Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992
FURA
3. grein
Blóm vikunnar
Ágústa Björnsdóttir
238. þáttur
Broddfura er ein þeirra furu-
tegunda sem fyrst var sáð hér á
landi. Það var árið 1903 austur á
Hallormsstað. Er það merkilegt
þar sem hún hefur þá verið lítið
eða ekkert þekkt annars staðar í
Evrópu og sjaldgæf þar enn þann
dag í dag. Broddfuran er ættuð
frá vesturríkjum Bandaríkjanna:
Colorado, Utah, Nevada og Kali-
fomíu. Fræið sem hingað kom til
lands er talið vera frá Colorado.
Ekki sýnast þetta nú líkleg svæði
til þess að velja frá tijágróður
fyrir ísland. En broddfuran vex
upp á háfjöllum við efstu skógar-
mörk, víða um 3000 m og upp í
3700 m yfir sjó. Hún vex hægt
og verður ekki há miðað við ann-
an trjágróður þar vestra eða
10-15 m. Og þar sem hún lætur
svo lítið yfir sér em ekki nema
rúm tuttugu ár síðan menn kom-
ust að því að þarna voru til lang-
elstu tré jarðarinnar 4000-4500
ára gömul. Þau hafa sum verið
um 1700 ára gömul þegar elstu
risafurur Kaliforníu voru að
stinga kímblöðunum upp úr mold-
inni, en þær risafumr voru áður
taldar allra tijáa elstar. Og þessar
umræddu broddfumr hafa verið
um 3000 ára þegar tímabil okkar
hefst. Raunar hafa grasafræðing-
ar nýlega skilið þessar furur — á
vissu svæði — frá sem aðra teg-
und, þar með talin þessi
ævagömlu tré — og heitir tegund-
in nú Pinus longaeva.
Broddfuran hefur víst ekki vak-
ið aðdáun hjá íslenskum skóg-
ræktarmönnum lengi vel. Hún óx
svo dæmalaust hægt, svona 10-12
sm á ári. Því var þó veitt athygli
og í frásögur fært að engar
skemmdir sáust á henni í harðind-
unum 1918. Svo liðu tímar fram
og broddfumrnar á Hallormsstað
urðu smám saman hin myndarleg-
ustu tré og fóm nú að bera köngla
og þroska fræ, ekki bara á góðum
árum heldur hv^iju einasta ári. í
Arsriti Skógræktarfélags íslands
1957 er sagt að hæsta fumtré á
Hallormssstað sé 5,5 metrar á
hæð og mörg milli 4-5 m og þau
þroski þá fræ árlega.
Nú fóm menn að átta sig á því
að hér var fundið eitt af hinum
bestu barrtijám fyrir íslenska
garða, hæfilegt stórt, gullfallegt
og allra tijáa harðgerðast.
Broddfuran er með fimm dökk-
grænar nálar í hveiju knippi, 3-4
sm Iangar. Hún er auðþekkt frá
öllum öðrum fumm á litlum hvít-
um harpixkomum, sem sitja dreift
um öll nálaknippin. Margir halda
að þarna sé lús á ferðinni, en það
er Öðm nær. Engin óþrif sækja á
broddfum svo ég viti. Hún virðist
vaxa allvel í góðum moldaijarð-
vegi. Ársprotamir á henni em oft
um 15 sm og stundum lengri. Hún
er allt árið jafn dökkgræn og fal-
leg, en þó langfallegust á sumrin
meðan nýju sprotarnir em að vaxa
og standa þráðbeinir eins og lítil
ljósgul kerti á greinunum.
Lindifura — Pinus cembra
Lindifuran er mjög falleg og
frábmgðin öðmm furutegundum,
sem hér em ræktaðar. Það er al-
veg sérstakur glæsibragur yfir
henni.
Nálarnar eru óvenju langar og
mjúkar, 5-9 sm langar og fimm
saman í knippi. Þær eru líka tvílit-
ar, grænar að utan en ljósblá-
grænar á innri hlið. Þá em köngl-
arnir dálítið öðmvísi, þeir eru
fremur stuttir og sívalir og standa
uppréttir á greinunum. Framanaf
era þeir fallega fjólubláleitir en
verða ljósbrúnir við þroskun. Fræ-.
in em allstór og sögð vera vel
æt og bragðgóð. Lindifura vex í
Alpafjöllum og Karpatafjöllum
mest í um 1900 m hæð ásamt
lerki, blábeijalyngi o.fl. Hún vex
einnig á stóm svæði í norðaustur-
hluta Rússlands og auk þess um
alla Síberíu og allt til Kyrrahafs.
Var fengið fræ frá Irkutsk árið
1905 og eru lindifurur til síðan í
sömu skógarreitum og fjallafuran
þ.e. á Þingvöllum, við Grund í
Eyjafirði og svo á Hallormsstað.
Hafa þessar gömlu fumr nú náð
8-10 m hæð, en talið er líklegt
að fá megi harðgerðari kvæmi
með því að velja fræ frá heppi-
legri stöðum. Þess ber að geta
lindifuran vex hægt og er vaxtar-
hraðinn hér á landi svipaður því
sem gefið er upp t.d. í Danmörku.
Þá þarf að geta að hafa það hug-
fast að þetta er meginlandstré og
ekki líklegt til þess að þrífast vel
við ströndina, en miklu fremur í
dölum og innsveitum og þá best
norðanlands og austan. Hún vex
í raklendi í heimkynnum sínum
og þarf jafnan og góðan jarðraka.
Hólmfríður Sigurðardóttir.
