Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992
37
Þorbjörg Ólafsdóttír
Kratsch - Kveðjuorð
Amma mín, Þorbjörg Ólafsdóttir
Kratsch, lést á Sólvangi 30. apríl.
Amma Bobba eins og hún var köll-
uð var mér alltaf sérstaklega góð,
langar mig því að minnast hennar
með nokkrum orðum. Ég naut góðs
af því að vera elsta barnabarnið.
Ofáar næturnar gisti ég hjá henni
og afa Walter undir súðinni í litla
herberginu að Laugavegi 157.
Það var ekki hátt til lofts og vítt
til veggja í litlu íbúðinni þeirra en
þau undu glöð við sitt. Arið 1959
fluttu þau í Stigahlíð 20 í góðá íbúð
og amma bjó þar þangað til í vet-
ur, að hún fór á Sólvang í Hafnar-
firði, en afi lést 1969. Amma var
mjög barnelsk, börn voru hennar
yndi. Eftir að ég eignaðist börn var
hún alltaf tilbúin að rétta hjálpar-
hönd. Glöð yfir því að vera beðin
um hjálp eins og hún sagði „það
er svo gott að geta ennþá gert eitt-
hvað gagn“. Komin á áttræðisaldur
sat hún á gólfinu og lék í dúkku-
leik, það var gaman að fylgjast með
í laumi og sjá aðdáunina sem skein
úr litlum andlitum leikfélaganna.
Leikfélagarnir gátu verið aðgangs-
harðir, það kom fyrir að það vant-
aði hest og áður en varði var amma
Bobba komin á fjóra fætur, tvö
kríli skelltu sér á bak og síðan var
þeyst um stofur og ganga. Það var
ótrúlegt hvað hún var létt á sér.
Ég hugsaði, svona langamma
ætlaði ég að verða. Ekki skorti stíg-
vélahosur eða snjóvettlinga, amma
sá fyrir því, alltaf með eitthvað á
pijónunum. Hún hafði gaman af
allri handavinnu og föndri, einnig
las hún mikið. Það var því áfall
þegar í ijós kom að sjónin var að
gefa sig. Síðustu tvö árin var hún
alveg blind. Þegar ég eignaðist
barnabarn sagði hún við mig: „Ellý
mín mér er sagt að hún sé lagleg
ég vildi að ég hefði sjón“. Ég held
að það hafí verið henni erfiðast að
geta ekki séð litlu börnin í fjölskyld-
unni. Hún strauk þeim um vanga
og reyndi að gera sér í hugarlund
hvernig þau litu út. Nú er amma
mín búin að kveðja þennan heim,
en það hefur verið vel tekið á móti
henni í öðrum heimi.
Þú sæla heimsins svalalind,
6 silfurskæra tár,
er allri svalar ýtakind
og ótal læknar sár.
Æ, hverf þú ei af auga mér,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.
Mér himneskt Ijós í hjarta skín
í hvert sinn, er ég græt,
en drottinn telur tárin mín
- ég trúi og huggast læt.
(K.J.)
Guð geymi ömmu Bobbu.
Ellý.
Langamma mín Þorbjörg Ólafs-
dóttir Kratsch lést hinn 30. apríl
síðastliðinn á Sólvangi í Hafnar-
firði. Amma Bobba var fædd
23.12.1902, hún hefði því orðið ní-
ræð á árinu. Það var fastur liður
að mæta í Stigahlíðina á Þorláks-
messu og heilsa upp á ömmu á af-
mælisdaginn, mitt í jólaundirbún-
ingnum. Nú síðustu árin var fjöl-
skyldan orðin svo stór að það var
gestkvæmt allan daginn langt fram
á kvöld, það verður eflaust viss tóm-
leiki yfir Þorláksmessu nú hjá þess-
ari stóru fjölskyldu sem amma átti.
Þegar við vorum lítil var oft leitað
til ömmu þegar vantaði pössun fyr-
ir okkur systkinin, var hún okkur
góður félagi í leik og tók þátt í
honum af lífi og sál, þolinmæðin
virtist óþijótandi. Amma Bobba var
mikil félagsvera og vildi helst hafa
nóg að starfa. Nú seinni árin var
hún dugleg að mæta í Langholts-
kirkju þar sem gamla fólkið kom
saman á hveijum miðvikudegi,
spjallaði saman og starfaði. Var
þetta góð upplyfting fyrir gömlu
konuna sem var orðin blind. Atti
hún marga góða að í Langholts-
kirkju sem unnu óeigingjarnt starf
og eiga þakkir skyldar. Um leið og
ég kveð langömmu vil ég þakka
Guði fyrir þær stundir sem ég átti
með henni. Minningarnar sem
sækja á hugann nú eiga sér fastan
stað í hjarta mínu um alla tíð.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Þóra Þrastardóttir.
