Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1992 43 SÍMi 320 7S Stórmyndin með Robert De Niro og Nick Nolte. Sýnd i B-sal kl. 5, 8.50 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. HETJUR HÁLOFTANNA Fjörug og skemmtileg mynd um leikara sem þarf að læra þotuflug. Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. ★ ★ ★ ★ „Mynd sem fólk á aö sjá. Skemmtileg, mynd og líka frumleg, vel gerð og hefur það umfram flestar myndir í bíó, að geta komið fólki á óvart." PRESSAN ★ ★★ - MBL. EFTIR LEIKSTJÓRA „DRUGSTORE COWBOY11 Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11. - Bönnuð innan 16 ára. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ - MIÐAVERÐ KR. 300 Á ALLAR MYNDIR. Himinn inn ýfir Idaho Kvikmyndir Arnaldurlndriðason Mitt eigið Idaho („My Own Private Idalio“). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri og handritshöfundur: Gus Van Sant. Aðalhlutverk: River Phoenix, Keanu Reeves og James Russo. Bandaríkin, 1991. Myndirnar vestan úr Bandarikjunum sýna sjald- an viðlíka hreinskilni eða leyfa sér að vera jafn sann- ar lýsingar á einstæðings- kennd, depurð og ömurleika og Mitt eigið Idaho eftir Gus Van Sant. Eða sýna afsk- ræminguna að baki þess að stunda kynlíf fyrir pening. Fáar myndir hafa líka þá djörfung að segja frá karl- mellum ef út í það er farið, ungum mönnum sem selja sig. Efnið hentar ekki beint markaðskönnuðum kvik- myndaveranna. Van Sant hefur gert úr því ásækið listaverk, magnaða bíómynd sem reyndar er ekki allra en þeir sem á annað borð leggja sig eftir henni fá það ríkulega launað. Leikstjórinn vakti fyrst athygli á sér fyrir mynd- ina„Drugstore Cowboy", blákalda lýsingu á utan- garðsfólki sem lifir fyrir dóp. Hér er mun ljóðrænna, persónulegra verk á ferðinni þar sem ber frásagnartækn- in og galdrar kvikmyndar- innar eru mun meira áber- andi, nokkuð sem leikstjór- inn hefur þróað talsvert frá síðustu mynd: Karimódel tala hvert við annað af fors- íðum tímarita í klámbúllu, götukrakkar lýsa afsk- ræmdri veröld sinni beint í myndavélina, endurminn- ingar aðalsöguhetjunnar, sem River Phoenix leikur frábærlega, eru átta milli- metra upptökur af henni með mömmu sinni á löngu gleymdum stað í Idaho. Kynlífsatriðin eru sýnd í kyrrmyndum. Himinninn 'ólmast í hraðfleygum skýj- um í einskonar drauma- ástandi söguhetjunnar; hús- kofi fellur úr loftlnu niður á þjóðveginn. Það síðastnefnda gæti vel komið úr Galdrakarlinum í Oz. Van Sant hentar vel þessi draumkennda frá- sagnaraðferð til að segja napurlega sögu án málam- iðlana. Tilfinningalega er myndin eins og opið sár. River Phoenix leikur strák sem leitar móður sinnar og uppruna eða staðfestu í lífi sem er í rauninni hvorki líf né dauði heldur nokkurs- konar limbó þar á milli; hann fellur jafnvel í dá með reglulegu millibili. Hann býr á götuni úti í Seattle þegar myndin hefst og selur sig konum og körlum til að skrimta. Vinur hans, sem Keanu Reeves leikur, selur sig líka fyrir pening en hann er meira í þessu uppá skemmtilegheitin og til að storka föður sínum sem er borgarstjóri. Saman vitja þeir bróður Phoenix, sem hann telur að sé faðir sinn líka, og leit þeirra að móður hans ber þá alla leið til ítal- íu. Það er ekki á allra færi að fjalla um persónur sem þessar og umhverfið sem þær lifa í en Van Sant hefur fundið leið sem virkar. Hann kveikir líf í svipmyndum, sem kannski orka betur ein- ar sér en sem heild. Veik- asti hlekkurinn er samband félaganna við nk. Fagin, eldri mann sem ræður yfir þjófagengi af götunni. Kafl- arnir með honum komast í skáldlegri hæðir sem ganga á skjön við persónurnar og umhverfið sem þær búa í. Leikurinn er dæmalaust góður hjá hinum ungu leik- urum, sérstaklega er Phoen- ix frábær eins og þegar hann varfærnislega imprar á möguleikanum á ást á milli tveggja karlmanna við vin sinn, Reeves. En honum verður ekki að ósk sinni. Strákum eins og honum verður aldrei að ósk sinni. MITT EIGIÐ IDAHO RlVEI* KEANU phoenix reeves Stórtónleikar í Þjóðleikhúsinu 18. maí: „Sameinumst gegn alnæmi“ SAMTÖK áhugafólks um alnæmisvandann halda tón- leika til styrktar starfsemi sinni í Þjóðleikhúsinu 18. maí kl. 20.00. Fram koma Todmobile, Hilmar Örn Hilmarsson, Sálin hans Jóns míns, Vinir Dóra, Síðan skein sól, Egill