Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992
ALÞJOÐADAGUR HJUKRUNARFRÆÐINGA 12. MAI
Florence Nightingale
eftir Guðmundu
Sigurðardóttur
í dag, 12. maí, er alþjóðadagur
hjúkrunarfræðinga. Á þessum degi
árið 1820 fæddist stúlkubarn í Flór-
ens á Italíu. Hún var yngri dóttir
hjónanna Fanny og William Night-
ingale. Þau gáfu henni nafnið Flor-
ence. Hjónin fluttu aftur ti! Eng-
lands ári seinna og Florence Night-
ingale ólst upp í foreldrahúsum með-
al yfirstéttaraðalsins á Englandi.
Ekkert nafn í hjúkrunarsögunni ber
yfir sér eins mikinn Ijóma og nafnið
Florence Nightingale. í hugum hjúkr-
unarfræðinga sem og almennings um
víða veröld, birtast margs konar
myndir og hugrenningar. Nafnið Flor-
ence Nightingale ber hljóm baráttu,
umbóta, umhyggju, metnaðar,
kvennabaráttu, fróðleiksþorsta og
skynsemi svo eitthvað sé nefnt.
Flestir þekkja Florence Nighting-
ale sem konuna með lampann. En
sagt er að hermennirnir sem lágu
sárir eftir orrustuna á Krímskagan-
um hefðu kysst skugga hennar þeg-
ar hún gekk stofuganga að loknum
starfsdegi með lampa í hendi.
En lífshlaup Florence Nightingale
á sér margar hliðar. Flestar voru
ískaldur veruleiki, þar sem þjáning
og eymd var daglegt brauð og á
ekkert skylt við þann ævintýraljóma
sem sagan hefur búið til.
Tölfræðingnrinn Florence
Nightingale!
Florence notaði tölur óspart máli
sínu til framdráttar. Hún hefur oft
verið nefnd fyrsti tölfræðingurinn.
Var hún sískrifandi og safnaði upp-
lýsingum hvaðanæva að, og notaði
þær óspart málum sínum ti! fram-
dráttar.
Dánartíðni hermanna á Krím-
skaganum var um 42%. Eftir að
Florence sá um að vatnsleiðslur
væru lagfærðar og skólpræsum lok-
að, setti upp þvottahús þar sem
eiginkonur hermannanna unnu,
bætti mataræði og veitti þeim um-
hyggju og hlýju, lækkaði dánartalan
niður í um 2,2%.
Annað sem hún sá var að dánar-
tíðni hermanna á friðartímum var
helmingi hærri en annarra karl-
manna. Hún barðist harðri baráttu
við breska hermálaráðuneytið um
bættan aðbúnað breskra hermanna
með þeim árangri að dánartíðnin
meðal þeirra minnkaði verulega.
En hvaða erindi eiga þessar upp-
lýsingar til hjúkrunarfræðinga í dag?
Jú, hjúkrunarfræðingar í Hjúkrunar-
félagi íslands, hafa ákveðið í tilefni
af evrópsku vinnuverndarári að
skoða og afla upplýsinga um
áhættuþætti í eigin vinnuumhverfi.
Er litið á heilbrigðisstofnanir
sem vinnustaði?
Þegar tölur um vinnuslys eða at-
vinnusjúkdóma hjá íslenskum hjúkr-
unarfræðingum eru skoðaðar, kem-
ur í ljós að litlar upplýsingar eru
til. Það hefur lika komið í ljós að
ekki er litið á heilbrigðisstofnanir
sem vinnustaði þar sem starfsmenn
búa við ákveðna áhættuþætti, heldur
er litið á þær fyrst og fremst sem
þjónustustofnanir.
Á nokkrum heilbrigðisstofnunum
hefur verið unnið með ákveðna þætti
sem áhrif hafa á heilsufar og líðan
starfsmanna. Má þar nefna starfs-
mannasjúkraþjálfun og skráningu á
stunguslysum. Þetta vinnuvemdar-
starf innan stofnananna er þó
mismunandi milli þeirra og virðist
háð áhuga einstakra stjórnenda eða
starfsmanna. Hjá sumum stofnunum
hafa verið gerðar heilsufarsathugan-
ir hjá starfsmönnum við upphaf
starfs (þó ekki öllum). Spurning er
í hvaða tilgangi? í þágu hvers? Út
frá hvaða áhættuþáttum eru þær
ákveðnar? Til hvers eru niðurstöð-
urnar notaðar?
