Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1992 45 I I I I I 1 I í I I I í í Þorskur - konungur fiska Frá Svend-Aage Malmberg: Björn Stefánsson bar nokkrar' spurningar upp við undirritaðan í Velvakanda 22. desember sl. Fjöll- uðu spumingar hans um hver éti hvem og hvað í sjónum við Island og hvort kyrkingur komi i þorskinn fái hann ekki nóg að éta. Sá sem skrifar er hafeðlisfræð- ingur og enginn sérfræðingur á sviði fæðuvistfræði físka. Hann er samt í nánum tengslum við kunna vísindamenn á því sviði, bæði innan Hafrannsóknarstofnunarinnar sem utan, þ.e.a.s. erlendis. Auk þess fylgist undirritaður með árferðinu í sjónum við landið og tengslum þess við afkomu nytjastofna. Því var þess freistað að svara spurning- um Björns Stefánssonar eftir bestu getu og samvisku (Morgunblaðið 7. febrúar sl.). Fyrirspyrjandi virð- ist ekki vera ánægður með svörin af bréfi hans frá 2. apríl sl. að dæma. Virðist þar gæta einhvers misskilnings. Skal nú reyna að árétta það sem réttara telst og reynist um fæðuval hinna ýmsu físka og þá sérstaklega þorsks, svo aðrir fari e.t.v. ekki að tileinka sér neinn misskilning á þeim vettvangi. Misskilningurinn felst í því að setja grasbít eða jurtaætur á landi sem jafnframt teljast til húsdýra (fé og hross) að jöfnu við villt rándýr eða fískætur í sjó (þorskur) þegar ■Tjallað er um fæðuval eða sem besta nýtingu í fæðukeðju í sjó. Þorskur er ofarlega í fæðukeðj- unni. Hann nærist mest á öðrum fiskum og jafnvel á félögum sfnum. A enskri tungu er hann stundum nefndur „king cod“ eða „þorskur konungur" sbr. konung dýranna, Ijónið, og konung fugla, örninn. Olafur Karvel Pálsson, fískifræð- ingur á Hafrannsóknarstofnuninni, hefur kannað fæðuval þorsks á ís- landsmiðum. Rannsóknir hans sýna að aðalfæða þorsks er annar fisk- ur, sérstaklega loðna, kolmunni og einnig karfí og rækja. Að öðru leyti er fæðan háð stærð þorsks og árs- tíma. Fiskur eins og karfí étur svo einkum dýrasvif og ýsa étur einkum botndýr. í bók Gunnars Jónssonar fiskifræðings — íslenskir fískar — stendur að gulllax éti krabbadýr, skeldýr, seiði og smáfíska, en lang- hali éti krabbadýr og rækju og jafn- vel loðnu. Langhali finnst þó veriju- lega á miklu dýpi eða neðan við hefðbundin þorsk- og loðnumið, en gulllax fínnst í hlýja sjónum á slóð- um þorsks. Þessir fiskar keppa því vart við þorsk um æti svo nokkru nemi. Það er þannig augljóst að þorski lætur best að bráð hans séu aðrir fískar eins og gerist með villtum rándýrum á landi og í lofti. Fái A.A A A A A A A A.A.A.A A A A.A.A A A A A A ^ A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A AaA. rA A A. A A a.A.A.A.A.A.A.A A. A.A.A. A. AaAaAaAaA A AVSk AA.AAAAAAAAAAAAAAAAAA ÍA AaA AaAaAaAaAaAaAaAaAaAaAaAaA A A A A/ IV aaaaaaaaaaaaaaaaaaa 4ÍT^>>>jAaA A A A A A A A A. A. A. A. A AaAaAaA^A. W^^^^a^aAAA A \ AA.A.A^ A A A A A A A •V* > /p > >-V. A A A A A A A. 'nnw Á.A.A.A.A/ A.A.A J »>>>/♦•>>^kA A.A A A AAA .LUUNAA A A A A A A l jÆ)\ lU’’\11LA A A A A A.A. A.AaAaA .A AaAaA.AAA Æ{[[[[[ /i > >f’.