Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992
t
Konan mín,
HLÍF TRYGGVADÓTTIR,
andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 9. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigurbjörn Ketilsson.
Minning:
Guðjón Ólafsson.
frá Landamótum
t
Faðir minn,
ÁRNI LAUGDAL JÓNSSON,
Bergþórugötu 14a,
Reykjavik,
lést í Landspítalanum sunnudaginn 10. maí.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Stefán Árnason.
t
Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir,
sonur og sonarsonur,
JÓHANN GEORG MÖLLER,
Flúðaseli 63,
Reykjavík,
lést 9. maí.
Aðalbjörg Úlfarsdóttir,
Sævar Guðmundsson,
Fríða Friðriksdóttir,
Jóhann Möller,
Emelía Samúelsdóttir,
Anna Möller,
Baldvin Jónsson.
t
Elskuleg dóttir okkar og systir,
MARGRÉT VALA
EMILSDÓTTIR,
lést 9. maí.
Jóna Vestman,
Ellen Emilsdóttir,
Emii Guðmundsson,
Emil Emilsson.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma, lang-
amma og langalangamma,
INGIBJÖRG KRISTÓFERSDÓTTIR JÓNSSON,
Sunnyvale,
Kaliforniu,
Bandarikjunum,
lést 6. maí sl.
Svanhvít Tingle, Harold Tingle,
Erla Delflache,
Kristófer Vilhelmsson, Rosie Vilhelmsson,
Sigurbjörg Kristófersdóttir,
Bára Kristófersdóttir,
Hörður Kristófersson, Pálína Stefánsdóttir,
Hanna Andersen,
Sigríður Sigurjónsdóttir,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
t
Minningarathöfn um
JÓN KARLSSON
hjúkrunarfræðing,
verður haldin í Langholtskirkju fimmtudaginn 14. maí kl. 10.30.
Rauði kross íslands,
Kór Langholtskirkju.
t
Elskulegur fósturfaðir, bróðir, mágur og frændi,
KARVEL HALLDÓR STEINDÓRSSON,
Dvergholti 22,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn fráÁskirkju miðvikudaginn 13. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á starf Sambands
íslenskra kristniboðsfélaga.
Árni Andersen, Erna Ólafsdóttir,
Petrína Steindórsdóttir, Jóhannes Jóhannesson,
Baldvin Steindórsson, Liija Magnúsdóttir,
Gunnar Sigtryggsson
og frændsystkin.
Fæddur 30. janúar 1915
Dáinn 4. maí 1992
„Gaui-afi á Hóló“ hefur kvatt
þennan heim eftir langan hetjuleg-
an bardaga við veikindi sem buguðu
hann að lokum. Það hefur ekki
reynst afa auðvelt að láta deigan
síga. Kraftmikill og þrautseigur sjó-
maðurinn gefur sig ekki svo auð-
veldlega þótt móti blási og það var
fátt sem beit’ á hann afa okkar.
Dugmikil barátta hans við veikindi
og sjúkdóma sem á hann heijuðu
undanfarið lýsa einmitt svo vel per-
sónunni sem hann hafði að geyma.
Viljugi sjómaðurinn sem bar fiskinn
í land, þannig viljum við muna hann.
Á Hólagötu 29 í Vestmannaeyj-
um bjuggu „amma og afi á Hóló“
eins og við kölluðum þau, Guðjón
Ólafsson, f. 30. janúar 1915 og
Sigríður Friðriksdóttir, f. 30. júní
1917. Ég undirrituð var ekki há í
loftinu er ég lagði Heimaey þvera
undir fót og stalst uppá Hóló, það
var töluverður spotti fyrir stutta
fætur. Flenging og skammir sem
ég fékk er heim kom gleymdust
fljótt því efst í huga var heimsókn-
in til ömmu og afa, svo miklu meira
virði en að láta smá skammir
skyggja á hana. Þær urðu líka ótelj-
andi heimsóknir á Hólagötuna og
síðar meir á Hjallabrautina í Hafn-
arfirði þar sem þau bjuggu í seinni
tíð. Það var alltaf svo gaman að
BLÓM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sími 689070.
koma til ömmu og afa, það lögðu
líka margir leið sína til þeirra því
við munum að ætíð var margt um
manninn á þeirra heimili. Sigga-
amma var óspör á veitingamar og
lumaði á ótrúlegustu kræsingum.