Amheiður Höskulds
dóttír - Minning
Arnheiður Höskuldsdóttir lést í
Landspítalanum 3. maí 1992. Hún
fæddist á Akureyri 25. nóvember
1925 en dvaldi öll sín uppvaxtarár
á Vopnafirði. Um tvítugt fluttist
hún til Reykjavíkur og átti lengst
af og til dauðadags heima í Kópa-
vogi.
Arnheiður var ljúf, hæversk og
blíð kona. Hún var þó ekki allra
og fór sínar eigin ieiðir í vali á vin-
um og kunningjum. Það var sama
hvað hún tók sér fyrir hendur, allt
einkenndist það af sömu nosturlegu
nákvæmninni. Hvort heldur hún
"vann í garðinum, hlúði að blómum
úti eða inni eða saumaði út. Öll
hennar störf voru unnin af sömu
hljóðlátu alúðinni. í nokkur ár varði
hún mestu af frítíma sínum við að
hjálpa Ingþóri Sigurbjörnssyni, sem
nú er nýlega látinn, við pökkun og
frágang á fötum til pólskra barna,
en hann hafði forgöngu um að taka
á móti slíku og koma því á áfanga-
stað. Svona var hennar hugsunar-
háttur.
Ég, sem þessar línur skrifa, átti
því láni að fagna að vera samvistum
við Arnheiði í tæpan aldarfjórðung
og hún kenndi mér manna fyrst að
skilja hvað felst í orðunum sönn
umönnun. Svo ljúf og blíð og hljóð-
lát gaf hún mér allt sem í hennar
valdi stóð að gefa.
Jafnvel á banasænginni brást
henni ekki hógværðin. Síðasta
kvöldið sem hún lifði var ég hjá
henni og síðasta setningin sem hún
sagði við mig var: „Elsku Tóti minn,
ég er svo móð, ég er svo móð.“ Ég
hélt til klukkan tvö um nóttina í
þá bestu hönd sem ég hef þekkt
og síðan hvarf Amheiður Höskulds-
dóttir á brott úr iífi mínu.
Fari elsku Amheiður í Guðs friði,
friður Guðs hana blessi, hafi hún
þökk fyrir allt og allt. Virðing mín
og ást mun ætið tengjast mining-
unni um hana.
Þórarinn Samúelsson.
Hvanneyrarkirkja:
Nýtt orgel vígt með tónleikum
llvannatúni í Andakíl.
í TILEFNI af nýju orgeli í Hvanneyrarkirlgu
voru fjölbreyttir tónleikar þar sumardaginn
fyrsta.
Guðni Þ. Guðmundsson organisti í Bústaða-
kirkju heimsótti Hvanneyrarsöfnuð með bömum
og unglingum í bjöllukór Bústaðakirkju. Ingi-
björg Marteinsdóttir söng einsöng við undirleik
Guðna og méð Kirkjukór Hvanneyrarkirkju.
Hið nýja orgel er ítalskt -af Studium II-gerð,
keypt nýlega af Guðna. Það hentar vel Hvanneyr-
arkirkju. Guðni spilaði m.a. tokkötu og fúgu í
D-moll eftir Bach. Minni í orgelinu gerir auðveld-
ara að leika svona mikið orgelverk.
Að loknum tónleikum var kirkjugestum boðið
til kaffisamsætis. Guðni og Ingibjörg tóku aftur
að skemmta gestum, nú með lögum af léttari
tagi. Hvanneyrarsókn kann þessum góðum gest-
um og kirkjukórnum bestu þakkir fyrir tónaflóð
við sumarkomu.
- D.J.
Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson
Bjöllukórinn í Bústaðakirkju heimsótti Hvanneyrarkirkju
ásamt Guðna Þ. Guðmundssyni organista.
Minning:
Anton H. Ingibjartsson
Fæddur 29. maí 1907
Dáinn 15. febrúar 1992
Mig langar til að minnast vinar
míns, Antons Halldórs Ingibjarts-
sonar, Tona Ingibjartar, en svo var
hann alltaf nefndur meðal fólks á
ísafirði.
Hann andaðist á Sjúkrahúsi ísa-
fjarðar 15. febrúar sl. eftir stutta
legu, en áður hafði hann um hríð
átt við mikil veikindi að stríða.
Toni var fæddur 29. maí árið
1907, sonur hjónanna Ingibjartar
Ingimundarsonar og Bjamfríðar
Jónsdóttur.
