Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.05.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1992 31 Morgunblaðið/Rúnar Þór Vorstemmning í Hrísey Hríseyingar fögnuðu blíðviðrinu á sunnudaginn eftir vorhretið langa. Vorstemmningin var alls ráðandi og allir sem vettlingi gátu valið fundu sér eitthvað að sýsla við utandyra. Það var ys og þys við höfnina, bátar að koma og fara, Áslaugur var að koma að landi á trillunni sinni þegar ljósmyndari var á ferð niðri á bryggju. En þær stöllur Asrún Ýr og Díana Björg fundu sér bát uppi á þurru landi sem hentaði vel til leikja, en félagamir Kristján og Ámi voru önnum kafnir við að koma sér þaki yfír höfuðið. Þeir hafa staðið í ströngu við að byggja sér kofa sem þeir nefna Lækjarrennu. Öllu starfsfólki Striks- ins sagt upp störfum Stefnt að endurráðningu í kjölfar hlutafjársöfnunar ÞRJÁTÍU og sex starfsmönnum skóverksmiðjunnar Striksins á Akur- eyri var sagt upp störfum um síðustu mánaðamót. Vonast er til að hægt verði að endurráða allt starfsfólkið eftir að nýir hluthafar koma inn í fyrirtækið, en unnið hefur verið að þvi að safna nýju hlutafé inn í fyrirtækið frá því í júlí í fyrra. Eigendur Striksins eru sjö einstaklingar, en 22 aðilar hafa skrifað sig fyrir hlutafjárloforð- um. Hlutafé verður aukið um 15 milljónir, úr 12 í 27 milljónir. Haukur Ármannsson fram- kvæmdastjóri skóverksmiðjunnar Striksins sagði að menn hefðu séð hvert stefndi- á síðasta ári og þá þegar hafí verið ákveðið að reyna að auka hlutafé í fyrirtækinu, jafn- framt því sem ekki var ráðið í þær stöður sem losnuðu. Þannig fækkað starfsfólki úr 52 í 36, en Haukur segir það þó ekki nándar nærri nóg miðað við hve slæm staðan sé. „Við vildum fara mjúku leiðina og segja ekki öllum upp á einu bretti, en þessi fækkun starfsfólks hjá okkur með þessari leið hefur tekið of lang- an tíma og það var ekki annað hægt nú, en að segja fólkinu upp. Við vildum að nýir aðilar og ný stjórn í fyrirtækinu kæmu að hreinu borði og hefðu eitthvað um það að segja hvað verður í framtíðinni," sagði Haukur. Byijað var að safna hlutafjárlof- orðum í júlí í fyrra og sagði Hauk- ur að öll vinna í kringum það hefði tekið alltof langan tíma. Þegar um áramót hefðu legið fyrir hlutafjár- loforð upp á 15 milljónir króna, en stefnt var að þvi að auka hlutafé' í fyrirtækinu um þá upphæð. „Þessi vinna hefur gengið mjög hægt, það hefur sífellt eitthvað verið að koma upp á sem orðið hefur til þess að draga á langinn að hlutimir gegnu í gegn.“ Haukur sagðist vona að smella myndi saman í þessum mánuði, en alls hafa 22 aðilar skrifað sig fyrir nýju hlutafé, en þar á meðal eru Alcureyrarbær, Byggðastofnun og lífeyrissjóðir. Hluthafar í fyrirtæk- inu verða því 29. Sjö einstaklingar hafa átt verksmiðjuna síðustu §ög- ur ár, en hana keyptu þeir af Sam- bandinu á sínum tíma. Keðja dróst yfir bifreiðar TÖLUVERÐAR skemmdir urðu stæðinu dróst keðjan yfír fjórar bif- á fjórum bílum sem voru á stæði við Akureyrarflugvöll á sunnu- dagskvöld. Tildrögin eru þau, að sögn varð- stjóra lögreglunnar á Akureyri, að bifreið var lagt í bílastæði sem af- markað var með keðjum. Af ein- hveijum ástæðum var keðjan föst við afturstuðara bílsins þannig að þegar ökumaður fór af stað úr reiðar áður en ökumaður uppgötv- aði hvað var á seiði.. Ekið var aftan á kyrrstæðan bil í Kaupvangstræti skömmu eftir hádegi í gær og skemmdist hann töluvert, en engin slys urðu á fólki. Þá voru brotnar tvær stórar rúð- ur í verslunum í miðbæ Akureyrar á föstudagskvöld, en ekki tókst að hafa hendur í hári þeirra sem þar voru að verki. Sumarskóli í list hef- ur starfsemi 1 júní SUMARSKÓLINN á Akureyri mun hefja starfsemi sína 20. júní næst- komandi, en yfírskrift hans er „Listir, líf og Ieikir“. Það er Örn Ingi Gíslason myndlistarmaður sem stendur að Sumarskólanum og er þetta fyrsta starfssumarið. Hvert námskeið stendur í hálfan mánuð og lýk- ur með sýningu í Iþróttaskemmunni. Skólinn er ætlaður