Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1992 17 Kvennahlaup - til hvers? eftir Lovísu Einarsdóttur Kvennahlaup ÍSÍ hefur farið fram tvö síðustu árin. í bæði skipt- in tókst það með miklum ágætum og vakti mikla athygli. Tilgangur og tilhögun hlaupsins hefur höfðað til kvenna. Mest hefur þátttakan verið í hlaupinu í Garðabæ en víða um land var þátttaka einnig góð og vonum framar. Þriðja Kvennahlaupið verður haldið 20. júní nk. Ef að líkum lætur munu konur fjölmenna í hlaupið. í Garðabæ hefur hlaupið verið undirbúið af sérstakri nefnd. Hún hefur ákveðið að bæta einni vegalengd við þannig að nú geta konur spreytt sig á þremur vega- lengdum, 2 km, 5 km og 7 km. Lengsta vegalengdin er sérstak- lega ætluð þeim konum sem lengra eru komnar í þjálfun sinni. Hægt er að velja um göngu, skokk eða hlaup. Æfingar eru þegar hafnar og fara þær fram við íþróttamið- stöðina Asgarð á laugardögum kl. 10. Þessum æfmgum stjórna reyndir íþróttakennarar. Allar kon- ur eru boðnar velkomnar á æfing- arnar. Utan höfuðborgarsvæðisins verður Kvennahlaupið haldið á a.m.k. 17 stöðum. Tilgangurinn Tilgangurinn með Kvennahlaup- inu er að örva konur til þátttöku í íþróttum, hvetja þær til þess að stunda. reglubundna líkamsrækt sér til heilsubótar og ánægju. Til- gangurinn er einnig sá að hvetja konur til að starfa að íþróttamáium og vinna að framgangi kvenna- íþrótta; í þeim efnum er úrbóta þörf. Ahrifa kvenna innan íþrótt- anna í landinu gætir ekki nægjan- lega, þau eru í engu samræmi við þann mikla fjölda kvenna sem stundar íþróttir. Það er líka um- hugsunarvert fyrir forystu íþrótta- hreyfingarinnar að hundruð eða jafnvel þúsundir kvenna stunda einhvers konar líkamsrækt utan íþróttasamtaka. Karlar ráða ferðinni Áhrif kvenna í íþróttahreyfing- unni hafa verið alltof lítil og eru það enn. Konur eru þó um þriðjungur þeirra sem stunda íþróttir innan íþróttasamtaka. Það er vissulega fagnaðarefni að kon- KVENNAHLAUP GARDABÆR um hefur fjölgað í ábyrgðarstöðum í íþróttahreyfingunni á undanförn- um árum en þær eru of fáar. Á flestum sviðum eru það karlar sem ráða ferðinni. Þeir koma sér í helstu áhrifastöður og sitja þar sem fastast. í valdamestu stofnun- 'um íþróttahreyfingarinnar virðast konur ekki eiga neitt erindi, ekki að mati karlanna. Hér nægir að benda á nokkur dæmi. Engin kona hefur til þessa^ átt sæti í fram- kvæmdanefnd Ólympíunefndar ís- lands, ekki heldur í íþróttanefnd ríkisins í öll þau 50 ár sem hún hefur starfað. Engin kona hefur setið í stjórn Afreksmannasjóðs ÍSÍ né í stjórnarnefnd íslenskrar get- spár (Lottó) og íslenskra getrauna. Oft hefur verið á það bent hversu hlutur kvenna í umfjöllun fjölmiðla um íþróttir er fyrir borð borinn. í nýlegri könnun íjölmiðlanefndar ÍSÍ kom fram að konur fá aðeins um 10% umfjöllun af auglýstu íþróttaefni dagblaða og ljósvak- amiðla. Þó eru íþróttaafrek ís- lenskra kvenna virkilega þess virði að um þau sé fjallað og þau metin að verðleikum. í því sambandi má minna á sundafrek Ragnheiðar Runólfsdóttur og athyglisverða frammistöðu kvennaliða í hand- knattleik að undanförnu. Einnig hefur verið á það bent að innan íþróttasamtakanna sitja konur ekki við sama borð og karl- ar. Stúlkur fá færri æfingatíma hjá íþróttafélögum en piltar auk þess sem vitað er að kaflaflokkar ganga yfirleitt fyrir en konurnar látnar mæta afgangi. Breytinga er þörf Þessu þarf að breyta og fyrir því þurfa konur að beijast. Það er einfaldlega jafnréttismál. í ágætu viðtali við Erlu Rafnsdóttur þjálf- ara kvennalandsliðsins í hand- knattleik, í Morgunblaðinu nýver- ið, sagði Erla að „kvenfólk næði ekki langt í íþróttum nema konur stæðu vörð um þær. Það gerðu þær best með því að starfa fyrir félög- Lovísa Einarsdóttir „Yonandi verður þátt- takan í þriðja Kvenna- hlaupinu meiri en í hin- um tveimur. Með því sýna konur samtaka- mátt sinn og vilja til að efla íþróttaiðkun og lík- amsrækt meðal kvenna í landinu öllu. Stöndum saman! Hvetjum hver aðra til þátttöku! Anægjuleg dagstund er framundan þegar við hittumst í Kvenna- hlaupinu.“ in, sækjast eftir stjórnarstörf- um .. .