Ættum við hjúkrunarfræðingar
t.d. að beita okkur fyrir því að gerð
verði greining á áhættuþáttum í
starfsumhverfí okkar? Vinna síðan á
markvissan hátt með þessa áhættu-
þætti? Eigum við að beita okkur fyr-
ir því að skipuð verði öryggisnefnd
heilbrigðisstarfsfólks eins og gert
hefur verið í prentiðnaðinum? Það
hefði þá þýðingu í för með sér, að
ný tæki eða efni yrðu ekki keypt eða
sett í notkun fyrr en fyrir lægju upp-
lýsingar um hvaða heilsufarsáhrif
þau hefðu á starfsmenn.
„Góðan daginn“
. Er vandamálið ef til vill að hjálp-
artæki og öryggisbúnaður er ekki
notaður eða rangt notaður? Hvers
vegna vinna t.d. flestir heilbrigðis-
starfsmenn á skóm með oþnum
hæl? Minnka mætti líkumar á snún-
ingsáverka á ökkla með því að allir
væru í skóm með lokuðum hæl.
Er slæm umgengni, skortur á
samstarfi og gagnkvæmri virðingu
milli samstarfsfólks kannski ástæða
fyrir stunguslysum, þar sem sá/sú
sem notar áhöld gengur ekki frá
eftir sig og eftirleikurinn er þess sem
gengur frá? Snúa ef til vill flestir
þættir vinnuverndar að okkur sjálf-
um? Hvemig eru þættir eins og verk-
askipting, samstarf, og þetta dag-
lega — „góðan daginn" eða „takk
fyrir“ á þínum vinnustað?
„Þetta er þér fyrir bestu“
Erum við hjúkrunarfræðingar svo
uppteknir að hugsa um/fyrir aðra
að við hugsum ekki um okkur sjálfa?
Eða er kannski afstaða okkar hjúkr-
unarfræðinga til okkar sjálfra að
störfum, að það sé rangt að hugsa
um eigin hag?
Ef okkur finnst það ekki skynsam-
legt eða í raun og veru ekki skylda
okkar að minnka líkurnar á heilsu-
tjóni vegna áhættuþátta í eigin
starfsumhverfi og öxlum þannig
ábyrgð á eigin heilbrigði, erum við
Guðniunda Sigurðardóttir
„Ef okkur finnst það
ekki skynsamlegt eða í
raun og veru ekki
skylda okkar að minnka
líkurnar á heilsutjóni
vegna áhættuþátta í
eigin starfsumhverfi og
öxlum þannig ábyrgð á
eigin heilbrigði, erum
við þá ekki marklausir
þegar við erum að leið-
beina, ráðleggja eða
hafa vit fyrir öðrum.“
þá ekki marklausir þegar við erum
að leiðbeina, ráðleggja eða hafa vit
fyrir öðrum. „Þetta er þér fyrir
bestu.“
Öll saga hjúkmnar segir frá því
hvað hjúkrunarfræðingar eða aðrir
sem fást við að hlúa að einstakling-
um eða hópum hefur gert fyrir
„hina“. Höfuðdyggðir góðs hjúkr-
unarfræðings era fórnfýsi, ósérhlífni
og lítillæti. Hún/hann vann störf sín
í kyrrþey!
En hjúkrunarfræðingar standa oft
á dag frammi fyrir ótal siðferðisleg-
um spurningum. Nýlokið er ráð-
stefnu um rétt sjúklinga en hver er
réttur hjúkrunarfræðinga?
Hvaða rétt höfum við til að „neita“
að hjúkra einstaklingum? Hvaða rétt
höfum við til að „virða“ og vinna
með eigin ótta? Ótta við að veikjast,
slasast eða að okkar nánustu verði
fyrir aðkasti eða ofbeldi vegna at-
vinnu okkar?
Þessi umræða hefur lítið komið
upp á yfirborðið. Oftast á hún sér
stað í tveggja manna trúnaðartali
bak við lokaðar dyr. Enginn vill fá
að heyra að hann/hún sé ekki hæf
til starfsins vegna þessara spurn-
inga. En þessi viðfangsefni, eins og
allir aðrir áhrifaþættir á líðan og
heilsufar starfsmanna eru m.a. við-
fangsefni vinnuverndar.
Mikilvægi heildarmyndar
Vinnuvemd er að sjá hlutina í
heild. Það gerði Florence Nighting-
ale. Hún skráði, skoðaði, barðist og
vann markvisst að hugsjón sinni og
styrkur hennar lá m.a. í því að hún
fékk aðra í iið með sér. Við þurfum
að vinna að því að heilsuvernd starfs-
manna samkvæmt vinnuverndarlög-
unum frá 1980 komist til fram-
kvæmda.
Til hamingju með daginn félagar
hvar sem þið erað staddir eða við
hvaða aðstæður sem þið vinnið!
