Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 18
18 pj t/■ m r! möfiwn/im oiíTA.tnwuoíiof/í MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992 Iþróttamót Gusts: íris Björk sló þeim eldri við í töltinu Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Jón Gísli Þorkelsson var atkvæðamikill að þessu sinni og hér innsiglar hann sigur sinn í fimmgangi á Mekki. Sandra Karlsdóttir sigraði í tölti og fjórgangi bama á Júníor. _________Hestar______________ Valdimar Kristinsson ÍRIS Björk Hafsteinsdóttir sem keppti í ungmennaflokki á tveggja daga íþróttamóti Gusts í Kópavogi skaut þeim eldri ref fyrir rass i töltkeppninni er hún hlaut flest stig allra keppenda í greininni. Keppti hún á hryss- unni Gleði og hlutu þær 83,73 stig. Þá náði Jón Gisli Þorkels- son ágætum árangri í fimm- gangi er hann hlaut 61,20 stig á hestinum Mekki. Úrslit urðu annars sem hér seg- ir Fullorðinsflokkur Tölt 1. Friðfinnur Hilmarsson á Stíg- anda 82,93. 2. Jón Gísli Þorkelsson á Bijáni, 72,27. 3. Guðríður Gunnarsdóttir á Flóka, 74,67. Fjórgangur 1. Sigutjón Gylfason á Adam 45,39. 2. Friðfinnur Hilmarsson á Stíg- anda 44,20. 3. Guðríður Gunnarsdóttir Flóka 43,35. Fimmgangur 1. Jón Gísli Þorkelsson á Mekki, 61,20. 2. Halldór Gísli Guðnason á Funa, 46,40. 3. Baltasar K. Baltasarson á Grími 44,60. Gæðingaskeið 1. Jón Gísli Þorkelsson á Mekki, 69. 2. Siguijón Gylfason á Gnýfara 61,5. 3. Halldór Gísli Guðnason 59. Hlýðni B 1. Jón Gsli Þorkelsson á Stíganda, 41. 2. Erla Guðný Gylfadóttir á Eitli. Hindrun 1. Jón Gísli Þorkelsson á Stíg- anda, 16. íslensk tvíkeppni Friðfínnur Hilmarsson á Stíg- anda, 127,13. Ólympísk tvíkeppni Jón Gísli Þorkelsson á Stíganda, 57. Skeiðtvikeppni Jón Gísli Þorkelsson á Mekki, 130,20. Stigahæsti keppandi Jón Gísli Þorkelsson, 25,47. U ngmennafl okkur Tölt 1. íris Björk Hafsteinsdóttir á Gleði, 83,73. 2. Halldór Victorsson á Straumi, 73,33. 3. Magnús Magnússon á Reyni, 68,27. Fjórgangur 1. Halldór Victorsson á Nökkva, 40,46. 2. Magnús Magnússon á Reyni, 40,80. 3. Magnús Ólafsson á Svali, 41,65. Fimmgangur 1. Halldór Victorsson á Straumi, 44.80. 2. Magnús Ólafsson á Jörp, 26,60. íslensk tvíkeppni íris Björk Hafsteinsdóttir á Gleði, 121,64. Halldór Victorsson, 158,59. Unglingaflokkur Tölt 1. Sigurður Sigurðsson á Degi, 67,47. 2. Victor Victorsson á Snúði, 68.80. 3. Haukur Guðmundsson á Slqóna, 53,07. Fjórgangur 1. Victor Victorsson á Snúði, 35,20. 2. Karl Sigfússon á Drafnari, 35,70. 3. Haukur Guðmundsson á Skjóna, 28,22. íslensk tvíkeppni Victor Victorsson á Snúði, 103,82. Barnaflokkur Tölt 1. Sandra Karlsdóttir á Júníor, 67,47. 2. Ásta Dögg Bjamadóttir á Sí- fani, 61,07. 3. Sigríður Þorsteinsdóttir á Brimli, 58,67. Sama röð keppenda varð í fjórgangi. Islensk tvíkeppni Sandra Karlsdóttir á Júníor. Það virðist orðin lenska að sleppa fæðingarstað keppnis- hrossa á mörgum smærri hesta- mótum og þá sérstaklega íþrótta- mótum. Er ástæða til að hvetja forráðamenn móta til að hafa fæðingarstað hrossanna með þannig að lesendur hafí möguleika á að glöggva sig á hver hrossin eru. Nafn hestsins eða hryssunnar eitt og sér segir manni lítið. Kynbótasýning á Hólum: Tveir stóðhestar yfir átta OFT HAFA sést betri kynbótahross í Skagafirði en sýnd voru á kynbótasýningu sem haldin var að Hólum í Hjaltadal á laugar- dag. Tíu stóðhestar og sex hryssur komu þar fyrir augu sýningar- gesta. Tveir stóðhestanna hlutu fyrstu verðlaun eða einkunn yfir átta. Sokki frá Sólheimum stóð efst- ur með 8.11, en hann var sem kunnugt er sýndur fjögra vetra á Landsmótinu 1990 og vakti