\ > > >\\ AAAAA AAAAA / AAAAA •/uuuuu' .•.R/.v.-ÍJJÍLíCaVA.A' A A A A.AaA.A,A.AaA,A Mí/v.vX.a a.a.a.a.a.a.a.a.a.a V.öv.v.t;; i;; S5!í«véAiAaAV«aAiJIl t-ff.v.v.-I»>>>>>íwíwi.A.A A A A.AAA.A.jMP ív.v.v.vA> >>>>>>> 3h4\A . A A A A A A ZV A A/illllir** tv.v.v.v.v>>>>>>>>Víí\AaA.A A A A A A./W+ ♦ ♦1 y.....V>>>>>>>>^►♦♦♦*kA A A A A A A A/Iír' Iv.v.v.vA>>>>>>>>A.A.A A A A A Æz** wmm niiiiii : ;:K' l.........V >>>>>>>> > MAA/w + + + + + + + + \V. ./T.V.V* > >>>>>>>>> >♦♦♦♦♦♦♦ a a aW ♦♦♦♦♦**♦* : r.V/ Vv.V.v > > >/\> >>>> >>♦♦♦♦♦♦♦♦♦vsr/\~AMSr' ♦* + ♦♦♦ + ♦ + r.y v.v.VT > >/:h >>>>> >H ♦♦♦♦♦♦* 'ÖTa0# + ♦♦♦♦♦ + + ♦4 V/ V” ’ \l/’”\ >>>>>> A Æ* 444444 ♦_+£>**♦♦♦♦ >>>>>>>VV VN 444444>+-♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Vv.v.v.v.v.va >>>>>> > >>>> > * * * * X.......A»>>>>>>>>>>> >f\* ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ 1 A Q\/l C I • • .V.V.V.V.V.V >>>>>>>>>>>> >>V *\(/* * * ■^^♦♦♦♦♦♦♦'K' A R PI ^ \’.’:/r ‘y.v.*.v>>>>>>>>>>>>>yti**-•/♦♦♦♦♦>n> \r \v.*.\>>>>>>>>>>>>>>VV ♦/♦♦♦♦><>>>>>>>l> >>4 ÞORSKUR LJOSATA :rækjurV BOTNDÝR 100 50- tKOLMUNNl > > »*/♦•♦••>>>>>>>>>>>>>> >> >>>>>>>>>>>>>>> >>>♦♦♦»>>>>>>>>>>>>>>>>> >>> >>>>>>>>>>>>>>>>>> >>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>> >>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>-> >>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>> \>>>>>>>>>>>:SUNDDÝR>> DÝRASVIF (leif) Z09 25« 28U-M495 880 737 737 948 698 624 458 204 Fjöldi moga 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 130 Lengd þorsks (cm) Fæða þorsks á íslandsmiðum hlutfallsleg þyngd fæðunnar eftir lengd fisksins samkvæmt athugunum 1980-1981. Heimild: Ólafur Karvel Pálsson hann ekki nægju sína af físki, t.d. loðnu, þá hleypur reyndar kyrking- ur í hann eins og um var spurt. Þorskur er „konungur“ físka á ís- landsmiðum. Þetta er staðreynd sem verður ekki breytt þrátt fyrir allar óskir um betri nýtingu í fæðukeðjunni. Eigi að framfylgja ósk um betri nýtingu yrði að útrýma þorski svo lífverur neðar í fæðukeðj- unni geti skilað sér beint í veiðar til manneldis. En því er nú þannig farið að hvorki þorskur né maður láta vel að stjóm í fæðuvali sínu heldur leitst þeir við að nærast á því sem þeir hafa vanist og helst verður það að þykja gott einnig. Bréfritara er reyndar minnisstæður gamall heimilisvinur, Skaptfelling- ur, sem tók gúrku og tómata ofan af velsmurðu áleggsbrauði móður minnar með þeirri athugasemd, að hann æti ekki gras! Sama er að segja um þorskinn. Skaptfellingur- inn átti einnig til miður lystilegt orð yfir rækju þótt þorskur láti sér hana reyndar vel líka. Bréfritari leggur mikla áherslu á árferði í sjó þegar fjallað er um ástand fískistofna. Árferði er breytilegt og ber framtíð í skauti sér, en óskaafli er stöðugur eða vaxandi og byggist á fortíð. Þegar þessu tvennu slær saman, þ.e. t.d. versnandi árferði og stöðug eða jafnvel aukin sókn þá er voðinn vís eins