Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1992
11
ÞÆG OG GOÐ
________Leiklist____________
Súsanna Svavarsdóttir
Augnablik í Gerðubergi
Dimmalimm
Höfundur: Guðmundur Thor-
steinsson
Tónlist: Atli Heimir Sveinsson
Léikmynd: Björg Vilhjálms-
dóttir
Flautuleikari: Kristin Guð-
mundsdóttir
Leikarar: Harpa Amardóttir,
Ásta Arnardóttir og Björn Ingi
Hilmarsson
Það er sagan af Dimmalimm,
litlu prinsessunni sem frelsaði
svaninn sinn úr álögum, sem leik-
hópurinn Augnablik hefur nýver-
ið tekið til sýninga - til að ferð-
ast með um bamaheimili Reykja-
víkur og nágrennis á næstunni.
Mér hefur sjálfri álltaf þótt
þetta ævintýri dálítið hæpið og
ekki standast sem slíkt. Nomin
breytir ungum prinsi í svan og
segir að hann losni ekki úr álög-
um fyrr en einhver „þæg og góð
stúlka“, láti sér þykja nógu vænt
um hann til að heimsækja hann
á hveijum degi í heilt ár. Prins-
inn, Pétur, er svo lánsamur að
að lenda í þessu svanslíki sínu
einmitt á vatni við höll þar sem
„þæg og góð stúlka“ býr - og
það er hamrað á því í verkinu:
„Engin er eins þæg og góð og
Dimma-limma—limm.“
Skilaboðin eru ótvíræð: Ef þú
ert þæg og góð stúlka, geturðu
breytt dýraríkinu og uppskorið
ríkulega umbun fyrir. Prinsipið í
ævintýrum er að kenna börnum
að sigrast á ótta, reiði, van-
mætti; takast á við verkefni sem
virðast ofvaxin aldri þeirra og
getu - og með því læra þau að
verða fullorðin. Það eru því dálít-
ið hæpnar forsendur að það sé
verið að drýgja einhveija dáð með
því að vera bara „þæg og góð“.
Enda er það nú einu sinni svo
að þægar og góðar stúlkur era
einmitt þær stúlkur sem aldrei
uppskera neitt af viti í lífinu. Þær
era bara þægar og góðar til að
öðram líki við þær, segja aldrei
meiningu sína, tjá ekki þarfír sín-
ar og prinsarnir þeirra (hvort sem
þeir hafa verið svanir eða froskar
í upphafí) læra aldrei að bera virð-
ingu fyrir þeim og líta á þær sem
manneskjur. Þær taka þarfír ann-
arra fram yfír sínar eigin, era
sífellt að reyna að þóknast og líta
svo á sig sem fórnarlömb karl-
manna, bamanna sinna, samfé-
lagsins og svo framvegis. En þær
geta litlu breytt, vegna þess að
þær era svo logandi hræddar við
að vera ekki álitnar „þægar og
góðar“.
Fyrir utan það era skilaboðin
í Dimmalimm það að hún beri
ábyrgð á því hvort þessi Pétur
heldur áfram að vera svanur eða
ekki og spennan í verkinu snýst
um það hvort Dimmalimm mætir
á hveijum degi í heilt ár. Þótt
hún viti ekki hveiju hún er. að
breyta með því að vera þæg og
góð, veit lesandinn (eða áhorfand-
inn) það. Þetta er út í hött, vegna
þess að hver og einn ber ábyrgð
á sjálfum sér og engum öðram,
hvorki líðan þeirra né atgervi. Það
að kenna bömum að þóknast öðr-
um og bera ábyrgð á þeim, gref-
ur undan sjálfsvirðingu þeirra og
sjálfsmati (þar sem þeim er kennt
að aðrir skipti máli en þau sjálf)
og sem fullorðið fólk eyða þau
ómældum tíma í að axla ábyrgð
á öðram, án þess að vera fær um
að bera ábyrgð á sjálfum sér.
„Þæg og góð“ börn era engar
hetjur og ekkert dyggðug. Þau
era bara kúguð af einhveiju sem
samfélagið telur dyggð, en getur
eyðilagt líf þeirra. Þá er nú nær
að kenna þeim að tjá vilja sinn
og þarfír án ótta, jafnvet þótt
öðrum líki ekki alls kostar val
þeirra.
En svo maður hætti nú að préd-
ika, þá er sýningin, þrátt fyrir
þetta óttalega vitlausa verk, mjög
skemmtileg hjá leikhópnum
„Augnablik“. Dimmalimm er
„sæt og þæg og góð“, með svo
einfeldningslegan svip að það er
eins og hún hafí hey í hausnum
- enda eins gott þar sem hún á
ekki að nota höfuðið til að hugsa
með því. Prinsinn Pétur hefur
svipað yfirbragð og það er óhætt
að segja að parið sé ekkert að
leita í andstæður sinar til að læra
eitthvað í lífínu. En þau ganga
alveg upp í verkinu, rétt eins og
Nornin, ógnin sem krakkamir
vita af, en er þó þannig úr garði
gerð áð þau verða ekki hrædd.