í tilefni dagsins stendur Hjúkrun-
arfélag íslands fyrir ráðstefnu sem
ber yfirskriftina Vinnuvemdarátak
’92 sem haldin verður í Borgartúni
6, Reykjavík, kl. 13. Ráðstefnugögn
verða afhent kl. 12-13, og henni
lýkur kl. 18.
Höfundur er hjúkruníirfrædingur
á Heilsugæslustöðinni Sólvangi,
Hafnarfirði, og formaður nefndar
Hjúkrunarfélags íslands um
Vinnuverndarátak 1992.
Heilbrigði efri ára
eftir Þórdísi B.
Kristinsdóttur
í ár er alþjóðadagur hjúkranar-
fræðinga, 12. maí, tileinkaður mál-
efnum aldraðra með áherslu á heil-
brigði efri ára.
Með þessari grein vill deild öldr-
unarhjúkrunarfræðinga benda á
ýmsar staðreyndir er fylgja hækk-
uðum aldri, eflingu öldranarþjón-
ustunnar og þáttum sem stuðla að
heilbrigði efri ára.
Fjölgun aldraðra/
breytt viðhorf
í þeim þjöðlöndum þar sem lífs-
kjör íbúanna eru almennt góð og
áhrifa bættrar heilbrigðisþjónustu
gætir, hefur sá hópur þjóðfélags-
þegna sem aldraðir teljast, farið ört
vaxandi.
í heiminum í dag er talið að um
488 milljónir manna séu 60 ára og
eldri. Árið 2000 verður þessi tala
komin upp í 612 milljónir.
Sú þróun, sem orðið hefur í upp-
byggingu heilbrigðismála hér á landi
það sem af er þessari öld, hefur fært
íslensku þjóðinni hraustari einstakl-
inga og þar með skilyrði til lengra
lífs. Samkvæmt spá er áætlað að um
árið 2020 verði 47.800 íbúar landsins
65 ára og eldri, þar af verði 19.700
eldri en 75 ára. Þessar tölur benda
á þær staðreyndir að öldraðum fjölg-
ar stöðugt og háöldruðum mest.
Segja má að í seinni tíð hafí bor-
ið á jákvæðum hugarfarsbreytingum
hjá almenningi hvað viðvíkur öldrun
sem eðlilegum þætti í lífí manna.
Aldraðir eru nú mun meðvitaðri um
stöðu sína sem þjóðfélagsþegnar er
birtist í því að þeir sætta sig ekki
við að vera álitnir eldri en þeim finnst
þeir sjálfir vera. Þeir vilja fá tæki-
færi til að skila góðu dagsverki og
lifa við sem eðlilegastar aðstæður
meðan heilsa og geta leyfa. Þátttaka
aldraðra í atvinnulífinu viðheldur
sjálfsvirðingu þeirra og þar með
andlegri vellíðan. Því miður virðast
þær þjóðfélagsbreytingar sem nú
eiga sér stað, með tilkomu atvinnu-
leysis, gefa til kynna að aldraðir
þurfí að vera á varðbergi og vak-
andi fyrir rétti sínum til þátttöku í
atvinnulífinu.
Öldrunarbreytingar
Öldranarbreytingar gerast mis-
hratt hjá fólki og ekki má gleyma
því að margir aldraðir njóta góðrar
heilsu langt fram eftir ævi. Öldrun
er einfaldur gangur lífsins og fylgir
henni óhjákvæmilega oft hrörnun,
bæði líkamleg og andleg, auk þess
sem hún getur verið ákveðinn valdur
sjúkdóma tímabundið eða varanlega.
Þær breytingar er verða á lífsháttum
er kemur fram á efri ár, hvað varð-
ar persónulega hagi svo sem við
starfslok eða við makamissi, veikir
oft andlegt þrek og þátttöku í at-
höfnum daglegs lífs.
Þetta æviskeið krefst því oft mik-
illar hæfni einstaklingsins til aðlög-
unar. Innan heilbrigðisstétta hefur
aukin áhersla verið lögð á faglega
þekkingu er viðkemur þessu aldurs-
skeiði og hefur athygli beinst æ
meira að því hvernig bæta má eða
draga úr ýmsum þáttum sem fylgja
aldursbreytingum er raskað geta lík-
amlegri, andlegri eða félagslegri
velferð þessara þjóðfélagsþegna.
Störf hjúkranarfræðinga í þjón-
ustunni við aldraða skipa dijúgan
sess og þeir hjúkrunarfræðingar sem
sérhæft hafa sig í hjúkrun aldraðra
hefur fjölgað nokkuð svo og sérfræð-
ingum í öldrunarlækningum. Aðrar
heilbrigðisstéttir, s.s. sjúkraþjálfarar
og iðjuþjálfarar hafa kynnt sér þessi
mál sérstaklega og lagt á þau aukna
áherslu.
