Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 37
J MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 1992 37 Skjótari en skugginn Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Landsbankahlaupið: 350 hlupu á Selfossi Selfossi. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason LUKKU-LÁKI (,,Lucky-Luke“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri og framleiðandi: Terence Hill. Aðalhlutverk: Terence Hill. Líklega þekkja flestir krakkar, og fullorðnir líklega ekki síður, myndasögurnar um vestrahetjuna Lukku-Láka, sem Fjölvaútgáfan hefur gefið út í frábærlega skemmtilegum þýðingum Þor- steins Thorarensens. Nú hefur ít- alski leikarinn Terence Hill gert bíómynd um Láka og farist það misvel úr hendi. Hill er að vissu leyti rétti mað- urinn til að gera Lákamynd því hann var hálfgerður Lukku-Láki þegar hann lék í Trinitymyndun- um vinsælu, „They Call Me Trin- ity“ og „Trinity is Still My Name“, sem barmafylltu Tónabíó fyrir hartnær tuttugu árum: Var troðn- ingurinn svo mikill við frumsýn- ingu framhaldsmyndarinnar að stór rúða brotnaði í miðasölunni og kalla varð lögreglu á staðinn. Höfundar Lukku-Láka, þeir Morris og Goscinny, báru nógu gott skynbragð á Hollywoodvestr- ann til að hæðast að honum oft á óborganlegan hátt og margar sögupersónur þeirra voru teknar beint úr vestragerðinni í Holly- wood; Jack Palance var t.d. að finna í einni sögunni. Hill tekur margt beint úr Lukku-Láka bókunum og festir á filmu eins og áhrif áfengis á hina illræmdu en misheppnuðu Dalton- bræður, sífelldar en óvinsælar friðarpípureykingar indíánahöfð- ingjans, skotfimi Láka að sjálf- sögðu og málgefni reiðhestsins Grána (hann er reyndar sögumað- ur myndarinnar). Annað er prjón- að við og má segja að vanti í myndina þann ágæta húmor sem einkenna bækurnar. Nóg er um að menn séu kýldir í gegnum gluggarúður og langar og miklar senur eru af Hill á harðaspretti um slétturnar gjarnan baðaður í kvöldsólinni en erfitt er að sjá hvaða tilgangi það þjónar í gam- anmynd sem þessari. Atriði, t.d. lokaeinvígið, dragast mjög á lang- inn og söguþráðurinn er í raun hvorki fugl né fiskur; Daltonbræð- ur espa indíánana til ófriðar en það rennur út í sandinn. Það er vissulega ýmislegt hnell- ið í myndinni sem minnir á sög- urnar en bara of lítið. Hill hefði mátt nýta sér þær betur. UM 350 KRAKKAR tóku þátt í Landsbankahlaupinu á Selfossi á laugardagsmorguninn. Hlaupið nýt- ur æ meiri vinsælda með hverjun árinu en í fyrra hlupu 284. Á mynd- inni eru hlaupararnir áður en hlaupið hófst. Eftir hlaupið var hlaupurum og öllum viðstöddum boðið til grill- veislu í garði Landsbankans. Aður en hlauparamir fóru til síns heima fengu þeir afhentan áletraðan bol til minningar um hlaupið. Sig. Jóns. R AÐ AUGL YSINGAR Trjáplöntur Seljum fallegt birki í mörgum stærðum, ýmsar tegundir trjáa og runna, einnig sumarblóm. Gróðrarstöðin Skuld, Lynghvammi 4, Hafnarfirði, sími 651242. Opið til kl. 21.00 virka daga, sunnudaga til kl. 18.00. Laxveiðileyfi Til sölu veiðileyfi í Hvítá í Árnessýslu, fyrir landi Langholts. Einnig í Reykjadalsá í Borg- arfirði. Upplýsingar í síma 77840 alla virka daga frá kl. 8.00-18.00. Félagasamtökin Vernd Aðalfundur Verndar var haldinn 27. maí 1992. Og á fundi var samþykkt að boða til framhaldsaðalfundar fimmtudaginn 11. júní 1992 í Ingólfsstræti 5, 6. hæð kl. 18.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. FERÐAFÉLAC ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Kvöldferðir Ferðafélagsins Þriðjud. 2. júní kl. 20.00. Viðey, austureyjan. Gengið að gamla athafnasvaeðinu gegnt Gufunesi. Verð kr. 500. Brottför með Viðeyjarferjunni frá Sunda- höfn. Miðvikud. 