Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992 Heimir Ársælsson og Arnar Bjarnason. Hitt níusex: Morgunblaðið/KGA Ný útvarpsstöð í burðarliðnum NÝRRI útvarpsstöð, Hitt níusex, verður hleypt af stokkunum næst- komandi fimmtudag kl. 14. Útvarpað verður allan sólarhringinn á tíðninni 96,6 og nást útsendingar um Faxaflóa, Reykjanes og sunnan- vert Snæfellsnes. Þrír ungir menn standa að rekstri stöðvarinnar og er útvarpsstjóri Ingimar Andrésson. Amar Bjarnason, dagskrárstjóri, og Heimir Ársælsson, markaðs- stjóri, sögðu að stöðin myndi höfða til fólks á öllum aldri. „Hitt níusex verður fyrst og fremst tónlistarstöð. Við leggjum áherslu á nýja tónlist, íslenska og erlenda, og munum styðja vel við bakið á íslensku tón- listarmönnunum okkar í sumar," sagði Arnar. Heimir benti á að ekki yrði um neina byltingu að ræða með tilkomu stöðvarinnar. „Það sem við erum að gera hefur verið gert áður. Breytingin er einfaldlega sú að við komum inn í þetta ferskir og metn- aðarfullir," sagði hann en báður sögðust þeir félagar sannfærðir um að rými væri fyrir Hitt níusex- útvarpsstöðina meðal þeirra út- varpsstöða sem fyrir væru. Annars hefðu þeir ekki farið út í stofnun stöðvarinnar. Dagskrárgerðarfólk á Hitt níusex kemur allt af öðrum útvarpsstöðvum. Hitt níusex er staðsett í fyrrum húsakynnum útvarpsstöðvarinnar FM, Smiðjuvegi 42 d. Eigendur eru Ingimar Andrésson, Jóhann Jó- hannesson og Heimir Ársælsson. Sauðárkrókur: Fíkniefnamál upplýst LOGREGLAN á Sauðárkróki lagði um helgina hald á 10 grömm af afmetamíni og um 10 grömm af hassi og upplýst þátt um það bils tugar manna, flestra nemenda í fjölbrautarskólanum í bænum, í dreifingu og neyslu efnanna. Fólkið hefur játað neyslu á 50-70 grömmum frá áramótum. Einnig var lagt hald á pípur og ýmis tól sem tengjast neyslu eiturlyfja. send norður frá Reykjavíkursvæð- inu og jafnvel með viðkomu á Vest- fjörðum. Fleiri lögregluembætti, í Húna- vatnssýslu, Vestfjörðum, höfuð- borgarsvæðinu og á Suðurnesjum, hafa blandast inn í rannsóknina og þar hefur verið yfírheyrður um það bil einn tugur manna sem einnig tengist málinu. LAG Grétars Örvarssonar og Friðriks Karlsson við texta Stef- áns Hilmarssonar varð í 7. sæti í Evrópusöngvakeppninni í Mál- mey í Svíþjóð á laugardag. Irska lagið, Why me, varð í fyrsta sæti, breska lagið, One step out of time, í öðru sæti og malt- verska lagið, Little child, í því þriðja. Friðrik Karlsson sagði að hann væri bara nokkuð ánægður með úrslitin. „Við vorum orðin frekar bjartsýn héma heima fyrir keppn- inna en úti var meðbyrinn ekki mikill í fyrstu. Mikið var um að okkur væri spáð einu af botnsætun- um og maður hafði það á tilfinning- unni að við værum hreinlega ekki með nema þá í botnbaráttunni. Þegar leið að keppninni fórum við svo að færast upp á við,“ sagði hann og benti jafnframt á að í svona keppni skipti fleira máli en Reutcr íslensku söngkonurnar Sigríður Beinteinsdóttir og Sigrún Eva Ár- mannsdóttir flylja lagið Nei eða já í Evrópusöngvakeppninni s.l. laugar dagsk völd. tónlistin. „Við vorum til dæmis með myndband sem ekki þótti gott. Aftur á móti held ég að við höfum náð töluverðri athygli þegar dró að keppninni. Blaðamannafundur- inn tókst til dæmis vel. Þannig kom þetta svona hægt og rólega og ég gæti alveg trúað að ef við hefðum haft meiri tíma eða betra mynd- band hefðum við farið ofar.