Það sem gaf þessari sýningu
mesta gildi, er það sem ekki er
skrifað í verkið: Leikur hópsins
með árstíðirnar og gullfalleg tón-
listin sem var vel flutt. Leikur
þeirra Hörpu, Ástu og Björns
Inga var skemmtilegur, þau eru
vel samstillt og ná vel til bam-
anna. Leikmynd og búningar eru
bráðskemmtileg og þótt ég pers-
ónulega sé ekki hrifín af þessari
sögu, er þessi uppsetning alls
virði. Flest böm á Islandi þekkja
söguna af Dimmalimm og hún
er að því leyti heppilegt val þegar
verið er að kenna forskólabömum
að meta leikhúsið. Það væri
óskandi að fleiri hópar hugsuðu
um þarfír þessa aldurshóps og
veldi verk sem hæfa móttökugetu
svo ungra áhorfenda.
SIEMENS
Lítið inn til okkar og skoðið vönduð
vestur-þýsk heimilistœki!
Hjá SIEMENS eru gœði, ending og
fallegt útlit ávallt sett á oddinn!
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
Auður Ólafsdóttir
______Myndlist__________
Eiríkur Þorláksson
. Ung listákona, Auður Ólafsdótt-
ir, sýnir þennan mánuð í Gallerí
Sævars Karls, Bankastræti 7. Auð-
ur stundaði nám við Myndlistaskól-
ann í Reykjavík og síðan við Mynd-
lista- og handíðaskóla íslands
1981-86; þetta mun vera önnur
einkasýning hennar.
í þessum litla sal hefur Auður
komið fyrir sautján litlum og
smekklega innrömmuðum mál-
verkum, en auk þess era þijá skiss-
ur í stigagangi; þetta er ef til vill
full mikið fyrir þennan litla sal. í
sýningarskrá segir hún um mynd-
imar: „Eitthvað til að snerta. Eitt-
hvað til að þreifa á. Eitthvað til
að sjá eða finna. Einhver ímyndun.
Eitthvað í okkur sjálfum.
Þessi orð benda til nokkurrar
áherslu á snertigildið, en það bera
málverkin hins vegar ekki með
sér. Þau era unnin á svartan grunn,
og einstakir litir eru flatir og lítt
mótaðir. Formin á fólki og hlutum
era einföld og stöðluð, allt að því
geometrísk. Urvinnsla er í flestum
tilvikum einföld, þannig að pensil-
skrift gegnir litlu hlutverki, heldur
era það hin mannlegu form og
ásýnd þeirra sem ræður heildarsvip
verkanna.
Þessi málverk fjalla öll um til-
vera mannsins, og hér er tekist á
við samskipti eða réttara sagt af-
skiptaleysi manna í millum; er-
lenda orðið „Weltschmerz kemur
upp í hugann, svo vísað sé til þeirr-
ar þöglu mannlegu fírringar, sem
oft er ríkjandi í samfélaginu.
Það er fyrst og fremst nöpur
sundrungin, sem skín út úr þessum
verkum. I myndinni Rabb (nr. 4)
getur að líta fjórar mannverar, en
Auður Ólafsdóttir
þær virðast á engan hátt tengjast;
í Snúum bökum saman (nr. 7) er
eins og verarnar séu á leið frá
hvor annarri, fremur en þær ætli
að starfa saman. Jafnvel í málverk-
inu Hjónaband (nr. 16) er bilið á
milli meira áberandi en bandið sem
tengir. Einna helst ná persónumar
saman í depurðinni, líkt og í mynd-
inni Ljós (nr. 13), sem er ein besta
myndin á sýningunni.
Sú myndsýn sem birtist í verk-
um Auðar er kunnuglegur í því
flóði myndmáls, sem við lifum við,
og minnir um margt á veröld
myndasögunnar. Hún ber greini-
lega gott skynbragð á það mann-
lega umhverfi sem hún hrærist í,
en á enn eftir að þróa frekar sitt
myndmál í túlkun þess í málverk-
inu. Sem ung listakona á hún tím-
ann og framtíðina fyrir sér, og
má vænta þess að viðfangsefni
hennar fái notið sín betur í stærri
. verkum og þá í stærri sýningarsal.
Sýning Auðar Ólafsdóttur í Gall-
eríi Sævars Karls stendur til 22.
HRAÐNAMSTÆKNI
í TUNGUMÁLUM
SKYNDIATAK FYRIR SUMARLEYFIÐ
Lærió tungumálin á nýjan og skemmtilegan hátt
meó sérþjálfuóum kennurum í hraónámstækni.
Málaskólinn Mímir býður upp á
þriggja vikna snarpt málanámskeió
meó "hraónámstækniaóferó"
Námió hefst 20. mai og lýkur 9 Júní.
Enska, þýska, franska, ítalska, spænska,
islenska fyrir útlendinga.
Nánari upplýsingar i síma 1 0004
Skráning stendur yfir!
MALASKOLINN MIMIR
í EIGU STJÓRUNARFÉLAGS ÍSLANDS