Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992
heimurgœða!
Kveðjuorð:
Sigrid Jomine
Gíslason
Fædd 27. nóvember 1924
Dáin 2. maí 1992
Hún amma, Sigrid Jomine Gísla-
son, er dáin. Það er mikil sorg í
mínu hjarta. Amma mín yar alltaf
svo ljúf og góð við mig. Ég sakna
hennar mjög mikið. Við fórum oft
saman í bæinn. Stundum þegar ég
var búin í skólanum á morgnana,
þá fór ég í strætó til hennar. Alltaf
þegar ég kom var hún búin að elda
hádegismat fyrir mig og oftast var
það kjöt sem mér finnst svo gott.
Þegar amma var að hvíla sig fórum
við afi út í búð eða í sund.
Stundum leigði afi myndbands-
spólu og á hana horfði ég þegar
amma eldaði fiskibollur en það er
uppáhalds maturinn minn. Það vissi
amma og því hafði hún fiskibollum-
ar oft á kvöldin.
Þegar hún var búin að vinna á
Landsbókasafninu fór hún oft í
bæinn til að fara í búð sem heitir
Bangsi. Þar fann hún alltaf einhver
föt á mig og systkini mín. Síðan
þegar hún kom í heimsókn lét hún
okkur krakkana máta fötin. Amma
gaf mér alltaf svo falleg föt.
Svo flutti hún í Hafnarfjörð og
þá gat ég gengið til hennar, því hún
og afí fluttu í næsta hús. Þegar
amma var veik fór ég með mat til
hennar og var síðasta skiptið sem
ég fékk að sjá ömmu. Þennan dag
fór hún að fara á spítala og fór til
Jesús næsta dag. En nú er afi einn
og bið Guð að styrkja og hugga
hann. Ég ætla að vera góð við afa
og ekki láta hann vera einmana,
því ég elska hann mjög mikið.
Sara Lind Kolbeinsdóttir.
í dag verður til moldar borin, ein
af fósturdætrum þessa lands, Sigrid
Gíslason, en hún lést 2. maí, eftir
skamma legu, 67 ára að aldri. Rétt
í þann mund að hún hugðist hægja
á og setjast í helgan stein ásamt
manni sínum Gunnari Gíslasyni,
sem hætti störfum um síðastliðin
áramót. Þau höfðu nýlega komið
sér fyrir í minna húsnæði til að
njóta róiegri daga.
Sigrid fæddist í Færeyjum 1924,
í Fuglafírði. Foreldrar hennar voru
hjónin Luter Joansen og Jakobina
Klein. Hún ólst upp í Fuglafírði í
stórum hópi bama, systkina og
nági’anna. Systkinin voru átta, sex
systur og einn bróðir. Ein systranna
er búsett hér á landi, tvær í Kaup-
mannahöfn, ein í Færeyjum. Sigrid
hlaut menntun sína í Færeyjum, á
dönsku eins og þar tíðkaðist. Hún
kom hingað til lands tæplega þrí-
tug, var fyrst á Patreksfírði, flutti
sig til Reykjavíkur 1954 og stund-
aði þar þjónustustörf. Þar kynntist
hún manni sínum og þau gengu í
hjónaband 22. júlí 1957. Þeim
fæddist svo einkadóttirin Guðrún
Erla, eða Ella, 27. september 1958.
Skömmu eftir það urðu þau um-
skipti í lífí Sigrid að hún veiktist
og þurfti að gangast undir stóran
magauppskurð og náði aldrei fullri
heilsu eftir það, hún hvorki nærðist
né þreifst vel þaðan í frá. En hún
lét það ekki buga sig, virtist það
hvorki hafa haft áhrif á dugnað né
hennar léttu lund. Hún sinnti svo
húsmóðurstarfinu allt til 1970 að
hún fór á ný út á vinnumarkaðinn
og valdi sér þá hreingemingastörf.
