Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1992
33
Opið bréf til Atla
Heimis Sveinssonar
eftir Sigurð Jónsson
Kæri Atli. Ég þakka þér fyrir
ágæta grein þína um síbyljuna o.fl.
sem birtist í Morgunblaðinu 14.
mars sl.
Ég get fallist á flest aðalatriði
þess boðskapar sem þú flytur, eink-
um það sem varðar síbyljuna og
þögnina. Það er þó ekki örgrannt
um að mér fínnist gæta nokkurs
skorts á umburðarlyndi og auðmýkt
í orðum þínum. Og hjá mér vaknar
spuming um, hvað þú hafi lagt
mikið á þig til þess að skynja og
skilja tilfinningar og þarfir „rokk-
kynslóðarinnar".
Þú segist ekki kunna að skil-
greina þá tónlistarstefnu sem kall-
ast popp. Það er ekki von, því þar
er ekki um að ræða neina tónlistar-
stefnu. Popp er fjölskrúðug blanda
af allskonar afþreyingarmúsík,
vondri og góðri. Ég gerist svo djarf-
ur að halda því fram að til sé góð
afþreyingarmúsík, sem á fullan rétt
á sér og er skaðlaus þó svo að
hæpið sé að kalla hana „listræna"
og alls ekki hægt að skipa henni í
flokk með svokallaðri æðri tónlist,
eða „klassískri tónlist“.
Hvað er annars list? Það hefur
einatt vafist fyrir fólki að skilgreina
þetta hugtak og það virðist sem
tiltölulega fámennur hópur fólks
hafi tekið sér einkarétt á því að
„hafa vit“ á list. Þessi hópur skipt-
ist í nokkra undirflokka. T.d. eru
þeir, sem í krafti menntunar og
stöðu telja sig vita best. Einnig eru
þeir ómenntuðu sem hafa næmari
listrænan skilning og fegurðarskyn
en almennt gerist. Og svo em þeir
sem hvorugt hafa. En nudda sér
utan í listina af því að það er fínt.
Þessir síðastnefndu leggja meiri
áherslu á að læra ópus-númer verka
Mozarts, en að hlusta á þau. Þetta
era lista-snobbaramir. Ég á ekki
heima í neinum þessara flokka. Ég
hef unun af því að hlusta á svokall-
aða klassíska tónlist og er alinn upp
á heimili þar sem bókmenntir og
tónlist þóttu lífsnauðsyn. Ég er
óendanlega þakklátur fyrir það. Nú
er ég aftur á móti í föðurhlutverki
og verð með einhveijum ráðum að
mæta síbyljunni. Ég hef komist að
raun um að böm og unglingar taka
ekki mark á fullyrðingum sem ekki
era rökstuddar og settar fram á
þann hátt, að þær verði ekki túlkað-
ar sem árás á áhugamál þeirra og
lífsstíl.
Fyrir allmörgum áram hélt þung-
arokkið innreið sína á heimili okk-
ar. Ég get ekki sagt að þetta hafi
verið mér til yndisauka og fljótlega
sá ég fram á fjölskylduvandamál
ef ekkert yrði að gert. Eftir vand-
lega íhugun ákvað ég að reyna að
setja mig inn í þessa músík, sem
elsti sonurinn taldi svo nauðsynlegt
að hlýða á. Nú er þessi músík þann-
ig gerð, að „karakterinn" fer for-
görðum ef ekki er hafður nægjan-
legur styrkur á „græjunum". Það
er því alveg út í hött að biðja ung-
Aðalfundur Stjórn-
unarfélagsins
AÐALFUNDUR Stjórnunarfé-
lags íslands fyrir starfsárið 1991
verður haldinn á Hótel Sögu í
Arsal fímmtudaginn 14. maí kl.
16.00. Á fundinum mun Markús
Orn Antonsson borgarstjóri
flytja erindi um „Nýsköpun í at-
vinnurekstri".
Auk áherslu á hagkvæmni í
rekstri félagsins var áhersla lögð á
að auka fjölbreytni í þjónustu þess.
M.a. var tekið að byggja upp mynd-
bandasafn fyrir félagsaðila, styrkja
samstarf við erlenda aðila um auk-
inn ijölda námskeiða sem félags-
mönnum bjóðast með afsláttarkjör-
um erlendis og auka Qölbreytni
námskeiða sem haldin eru hér á
landi.
Auk almennra námskeiða um
stjórnun og rekstur, rekur félagið
Skrifstofu- og ritaraskólann og
Málaskólann Mími. Þá stendur fé-
lagið að Tölvuskóla Stjórnunarfé-
lags íslands og IBM ásamt Nýherja
hf.
Hjá félaginu starfa 9 fastráðnir
starfsmenn í 7,5 stöðugildum auk
um 80 einstaklingar sem lausráðnir
eru við kennslu og verkefnastjóm.
Þórður Sverrisson framkvæmda-
stjóri er stjómarformaður félagsins.
Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri
er varafonnaður. Aðrir í stjóm eru
Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri,
ritari, Þórður H. Hilmarsson fram-
kvæmdastjóri, gjaldkeri, Friðþjófur
Johnson framkvæmdastjóri, Hjör-
leifur Kvaran framkvæmdastjóri,
Ingjaldur Hannibalsson fram-
kvæmdastjóri, Sigurður Haraldsson
framkvæmdastjóri og Snorri Konr-
áðsson framkvæmdastjóri. Fram-
kvæmdastjóri Stjómunarfélagsins
er Árni Sigfússon.
(Fréttatilkynning)
KOLAPORTIÐ festi í fyrra kaup
á risatjöldum sem eru allt frá
200-800 fermetrar að stærð og
eru þau til útleigu fyrir hvers
konar samkomur hvar sem er á
landinu. Slík risatjöld hafa ekki
áður verið fáanleg hér á landi
en njóta nú sívaxandi vinsælda.
Tjöldin hafa mikið verið pöntuð
fyrir alls konar samkomur í sumar
og má m.a. nefna brúðkaupsveisl-
ur, ættarmót, afmæli og hátíðir
sveitarfélaga, dansleiki og hljóm-
leika og eru þessar samkomur
dreifðar um allt land.
Óvenjulegasta pöntunin er þó
vafalaust á 400 fermetra tjaldi sem
á að reisa uppi á Vatnajökli nú um
miðjan maí en þar verður haldin
veisla fyrir tæplega tvö hundrað
útlendinga. í júní eru einnig tvö
risatjöld pöntuð til að hýsa aðra
veislu útlendinga og í það skiptið
er um að ræða 400 kvensjúkdóma-
lækna sem þinga hér á landi og
viðið að lækka svo að maður losni
við að heyra það sem fram fer í
'herberginu. Maður getur alveg eins
bannað þeim að hlusta (sum þeirra
„hlusta" á rokk. „Einbeita sér,
hugsa, fylgjast með, bera saman,
muna — ótal margt fleira“). Ég
settist því inn í herbergi sonarins,
hlustaði með honum og ræddi við
hann um þetta áhugamál hans. Það
kom fljótt í Ijós, að hann mat þetta
umburðarlyndi mitt svo mikils, að
hann hlustaði á mín sjónarmið og
gætti þess vandlega að sýna mér
og minni músík skilning og þolin-
v mæði. Þessi saga endurtekur sig
svo núna, þegar ég hef þijá stráka
á heimilinu (10, 12 og 14 ára) sem
allir „þurfa“ sinn daglega skammt
af þungarokki. Ég hlusta með þeim
og rökræði við þá. Þeir sýna mér
þá tillitssemi að leita samþykkis
míns, áður en þeir fylla húsið af
rokki og þeir virða möglunarlaust
óskir mínar þegar ég bið þá að
slökkva á tækjunum og hafa hljótt.
Allir þessir drengir hlusta af gagn-
rýni og hafna því sem ekki er sæmi-
lega vel gert. Þeir hlusta sárasjald-
an á útvarp og era ekki meðal
óvirkra neytenda síbyljunnar. Þeir
viðurkenna núorðið allir, að það sé
notalegt að heyra „klassíska" músík
á heimilinu og kunna orðið skil á
ýmsu í þeim efnum (einn þeirra gat
sér rétt til um höfund, þegar verk
eftir þig var flutt sem tóngáta í
„Kontrapunkti").
Að fenginni þessari reynslu, tel
ég a,ð skrif af því tagi sem er til-
efni þessa bréfs, þjóni ekki öðram
tilgangi en að auka á þá fordóma
sem era aðalorsök hins svokallaða
kynslóðabils. Ég efast um að grein
þín hafí náð til margra annarra en
þeirra, sem era þér hjartanlega
sammála og svo sannfærðir í sinni
trú, að þeir þurfa enga frekari upp-
örvun. Baráttan gegn síbyljunni
hefur tekist að nokkra leyti á heim-
ili mínu. Ekki þó svo að síbyljan
hafi skánað. Heldur er henni ein-
faldlega hafnað, af fijálsum vilja.
Hvernig er þá hægt að fá æsku
þessa lands til að hafna síbyljunni?
Ekki með því að fjandskapast út í
áhugamál hennar eða gera lítið úr
því sem hún velur sér til afþreying-
ar. Það er eins vitlaust, eins og að
ætla að bjarga íslenskri tungu með
Sigurður Jónsson
„Eg er þess fullviss, að
síbyljunni verður ekki
breytt til batnaðar á
meðan þeir sem best
ættu að kunna til verka,
standa utan vallar og
hrópa.“
því að meina ungmennum að læra
erlend tungumál. En sumu mál-
verndarfólki hefur víst dottið það
snjallræði í hug. Ég hélt því fram
hér að framan, að ekki sé öll afþrey-
ingarmúsík vond, ég stend við það
og bæti við, að í þeim flokki sem
kallast sígild tónlist, er eitt og ann-
að sem ekki hossar svo hátt að það
mætti ekki missa sín. Það er nefni-
lega svo, því miður, að það hefur
alltaf verið til miklu meira af vond-
um listamönnum en góðum. Þú
mátt þó ekki skilja orð mín svo að
ég telji þig vera vondan listamann,
þvert á móti. Þó ekki væri nema
lagið þitt fallega, sem þú vitnar til
í grein þinni. Þá ættir þú samt sem
áður virðingu mína og aðdáun. Ég
er þess þó fullviss, að þér er kunn-
ugt um margar fallegar og vel gerð-
ar melódíur, eftir venjulega popp-
ara, sem hafa lifað og orðið sígild-
ar. Og meira að segja verið teknar
upp á „repertoire" frægra lista-
manna og sinfóníuhljómsveita.