Fjórðungsmótið á Kaldármelum:
Morgunblaðið/Vaidimar Kristinsson
Fengur frá Lýsdal mætir til leiks á fjórðungsmótinu en hann sigr-
aði A-flokkinn fyrir fjórum árum, myndin er tekin á Landsmóti
1990 og er Tómas Ragnarsson knapi.
Sörli frá Skjólbrekku kemur fram á fjórðungsmótinu í ár, en
hann var í úrslitum A-flokks á síðasta landsmóti, knapi er Olil
Amble.
Mótið hefst klukkan 13.00
fimmtudaginn 25. júní með dóm-
um á hryssum og B-flokksgæð-
ingum. Um kvöidið verður farið í
fjöraferð undir fararstjórn Hauks
á Snorrastöðum en hann þekkir
fjörurnar, sem þykja bjóða upp á
eitt besta reiðfæri sem kostur er
á, eins vel og lófa sína. Bæði
föstudags- og laugardagskvöld
verða kvöldvökur og dansleikir
þar sem sá landskunni gleðigjafi
Geirmundur Valtýsson og hans
menn munu hafa ofan af fyrir
mótsgestum. Gert er ráð fyrir að
mótinu ljúki á sunnudag milli
fimm og sex síðdegis. Formaður
framkvæmdanefndar er Tryggvi
Gunnarsson á Brimilsvöllum en
framkvæmdastjóri er Magnús H.
Ólafsson á Akranesi.
Ný og betri staða vest-
lenskrar hrossaræktar?
muni nú koma fram en áður hefur
sést á fjórðungsmótum á Vestur-
landi. Staða Vestlendinga í rækt-
uninni hefur að mati margra
gjarnan mátt vera sterkari á und-
anfömum árum. Verður fróðlegt
að sjá hvort þetta mót undirstriki
nýja og betri stöðu hrossaræktar
þar vestra.
Hryssur sex vetra og eldri
munu að venju vekja mikla at-
hygli en nú þykja stóðhestar í
sama aldursflokki líklegir til að
heilla áhorfendur en þar koma
fram meðal annarra Dagur frá
Kjamholtum, Orion frá Litla-
Bergi, Sviðar frá Heinabergi og
Þengill frá Hólum sem margir
hafa beðið eftir að fá að sjá en
hann var síðast sýndur á stóðhest-
astöðinni fimm vetra gamall. Af
fimm vetra hestum beinast augu
flestra að Seim frá Víðivöllum
fremri eða Sveinatungu eins og
margir vilja kenna hann, sem sló
svo eftirminnilega í gegn í vetur
og vor. Blakkur 977 frá Reykjum
verður sýndur með afkvæmum en
hann stendur nú í öðrum verð-
launum og verður sýndur sem
slíkur. Tvær hryssur verða sýndar
með afkvæmum, þær Aldís frá
Nýjabæ og Þokkadís frá Neðri-
Ási en þær munu báðar vera með
fýrstu verðlaun. Þá verða hvorki
fleiri né færri en 14 ræktunarbú
með sýningu á ræktunarárangri
sínum í svokölluðum ræktunar-
bússýningum.
Allnokkrar endurbætur hafa
verið gerðar á mótssvæðinu á
Kaldármelum frá síðasta móti,
mikið hefur verið grætt upp og
er svæðið nú orðið allvel gróið.
Byggður hefur verið nýr völlur
fýrir kynbótadóma. Áhorfenda-
brekkur hafa verið stallaðar og
sáð í þær. Er nú með góðu móti
hægt að fylgjast samtímis með
sýningum á báðum hringvölllun-
um að sögn forráðamanna móts-
ins.
________Hestar____________
Valdimar Kristinsson
SENN líður að fjórðungsmóti
vestlenskra hestamanna sem
haldið verður að Kaldármelum.
Er þetta fjórða mótið af slíku
tagi sem haldið er þar og hefur
aðstaðan farið batnandi með
hveiju mótinu. Það mun skoðun
margra að mótið nú verði eitt
það sterkasta í fjórðungnum til
þessa en ljóst er að þar muni
koma fram nokkur fjöldi mjög
góðra hesta.
í gæðingakeppni mótsins em
skráðir til leiks 34 hestar í hvorum
flokki og þeirra á meðal má nefna
hesta eins og Feng frá Lýsudal
sem sigraði A-flokkinn á síðasta
fjórðungsmóti þar vestra og Sörla
frá Skjólbrekku sem kom vel út
úr keppninni á Hvítasunnumóti
Fáks nú fyrir skömmu auk þess
sem hann var í úrslitum A-flokks
á síðasta landsmóti ásamt Fengi.
í bamaflokk em skráðir til leiks
24 keppendur en 26 í unglinga-
flokk.
Töltkeppni verður á mótinu sem
opin er öllum vestlenskum hesta-
mönnum sem náð hafa 75 stigum
á þessu eða síðasta ári og verða
þar á meðal 12 keppenda margir
sterkir töltarar og er þar fremstur
meðal jafningja Haukur frá
Hrafnagili sem Gísli bóndi á Hofs-
stöðum keppir á. Þá má einnig
nefna Pílatus Ingimars Sveinsson-
ar en báðir þessir hestar og knap-
ar vöktu verðskuldaða athygli í
reiðhöllinni í vetur á Hestadögum
Vestlendinga.
En eins og áður er það kynbóta-
sýningin sem verður þungamiðja
fjórðungsmótsins og telja ýmsir
spekingar sjá teikn um að fleiri
kynbótahross í háum gæðaflokki
Seimur frá Víðivöllum fremri kemur fram á fjórðungsmótinu en
hann þykir óvenju hæfileikamikill en ráðunautarnir eru ekki að
sama skapi ánægðir með alla þætti byggingarinnar, knapi er
Þórður Þorgeirsson.