Hann byijaði ungur að árum að
taka þátt í brauðstriti fjölskyldunn-
ar og létta undir með foreldrum
sínum.
Hann kvæntist góðri og mikil-
hæfri konu, Guðmundínu Kristínu
Vilhjálmsdóttur, hinn 10. desember
árið 1934 og eignuðust þau fímm
mannvænleg börn. Þau eru : Guðný
Debora, f. 1934, Gerður, f. 1936,
Ingvar Anton, f. 1940, Ingibjartur,
f. 1945 og Vilhjálmur Gísli, f. 1949.
Toni var 17 ára þegar hann byij-
aði til sjós á togara og gegndi því
erfiða starfi að vera kyndari. Togar-
ar þeirra tíma voru kolakyntir og
starf kyndarans varað halda uppi
„dampi“.
Þetta var ákaflega lýjandi, óhollt
og óþrifalegt starf, oftast í svækju-
hita, rykmekki kola og veltingi
skips, en um leið eitt mikilvægasta
starfið um borð. Vélin varð að snú-
ast, hvað sem gekk á.
Hann var til sjós á togurunum
Hafsteini, Hávarði ísfírðingi og
Skutli og sigldi öll stríðsárin, oftast
nær.
Þegar nýsköpunin hófst eftir
seinna stríð, komu togararnir ís-
borg og Sólborg til ísafjarðar og
starfaði Toni á þeim báðum.
Við komu nýju togaranna breytt-
ist starfsheitið úr kyndara yfir í
„spíssara", því nú vom kolin horfin
og olían komin í þeirra stað sem
orkugjafi.
Eftir tæplega 35 ára sjómennsku
á togurum kom hann í land, þá
rúmlega fímmtugur og hóf störf
hjá Norðurtanganum.
Hann vann þar á vetuma, en var
á skakbátum á sumrin, einkum með
Gústa Einars og Rafni Oddssyni.
Um sjötugt hættir hann vinnu
því heilsa hans leyfði það ekki leng-
ur.
Þrátt fyrir heilsuleysið var hann
alltaf kátur og glaður þegar ég hitti
hann á götu eða sitjandi á bekk
niður í bæ hjá kunningjum sínum.
Alltaf var stutt í brosið og græsku-
laust gaman. Toni var mikið snyrti-
menni og klæddist á heimsins vísu,
svo eftir var tekið.
Hann var kátastur manna á gleð-
istundum og í öllu sem hann tók
þátt í gerði hann af slíkri innlifun
og stundum fannst manni að suð-
rænt blóð rynni í æðum hans.
Toni var alltaf sérstakur maður
í mínum huga. Hann lét draum
minn rætast þegar ég var átta ára
og keypti fyrir föður minn, en þeir
voru æskuvinir, járbrautarlest í
Englandi, sem ég fékk svo í jólagjöf.
Það var stór og gleðileg stund
fyrir lítinn dreng, sem þá gerði sér
ekki grein fyrir, hvílíkar háskaferð-
ir þessar siglingar voru á ófriðar-
tímum. Hafíð fullt af tundurduflum
og kafbátar í undirdjúpum, sem
eng^u eirðu.
Að lokum vil ég votta, eftirlif-
andi konu Tona, Guðmundínu og
börnum þeirra, eins systkinum
hans, mína dýpstu samúð. Guð
blessi þau og geymi um ókomna
framtíð.
Eitt er víst að Toni getur farið
stoltur á fund feðra sinna, því hann
skarst ekki úr leik lífsbaráttunnar
og skilaði sínu og vel það í íslenska
þjóðarbúið.
Minning hans er hrein og björt.
Brynjólfur Samúelsson.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu er sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns mín, sonar okk-
ar og bróður,
1ÓNS KARLSSONAR
hjúkrunarfræðings.
Sérstakar þakkir færum við Rauða krossi íslands og Kór Lang-
holtskirkju.
Jenny Hayward Karlsson,
Lilja Randversdóttir, Karl L. Frímannsson,
bræður og fjölskyldur bræðra hins látna.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför sambýliskonu minnar, móður okk-
ar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR INGÓLFSDÓTTUR,
Grýtubakka 28,
Reykjavík.
Bjarni Sigurbjörnsson,
Ásta S. Eyjólfsdóttir, Lárus Berg Sigurbergsson,
Ólöf Þ. Eyjólfsdóttir, Ármann Haraldsson,
Gróa V. Eyjólfsdóttir, Þorlákur Ari Ágústsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
HELLUHRAUNI 14 -220 HAFNARFIRÐI ■ S(MI 652707