þá athygli fýrir jafna og góða bygg- ingu en knappa hæfileika að sama skapi. Það sama virðist upp ten- ingnum í dag, hækkar örlítið fyr- ir byggingu er nú með 8,58 en bætir við sig tuttugu kommum fyrir hæfileika og hlýtur nú 7.64 sem er ansi lítið. Sjálfsagt má nota hest eins og Sokka á bráð- flinkar og skrokkmjúkar hryssur en vafasamt er að menn eigi eftir að mæta með hryssur sínar í hóp- um til hans. Sokki er undan Krumma sem er undan Hrafni 802 og móðir er Sokka bæði frá Sól- heimum. Einn fímm vetra hestur Huginn frá Höskuldsstöðum A- Hún, undan Gusti 923 frá Sauðár- króki og Kommu 4953 frá Höskuldsstöðum hlaut fyrstu verðlaun, 8,15 fyrir byggingu og 7,89 fyrir hæfileika, samtals 8,02. Huginn er vel gerður hestur með afar trausta fætur, 9,0 fyrir fóta- gerð, hæfíleikar mættu vera meiri er þó með 8,5 fyrir tölt en aðeins 7,0 fyrir brokk og skeið. Sámur frá Flugumýri hálfbróðir þess kunna Ófeigs 882 kom þama fram en hann er undan sömu hryssu Kengálu og Fáfni frá Fagranesi. Hann hlaut 7,90 í einkunn. Einn fjögra vetra hestur kom fram, Höldur frá Brún v/Akureyri en sá er undan Hrammi frá Akur- eyri og osk frá Brún. Hlaut hann fyrir byggingu 7,90 og 7,97 fyrir hæfileika, samtals 7,94. Höldur virðist til alls líklegur en hann kom prýðilega fyrir í sýningunni. Nokkrir þriggja og fjögra vetra stóðhestar voru byggingadæmdir og stóðu þar efstir Kjami frá Kálfsstöðum með 8,33 af fjögra vetra hestum en Garpur frá Skúfsstöðum var efstur þeirra yngri með 8,20. Af hryssunum sem fram komu stóð efst fímm vetra hryssa frá Skáney Pípa sem er undan Hrafni frá Eskiholti og Gleði frá Skaney. Hlaut hún 7,88 fyrir byggingu og 7,74 fyrir hæfí- leika eða 7,81 í aðaleinkunn sem fleytir henni inn á fjórðungsmótið á Kaldármelum en hún er í eigu Bjama bónda í Skáney í Borgar- fírði. Að lokinni kynbótasýningu fór fram keppni í tölti og fimmgangi. í töltinu bar hæstan hlut Birgir Árnason á Skottu en fímmgang- inn sigraði Erlingur Erlingsson á Stíganda. . Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Höldur frá Brún þyk- ir efnilegur stóðhest- ur með einkunn rétt við 8,0. Knapi er eig- andinn Matthías Eiðs- son. Huginn frá Höskulds- stöðum hlaut 8,02 í einkunn, knapi er Jóhann Þorsteinsson. TiMKErr KEILULEGUR FAE KÚLU- OG RÚLLULEGUR iho LEGUHUS Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta {FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 814670 Eigum á lager allar gerðir af legum f bíla, vinnuvélar, framleiðsluvélar og iðnaðartæki. Allt evrópsk og bandarísk gæðavara. Utvegum allar fáanlegar iegur með hraði ■ LOFTUR Guttormsson, pró- fessor flytur í dag, þriðjudag 12. maí kl. 17.00, opinberan fyrirlestur í Kennaraháskóla íslands, st. 301. Fyrirlesturinn nefnist: Hvers má sín Upplýsing? Hegðunarmjmstur og upplýst gagnrýni 1750-1850. í fyr- irlestrinum mun Loftur nota niður- stöður nýlegra sagnfræðirannsókna sem tilefni til almennrar umfjöllun- ar um þær samfélags- og menning- arbreytingar sem urðu á tímabilinu. Athygli verður vakin á því að á tímabilinu breyttust sumir þættir samfélags og menningar í nútíma- átt meðan aðrir þættir tóku gagn- stæða stefnu. Til þess að leita skýr- inga á þessu verða tekin dæmi af tveimur fétagslegum og menningar- bundnum þáttum, annars vegar árstíðasveiflum hjónavígslna og hins vegar hjúskapar- og kynlífssið- ferði. Upplýsingafrömuðum var umhugða að brejda hegðun manna og viðhorfí gagnvart báðum þessum atriðum en hér sem í mörgu öðru bar viðleitni þeirra mjög misjafnan árangur. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.