Morgunblaðið - 02.06.1992, Síða 37

Morgunblaðið - 02.06.1992, Síða 37
J MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 37 Skjótari en skugginn Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Landsbankahlaupið: 350 hlupu á Selfossi Selfossi. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason LUKKU-LÁKI (,,Lucky-Luke“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri og framleiðandi: Terence Hill. Aðalhlutverk: Terence Hill. Líklega þekkja flestir krakkar, og fullorðnir líklega ekki síður, myndasögurnar um vestrahetjuna Lukku-Láka, sem Fjölvaútgáfan hefur gefið út í frábærlega skemmtilegum þýðingum Þor- steins Thorarensens. Nú hefur ít- alski leikarinn Terence Hill gert bíómynd um Láka og farist það misvel úr hendi. Hill er að vissu leyti rétti mað- urinn til að gera Lákamynd því hann var hálfgerður Lukku-Láki þegar hann lék í Trinitymyndun- um vinsælu, „They Call Me Trin- ity“ og „Trinity is Still My Name“, sem barmafylltu Tónabíó fyrir hartnær tuttugu árum: Var troðn- ingurinn svo mikill við frumsýn- ingu framhaldsmyndarinnar að stór rúða brotnaði í miðasölunni og kalla varð lögreglu á staðinn. Höfundar Lukku-Láka, þeir Morris og Goscinny, báru nógu gott skynbragð á Hollywoodvestr- ann til að hæðast að honum oft á óborganlegan hátt og margar sögupersónur þeirra voru teknar beint úr vestragerðinni í Holly- wood; Jack Palance var t.d. að finna í einni sögunni. Hill tekur margt beint úr Lukku-Láka bókunum og festir á filmu eins og áhrif áfengis á hina illræmdu en misheppnuðu Dalton- bræður, sífelldar en óvinsælar friðarpípureykingar indíánahöfð- ingjans, skotfimi Láka að sjálf- sögðu og málgefni reiðhestsins Grána (hann er reyndar sögumað- ur myndarinnar). Annað er prjón- að við og má segja að vanti í myndina þann ágæta húmor sem einkenna bækurnar. Nóg er um að menn séu kýldir í gegnum gluggarúður og langar og miklar senur eru af Hill á harðaspretti um slétturnar gjarnan baðaður í kvöldsólinni en erfitt er að sjá hvaða tilgangi það þjónar í gam- anmynd sem þessari. Atriði, t.d. lokaeinvígið, dragast mjög á lang- inn og söguþráðurinn er í raun hvorki fugl né fiskur; Daltonbræð- ur espa indíánana til ófriðar en það rennur út í sandinn. Það er vissulega ýmislegt hnell- ið í myndinni sem minnir á sög- urnar en bara of lítið. Hill hefði mátt nýta sér þær betur. UM 350 KRAKKAR tóku þátt í Landsbankahlaupinu á Selfossi á laugardagsmorguninn. Hlaupið nýt- ur æ meiri vinsælda með hverjun árinu en í fyrra hlupu 284. Á mynd- inni eru hlaupararnir áður en hlaupið hófst. Eftir hlaupið var hlaupurum og öllum viðstöddum boðið til grill- veislu í garði Landsbankans. Aður en hlauparamir fóru til síns heima fengu þeir afhentan áletraðan bol til minningar um hlaupið. Sig. Jóns. R AÐ AUGL YSINGAR Trjáplöntur Seljum fallegt birki í mörgum stærðum, ýmsar tegundir trjáa og runna, einnig sumarblóm. Gróðrarstöðin Skuld, Lynghvammi 4, Hafnarfirði, sími 651242. Opið til kl. 21.00 virka daga, sunnudaga til kl. 18.00. Laxveiðileyfi Til sölu veiðileyfi í Hvítá í Árnessýslu, fyrir landi Langholts. Einnig í Reykjadalsá í Borg- arfirði. Upplýsingar í síma 77840 alla virka daga frá kl. 8.00-18.00. Félagasamtökin Vernd Aðalfundur Verndar var haldinn 27. maí 1992. Og á fundi var samþykkt að boða til framhaldsaðalfundar fimmtudaginn 11. júní 1992 í Ingólfsstræti 5, 6. hæð kl. 18.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. FERÐAFÉLAC ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Kvöldferðir Ferðafélagsins Þriðjud. 2. júní kl. 20.00. Viðey, austureyjan. Gengið að gamla athafnasvaeðinu gegnt Gufunesi. Verð kr. 500. Brottför með Viðeyjarferjunni frá Sunda- höfn. Miðvikud. 3. júní kl. 20.00. Heiðmörk - skógræktarferð (frítt). Hugað að gróðri ( reit Ferðafélagsins. Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG % ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Ferðir um hvítasunnu 5.-8. júní: 1. Snæfellsnes-Snæfells- jökull. Við minnumst þess í ár að fyrir 60 árum skipulagði Ferðafélagið sina fyrstu ferð til Snæfellsness og á jökuiinn. Gist að Görðum í Staðarsveit. Tak- markað pláss. 2. Öræfajökull-Kristínar- tindar-Morsárdalur. Gengið á Hvannadalshnúk (2119 m). Svefnpokapláss á Hofi eða tjöld. 3. Skaftafell-Öræfasveit. Svefnpokapláss á Hofi. Göngu- ferðir um þjóögaröinn og víðar. 4. Þórsmörk. Gönguferðir um Mörkina. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Tveir mögu- leikar: Hægt að koma tit baka úr Mörkinnl á sunnudegi eða mánudegi. Einsdagsferð á hvítasunnudag kl. 08. Brottför i allar ferðirnar kl. 20.00, 5. júní. Tryggið ykkur far í tíma. Sumarleyfisferðir í júní: 18. -21. júní:Skaga- fjörður-Málmey-Drangey. Gist ein nótt á Húnavöllum og tvær nætur að bænum Lónkoti I Sléttuhllð. Siglt í Málmey, ekið fyrir Skaga, Kálfshamarsvík og Ketubjörg skoðuð. 19. -22. júní (ath. breytta dags.): Sólstöðuferð til Grímseyjar. Brottför kl. 17.00 á föstudag með flugi til Akureyrar og áfram með flugi til Grimseyjar. Að kvöldi laugardags verður siglt með Grímseyjarferjunni til Hrís- eyjar og gist. I þessari ferð gefst gott tækifæri til að skoöa tvær af athyglisveröustu eyjum við landið og upplifa miðnætursól- ina. Hægt verður að koma (ferð- ina á Akureyri. 26. -28. júní: Hlöðuvellir- Hagavatn. Bakpokaferð í tilefni 50 ára af- mælis Hagavatnsskála. 27. júnf—1. júlf: Breiðafjarðar- eyjar-Látrabjarg-Barða- strönd-Dalir. Silgt með Eyja- ferðum um Breiðafjörð og áfram að Brjánslæk. Gist að Birkimel (félagsheimili). Gist tvær nætur í Breiðuvík. Skoðunarferðir á Látrabjarg, Sjöundá og Skor. Til baka verður ekið um Austur- Barðastrandasýslu og gist i Króksfirði. Á 5. degi verður ekið heimleiðis fyrir Klofning með við- komu t Dagverðarnesi og víöar. Pantið tímanlega í sumarleyfis- ferðirnar: Nýr sími 682S33. Ferðafélag (slands. tífanJYfrr* ÚTIVIST Hallveigarstfg 1, sími 614330. Ferðir um hvítasunnu 5.-8. júní. 1. Öræfajökull, gengin verður Sandfellsleið sem er ein greið- færasta leiðin á jökulinn, en gangan tekur um 12-14 tíma. 2. Skaftafell-öræfasveit. Skipulagðar göngu- og skoðun- arferðir. Gist í tjöldum í Skafta- felli. 3. Fimmvörðuháls-Eyjafjalla- jökull, gengið frá Básum, gist eina nótt í Fimmvöröuskála. 4. Básar. Skipulagðar göngu- ferðir um Goðalandið og Þórs- mörkina. Brottför í ferðirnar kl. 20. Nánari upplýsingar og miða- sala á skrifstofu Útivistar. Ath. aö frá 1. júnf-1. september er skrifstofa Útivistar opin frá kl. 9-17. Nýtt sfmanúmer 614330. Sjáumst. Útivist. Vélritunarkennsla Vomámskeið byrja 4. júní. Vélritunarskólinn, s. 28040. SKÓR GÆÐASKOR A GÆÐAVERÐI Teg. 1910 Mlrage. Stærðir: 36-47. Verð kr. 2.480,- Teg. 2019 Mercury. Stærðir: 40-47. Verð kr. 3.190,- Teg. Skipper. Stærðir: 28-41. Verð kr. 2.195,- Teg. 2053 THnimic XM1. Stærðir: 37-42. Verð kr. 5.790,- Teg. 2037 Milage Top. Stærðir: 36-46. Teg. 2036 Milage Lady Top. Stærðir: 36-42. Teg. 2060 Trlnomlc XC plus. Stærðir: 40-46. Verð kr. 3.695,- m/styrkingu í hæl. Verð kr. 2.580,- Verð kr. 7.740,- m/dempara í hæl. Sendum I póstkröfu, símar 813555 og 813655. Oplð laugardag frá kl.10-14 »hummél^ SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40-símar 813555 og 813655.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.