Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992 OPNUM UTIBUIHAFNARFIRÐI Haukur Dór sýnir myndir á báðum stöðum 2. - 30. maí. Veriö velkomin Vinir Hafnafjaröar BORG " Sérverslun með flísar og hreinlætistæki. Samstaða um óháð ísland: Sænski sigurvegarinn Fredrik Olsen á fullri ferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sænskur sigur í flokki sérútbúinna torfærubíla Jeppaklúbbur-Reykjavíkur gekkst fyrir torfærukeppni í Jós- epsdal laugardaginn 9. maí. Sigurvegarar urðu Fredrik Olsen í flokki sérútbúinna bíla og Þorsteinn Einarsson í flokki götubíla. Olsen er sænskur. A milli 5-6000 áhorfendur fylgdust með keppn- inni. Annar í flokki sérútbúinna bíla varð Helgi Schiöth, þriðji Henrik Vesa, fjórði Stefán Sigurðsson, fimmti Þórir Schiöth og sjötti Magnús Bergsson. Annar í flokki götubíla varð Guðmundur Sigvaldason, þriðji Steingrímur Bjarnason, fjórði Rögnvaldur Ragnarsson, fimmti Gunnar Guðmundsson, sjötti Guðni Jónsson, sjöundi Kristján Finnbjömsson, áttundi Ragnar Skúlason, níundi Hallgrímur Æv- arsson og tíundi Siguijón Guðm- arsson. Átta veltur urðu í keppninni. EES-samningurinn gegn anda stj órnar skrárinnar SAMSTAÐA um óháð Island samþykkti á aðalfundi sínum sl. laugardag ávarp þar sem ítrekuð er krafa samtakanna um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði að lokinni kynningu á honum. í ávarpinu segir að viðskiptalega eigi Islendingar að horfa til allra átta og hag- nýta sér landfræðilega sérstöðu en sameinast um að vísa á bug aðild að Evrópsku efnahagssvæði og hafna aðild að Evrópuband- alaginu. Fundurinn var haldinn á Hótel íslandi. í ávarpinu segir að með EES- samningnum sé ótvírætt gengið gegn anda stjórnarskrárinnar. Samningurinn kveði á um, að ekki megi mismuna eftir þjóðerni sem þýði að 380 milljónir manna fái sama rétt og íslendingar hafi ein- ir haft í landinu til þessa. „Veiðiskipum Evrópuband- alagsins á nú að hleypa inn í ís- lenska landhelgi í skiptum fyrir tollaívilnanir. Utlendingar munu keppa við íslendinga um kaup á landareignum og hlunnindum og fá sömu aðstöðu til atvinnurekstr- ar, nema í fiskveiðum og frum- vinnslu sjávarafla,“ segir í ávaip- inu. Þá segir að með samningnum verði stjómarfarslegt sjálfstæði þjóðarinnar skert í miklum mæli. Islendingar eigi að taka við laga- safni Evrópubandalagsins á sviði efnahags- og atvinnumála og verði framvegis að setja lög eftir fyrirskipunum frá Brussel. Þar sem íslensk lög og EES-reglur greini á, eigi íslensk lög að víkja. í ávarpinu segir auk þess að samningurinn geri þeim öflum margfalt auðveldara fyrir, sem keyra vilji ísland inn í Evrópu- bandalagið. Þjóðin standi á kross- götum og þeir sein séu andvígir EB-aðild hljóti að beita sér að al- efli gegn aðild íslands að Evr- ópsku efnahagssvæði. Sauðárkrókur: Kiwanismenn gefa íþróttafélag- inu Grósku keppnisbúninga þeim íþróttagreinum sem henta vel fyrir aldraða og fatlaða. Á sumardaginn fyrsta afhentu félagar í Kiwanisklúbbnum Drang- ey Gróskufélögum formlega nýja keppnisbúninga sérstaklega merkta félaginu og gefendunum við athöfn sem fram fór í Sveins- búð, félagsheimili björgunarsveit- anna á Sauðárkróki. Það var Steinn Ástvaldsson for- seti Kiwanisklúbbsins sem bauð gesti velkomna og gerði grein fyr- ir þeirri gjöf sem nú yrði afhent formlega, og bað hann Sólveigu Jónasdóttur formann Grósku að koma og veita gjöfinni viðtöku. Sólveig þakkaði þessa ágætu gjöf, og kom fram í ræðu hennar, að þó að nú færi formleg afhend- ing fram hefðu Gróskufélagar sent fjóra þátttakendur á íslandsmót fatlaðra fyrir skemmstu, og hefðu þeir keppt þar í hinum nýju búning- um. Sagði Sólveig að ljóst væri að þrátt fyrir skamman undirbúriing og æfingatíma hefðu keppendur Grósku komið heim með fímm verðlaunagripi og væri því ljóst að gifta fylgdi nýju búningunum, sem hún kvaðst viss um að fylgdi þeim áfram. Framundan sagði Sólveig vera Hængsmótið á Akureyri, en stefnt væri að því að þangað færi að minnsta kosti tólf manna hópur frá Grósku. Að lokum komu fram keppend- umir sem til verðlauna unnu á ís- landsmótinu, íklæddir nýju búning- unum með verðlaunagripi sína og var þeim vel fagnað með lófataki. - BB Morgunblaðið/Sverrir Frá fundi Samstöðu um óháð ísland, sem fram fór á Hótel íslandi s.l. laugardag. Sauðárkróki. FYRIR nokkru var stofnað á Sauðárkróki nýtt íþróttafélag, Gróska, sem sérstaklega stefnir að íþróttaæfingum og þjálfun í boccia og bogfimi og öðrum Knarrarvogi 4 - s. 686755 - Bæjarhrauni 20 - s. 654755 Morgunblaðið/Björn Björnsson Keppnislið Grósku ásamt formanni félagsins og forseta Kiwanis- klúbbsins Drangeyjar, f.v.: Sólveig Jónasdóttir, Krislján H. Viðars- son, Valgeir E. Levy, Rökkvi Sigurlaugsson og Steinn Ástvaldsson. V. A <Í i í í í í i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.