börnum á aldnnum 10 til 14 ára. „Markmið skólans er margþætt samspil ólíkra listgreina 1 nánum tengslum við lífíð sjálft. Leitast verð- ur við að laða fram þá möguleika sem hver einstaklingur býr yfír á sem fjölbreytilegastan hátt og út frá hans eigin forsendum," segir í kynn- ingu frá Sumarskólanum. Boðið verður upp á nám í mynd- list, leiklist, dansi og matargerðarlist og verður fyrirkomulagið þannig að hver nemandi velur sér eina aðaln- ámsgrein, sem vegur um 75% af námstímanum, en kynnir sér jafn- framt aðrar greinar sem í boði eru til frekari sjálfsleitar og kynningar. Hægt verður að taka á móti 70 til 90 þátttakendum á heimavist, sem verður í einhverjum af skólum bæjarins. „Hugmyndin að þessu kom eigin- lega af sjálfu sér eftir það starf sem ég hef verið að vinna víða um land- ið. Ég var alltaf að rekast á litla snillinga og fannst stundum eins og ég skildi þá eftir í tómarúmi; þeir höfðu kannski blómstrað á nám- skeiði, en síðan varð ekkert fram- hald. Mig langaði til að safna saman þessum krökkum sem búa yfír ein- hverri sérgáfu og kveikja svolítið upp í þeim,“ sagði Óm Ingi, sem sagðist eiga þann draum að hægt verði að koma upp miðstöð bamamenningar á Akureyri. Hann sagði að starfsemi Sumar- skólans yrði íjölbreytt, auk þesS sem bömin væru að sinna listgrein sinni, yrði farið út í skoðunarferðir, iðnfyr- irtæki skoðuð og merkir staðir í nágrenni bæjarins, en af nógu væri að taka. Um viðtökur sagði Örn Ingi að lítið væri vitað nú, en þessa dagana er v'erið að kynna þessa starfsemi í skólum landsins. „Það er búið að spá vel fyrir þessu," sagði hann „en maður hefur vissar áhyggjur af því að vera of seinn og af þeim sökum er kannski skrekkur í manni.“ Innrit- un í Sumarskólann er að hefjast, en hún fer fram hjá Emi Inga frá kl. 17 til 19 alla daga. Akureyrarbær veitti Sumarskóianum 100 þúsund króna styrk, en að öðru leyti sagðist Öm Ingi reka skólann á sína ábyrgð. Skólaslit í Grímsey: Verðlaun í Grímsejj- arhlaupinu afhent SKÓLASLIT voru í barnaskóianum í Grímsey miðvikudaginn 6. maí síðastliðinn. Skólastarfið hefur gengið vel í vetur og hefur verið bryddað upp á nokkrum nýjungum, ma. í handmenntakennslu. Við skólaslitin vom afhent verð- laun í Grímseyjarhlaupinu, en það er árlegur viðburður hér i eynni. Skólabömin hlaupa þá eftir flug- brautinni, þau eldri alla brautina eða um einn kílómetra, en þau yngri 350 metra. Kiwanis-menn í Gríms- ey gefa peningaverðlaun og þá er veittur farandbikar til þeirra sem eru í fyrsta sæti í hvorri deild. í eldri deildinni sigraði Björg Jónína Gunnarsdóttir, Hafrún Elma Símonardóttir var í öðru sæti og Stella Gunnarsdóttir í því þriðja. Ámi Már Ólafsson sigraði með yfír- burðum í yngri deildinni, Vilborg Sigurðardóttir varð í öðru sæti og Einar Þór Óttarsson í þriðja sæti. í tengslum við skólaslitin var haldin sýning á verkum sem nem- endur hafa unnið að i vetur og má segja að þar hafí verið bryddað upp á ýmsum nýjungum. Bömin í eldri deildinni unnu munu úr leðri, fimo- leir og stunduðu silki- ogtaumálun, en þau yngri gerðu m.a. styttur úr keramik-efni og blésu lit á kodda og föndruðu ýmislegt úr þvotta- klemmum, svo dæmi séu tekin. Veittar voru viðurkenningar fyrir besta námsárangur og hana hlaut Hafrún Elma Símonardóttir, en Henning Henningsson fékk viður- kenningu fyrir að hafa bætt sig mest í námi í vetur. Skólastjórinn María Steinþórs- dóttir og eiginmaður hennar Jón Ingimarsson kennari hafa kennt við skólann í vetur, en þau hafa ekki gert upp hug sinn varðandi áfram- haldandi dvöl í Grímsey næsta vet- ur. " -HSH Sjávarútvegsdeildin á Dalvík - VMA veturinn 1992-1993 Skipstjórnarnám: Kennt er til skipstjórnarprófs, 1. og 2. stigs. Fiskiðnaðarnám: Kennt er til fiskiðnaðarmannsprófs. Almennt framhaldsnám: 1. bekkur framhaldsskóla. Heimavist á staðnum. Umsóknarfrestur til 15. júní. Upplýsingar í símum (96) 61380, 61162, 61218 og 61160. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.