Fyrst vann hún á bamaheimilum
og kom svo í Safnahúsið 1986. Þar
sá hún um almenn þrif bæði fyrir
Landsbókasafn og Þjóðskjalasafn
allt til dauðadags. Hreingerninga-
störfín áttu vel við Sigrid, þó þau
væru henni sjálfsagt erfíð, því hún
var afburða þrifin og þoldi engan
sóðaskap. Hún naut þess að nostra
og láta allt líta vel út.
Einhveiju sinni lýsti hún því fyr-
ir mér hvernig henni hefði fundist
blómin sín ánægð, eins og lítil ný-
böðuð börn hvílandi í hreinum rúm-
fötum, þegar hún hafði þvegið
gluggann og gluggatjöldin í stofu-
glugganum heima hjá sér og sett
nýja mold á blómin. Þessi um-
hyggjuþörf hennar kom okkur til
góða, samstarfsfólki hennar, þvi
hún tók það upp hjá sjálfri sér að
sjá um kaffístofuna, fannst það
gott að hafa svolítið léttari störf
með erfiðum hreingemingastörfum.
Hún gætti þess ekki bara að hafa
alltaf heitt á könnunni, heldur hélt
kaffístofunni hreinni og snyrtilegri
allan daginn. Enda glumdi við þeg-
ar Sigrid var frá og fólk kom í
kaffistofuna og það sá strax hvers-
kyns var. Hvað, er Sigrid ekki í
dag?_ Er Sigrid veik? Þetta voru
hálfgerð ramakvein. Og víst er það
að hennar verður sárt saknað. Við
áttum svo sem von á því að missa
hana því hún hafði ákveðið að hætta
alfarið að vinna 1. maí og við vorum
að undirbúa að kveðja hana, safna
fyrir og kaupa kveðjugjöf og biðum
þess að hún hresstist svo hún gæti
drukkið með okkur kveðjukaffi. En
við áttum ekki von á því að hún
hyrfi okkur svona algjörlega. Það
komu skýrt fram sterkur hlýhugur
og þakklæti til hennar hjá sam-
starfsfólkinu þegar verið var að
safna fyrir kveðjugjöfinni, flestum
fannst að hún ætti heilmikið inni
hjá þeim. Því hún var ekki bara
metin fyrir störf sín heldur líka sem
skemmtilegur félagi. Sigrid var létt
í lund og sérstæð. Hún hafði góðan
smekk á það sem var vandað og
fallegt. Hún var einkar sjálfstæð
og vissi alltaf hvað hún vildi, mjög
viljasterk og staðföst. Hún hafði
ákveðnar og sjálfstæðar skoðanir
og var ófeimin að láta þær í ljós
með sínu sérstæða og skemmtilega
málfari. Því svo furðulegt sem það
var náði hún aldrei fullum tökum á
íslensku, en talaði góða dönsku og
brá fyrir sig ensku. Hún fylgdist
vel með málefnum líðandi stundar
og velti þeim fyrir sér og komst
að sjálfstæðri niðurstöðu. Hún var
líka mjög glögg á fólk og mannlegt
eðli, með góðum og slæmum eigin-
leikum þess og lét þá oft falla spak-
mæli á dönsku. Hún var kröfuhörð,
bæði við sjálfa sig og aðra og þá
ekki alltaf umburðarlynd. En henni
var allnokkuð brugðið þetta árið,
hún var ekki eins kát og glöð og
hún átti að sér. Hún hafði fengið
nóg af lasleika yngri ára og vildi
sjaldan viðurkenna að henni liði illa,
kenndi veðrinu um og það var orðið
svo að svo til allt veður fór illa í
hana og nú síðast var það líka sól-
in, hún var ekki lengur eins og hún
átti að sér. En ekki hlífði hún sér
og það var ekki fyrr en hún var
alveg að þrotum komin að hún lét
undan og lá síðustu vikuna en
fékkst ekki til að fara á sjúkrahús
fyrr en til að deyja, deginum áður.
Og nú drekkum við samstarfsfólk
hennar kveðjukaffið á hennar veg-
um í dag, en hún ekki hjá okkur.