Tertur og kleinur hjá ömmu hafa
alla tíð laðað að svanga krakka og
unglinga. Á öllum tímum sólar-
hringsins bauð amma uppá kaffí
og gérir enn. Afí var ekki alltaf
heima frekar en aðrir sjómenn, en
hann hlýtur að hafa eytt miklu af
sínum tíma í landi með okkur
krökkunum því nú finnst okkur við
eiga svo óskaplega margar minn-
ingar með afa. Fyrst kemur upp í
hugann uppáhaldið okkar en það
vom bíltúrarnir. Þeir hófust yfírleitt
hjá „Magga á Kletti" en þar fengum
við ís og svo hófst rúnturinn sem
var ætíð yflrfullur af fróðleiksmol-
um en af þeim átti afí nóg, því
hann var bókhneigður maður og vel
að sér í öllu. Leiðin lá niður á
bryggju að sjálfsögðu og útá Eyði,
þegar ísinn var búinn var síðan
sungið um allt það er fyrir augun
bar, inní Dal uppá Höfða og að
ógleymdiim ferðum á Skansinn. Afi
þekkti alla bátana útá sjó svo langt
sem augað eygði og sagði okkur
merkilegar sögur sem gerst höfðu
í gamla daga á þessum slóðum.
Einhvem tíma ætluðum við að verða
svona stór og klár eins og Gaui-afí
og læra öll þessi blessuðu bátanöfn,
úteyjanöfn, fuglanöfn og allt þetta
sem afi fræddi okkur á en hann
vissi bókstaflega allt. Er nema von
við væmm stolt og litum upp til
hans afa okkar. Já eflaust vorum
við góðu börnin hans eins og hann
á&ieytúty&si,
Opið alla daga frá kl. 9-22.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
bróðir okkar,
SIGURÐUR STEINSSON,
sem lést í Landspítalanum 5. maí, verður jarðsunginn frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 13. maí kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á að láta Ytri-
Njarðvíkurkirkju njóta þess.
Pálína Þorláksdóttir,
Steinn Árni Sigurðsson,
Gunnar Þór Sigurðsson, Elsa Hafsteinsdóttir,
Linda María Gunnarsdóttir, Jón Gunnar Margeirsson,
Pálína Heiða Gunnarsdóttir, Steinþór Júliusson,
Gunnar Þór Jónsson
og systkini hins látna.
t
Alúðarþakkir til allra, er veittu okkur hluttekningu og hlýhug við
frá fall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
REBEKKU ÞIÐRIKSDÓTTUR,
síðast til heimilis
f Háagerði 85, Reykjavík.
Sérstaklega viljum við þakka þá ástúð og umönnun er hún naut
tímabundið í Hafnarbúðum og hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Magnúsdóttir, Þiðrik Baldvinsson,
Páll Magnússon,
Magnús Reynir Magnússon,
Svanlaug Magnúsdóttir, Guðjón Ó. Ásgrímsson,
Skúli Magnússon, Guðrún Georgsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
tjáði okkur svo oft nú í seinni tíð,
vegna þess að við voguðum okkur
ekki að óhlýðnast þessum merkilega
manni. Mörg kvöld höfum við líka
legið í kjöltunni hans afa sem var
svo mjúk o g hlý og horft á sjónvarp-
ið. Afí var alltaf fljótur að sofna
en þá klipum við í kinnina á honum.
Afí var öllum svo góður og það
voru fleiri en við barnabörnin hans
sem sóttumst eftir að eiga Gaua-
afa. Þegar við uxum úr grasi varð
hann afí að fínna sér krakka til að
fá í hemsókn svo hann hefði nú
einhveija að dekra við. Það hefur
ekki verið erfítt fyrir hann því öll
börn sem komu til þeirra vildu ólm
eiga þau fyrir ömmu og afa. Hjá
þeim lærði maður líka margt. Afí
kenndi okkur að vinnan göfgar
manninn og sýndi okkur það meira
að segja í verki. Nú þegar þessar
minningar hrannast upp í huga
okkar. Nú þegar við fylgjum honum
til grafar huggum við okkur við það
að þurfa ekki að horfa uppá hann
þjást lengur. Það var óskemmtileg
reynsla að horfa uppá þennan
sterka mann rúmfastan svo lengi á
spítala. Við huggum okkur við að
nú hefur góður Guð tekið við honum
og dóttir hans sem þau amma og
afí misstu svo unga. Amma og afi
eignuðust þijú börn og eru tvö
þeirra eftirlifendur afa. Gréta, f.
6. apríl 1938 og Friðrik Ólafur, f.
4. janúar 1948, en Guðbjörg Ósk,
f. 27. júlí 1943, lést 23. desember
1950.
Um leið og við kveðjum hann afa
okkar í hinsta sinn viljum við biðja
góðan Guð að styrkja hana Siggu-
ömmu í þeirri djúpu sorg sem hún
mun nú þola og alla aðra ættingja
og vini hans. Megi afí okkar fara
í friði. Sálmur Valdimars Briem á
vel við á þessari stundu:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þerri tregatárin stnð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,'
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guðbjörg Ósk og Ófeigur F.
108 Reykjavík. Sími 31099
Skreytlngar viö öfltllefní.
Gjafavörur.