Einnig muntu þekkja mörg þeirra
fallegu laga sem Duke Ellington-
aðdáandinn og jassáhugamaðurinn
Jón Múli Árnason hefur gefið okk-
ur.
Ég er þess fullviss, að síbyljunni
verðúr ekki breytt til batnaðar á
meðan þeir sem best ættu að kunna
til verka, standa utan vallar og
hrópa. Ef menn og konur í þinni
stöðu vildu fordómalaust mæta
unglingunum okkar og hlusta með_
jákvæðu hugarfari með þeim á það
skásta sem átrúnaðargoðin þeirra
framleiða, þá næðuð þið eyrum
þeirra og gætuð kennt þeim að
skilja hvað það er sem gerir góða -
músík góða. Þá mundi síbyljan tapa
markaði sínum.
Ég veit reyndar ekki hvað þú
hefur mikla þekkingu á poppi, því
spyr ég: er fullyrðing þín um að
poppið sé hvorki vel eða illa flutt,
byggð á þekkingu á poppinu, eða
bara fordómum? Er t.d. flutningur
rokksveitarinnar „Queen“ á „Bo-
hemian Rhapsody" verri en flutn- t
ingur Guðmundar Jónssonar á
„Hraustir menn“? Er flutningur
„Queen" á „Seaside Rendezvous"
verri en flutningur margra íslenskra
karlakóra á lögum eins og t.d. „Öx-
ar við ána“? Er flutningur Tod-
mobile á „Bæn“, „Byijun“ og „í
tígullaga dal“ vondur eða góður?
Er flutningur Emerson, Lake and
Palmer á „Trilogy" vondur eða góð-
ur? Er flutningur Van Halen á
„Judgement Day“ vondur eða góð-
ur? Er flutningur Crowded House
á „Fall at your Feet“ vondur eða
góður? Kannski er ómögulegt að
svara svona spurningum, kannski
þjónar það heldur engum tilgangi.
Það er þó von mín að þú og þínir *
líkar leggi okkur lið, sem reynum
að fá unglingana okkar til að velja
með gagnrýni í stað þess að þiggja
án gagnrýni það sem að þeim er
rétt. Til þess að svo megi verða,
verðið þið að stíga niður af stallin-
um og sýna umburðarlyndi. Auð-
mýkt, víðsýni og umburðarlyndi,
era meðal fegurstu eiginleika
manneskjunnar og njóta sín hvergi
betur en í fari þeirra sem tekist
hefur að hetja sig upp úr meðal-
mennskunni.
Ég er ekki hræddur, eins og
Kundera og þú, um að við höfum
upplifað endi tónlistarsögunnar.
Snillingar munu upprísa og ná eyr-
um fólksins og verk gömlu snilling-
anna munu lifa. Ef það gæti orðið
þér til huggunar, máttu minnast
þess að skammt er síðan Pavarotti
átti sæti á popp-vinsældalistum
Evrópu, og mannfjöldinn sem kom
til að hlusta á hann í London, bend-
ir til að engin hætta sé á ferðum.
Það er hinsvegar verra ástandið
með þögnina. Ég óttast að baráttan
fyrir rétti fólks til að njóta þagnar
sé töpuð. Því miður.
Höfundur er skrifstofumaður á
Akureyri.
Risatjald á Vatnajökli
ætla að gera sér glaðan dag á Þing-
völlum.
Risatjöld Kolaportsins vora fram-
leidd af fyrirtæki í Skotlandi sem
hefur margra alda reynslu í gerð
slíkra tjalda. Þau era gerð úr mjög
sterkum vatns- og eldvörðum
segldúk og eru hönnuð til að stand-
ast erfitt veðurfar hér á norðurslóð-
um. Tjöldin skýla ekki einungis fyr-
ir regni heldur veita einnig gott
skjól fyrir vindum.
Q| |7| ii/j CIAIICX
wU4Ulvl oWlr I
3JA DYRA, ÁRGERÐ 1992
★ Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu.
★ Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4,0 1. á hundraðið.
★ Framdrif.
★ 5 gíra.
A Verð kr. 726.000.- á götuna, stgr.
$ SUZUKI
-—■1»»»» ' ..4.J.J.LL.HI.HM.WW
SUZUKI BÍLAR HF
SKEIFUNNt 17 SlMI 68 51 OO
LIPUR OG SKEMMTILEGUR 5 MANNA BÍLL