Það var ánægjulegt að fá að
kynnast henni. Blessuð sé minning
hennar.
Sjöfn Kristjánsdóttir.
Elínbet Jónsdóttir
Fædd 4. maí 1898
Dáin 25. apríl 1992
Nú þegar vorið hefur boðað komu
sína og farfuglarnir flykkjast til
landsins kveðjum við Elínbetu Jóns-
dóttur frá Fagradal. Löng ævi er á
enda og nú hvílir hún sig líkt og
farfuglarnir.
Ég hafði ekki þekkt Elínbetu’
lengi þegar mér varð ljóst hve
óvenju sterk kona hún var. Ég man
þegar ég hitti hana í fyrsta skipti,
vakti hún við fyrstu sýn hjá mér
óttablandna virðingu. Óttinn var
fljótur að hverfa, en virðingin lifir
enn. Hún talaði tæpitungulaust og
BXCITROEN
BX 16 /ZS
1.122.000*
1600 CC vEL
94 HESTÖFL
VÖKVASTÝRI
SYMNCr f S>AGE
RAFDRIFNAR RUDUR
FJARSTÝRDAR SAMLÆSINGAR
VÖKVAFJÖDRUN MED ÞREMUR
HÆDARSTILLINGUM
Kjonnn fyrir islenskar adstædur"
maður vissi svo sannarlega hvar
maður stóð gagnvart henni. Ef
henni mislíkaði eitthvað gat hún
verið hvassyrt, en að sama skapi
blíðmál ef henni fannst maður hafa
til þess unnið. Hún var einstaklega
vel að sér í þjóðfélagsmálum og það
var mjög skemmtiiegt að ræða við
hana um stjórnmál. Þar sem annars
staðar voru alveg hreinar línur. Hún
fylgdist líka af alúð með öllum af-
komendahópnum. Hún vildi vita
hvað Tinna, og seinna Freyja líka,
væru að sýsla. Hvernig gengi í skól-
anum o.s.frv. Hún sagði mér líka
oft fréttir af hinum barnabarna-
börnunum. Hún vissi ef eitthvað var
að og ef vel var gert.
Við unga fólkið, sem ævinlega
lifum í kapphlaupi við tímann,
gleymum svo oft að staldra við og
hlusta á þann hafsjó af fróðleik sem
aldamótakynslóðin getur miðlað
okkur. Elínbet sagði mér margt af
sínum högum í gegnum tíðina.
Hvernig lífið hafði ekki alltaf klapp-
að henni á kinn. Hvernig lífsbarátt-
an snerist ekki um utanlandsferðir
og nýja bíla heldur um það að eiga
ofaní sig og á. Einu sinni þegar
fjölskyldan var á ferðalagi var kom-
ið við í Fagradal. Elínbet var þá
gestur þar á heimili sonar síns og
tengdadóttur. Þá bað hún mig að
setjast hjá sér og hlusta á það sem
hún hefði að segja. Við sátum þarna
í stofunni í Fagradal í eina tvo tíma
og hún sagði mér undan og ofan
af lífí sínu. Hvernig hún barðist
áfram með börnin sín tvö eftir að
fyrri maður hennar drukknaði.
Hvernig hún stjómaði mannmörgu
heimili í Fagradal og fór ekki þaðan
stundum svo mánuðum eða árum
skipti. Hvernig það var að flytja á
mölina eftir öll árin í sveitinni.
Svona sátum við og hún talaði og
ég hlustaði. Mér fannst það þá og
mér þykir það enn hafa verið for-
réttindi að hlusta á sögu hennar.
En nú er ævin hennar öll og víst
er að við sem þekktum hana kveðj-
um með hlýju í hjarta og þakklæti
fyrir að hafa fengið að vera henni
samferða.
Þóra Asgeirs.
★ Pitney Bowes
Frimerkjavélar og stimpllvélar
Vélar til póstpökkunar o. fi.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
<
<
i
i
i
i
4
*
4
4
4
€