Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992 Innlánsstofnanir Innlán dragast saman en verðbréfaútgáfa eykst INNLÁN banka og sparisjóða á fyrsta ársfjórðungi drógust saman um 1% eða sem nemur um 1,4 milljörðum þegar ekki er tekið tillit til vaxta. Á sama tíma í fyrra varð um 1,8% aukning á innlánum sem svarar til 2,3 milljarða. Hins vegar jókst verðbréfaútgáfa um 5 milljarða á tímabilinu samanborið við 2 milljarða í fyrra. Skýr- ingin á þessari þróun er líklega fyrst og fremst góð ávöxtun banka- víxla síðustu mánuði en útistandandi víxlar jukust um 3,9 millj- arða á fyrsta ársfjórðungi. BYGGÐAVERK — Á síðastliðnum tveimur árum hefur átt sér stað töluverð endurskipulagning á skrifstofu Byggðaverks í kjölfar aukingar hlutafjár. Forstjóri Byggðaverks hf. er Sigurður Siguijóns- son, en aðstoðarforstjóri er Kristinn Jörundsson. Framkvæmdastjóri tæknilegra framkvæmda er Óskar Valdimarsson og yfirmaður inn- kaupadeildar er Gísli Rafnsson. Skrifstofustjóri er Stefán Stefánsson. Á aðalfundinum sem haldinn var 2. maí sl. voru kosnir í stjórn þeir Sigurður Friðriksson, Sigurður Siguijónsson og Gísli R. Rafnsson. Endurskoðandi hluthafa félagsins var kjörinn Birgir Ólafsson lögg. endurskoðandi. Á myndinni eru hluthafar, stjórnendur og endurskoð- andi Byggðaverks hf., ásamt félagsstjórn. Iðnaður Byggðaverk með 21 millj. króna hagnað Heildarinnlán banka og spari- sjóða með áætluðum vöxtum juk- ust um 0,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 3,7% á sl. ári. Að meðtaldri verðbréfaútg- áfu er aukningin 3,2% samanborið við 4,7% í fyrra. Útlán að meðtöld- um gengisbundnum afurðalánum hafa hins vegar aukist um 1,1% þannig að lausafjárstaða batnaði á fyrsta ársfjórðungi sem nemur um 1,3 milljörðum króna. Staða ríkissjóðs við Seðlabank- ann í lok mars var mun betri en á sama tíma í fyrra og nam skuld ríkissjóðs við bankann þá einungis tæpum 700 milljónum samanborið við um 5,6 milljarða á sama tíma í fyrra. Þessi hagstæða staða á viðskiptareikningi ríkissjóðs skýr- ist af því að tekin hafa verið er- lend lán til gera upp þá skuldina sem myndaðist vegna ársins í fyrra. Samstarf P&sogACO semja um RICOH faxtæki PÓSTUR og sími og ACO hf. hafa undirritað samstarfssamn- ing um þjónustu og sölu á RICOH faxtækjum. ACO hefur selt tæki frá RICOH sl. fimm ár, einkum á höfuðborgar- svæðinu. Póstur og sími er hins vegar með rúmlega 80 afgreiðslu- staði um land allt og hefur boðið faxtæki og annan símbúnað til sölu um langt árabil. I fréttatilkynningu frá Pósti og síma segir að RICOH sé einn stærsti og virtasti framleiðandi faxtækja í heiminum í dag og frá þeim megi fá allt frá minnstu ferðafaxtækjum upp í heilar faxmiðstöðvar. Þessa dagana kynna fyrirtækin nokkrar nýjar gerðir af faxtækjum, m.a. fyrir venjulegan pappír og bílafax- tæki. VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ By&gðaverk skilaði hagnaði upp á rúmlega 21 milljón krón- ur á sl. ári samanborið við rúm- lega 9 milljón króna hagnað árið 1990. Eigið fé fyrirtækisins er 76,4 milljónir en árið áður var það 71,3 milljónir króna, að sögn Kristins Jörundssonar að- stoðarforsljóra Byggðaverks. Kristinn Jörundsson segist til- tölulega sáttur við afkomuna á sl. ári ekki síst í ljósi þeirra þreng- inga sem hafi verið á byggingar- markaðnum. Jafnframt segir hann verkefnastöðu fyrirtækisins vera góða út þetta ár og nú sé t.d. unnið að byggingu Heildar III við Skútuvog, U-byggingu Landsspít- ala, byggingu íbúða fyrir öldrunar- samtökin Höfn í Hafnarfirði, byggingu fjölbýlishúsa fyrir Bú- seta svf. og fullnaðarfrágang fyrir Alviðru í Garðabæ. Kristinn telur rétt að fram komi að Byggðaverk notaði mismunandi uppgjörsaðferðir árin 1990 og 1991. Á sl. ári þegar fyrirtækið skilaði hagaði upp á rúmlega 21 milljón var gert upp samkvæmt „áfangauppgjörsaðferð", sem fel- ur í sér að verkið er tekjufært eftir hvern áfanga sem unninn er. Árið 1990 var hins vegar gert upp samkvæmt „verklokaaðferð“, sem þýðir að verkið er ekki bókfært fyrr en því er lokið. Kristinn segir þó ekki geta sagt til um hvaða áhrif þessar mismunandi upp- gjörsaðferðir hafi á bókfærðan hagnað hjá fyrirtækinu. TÓNLEIKAR — Gul tónleikoröö — í Hóskólabíói fimmrudQginn 14. moíl kl. 20.00 EFNISSKRÁ: Leevi MQdetojo: Sinfónía nr. 2 Karólína Eiríksdórrir: Klifur Richard Srrauss: Valsar úr Rósariddaranum HUÓMSVEITARSTJÓRI: Peíri Sakori Þetta eru síðustu óskriftartónleikar vetrarins Miðapantanir og sala fara fram ó skrifstofu Sinfóníuhljómsveitarinnar í Hóskólabíói alla virka daga fró kl. 9-17, sími 622255. Einnig eru seldir miðar í anddyri við upphaf tónleikanna. SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS Hóskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255. Utibú á landsbyggðinni .Raufarhflfn Egilsstaðir. ^fcJstaðu,. Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður.,FjðRÐUR Stöðvarfjörður m t/Broiðda!svfk Djúpivogur KEFLAVIK arn Lei Grindaví Þoriákshöfn _____________ , I í Reykjavík eru nú auk aðal- bankans 13 útibú og 4 afgreiðslur TVÆR villur slæddust inn á kort yfir útibú Landsbankans á landsbyggðinni í viðskiptablaði fimmtudaginn 30. apríl. Aðalútibú á Austfjörðum var sýnt á Egilsstöðum en hið rétta er að aðalútibú verður á Eskifirði. Ennfremur mátti lesa út úr kortinu að útibúið í Hafnarfirði tilheyrði Reykjanesi en svo er ekki heldur heyrir það undir net Landsbankans í Reykjavík. Kortið ér endurbirt um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum. ÁTAKSÞJÁLFUN! MÁTTUR heldur námskeið fyrir þá sem vilja koma sér í góða þjálfun fyrir sumarið. Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað þeim sem eru í góðri þjálfun en vilja komast í betra form á skömmum tíma. Æfingar fara fram í hádeginu alla daga. VILJI-VELLÍÐAN FAXAFENI 14, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 689915 GARÐASTAL Afgreitt eftir máli. Allir fylgihlutir. = HÉÐINN = STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.