Öldrunarþj ónustan
Segja má að tímamót hafi orðið
í íslenskri heilbrigðisþjónustu þegar
gerð var heildarstefna fyrir landið
allt í þjónustunni við aldraða og var
sú grundvallarbreyting að ekki eigi
að binda þjónustuna við stofnanavist
heldur gefa einstaklingum kost á
að vera eins lengi og framast er
unnt í sínu venjulega umhverfi þrátt
fyrir skerta heilsu.
Markmið öldrunarþjónustunnar er
að aldraðir geti búið við eðlilegt
heimilislíf svo lengi sem verða má
en jafnframt fengið þjónustu miðað
við þarfír hvers og eins ef heilsan
fer að bila.
Heilsugæsla aldraðra í núverandi
mynd er margþætt. Hún er fyrst og
fremst fólgin í því að aðstoða ein-
staklinginn og fjölskyldu hans í þeim
tilvikum þar sem hætta er á heilsu-
bresti sem hindrar að viðkomandi
geti sinnt venjulegum athöfnum
daglegs lífs. Fræðsla til einstaklinga
og ljölskyldna er mikilvægur liður í
heilsugæslu aldraðra svo og hvatn-
ing til sjálfsbjargar til að koma á
sem bestu jafnvægi í athöfnum dag-
legs lífs. Síðast en ekki síst þarf
alltaf að meta og virða einstakling-
inn, lífsvenjur hans, vilja og viðhorf,
og haga þeirri aðstoð sem veitt er
í samræmi við það.
Þórdís B. Kristinsdóttir
„Reynslan sýnir að
heilsugæsla er einn
ódýrasti þáttur heil-
brigðisþjónustunnar og
ekki síst ef miðað er við
hversu margir njóta
þjónustunnar.“
Eftir því sem valkostir öldrunar-
þjónustu eru fleiri er meiri trygging
fyrir því að hún verði á því þjónustu-
stigi sem er við hæfi hvers og eins.
Öldrunarþjónustan verður að vera
fyrirbyggjandi starf er felur í sér
endurhæfingu, heilsugæslu og fé-
lagslega þjónustu auk þess sem hún
á að tryggja umönnun og hjúkrun
þegar hennar er þörf hvort sem er
á heimilum eða á stofnunum.
Heilbrigði efri ára
Með betri aðbúnaði og lífsskilyrð-
um síðari ára er ljóst að sú kynslóð
sem nú nálgast ellilífeyrisaldur gerir
á margan hátt aðrar kröfur um lífs-
gæði en sú kynslóð sem fæddist um
og eftir aldamót. Breyttir áherslu-
þættir í öldrunarþjónustunni verða
að koma til í framtíðinni ef koma á
til móts við þarfir þessa neytenda-
hóps. Þar má nefna forvarnarstarf
er miðar að fræðslu og aukinni þekk-
ingu og ábyrgð einstaklingsins á að
viðhalda eigin heilsu og færni eftir
því sem kostur er og stuðla þannig
að heilbrigði efri ára. Þátttaka aldr-
aðra í sem flestum þáttum samfé-
lagsins viðheldur sjálfsvirðingu og
andlegri vellíðan.
Skipulagt starf innan öldrunar-
þjónustu er miðar að aðlögun efri
ára og hvatningu til virkni í félags-
legum samskiptum, er annar liður
forvarnarstarfs og ’sem vissulega
gæti hindrað eða komið í veg fyrir
félagslega einangrun er oft fylgir
verklokum. Félagsstarf aldraðra er
því mikilvægur þáttur í eflingu heil-
brigðis efri ára.
Lokaorð
Reynslan sýnir að heilsugæsla er
einn ódýrasti þáttur heilbrigðisþjón-
ustunnar og ekki síst ef miðað er við
hversu margir njóta þjónustunnar.
Samdráttur í ríkisfjármálum á síð-
ustu misserum hefur ekki hvað
minnst bitnað á heilbrigðisþjónustu
aldraðra. Þrátt fyrir aukinn áhuga
heilbrigðisstétta á þessum málum
er staða aldraðra í þjóðfélaginu ekki
sterk. Aukið heilbrigði efri ára eykur
virkni einstaklingsins og þar með
athafnir dagslegs lífs. Dýrmætasta
eign hvers manns er góð heilsa og
sagt er að styrkur hvers þjóðfélags
felist í heilbrigði þegna þess.
Höfundur er formaður dcildar
öldrunarlyúkrunarfi-æðinga.