“ Annars sagði Friðrik að ferðin hefði verið mjög skemmtileg og ýmislegt hefði komið út úr henni. Mætti þar nefna að unnið væri að því að koma laginu út í Bretlandi en það yrði gefið út í Skandinavíu, Hollandi, Belgíu og Lúxemborg í næstu viku. Ennfremur hefur Stjóminni verið boðið að leika í Kína á næsta ári og áhugi er fyrir því að fá hana til að leika í Skandin- avíu. Hljómsveitinni hefur einnig verið boðin aðstoð við að gefa út stóra hljómplötu þar. EVR0PUS0NGVAKEPPNIN i Málmey, Svíþjóð, 9. mai 1992 Land Heiti lags y c£ mí/ f/ /4 #/ 74 i/> /9° /4 ú % iL/ /f/é ¥Á 74 i/ 74 f4 té f/ /9/ AV#4° /i/4 f/f /<9 Röð 1. Spánn Todo esto es la musica 1 . 1 4 6 - - - 2 - 3 - 3 2 1 - 1 7 - 5 - 1 37 14. 2. Belgia Nous on vout des violons 3 . 4 - 3 - - - . - . 1 . - - . - - - . - 11 20. 3. ísrael Ze rak sport 10 - 2 - 8 4 7 4 7 - - 4 8 1 7 - 2 - 12 2 4 3 85 6. 4. Tyrkland Yazbitti 17 19. 5. Grikkland Olou tou kosmou i elpida - - 7 8 jl 7 3 5 12 - 2 5 10 - 4 - - - 12 7 8 - 4 94 5. 6. Frakkland Monte la rivie 6 - 12 3 W - - 3 - - 7 12 - ... - 5 - 6 - 10 3 6 73 8. 7. Svíþjóö I morgon ár en annan dag 1 4 9 22. 8. Portúgal Amor d'agua fresca - - 8 - 2 - - - - - 2 - - - - - - 1 5 - 8 - 26 17. Q. Kýpur In love I trust - - 3 - 10 2 - 2 1 - 8 2 - - - 6 - 4 8 3 - 8 57 11. 10. Malta Uttle child 12 10 - - 7 - 12 12 1 8 - 5 12 8 - 10 8 3 10 - - 5 123 3. 11. ÍSLAND Nei eða já 8 4 4 - 6 - 6 6 - - - 3 5 7 12 - 5 5 - 1 6 2 80 7. 12. Finnland Yamma-Yamma - - 1 - - - - . - - - - - - - - - - 3 ■- - - 4 23. 13. Sviss Mister music man - 5 - - - - - - - 12 - - - 4 1 - 10 . - - - 32 15. 14. Lúxemborg Sou frái 10 10 21. 15. Austurríki Zusammen gehn 2 8 - - 8 - 1 3 8 4 - - - - 10 12 7 63 10. 16. Bretland One step out of time 5 12 2 10 . 10 5 - 6 6 4 6 8 7 12 7 12 8 W - 12 7 139 2. 17. írland Why me 1 7 - 12 12 - 10 4 5 12 7 10 6 10 10 8 10 2 2 7 10 10 155 1. 18. Danmörk Alt det som ingen ser 4 6 - - - 7 1 - - 6 . - 6 3 3 - - 6 5 - 47 12. 19. Italía Rapsodia - - - 5 3 12 8 8 10 5 10 12 7 - 6 - - - | - 12 1 12 111 4. 20. Júgóslavía Ljubin te pesmama . - 10 6 1 5 - - 2 3 5 4 2 - - 4 ^ - - 2 - 44 13. 21. Noregur Visjoner . 3 - - - - 2 - - - 1 1 - 4 - 5 - 6 - 1 - - 23 18. 22. Þýskaland Tráumesíndfuralleda . 6 10 6 2 3 - - - - 27 16. 23. Holland Wijs me de weg 7 2 5 7 5 4 - - 7 - 3 - 1 - 5 2 8 - - - 4 7 67 9. Menntamálaráðherra: Evrópusöngvakeppnin: [ Anægður með úrslitin - segir Friðrik Karlsson annar höfundur ís- lenska lagsins sem varð í 7. sæti Spamaður í framhalds- skólum þungur í vöfum Að sögn Björns Mikaelssonar yfírlögregluþjóns á Sauðárkróki hafði lögreglan um skeið unnið að rannsókn málsins vegna gruns um að fíkniefni væru höfð um hönd á heimavist fjölbrautarskólans. Á föstudaginn voru svo fjórir ungir menn handteknir og í vídeóspólu sem þeir höfðu undir höndum fund- ust 10 grömm af amfetamíni. Rann- sókn málsins var fram haldið um helgina og þá var einnig lagt hald á 10 grömm af hassi sem komu í sendingu með rútu til bæjarins. Alls tengist tugur manna nyrðra málinu, um helmingur þeirra dvelst á heimavist fjölbrautarskólans og flestir hinna eru einnig nemendur í skólanum. Að sögn Björns Mika- elssonar virðist sem efnin hafi verið Varð und- irjeppa ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var send inn í Veiðivötn á laugar- dag að sækja 11 ára telpu sem orðið hafði undir jeppa. Eitt hjól jeppans mun hafa lent ofan á stúlkunni. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar á Hvolsvelli mun hún þó ekki hafa slasast eins alvarlega og óttast var í fyrstu var það því að þakka að alldjúpur snjór var yfir þar sem slysis varð. Menntamálaráðherra segir að sparnaður í framhaldskólunum hafi reynst þyngri í vöfum en áætlað var við gerð fjárlaga, og hann hafi áhyggjur af að þau sparnaðarmarkmið muni ekki nást. í skýrslu ijármálaráðherra um framkvæmd fjárlaga á fyrsta árs- fjórðungi segir að enn hafí nokkur ráðuneyti ekki gripið til fullnægjandi aðgerða til að tryggja útgjalda- markmið fjárlaga. Sem dæmi eru nefnd málefni framhaldsskóla, ýmis verkefni umhverfísráðuneytis, embætti sýslumanna og sjúkratrygg- ingar. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra sagði við Morgunblaðið, að skólastarf í framhaldsskólum hefði verið skipulagt síðasta haust, og þótt þá strax hafí ákveðnar aðhalds- aðgerðjr hafist, hefði alltaf legið ljóst fyrir að ekki næðust afgerandi tök á þessum sparnaði fyrr en á næsta haustmisseri. „Það kemur því ekki á óvart þótt aðhaldsaðgerðir séu ekki famar að skila sér núna á miðju skólaári," sagði Ólafur. Þegar Ólafur var spurður hvers vegna ekki áætlanir hefðu þá ekki gert ráð fyrir því að sparnaður skil- aði sér ekki fyrr en undir haustið, sagði hann að því væri ekki að neita að sparnaður hefði reynst þyngri í vöfum en vonast var til. „Þetta er breytilegt eftir skólum og þarf í raun séraðgerðir fyrir hvem skóla. Til samanburðar eru aðgerðir í grunn- skólum mun einfaldari þar sem til dæmis ein ákvörðun í ráðuneytinu hefur áhrif á alla skóla,“ sagði Ólafur. Fyrirhugað var að skera niður útgjöld vegna framhaldsskólanna um 120 milljónir á þessu ári. Ólafur sagði að reynt yrði að ná þessu markmiði. „En við höfum allan tímann haft verulegar áhyggjur af þessu,“ sagði hann. Eiður Guðnasson umhverfisráð- herra sagði um málefni umhverfis- ráðuneytisins að hvað það ráðuneyti varðaði hefði gagnrýni fjármálaráð- herra einkum beinst gegn Náttúru- verndarráði sem hefði gengið illa að halda sig við ljárlagarammann. Grip- ið hefði verið til ráðstafana þar, m.a. ráðinn sérstakur fjármálastjóri fyrir Náttúruverndarráð og Náttúrufræði- stofnun sem eru í sömu húsakynnum. „En umhverfísráðuneytið er ungt r'áðuneyti og ég hef oft lýst þeirri skoðun að það hafí aldrei komist á réttan fjárlagagrunn þar sem ekki hefur í nægilega ríkum mæli verið tekið tillit til þess sem hér þarf að sinna,“ sagði Eiður. Samkvæmt upplýsingum Þórðar H. Ólafssonar skrifstofustjóra um- hverfisráðuneytsins fóru Náttúru- vemdarráð og Náttúrfræðistofnun um 1,5 milljónir króna fram yfír greiðsluáætlanir hvor stofnun á- fyrsta ársíjórðungi. Samkvæmt fjár- lögum á rekstur Náttúruvemdarráðs að kosta 37,5 milljónir króna og Náttúrufræðistofnunar 32,9 milljónir króna. Þórður sagði að Náttúruverndar- ráð hefði tekið sig á í apríl og hefði verið á áætlun í lok þess mánaðar. Þá væri rekstur aðalskrifstofu ráðu- neytisins vel innan við greiðsluheim- ildir. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra sagði um sýslumannsembætt- in, að misræmi væri milli greiðslu- áætlunar ijármálaráðuneytis og rekstraráætlana embættanna sjálfra. Þannig væru sýslumannsembættin komin 25 milljónum fram úr áætlun fjármálaráðuneytis en væru 15 millj> ónum undir áætluðum útgjöldum samkvæmt eigin áætlunum. Dómsmálaráðherra sagði að þess- ar áætlanir hefðu ekki verið sam- ræmdar. Aðhaldsaðgerðir embætt- anna kæmu að talsverðu leyti fram í minni afleysingum og yfirvinnu yfír sumarmánuðina. Því væri ekki Hífegt að halda því fram enn sem komið væri, að sýslumannsembættin væru komin fram úr áætlunum. Dómsmálaráðuneytið hélt fund með sýslumönnum í síðustu viku þar sem þeim var gert að gera frekari grein fyrir því hvernig þeir ætluðu að ná fram markmiðum fjárlaga. Óskað var eftir greinargerðum frá þeim sem vænst er á næstu tveimur vikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.