Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 16
I
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1992
Hátækniiðnaður á íslandi II
Rannsók nasj óður hefur tap-
að þriðjungi raungildisins
eftir Pál Theodórsson
Þörf fyrir nýsköpun í íslensku
atvinnulífi er brýn um þessar
mundir. En hve frjór er jarðvegur-
inn? Er stutt skipulega við við-
leitni til að skapa nýjar atvinnu-
greinar? í fyrri grein minni sagði
ég frá samtali við ungan íslenskan
hugvitsmann, rafmagnsverkfræð-
ing, sem vill nú snúa heim eftir
framhaldsnám erlendis og nokk-
urra ára starf þar. Mál hans lýsir
vel erfíðleikum á að nýta hugvit
til nýsköpunar í hátækni á ís-
landi. Ég vil því rekja sögu hans
frekar.
Hann lýsti fyrir mér snjallri
hugmynd sem hann hefur unnið
að á eigin vegum um nokkum
tíma. Hann er að hanna tæki sem
mikil þörf er fyrir í ýmsum fram-
leiðslugreinum, en þar eru vaxandi
kröfur um gæðaeftirlit. Hann vill
nú reyna að fullþróa tækið á Is-
landi og framleiða það þar, en stór
hluti framleiðslunnar færi til út-
flutnings.
íslenskt atvinnulíf hefur nú
mikla þörf fyrir nýjar framleiðslu-
greinar, ekki síst greinar sem
byggjast á vinnu og hugviti ungs
fólks sem hefur verið að snúa heim
frá námi og störfum erlendis síð-
ustu ár. Þar sem hugmynd
kunningja míns er snjöll mætti
ætla að auðvelt verði að fá stuðn-
ing við þróunarstarfíð. Helst væri
að leita til Rannsóknasjóðs rann-
sóknaráðs ríkisins, en hlutverk
sjóðsins er einmitt að styðja við
þróunarverkefni sem geta leitt til
nýrrar framleiðslu á íslandi. Kunn-
ingi minn hafði spurt hvort þessi
sjóður hefði ekki verið efldur nú
Fjárveitingar til Rannsóknasjóðs 1985-1992
Verðlag fjárlagafrumvarps 1992
þegar þörfin fyrir nýsköpun væri
meiri en síðustu ár, bæði vegna
þess að fyrirsjáanlegt er að afla-
kvótar munu varla stækka.á næstu
árum og nokkur bið verður á því
að raforka verði notuð í auknum
mæli í stóriðju. Ég hafði því í síð-
asta spjalli okkar lofað að afla
mér þessara upplýsinga til að sýna
honum.
Áður en ég ræði fjárhagsstöu
Rannsóknasjóðs vil ég fjalla nokk-
uð um möguleika á sviði nýrrar
tækni tii nýsköpunar í íslensku
atvinnulífí, möguleika sem byggj-
ast fyrst og fremst á hugviti ungra
karla og kvenna sem hafa lokið
námi í háskólum, á íslandi og er-
lendis. Að loknu námi, oft við
ýmsa bestu háskóla heims, hefur
fjöldi þessa fólks síðan aukið við
þekkingu sína og reynslu með
nokkurra ára starfí í sérgrein sinni
erlendis. Þessi þekking er auðlind,
dýrkeypt auðlind sem hefur vaxið
ört á síðustu árum í kjölfar efling-
ar framhaldsskóla og skóla á há-
skólastigi á Islandi á síðustu
tveimur áratugum og með eflingu
Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Hvers vegna hefur þjóðfélagið
eflt skólana og stutt nemendur til
náms? Til að einstaklingar geti
svalað fróðleiksþorsta sínum eða
vill þjóðin með þessu leggja grund-
völl að traustara og íjölbreyttara
og laugardagskvöld:
sýningar á heimsmælikvarða
Staður lifandi tónlistar jjQTEii S
s.687111
30-60-120-266-300 lítra.
Ryifrítt stál - Blöndunarloki.
áratuga góð reyosla.
Elnar Farestveit&CoJif
BORGARTÚNI28, SÍMI622901
4 stoppar vW dyraar
Páll Theodórsson
„Miðað við vaxandi þörf
er raungildi sjóðsins nú
trúlega aðeins þriðj-
ungur af uppliaflegu
verðgildi hans.“
atvinnulífí? Ég efast ekki um að
svar unga fólksins, sem hefur lagt
á sig miklar skuldabyrðar (þótt
sumir telji þær reyndar of léttar)
og varið til þess nokkrum bestu
árum ævi sinnar, sé að allt þetta
sé gert til að nýta menntunina í
þjóðfélagi sem í vaxandi mæli
þarfnast nýrrar þekkingar.
Hér vil ég ræða um þá sem
hafa stundað nám í vísinda- og
tæknigreinum. Vandi þeirra er að
menntunin tekur mið af þörfum
iðnaðarþjóða með fjölbreytilegan
og háþróaðan iðnað. Þar er beðið
eftir fólki með þessa menntun. Á
íslandi þarf að byggja upp nýjar
atvinnugreinar, sem byggjast á
margvíslegri nútímaþekkingu. Sé
ekki unnið skipulega að uppbygg-
ingu þessara greina er mikil hætta
á að sú mikla auðlind, sem felst
í þekkingu unga fólksins, nýtist
að takmörkuðu leyti. Rannsókna-
sjóður rannsóknaráðs gegnir þar
mikilvægu hlutverki.
Nú kem ég að spumingu hug-
vitsmannsins sem vonar að honum
gefíst tækifæri til að koma upp-
/’/■/■'/:/:/:/:i
\ HITAKUTAR
ELFA-OSO
fínningu sinni í framleiðslu á ís-
landi: Hefur Rannsóknasjóður
rannsóknaráðs ekki verið efldur
síðustu misseri þegar sívaxandi
þörf hefur verið fyrir fjölbreyttara
atvinnulíf? Árlegt framlag rikisins
til sjóðsins er sýnt á meðfylgjandi
stöplariti. Hann hefur ekki verið
efldur, framlag hans á fjárlögum
er að raungildi minna nú en í fyrra.
og hefur tapað þriðjungi af verð-
gildi sínu frá því hann var stofnað-
ur fyrir sjö árum. Þó hefur um-
sóknum til sjóðsins fjölgað mjög.
Miðað við vaxandi þörf er raun-
gildi sjóðsins nú trúlega aðeins
þriðjungur af upphaflegu verðgildi
hans.
Þegar hugvitsmaðurinn sá
þessa mynd stundi hann og sagði
eftir dálitla stund, en nokkurs efa
gætti í röddinni:
Kannski get ég þrátt fyrir erfiða
stöðu sjóðsins fengið nægilegan
styrk frá honum. Ég rek samræð-
ur okkar ekki lengra hér, en læt
það bíða næstu greinar.
Höfundur er eðlisfræðingw og
starfar við Raunvísindastofnun
Háskólans.
I SUMARBUSTAÐINN
Sturtuklefi 80*80
meö stöng, barkaúðara og sápuskál
Verð aðeins kr.
Æk 44.990,-
arma M s
Skeifunni 8, Reykjavík ÍP682466
OTRULEGTen
satt
25% OPNUNARTILBOÐ
gegn afhendingu
þessa miða
KAPUSALAN,
Snorrabraut 56 hjó Herraríki,
Sími 624362
WQ