Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 Rússnesk-íslenska viðskiptaskrifstofan: Andvirði vopnapönt- unarinnar 600 millj. Boston. Frá Karli Blöndal, fréttarítara Morgunblaðsins. FYRIRSPURN sú, sem Rússnesk-íslensku viðskiptaskrifstofunni hefur borist um varahluti í hergögn frá ónefndu ríki í Suður-Ameríku og Morgunblaðið skýrði frá á miðvikudag; er að andvirði allt að tíu miHj- ónir Bandaríkjadollara (600 milljóna ISK), að sögn Williams Greens, prófessors í alþjóðastjórnmálum við Boston-háskóla. Hann segir að þetta sé ekki mikil fjárhæð þegar um vopnaviðskipti er að ræða og telur að þetta geti verið upphaf sýnu meiri viðskipta. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru umræddir varahlutir rafeindabúnaður í siglingatæki til notkunar í hefðbundnum hergögn- um. Green sagði að Sovétmenn hafi selt slík hergögn um allan heim og farið sé fram á lítið magn. „Andvirði pöntunarinnar er ekki meira en tíu milljónir dollara,“ sagði hann. Ekki er vitað fyrir víst hvaða Stórlaxinn bráðfeig- ur Jjrátl fyrir allt ÓLAFUR ÞÓR Jónsson var að renna maðki sínum í Lax- foss í Laxá í Kjós að sunnan- verðu í gærmorgun, er mik- ill stórlax gleypti agnið, sem var maðkur. Magagleypti ófreskjan og eftir fremur stutta en snarpa glímu land- aði Ólafur laxi sem vó 20,5 pund. Það er stærsti laxinn sem frést hefur af það sem af er sumri. Þetta væri vart í frásögur færandi nema vegna þess að laxinn var með öngul í kjaftvikinu, línustúf og nokkrar sökkur. Hann hafði því reynt þetta áður og þá haft betur, en reynst bráðfeigur þrátt fyrir allt. Það er ekki einsdæmi, en óvenjulegt þó, að lax taki aftur agn svo sannað verði. Það hef- ur meira að segja hent að sami fískur hafí tekið tvisvar og jafn- vel þrisvar hjá sama veiðimanni áður en hann festi sig nógu kirfílega til að vera loks dreginn á þurrt. En í þessu tilviki var vitað um aðdragandann. 12. júní var veiðimaður að veiða á þessum sama veiðistað. Þreytti hann stórlax í tæpar 40 mínútur áður en hann sleit og munaði þá aðeins fáum sent- imetrum að aðstoðarmaður næði fískinum í háfínn. Voru menn sem sáu til sammála um að laxinn hefði verið um 20 pund og segja margir það óvenjulegt að slík ágiskun standist þegar stangaveiði- menn eiga í hlut, þ.e.a.s. þegar giskað er á vigt stórlaxa sem sleppa. Sjá ennfremur „Eru þeir að fá’ann“ á bls. 18. Suður-Ameríkuríki er á höttunum eftir umræddum varahlutum, en hins vegar beinast öll spjót að Perú. Stjómarherinn þar á öll þau her- gögn, sem varahlutimir eru ætlaðir í. Green sagði sennilegt að herinn í Perú hefði keypt vopnin í lok áttunda áratugarins eða upphafí þess níunda. „Það hefur verið haldið áfram að framleiða og þróa þessi hergögn á þeim tíu ámm, sem liðin eru frá því þau vom keypt,“ sagði Green og leiddi getum að því að þessi við- skipti kæmu ekki stjómmálaástand- inu í Perú við, heldur væri þau hluti eðlilegrar endumýjunar, sem senni- lega væri tímabær á þessum vopnum. Green kvað sennilegt að kaupend- umir væm nú að þreifa fyrir sér um verð og þess vegna væri pöntunin svo lítil. Hins vegar gætu sýnu meiri viðskipti siglt í kjölfarið ef af þessu yrði. Sjá fréttaskýringu á bls. 21. