Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992 „\/ertU vi&búín, AlÁtfrléur /) eFtir Qrjtna, trukJcnum-" Afsakaðu. En ég er á leið- inni í vinnuna. HÖGNI HREKKVÍSI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Eru Neytendasamtökin fjöldasamtök neytenda? Frá Jóhannesi Gunnarssyni: í BRÉFI til Velvakanda 1. maí, fjall- ar Bjöm G. Stefánsson um Neyt- endasamtökin, veltir vöngnm yfir hvort þau séu fjöldasamtök neyt- enda og gagnrýnir afstöðu samtak- anna til þeirra draga af GATT samningunum sem lögð voru fram skömmu fyrir síðustu áramót. Ástæða er til að gera ýmsar athuga- semdir við bréf Bjöms. Hann nefnir réttilega að félags- menn í samtökunum séu 23 þúsund. Rétt er að benda á að nærri undan- tekningalaust er aðeins einn félags- maður af hvetju heimili. Það þýðir að um þriðjungur heimila í Iandinu á aðild að Neytendasamtökunum. Þetta gerir samtökin sennilega að einum íjölmennustu hagsmunasam- tökum á landinu þar sem félags- menn ákveða sjálfir þátttöku sína. Það er því ljóst að neytendur telja mikilvægt að hafa öflug Neytenda- samtök. Bjöm skýrir frá því að hann hafi mætt á notalegan 15 manna aðal- fund Neytendafélags höfuðborgar- svæðisins 1989 og telur hann bera vott um að ekki sé hægt að tala um fjöldasamtök. Vissulega hefðum við viljað hafa miklu fjölmennari aðalfund, þar sem íjörlegar og upp- byggilegar umræður hefðu farið fram um áherslur í starfinu. Það er hins vegar vandamál í félags- starfsemi almennt hve illa fundir eru sóttir þrátt fyrir að reynt sé að auglýsa þá. En Björn virðist illa kunnugur starfsemi Neytendasamtakanna og talar eins og aðeins eitt neytendafé- lag sé starfandi. Því tel ég rétt að upplýsa að aðildarfélög Neytenda- samtakanna em nú 17, úr öllum landshlutum. Þau halda aðalfundi sína árlega, en þing Neytendasam- takanna, æðsta vald þess, er haldið annað hvert ár. Síðasta þing var haldið haustið 1990 og vom þing- fulltrúar rétt tæplega 100. Fyrir áhugasama félagsmenn skal bent á að aðalfundur Neytendafélags höf- uðborgarsvæðisins verður haldinn í haust og þar verða m.a. kosnir full- trúar á þing samtakanna sem einn- ig verður haldið í haust. Og er þeim sem áhuga hafa á að sitja þingið bent á að sækja aðalfundi í sínum félögum eða að hafa samband við skrifstofuna, sem getur haft milli- göngu. - Ástæða er einnig til að benda Birni á að formaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins og um leið einn af lögmönnum samtakanna er ekki starfsmaður heldur vinnur hann störf sín sem formaður og raunar sem ráðgefandi lögmaður samtakanna í sjálfboðavinnu. Á skrifstofu samtakanna vinna hins vegar 9 starfsmenn í 8 stöðugildum við ýmis störf, s.s. kvörtunar- og leiðbeiningaþjónustu, útgáfu- og upplýsingastarf, leiðbeiningar í fjár- málum heimilanna, rannsóknir á ýmsum þáttum er varða heimilis- útgjöldin, staðla- og öryggismál og margt fleira. í bréfí sínu gagnrýnir Björn að Neytendasamtökin hafi lýst yfir stuðningi við fyrirliggjandi GATT- drög og telur að með því sé fæðuör- yggi landsmanna ógnað. Hann virð- ist telja að landbúnaður muni hrynja verði þau að samningi. Rétt er að benda á að ef drögin verða að samn- ingi, mun eingöngu koma til mjög takmarkaðs innflutnings. Innlend framleiðsla mun hins vegar fá mikil- væga verðsamkeppni. Sú samkeppni mun auka þrýsting á að nauðsyn- legri hagræðingu verði komið við í innlendum landbúnaði, og þar með styrkja stöðu innlendu framleiðsl- unnar þegar til lengri tíma er litið. Viðskipti við önnur lönd eru afar mikilvæg fyrir ísland. Við flytjum mikið út, en flytjum jafnframt mik- ið inn af okkar neysluvörum. Það er því ekki skrítið þótt íslendingar aðhyllist fríverslunarviðhorf eins og Björn bendir á, því fríverslun er afar mikilvæg, ekki síst fyrir smá- þjóðir. Það er hins vegar svo, að með þeirri breyttu heimsmynd sem er að verða, væri það mikið glap- ræði að hafna nýjum GATT-samn- ingi ef af honum yrði. Með slíku værum við áreiðanlega að gera eina mestu atlögu sem hægt væri að gera að kjörum íslendinga, því við veljum ekki út úr GATT-samningi eingöngu það sem við teljum henta okkur. Annað hvort samþykkjum við allan samninginn eða höfnum honum í heild sinni. Og minnt skal á að GATT-samningar fram til þessa hafa fært okkur mikilvægar