Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.06.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1992 $8» STJORNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Ein mistökin reka önnur hjá þér í dag. Þér fínnst einhver bregðast þér í dag, en varastu að fyllast beiskju. Naut (20. apríl - 20. mafí Þér fínnst tími kominn til að gera upp ákveðið mál sem hefur lengi setið á hakanum. Vertu réttlátur þegar að upp- gjörinu kemur. Tvíburar (21. maf - 20. júní) Nú ættir þú að ræða ákveðin mál við þína nánustu. Hrein- skilnar samræður gætu dregið úr vantrausti í þinn garð og gætu orðið til þess að hreinsa andrúmsloftið. Ekki veitir af! Krabbi (21. júní - 22. júlí) HIB Astvinur þinn eða náinn vinur hefur vanrækt þig að undan- fömu. Láttu hann vita af því, því ekki er betra að byrgja hlutina innra með sér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) I dag ertu á útopnu og þér finnst gaman að vera til. Þeir sem eru á ferðalagi munu gera merkilega uppgötvun í dag. Farðu varlega í að daðra við hitt kynið í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) 4* Þú ert svolítið annars hugar í dag og íjölskyldunni fínnst erfítt að ná sambandi við þig. Hristu af þér slenið og horfðu á björtu hliðar lífsins. Vog (23. sept. - 22. október) Þú getur varpað öndinni Iéttar í peningamálum, því útlitið er bjart. Þú vekur aðdáun gagn- stæða kynsins og ekki er ólík- legt að skemmtilegt og spenn- andi ævintýri sé framundan hjá hinum ólofuðu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Ástin blómstrar hjá þér í dag og fjármálin virðast í skárra lagi núna. Líklega þarftu samt að draga saman seglin í út- gjöldum, en líttu ekki á það sem fóm, heldur verkefni sem þarf að inna af hendi. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Breytingar verða á fyrirhug- uðu ferðalagi, en þær þurfa ekki að vera slæmar. Nú er tími til að sinna útiverkum og einnig fjölskyldunni, sem ekki hefur séð mikið af þér uppá síðkastið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hlutimir ganga hratt fyrir sig hjá þér núna og þú ert fullur af nýjum hugmyndum. Þú ert ekki vanur þessum hraða og ættir því að vara þig á að láta streituna ekki ná tökum á þér. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú ert orðinn langeygður eftir málamiðlun á erfiðu deiluefni sem þér hefur verið blandað í. Reyndu ekki að taka svona mikla ábyrgð á annarra manna lífí og jörðum. Hver og einn er ábyrgur gagnvart sjálfum sér.______________ Fiskar (19. febrúar - 20. mars) LZn Hin frumlega framkoma þín fellur vel í kramið hjá nýjum vini. Þú átt til að taka of mik- ið tillit til annarra og aðlaga þig algerlega að þörfum þeirra. Stjömuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af pessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DYRAGLENS TOMMI OG JENNI LOKSMS HEF é<s SKJPOLtGTþsroC FKK! &NN HLUrOK El£\i UAl. TENN! 7> 'T HÚS FK'A RlS! Ht&UR t'KJAllARA! ^ 'A /ZÖNGUAA SXdÐ- ______ ^ 3/3 J • 1 w iono«» »«»»«■»« | | Ao 1/ A 1 Ac HPVfZ/ Ti-rAnA.t K r A/ / nM R /PUtJM i rri IKA lll b/tDcB er/aeSM/ Cf/unÆW LJOoKA hsÆTí L/niRl) FERDINAND Leg— —'— ^ on/i n w~f~\ ■ i/ oMArULK Y0U 5URE 60T YOUR.5EIF WET 5ITTIN6 OUT THEKE IN THE RAlN. 5N00PY... BUT AFTER 1 T0U)EL YOU OFF, VOU'LL BE NICE ANP UUARM ANP FUZZY... r—7/" I MAY HAVE TO 60 INTO HIPIN6.. ‘t-Z Þú varðst aldeilis blautur að sitja En þegar ég verð búinn að þurrka Ég gæti þurft að fara í felur... þarna úti í rigningunni, Snati... þér með handklæði, verðurðu aftur fínn, heitur og úfinn... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson I Spingold-keppninni fyrir ári átti Zia Mahmood út gegn 7 hjörtum dobluðum með þessi spil: Vestur *K109754 llllll *65 III ♦ G543 ♦ 9 Austur gefur; allir á hættu. Vestur Norður Austur Suður Zia Sontag Rosen- berg Kantar - - Pass 1 hjarta Pass 5 grönd Pass 7 hjörtu Pass Pass Pass Pass Dobl Pass Doblið er vafalítið byggt á eyðu til hliðar, svo það er erfítt að álasa Zia fyrir að velja lítinn spaða. Norður ♦ - VÁ432 ♦ ÁD762 + ÁK43 Vestur Austur ♦ K109754 .. 4DG8632 ♦ 65 ¥98 ♦ G543 ♦- ♦ 9 ♦ D10865 Suður ♦ Á ♦ KDG207 ♦ K1098 ♦ G72 Hitt er annað mál að hægt er að fínna ágæt rök fyrir tígul- útspili. Norður meldar eins og maður með eyðu og góðan hlið- arlit. Og er ekki hugsanlegt að eyðan sé einmitt í spaða, og hlið- arliturinn þá tígull? Líklega verður að líta svo á að AV hafí tapað þessari baráttu í sögnum. Bæði gat austur opn- að á 3 spöðum og vestur strögl- að á 1 spaða. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opna meistaramóti Lettlands í vor kom þessi staða upp í viður- eign þeirra Berzins, sem hafði hvítt og átti leik, og Viksna. Svartur átti þokkalega stöðu, en var að enda við að hróka stutt. Með því stakk hann höfðinu í gin ljónsins. 17. Rxh7 — Hfe8 (Hvítur stendur einnig vel eftir 17. — Kxh7 18. Dh5 - Kg8 19. f6) 18. Hgl - Rxe5, 19. Dh5 - Rd3, 20. Kfl - Db5, 21. Hxg7+! - Kxg7 22. f6+ — Rxf6, 23. Dh6+ og svart- ur gafst upp. Engir af öflugustu skákmönnum Letta tóku þátt. Rússamir Okrugin og Sjavanov og Lettamir Shuravlev og Daudz- vardis deildu efsta sætinu á mót- inu. Þess má vænta að ólympíu- sveit Letta verði afar sterk og hana skipi þeir Shirov, Tal, Keng- is, Shabalov o.fl. Sveitin verður væntanlega raðað í 9-10. sæti í styrkleikaröðina í Manila, 4-5 sætum hærra en þeirri íslensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.