er vitað hveijir þarna voru
sunnudagsins. að verki en RLR fer með rann-
Stolið var sjö myndabandstöku- sókn málsins.