tollaívilnanir á okkar helstu útflutn- ingsvörum. Neytendasamtökin hafa ekki fall- ist á að stórlega niðurgreiddar land- búnaðarvörur eriendis frá, geti koll- varpað íslenskum landbúnaði. Ef örva á heimsmarkaðsviðskipti með þessar vörur þarf að skapa sann- gjarnar leikreglur og það er einmitt það sem verið er að gera í GATT- samningunum. íslenskur landbún- aður mun því engan veginn hrynja vegna þessa. Ég er raunar sann- færður um að ef rétt er haldið á spilunum af okkar hálfu, hafi hann sóknarmöguleika þegar fram í sæk- ir, t.d. á erlendum mörkuðum. Að hafna nýjum GATT-samningi vegna óverulegs innflutnings landbúnaðar- afurða væri glapræði og í raun til- ræði við lífskjör á íslandi. Að fórna meiri hagsmunum fyrir minni þykir ekki mikil stjórnkænska, jafnvel þótt lítill en öflugur þrýstihópur eigi hlut að máli. JÓHANNES GUNNARSSON, formaður Neytendasamtakanna Skúlagötu 26, Reykjavík. Víkverji skrífar Pólitískur ágreiningur um laga- frumvörp, sem ríkisstjórn leggur fram á hveijum tíma er al- gengur, en það er ekki oft, sem miklar efasemdir koma upp um efn- isatriði lagafrumvarpa, sem þingið er að ijalla um og eru komin á síð- asta stig í afgreiðslu, alveg óháð því hvar menn skipa sér i flokk. En nú er eitt slíkt mál á ferðinni í þinginu og kemur hugsanlega til afgreiðslu í dag eða næstu daga. Hér er átt við frumvarpið um Lánasjóðs ísl. námsmanna. Verði frumvarp þetta að lögum eins og það er nú, fá námsmenn ekki lán úr lánasjóðnum fyrr en eftir á, þ.e. eftir hvert misseri, þegar þeir hafa sýnt fram á, að þeir hafi skilað við- unandi árangri á því tímabili. í stað þess er ætlast til , að námsmenn fái lán í banka, þurfi þeir á því að halda og bankalánið greiðist upp með láni lánasjóðsins. Rökin fyrir þessari breytingu eru fyrst og fremst þau, að lánasjóðurinn hafi bundið tugi milljóna í lánum, sem ekki hafi verið tilefni til að veita en hafi verið veitt vegna rangra upplýsinga um stöðu náms o.fl. Þetta kann að líta vel út á papp- ímum en er það svo í raun? I fyrsta lagi má spyija um kostnað. Hvað veldur þetta miklum umframkostn- aði hjá námsmönnum? Alla vega er ljóst, að vaxtakostnaðurinn, sem samkvæmt núverandi tilhögun kemur til greiðslu síðar, þegar námi er lokið og námsmaður hefur reglu- legar tekjur, fellur til strax að því er varðar skyndilánin. í öðru lagi er sennilegt, að bankamir geri aðr- ar og meiri kröfur til ábyrgðar- manna en lánasjóðurinn hefur gert. Eða er líklegt að bankarnir slaki á þeim kröfum vegna þess, að lánin eru veitt út á lán lánasjóðsins? A.m.k. liggja engar yfirlýsingar íýrir um þetta af hálfu bankanna. Þá má spyija hvar sá námsmaður er á vegi staddur, sem verður veik- ur á námstímanum og hverfur frá námi um skeið af þeim sökum. Sit- ur hann uppi með skammtímalán í banka, sem hlaða á sig kostnaði, sem verður að greiðast strax? Vafa- laust eru fleiri álitamál af þessu tagi, sem koma upp. xxx eir sem eiga foreldra að, sem eru tilbúnir til að hjálpa þeim við að greiða kostnað við námið, lenda ekki í vandræðum af þessum sökum. En hvað um þann fjölda námsmanna, sem ekki búa við slík- ar aðstæður? Hvað um þann rjölda námsmanna, sem kunna að vera í vandræðum með að tryggja sér ábyrgðarmenn, sem bankarnir taka gilda? Er hugsanlega verið að búa hér til kerfí, sem mismunar ungu fólki svo mjög, að enn breikki bilið á milli þeirra, sem búa við góð kjör og hinna, sem hafa lítið handa á milli? Þetta hefur verið rætt mjög í þinginu en Víkveiji hefur furðað sig á því, hvað þingmenn stjórnarflokk- anna hafa virzt vera ákveðnir í að koma þessari breytingu á. Eru þeir svona vissir um, að þeir séu á réttri leið? Og ef þeir eru það ekki, hvaða steina eru þeir að leggja í götu ungs og efnalítils fólks? xxx tla mætti, að samningar milli Lánasjóðsins og bankanna lægju fyrir, þegar hér er komið sögu í afgreiðslu Alþingis. En skv. frétt í Morgunblaðinu um helgina er svo ekki, heldur áttu viðræður að halda áfram strax eftir þessa helgi, væntanlega í gær. Kannski liggja þeir samningar fyrir í dag, sem draga úr áhyggjum manna af þessu máli. En alþingismenn verða vissulega að sýna varkárni í með- ferð mála, sem geta skipt sköpum um framtíð ungs fólks í þessu landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.