“ Þessi orð Erlu ættu sem flestar konur að taka til sín og láta hendur standa fram úr ermum. Ef konur ætla sér meiri áhrif innan íþróttahreyfingarinnar og efla íþróttaiðkun kvenna verða þær sjálfar að láta meira að sér kveða. Konurnar í Garðabæ, sem standa að baki meistaraflokki kvenna í handknattleik hjá Stjörnunni, eru lýsandi dæmi um hvað hægt er að gera ef viljinn er fyrir hendi. Alþjóðleg barátta Það er ekki bara á íslandi sem konur í íþróttum eiga á brattan að sækja. I flestum nálægum lönd- um er ástandið ekki betra þrátt fyrir að konur hafi í þeim löndum reynt að efla íþróttir kvenna og auka áhrif þeirra í íþróttasamtök- um. Hin síðari ár hafa konur tekið upp alþjóðlega samvinnu til þess að stuðla að framgangi kvenna í íþróttum. Þessi samvinna hefur borið ávöxt. Á vegum Evrópuráðs- ins starfar nefnd um konur og íþróttir. Nefndin hefur m.a. hvatt til þess að íþróttasamtök stefni að því að ákvörðunartaka og fram- kvæmd innan samtakanna sé bæði í höndum karla og kvenna, að íþróttasamtök leiti leiða til að fjölga konum í framkvæmda- og ábyrgðastöðum. Umbótanefnd ÍSÍ í alþjóðlegu samstarfi um íþrótt- ir hafa konur á Norðurlöndum lát- ið verulega að sér kveða. Barátta þeirra hefur haft sín áhrif hér á landi. Framganga þeirra varð m.a. til þess að á íþróttaþingi ÍSÍ árið 1990 var samþykkt að setja á lagg- irnar nefnd til að vinna að aukinni þátttöku kvenna í íþróttastarfi. Þessi nefnd hefur nú starfað í tæp tvö ár og tekið á mörgum málum. T.d. hefur hún haldið leiðtoganám- skeið og ráðstefnur um ýmsa þætti íþrótta kvenna og jafnframt tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi. Nefnd- in hefur því miður ekki enn getað ráðið sér starfsmann og fjármagn hennar er af skornum skammti. í nefndinni sitja hins vegar dugmikl- ar konur og má því mikils af henni vænta. Nefndin vinnur nú að nor- rænu samstarfsverkefni sem ber titilinn: íþróttaleiðtogar- 10. ára- tugarins eru einnig konur. I haust verður ráðstefna haldin í Kaupmannahöfn um þetta verk- efni og þar munu Islendingar leggja sitt af mörkum. Mikilvægur stuðningur frá þingkonum Seint á síðasta ári lögðu 14 konur á Alþingi úr öllum stjórn- málaflokkum fram eftirfarandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir því að gert verði átak tiþ að efla íþróttaiðkun kvenna. Áhersla verði lögð á mikil- vægi íþrótta i líkamlegu og félags- legu uppeldi og sem fyrirbyggjandi aðferðir til að bæta heilsu og vinnuþrek. Fjárframlög ríkisins til íþrótta skulu veitt með það að markmiði að gera íþróttaiðkun kvenna og karla jafnhátt undir höfði.“ Þessari tillögu ber að fagna og ekki síður því að allar konur á Alþingi íslendinga skuli sameinast um að leggja þessum málum lið með þessum skýra hætti. Vonandi hafa þingmenn þrek og þor til að veita tillögunni brautargengi. Það væri kvennaíþróttum á Islandi ómetanlegur stuðningur. Mætum 20. júní! Vonandi verður þátttakan í þriðja Kvennahlaupinu meiri en í hinum tveimur. Með því sýna kon- ur samtakamátt sinn og vilja til að efla íþróttaiðkun og líkamsrækt meðal kvenna í landinu öllu. Stönd- um saman! Hvetjum hver aðra til þátttöku! Ánægjuleg dagstund er framundan þegar við hittumst í Kvennahlaupinu. Höfundur er íþróttakennari og & sæti í framkvæmdanefnd ÍSÍ. Aðalfundur Stjórnunarfélags Islands Aðalfundur Stjórnunarfélags íslands verður haldinn á Hótel Sögu í Ársal fimmtudaginn 14. maí kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. „Nýsköpun í atvinnurekstri.“ Markús Örn Antonsson, borgarstjóri. Boðið verður upp á iéttar veitingar að fundi loknum. Þátttaka tilkynnist í síma 621066 Fundarstjóri: Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf. b A P F A b I N SP^ JFwl m m. m II8®* I . m FRÁ MÚLALUNDt FYRIR RÁDSTEFNUR, NÁMSKEIÐ OG FUNDI. Stendur fyrir dyrum ráSstefna,námskeiS eSa fundur? Fundarmöppurnar og barmmerkin (nafnmerkin) frá Múlalundi eru einstakt þarfaþing sem auSvelda skipulag og auka þægindi og árangur þátttakenda. Allar gerðir, margar stærSir, úrval lita og áletranir aS (oinni ósk! HafSu samband vi& sölumenn okkar í síma 68 84 76 e&a 68 84 59. Múlalundur Vinnustofa SÍBS - Hátúni 10c - Símar: 68 84 76 og 68 84 59. Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson Hópurinn í samfélagseflingu í sal gamla skála. Vorskólamót í Vatnaskógi V ORSKÓL AMÓT Kristilegra skólasamtaka var haldið í Vatna- skógi um bænadagana. Voru þátttakendur alls um 70 og var yfirskrift mótsins „Jesús, hvað get ég þér gefið“. Dagskrá mótsins var hefðbundin, biblíulestrar á morgnana, messa á skírdagskvöld í umsjón skólaprests, Guðna Gunnarssonar, og vitnis- burðastund á föstudagskvöldið. Uppfræðendur á mótinu voru Helgi Gíslason, Skúli Svavarsson og Sig- ríður Scram. Kristileg skólasamtök eru með samkomur laugardagskvöld kl. 20.30 í sal Kristniboðssambandsins á Háaleitisbraut 58. Formaður skólasamtakanna er Áslaug Una- dóttir nemi. - P.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.