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Stefnumót á sumardegi Hann Páll litli Helgason heilsaði upp á hrossin á Kjarri í Ölfusi á dögunum. Vel fór á með þeim stutta og þessari fallegu hryssu, en folaldið taldi vissara að fara hægar í sakirnar. Ársreikningar Reykjavíkur; Eignir borgarinnar námu 59 milljörðum í ársbyrjun Borgarstjóra o g fulltrúa Framsóknarflokks greinir á um stöðu borgarsjóðs ARSREIKNINGAR Reylq'avíkurborgar fyrir árið 1991 hafa verið lagðir fram til fyrri umræðu í borgarstjórn. Í ræðu Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra kom fram að peningalegar eign- ir umfram heildarskuldir nemi 2.262 milljónir króna og að bók- færð hrein eign borgarsjóðs var í árslok um 59 milljarðar. Peninga- leg staða borgarsjóðs var í árslok 1991 neikvæð um rúmlega 434 milljónir. Rekstur málaflokka stóðst nánast áætlun, var 36 milljón- ir yfir í 6,2 milljarða veltu eða 0,6%. í bókun Sigrúnar Magnúsdótt- ur fulltrúa Framsóknarflokksins segir, að reikningarnir sýni að staða borgarsjóðs hafi versnað um 1,5 milljarð á árinu og að lausafjárstaðan sé orðin neikvæð um rúmar 300 miiyónir. veltufé í árslok sé neikvætt og veltufjárhlutfall sé 0.90, en var 1.85 árið 1988. Þessa slæmu stöðu megi rekja til bruðls og offjárfest- inga í byggingum og fasteigna- kaupa. A síðustu árum hafí fjár- festingar farið um 3 milljarða fram úr áætlun. „Ég tel það af og frá að halda því fram að um taprekstur sé að ræða á borgarsjóði sem staðið hefur í eignarbreytingum og fram- kvæmdum fyrir um 4,7 milljarða króna að meðtalinni gatnagerð," sagði Markús. „Þetta er það af- gangsfé sem tekið er úr rekstrin- um.“ Síðari umræða verður í borgar- stjóm 2. júlí næstkomandi. „Peningaleg staða er sú stærð, sem megináhersla er lögð á að sýna í efnahagsreikningi sveitar- sjóða, en það eru veltufjármunir og langtímakröfur samanlagðar, að frádregnum heildarskuldum," sagði Markús. „Þessi stærð er tal- in gefa betri mynd á stöðu sveitar- sjóða en veltuhlutfallið. Mögulegt er að bæta veltuhlutfallið með því að breyta skammtímaskuldum í langtímaskuldir. Sá möguleiki er ekki fyrir hendi, þegar peningaleg staða er skoðuð, því þar er tekið tillit til heildarskulda. En það er sama hvor staðan er skoðuð hjá Reykjavíkurborg. Veltufjárhlutfall borgarsjóðs og stofnana hans er 1.72 og peningalegar eignir um- fram heildarskuldir nema 2.262 millj., sem er jákvæð staða á hvern íbúa í Reykjavík um 23 þús. krón- ur. Bókfærð hrein eign borgar- sjóðs nam í árslok tæplega 59 milljörðum og að fyrirtækjum meðtöldum tæplega 104 milljörð- um.“ í bókun Sigrúnar segir, að í fyrsta sinn í tugi ára sé borgar- sjóður rekinn með tapi. Hreint Gjaldskrá símtala til útlanda lækk- ar um 10-26% um mánaðamótin Prentsmiðjan Gutenberg: Hæsta tilboðið var 116 milljónir króna Prentsmiðjunni Odda hf. og Steindórsprenti hf. Buðu fyrir- tækin í öll hlutabréf prentsmiðj- unnar. Auk þess bárust tilboð frá þremur starfsmönnum Gut- enbergs í tiltölulega lítinn hluta bréfanna, að því er segir í til- kynningu frá Framkvæmda- nefnd um einkavæðingu. TILBOÐ í hlutafé ríkissjóðs í Prentsmiðjuna Gutenberg voru opnuð síðdegis í gær, að við- stöddum þeim tilboðsgjöfum sem þess óskuðu. Boð bárust frá ísafoldarprentsmiðju hf., GJALDSKRÁ Pósts og síma á símtölum til útlanda lækkar að meðal- tali um 15% um næstu mánaðamót, en lækkunin er mismunandi eft- ir löndum, allt frá 10% til 26%. Mest lækka símtöl til Bandarikj- anna, Frakklands, Þýskalands, Japan, Hollands og Norðurlandanna. Þá hefur einnig verið tekin upp þjónusta fyrir þá sem vilja hringja heim frá útlöndum, en greiða kostnaðinn af eigin símreikningi á íslandi. Nefnist þjónustan „ísland beint“, og býðst samskonar þjón- usta útlendingum sem staddir eru hér á landi. Fimm lönd auk ís- lands eru aðilar að þjónustukerfi þessu. Sem dæmi um taxtalækkanir eða um 19%. Til Norðurlandanna Pósts og síma má nefha að mínútu- gjald á dagtaxta til Bandaríkjanna lækkar úr 114 kr. í 91 kr., eða um 20%. Mínútan til Frakklands lækkar úr 102 kr. í 75 kr. eða um 26%, til Þýskalands úr 83,50 kr í 64 kr. eða um 23% og til Japan lækkar mínútugjaldið úr 263 kr. í 212 kr. og Holiands lækka gjöldin um 15%, og kostar þá mínútan til Danmerk- ur, Noregs og Svíþjóðar 61 kr. í stað 72 kr. á dagtaxta. Gjöld til annarra landa lækka um 10-11%. Auk þess gengur í gildi sérstakur hann 25% lægri en dagtaxtinn. „ísland beint“ er nafn á þjónustu sem Póstur og sími veitir þeim, er vilja hringja heim frá útlöndum, en skrá símtalið á sinn eigin símreikn- ing heima á íslandi. Gildir hið sama um útlendinga hérlendis, að þeir geta hringt héðan til skyldmenna erlendis, og fengið símtalið skráð á sinn eigin reikning í útlöndum. Þjónusta þessi er í gildi milli ís- lands og Bandaríkjanna, Bretlands, Danmerkur, Noregs og Svfþjóðar. Þá er hringt í ákveðið númer í því landi sem viðkomandi er staddur í, og fæst þá samband við skiptiborð næturtaxti, sem gildir frá kl. 23-ti). , 09 áíslandi. Þaðan er símtalið tengt kl. 8, alla daga vikunnar, og verður réttum viðtakanda, og greiðslan færð á reikning þess er hringir. Hrefna Ingólfsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Pósts og síma, sagði, að fyrir þjónustu þessa væri tekið 230 króna afgreióslugjald, auk 32 króna aukagjalds á mínútu vegna hand- virkrar þjónustu. Tíu mínútna sím- tal frá Danmörku til fjölskyldunnar heima myndi því kosta ferðamann 1.160 krónur með „Island beint“, meðan sama símtal frá íslandi til Danmerkur kostar með sjálfvali 610 kr. Þó er þjónusta þessi ódýrari, að sögn Hrefnu, en hefðbundin „collect“ afgreiðsla, sem kostar 460 krónur í fastagjald auk handvirka taxtans. Einnig sé hún yfírleitt ódýrari en að hringja frá hóteli. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var tilboð ísafoldarprent- smiðju hæst, eða 116 milljónir króna. Tilboð Odda var rúmlega 86 milljónir en Steindórsprent bauð rúmlega 85 milljónir. Tilboð- in voru í öll hlutabréfín. í tilkynningu einkavæðingar- nefndar segir, að átta aðilar hafi lagt fram skriflega yfírlýsingu um áhuga á að ganga til viðræðna um kaupin. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var fímm aðilum boðið að gera tilboð í hlutabréfín, en einn þeirra, Prentstofa G. Ben. hf., mun ekki hafa skilað inn til- boði. Einkavæðingarnefnd hefur falið Landsbréfum hf. að meta tilboðin, og mun niðurstaða liggja fyrir • lok næstu viku. Stefnt er að sölu í mánuðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.