Ólafsson og Draumasveitin og tækni- landsliðið. Kynnir verður Páll Óskar Hjálmtýsson. Allir aðstandendur tónleik- anna gefa vinnu sína. Verð aðgöngumiða er 2.000 kr. og forsala aðgöngumiða er í Þjóðleikhúsinu. Markmið samtakanna er að auka þekkingu og skiln- ing á alnæmi og að styðja smitaða og sjúka og aðstand- endur þeirra. Þau njóta engra opinberra styrkja en standa fyrir margháttaðri starfsemi þar sem velferðar- kerfið þrýtur. un film Íh JEUNET tt CARO ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 300 Á ALLAR MYNDIR NEMA „LOSTÆTI" L0STÆTI LETTLYNDA RÓSA Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. CUudk' OSvSARD -prto'nu HR.OGFRUBRIDGE *# * A« «• t**M ** t ■ri'*■ ¥*&* & A ti«*>'***.< «<<« , ★★><♦.•<.'* * K *k\\v >«■★,« *« < >■> <■ Hef ur þú eiuhvern tíma velt fyrir þér hvaða fígúra það er sem semur þessa texta? Þú heldur kannski að þessi f ígúra geti bara sett niður hverja vitleysuna á fætur ann- arri og verið ánægður. Ó nei, ekki aldeilis. Hvað myndir þú gera ef þú ættir að semja jtexta við þessa mynd? Ég held að þú mynd- ir sturlast, því það er ekki hægt. Ég segi bara eitt og get ekki ýkt það: Þessi mynd er hrikalega fyndin og hrikalega góð. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. KOLSTAKKUR Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuði. 16ára. HOMOFABER ★ ★★★ Helgarbl. Sýnd kl. 5 og 11. FREEJACK Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuði. 16. Sýnd kl. 5,9 og 11.15. #pm REGNBOGINN SÍMI: 19000 Norrænir heilbrigðisstarfs- menn þinga um trúarleg efni „KRISTIN LÍFS- STEFNA“ verður yfir- skrift norrænar ráð- stefnu á vegum Kristi- legra félaga heilbrigðis- stétta á Norðurlöndum. Hún verður haldin í Grim- stad í Suður-Noregi 23.-28. júní 1992. Fjölhyggja samtímans og kapphlaup um hugi manna veldur því að mörgum finnst sem kristin lífsgildi falli í skuggann. Því vill Kristilegt félag heilbrigðisstétta bjóða norrænum heilbrigðis- starfsmönnum til ráðstefnu um kristna lífsstefnu. Þar verða reifuð mál sem varða kristna trú. Framúrskar- andi ræðumenn, læknar, prestar og hjúkranarfræð- ingar. Um er að ræða mikil- væga þætti trúarinnar svo sem bænina, boðun, starfið sem köllun eða frama, sið- ferðilega afstöðu í flóknum og viðkvæmum rannsókn- um og meðferðum s.s. erfðarannsóknum og líf- færaflutningum. Kristin lífsstefna kallar á alhliða umönnun sjúkra. Fjallað verður um trúarlegar þarfir sjúkra og umönnun hinna deyjandi og aðstandenda þeirra og það hvernig kristnir starfsmenn geta mætt skjólstæðingum sín- um með fagnaðarboðskap og kærleika Krists að leið- arljósi. Gefinn verður tími fyrir afslöppun í fögru um- hverfi. Skeijagarðurinn býður upp á marga mögu- leika fyrir alla fjölskylduna. Fyrsta flokks tjaldstæði er fyrir þá sem kjósa að tengja ráðstefnuna sumarleyfinu. Kristilegt félag heilbrigð- isstétta er samkirkjuleg, al- þjóðleg hreyfing með starf í meira en 120 þjóðlöndum. Á Norðurlöndum starfar hún í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi og ís- landi. Starf hreyfíngarinnar byggst á kristniboðsskipun Jesú Krists um að fara og kristna allar þjóðir. Svæðis- Þriðjud. 12 maiopið kl. 20-01 RÚREK DJASSHÁTÍÐ ’92 í ÞORPIDROTTNINQAR ENGLANNA Tónlist STEFÁN S. STEFÁNSSON vid Ijodaflokk SVEINBJARNAR BALQVINSSONAR Flytjendur: Stefán S. Stefánsson, saxófónar, Sveinbjörn Baldvinsson, gítar, Arni Scheving, víbrafonn. Gunnar Hrafnsson. bassi, Einar Scheving, trommur, Ellen Kristjánsdóttir, söngur. Miövikud. 13. maí opid kl. 20-01 TÓNSKRATT AR BRÆÐINGSHLJÓMSVEIT FÍH og söngkonan HELGA MÖLLER PÚLSINIM - með púlsinn á hreinu! stjóri hreyfmgarinnar á Norðurlöndum er séra Magnús Björnsson en for- maður KFH á íslandi er Vigdís Magnúsdóttir, hjúkr- unarforstjóri Landspítalans. (Fréttatilkynning) mkk MIÐBÆRKL. 17. Karnivala marserar um miöbœinn og lýkur leik í Tjarnarsal Ráðhússins. DJASSÁ VEITIkGAHÖSUM PÚLSINN: íþorpi drottningar englanna eftir Stefán S. Stefánsson og Sveinbjörn Baldvinsson. KRINGL UKRÁIN: Kuran swing. JAZZ: Kvartett Kristjáns Magnússonar. HRESSINGAR- SKÁLINN: 3 plús jazz. DJÚPIÐ: Helga Möller og kvartett Reynis SigurÖssonar. Forsala á tónleika Jon Hendricks & kompanis í Háskólabíói er í Japis, Brautarholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.