3. júní kl. 20.00. Heiðmörk - skógræktarferð (frítt). Hugað að gróðri ( reit Ferðafélagsins. Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG % ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Ferðir um hvítasunnu 5.-8. júní: 1. Snæfellsnes-Snæfells- jökull. Við minnumst þess í ár að fyrir 60 árum skipulagði Ferðafélagið sina fyrstu ferð til Snæfellsness og á jökuiinn. Gist að Görðum í Staðarsveit. Tak- markað pláss. 2. Öræfajökull-Kristínar- tindar-Morsárdalur. Gengið á Hvannadalshnúk (2119 m). Svefnpokapláss á Hofi eða tjöld. 3. Skaftafell-Öræfasveit. Svefnpokapláss á Hofi. Göngu- ferðir um þjóögaröinn og víðar. 4. Þórsmörk. Gönguferðir um Mörkina. Gist í Skagfjörðs- skála/Langadal. Tveir mögu- leikar: Hægt að koma tit baka úr Mörkinnl á sunnudegi eða mánudegi. Einsdagsferð á hvítasunnudag kl. 08. Brottför i allar ferðirnar kl. 20.00, 5. júní. Tryggið ykkur far í tíma. Sumarleyfisferðir í júní: 18. -21. júní:Skaga- fjörður-Málmey-Drangey. Gist ein nótt á Húnavöllum og tvær nætur að bænum Lónkoti I Sléttuhllð. Siglt í Málmey, ekið fyrir Skaga, Kálfshamarsvík og Ketubjörg skoðuð. 19. -22. júní (ath. breytta dags.): Sólstöðuferð til Grímseyjar. Brottför kl. 17.00 á föstudag með flugi til Akureyrar og áfram með flugi til Grimseyjar. Að kvöldi laugardags verður siglt með Grímseyjarferjunni til Hrís- eyjar og gist. I þessari ferð gefst gott tækifæri til að skoöa tvær af athyglisveröustu eyjum við landið og upplifa miðnætursól- ina. Hægt verður að koma (ferð- ina á Akureyri. 26. -28. júní: Hlöðuvellir- Hagavatn. Bakpokaferð í tilefni 50 ára af- mælis Hagavatnsskála. 27. júnf—1. júlf: Breiðafjarðar- eyjar-Látrabjarg-Barða- strönd-Dalir. Silgt með Eyja- ferðum um Breiðafjörð og áfram að Brjánslæk. Gist að Birkimel (félagsheimili). Gist tvær nætur í Breiðuvík. Skoðunarferðir á Látrabjarg, Sjöundá og Skor. Til baka verður ekið um Austur- Barðastrandasýslu og gist i Króksfirði. Á 5. degi verður ekið heimleiðis fyrir Klofning með við- komu t Dagverðarnesi og víöar. Pantið tímanlega í sumarleyfis- ferðirnar: Nýr sími 682S33. Ferðafélag (slands. tífanJYfrr* ÚTIVIST Hallveigarstfg 1, sími 614330. Ferðir um hvítasunnu 5.-8. júní. 1. Öræfajökull, gengin verður Sandfellsleið sem er ein greið- færasta leiðin á jökulinn, en gangan tekur um 12-14 tíma. 2. Skaftafell-öræfasveit. Skipulagðar göngu- og skoðun- arferðir. Gist í tjöldum í Skafta- felli. 3. Fimmvörðuháls-Eyjafjalla- jökull, gengið frá Básum, gist eina nótt í Fimmvöröuskála. 4. Básar. Skipulagðar göngu- ferðir um Goðalandið og Þórs- mörkina. Brottför í ferðirnar kl. 20. Nánari upplýsingar og miða- sala á skrifstofu Útivistar. Ath. aö frá 1. júnf-1. september er skrifstofa Útivistar opin frá kl. 9-17. Nýtt sfmanúmer 614330. Sjáumst. Útivist. Vélritunarkennsla Vomámskeið byrja 4. júní. Vélritunarskólinn, s. 28040. SKÓR GÆÐASKOR A GÆÐAVERÐI Teg. 1910 Mlrage. Stærðir: 36-47. Verð kr. 2.480,- Teg. 2019 Mercury. Stærðir: 40-47. Verð kr. 3.190,- Teg. Skipper. Stærðir: 28-41. Verð kr. 2.195,- Teg. 2053 THnimic XM1. Stærðir: 37-42. Verð kr. 5.790,- Teg. 2037 Milage Top. Stærðir: 36-46. Teg. 2036 Milage Lady Top. Stærðir: 36-42. Teg. 2060 Trlnomlc XC plus. Stærðir: 40-46. Verð kr. 3.695,- m/styrkingu í hæl. Verð kr. 2.580,- Verð kr. 7.740,- m/dempara í hæl. Sendum I póstkröfu, símar 813555 og 813655. Oplð laugardag frá kl.10-14 »hummél^ SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40-símar 813555 og 813655.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.