og dæmin sanna. Hvoru skal um kenna, árferðinu og ástandi fiskistofna eða sókninni, er svo yandinn, en sókninni má stjóma en árferðinu ekki. Að lokum vill bréfritari þakka Birni Stefánssyni fyrir áhuga hans á málefninu. Jafnframt vill bréfrit- ari feta í fótspor merkismannsins útvarpsstjóra sem bauð gagnrýn- anda í kaffi til skrafs og ráða- gerða, og býður bréfritari því Bimi í heimsókn á Hafrannsóknarstofn- unina til að ræða málin frekar. SVEND-AAGE MALMBERG, haffræðingur, Móaflöt 33, Garðabæ. Pennavinir Kanadískur karlmaður, kvæntur, vill skrifast á við konur á aldrinum 35-50 ára. Margvísleg áhugamál: Ted Wallace, 21 Southglen Road, Brantford, Ontario, Canada N3R 6Z8. Giftur Frá Nígeríu skrifar 24 ára karlmaður með áhuga á tónlist, tí- skuteiknun, ljósmyndun, ferðalög- um o.fl.: Eric Usih, Tima Guest House, P.O. Box 25, Sapele, Delta-State, Nigeria. VELYAKANDI 17 ÁRA GÖMUL fínnsk stúlka ósk- ar eftir pennavinum á aldrinum 16-19 ára. Heimilisfang hennar er: Elina Mákelá Niittytie 6, 44500 Viitasaari Finland HRINGUR Hringur fannst í versluninni Messing í Kringlunni. Upplýs- ingar í síma 689265. STÍGVÉL Gallon stígvél var tekið en skilið eftir leðurstígvél hjá dagvistun fatlaðra i Hátúni 12. Sú eða sá sem stígvélið tók er vinsamleg- ast beðinn að hafa samband við Jóhönnu í síma 26802 eða dag- vistina í síma 12720. KETTLINGAR Þrír kassavandir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 667102. SJAL Rauðbrúnt ullarsilkisjal tap- aðist á skírdag í Gróttu eða á Háskólasvæðinu. Upplýsingar í síma 681854. Fundarlaun n HUNDURINN GLEFSAÐI Þóra Sveinbjömsdóttir. Sonur minn var að koma úr strætisvagni í Mjóddinni og gekk yfir i Gerplu um daginn. Þá kom hundur aðvífandi og glefsaði í bakið á honum. Dreng- inn sakaði ekki en ég vil benda á að hundar mega ekki ganga lausir. Það mætti fylgja þessu banni betur eftir. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5aí 5 2 1.345.058 2. 4^ m 155.881 3. 4al5 86 9.380 4. 3a(5 3.785 497 Heildarvinningsupphæð þessaviku: 5.845.584 kr. Vinningstölur taugardaginn 9. maí 1992 upplýsingar- sImsvari 91 -681511 lukkulína991002 Námskeið fyrir þá fjölmörgu sem þurfa að reka og nota Novell netkerfi án þess að hafa fengið sérstaka þjálfun til þess. Einstakt námskeið. Tölvu- og verkfræðiþjónustan Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi 16• stofnuð t. mars 1986 (J) Varst bú í Fríkirkjunni? Á undanförnum árum hefur fjöldi safnaðarfélaga fallið af skrá vegna búferlaflutninga, skv. gömlum stjórnvaldsregl- um. Þessum reglum hefur nú verið breytt þannig að nú getur fólk verið í Fríkirkjusöfnuðinum hvar sem það býr. Hvad með þig? Nánari upplýsingar í síma 27270 í dag kl. 10-13. Fríkirkjan f Reykjavík. Seljum í dag og næstu daga nokkur lítillega útlitsgölluð GRAM tæki með góðum afslætti. GÓÐIR SKILMALAR TRAUST ÞJÓNUSTA HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91)-24420 iFúnix naust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.